Morgunblaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 22.11.2002, Blaðsíða 67
JÓLAKORT Kvenfélags Langholts- sóknar er komið út. Myndin á kort- inu er af steindum glugga á austur- stafni kirkj- unnar. Gluggann hannaði Sigríður Ásgeirs- dóttir glerlista- kona. Kortin fást bæði með og án áletr- unar. Þau eru fjögur saman í pakka á kr. 500 en einnig er hægt að kaupa stök kort. Kortin eru til sölu hjá kirkjuverði. Allur ágóði af söl- unni rennur í gluggasjóð. Jólakort Kvenfélags Langholtssóknar FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2002 67 Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10 í umsjá Aðalbjargar Helgadóttur. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun fyr- ir börn. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Sam- komur alla laugardaga kl. 11–12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédikun og bibl- íufræðsla. Barna- og unglingadeildir á laugardögum. Létt hressing eftir sam- komuna. Allir velkomnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM 105,5. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 8–10 ára drengi á laugardögum kl. 11. Starf fyrir 11–12 ára drengi á laugardögum kl. 12.30. Garðaprestakall. Harmonikkuball á föstudagssamveru í Kirkjuhvoli, Garða- bæ, í dag kl. 14–17. Rúta fer frá Hlein- um kl. 13.40. Eldri borgarar hvattir til að mæta. Hvítasunnukirkjan á Akureyri. Ung- lingasamkoma í kvöld kl. 21. Sjöundadags aðventistar á Íslandi: Samkomur á laugardögum: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíu- fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Erling Snorrason. Sigrún Jónsdóttir leikur á fiðlu og Kór Aðvent- kirkjunnar syngur. Loftsalurinn Hólshrauni 3, Hafnarfirði: Guðsþjónusta/biblíufræðsla kl. 11. Ræðumaður Jóhann Grétarsson. Biblíurannsókn og bænastund á fimmtudögum kl. 20. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðu- maður Brynjar Ólafsson. Biblíurannsókn og bænastund á föstu- dögum kl. 20. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Halldór Ólafsson. Biblíurannsókn og bænastund að Breiðabólstað í Ölfusi á miðvikudögum kl. 20. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10.30. Hátíðarguðsþjónusta kl. 17. Ræðu- maður Eric Guðmundsson og Erling Snorrason. Safnaðarstarf KIRKJUSTARF FYRIR nákvæmlega 80 árum hóf O.J. Olsen að prédika aðventboð- skapinn í Vestmannaeyjum. Í kjölfar þess hófst mikil vakning meðal bæjarbúa og 60 fullorðnir einstaklingar tóku á móti aðvent- boðskapnum á árunum 1922–24 og söfnuður var stofnaður. Þessara merkisviðburða verður minnst með sérstakri hátíð- arsamkomu í Aðventkirkjunni í Vestmannaeyjum á morgun, laug- ardaginn 23. nóvember, kl. 17. Eft- ir samkomuna verður gestum boð- ið til málsverðar. Allir eru hjartanlega velkomnir að heiðra söfnuðinn með nærveru sinni á þessum merku tímamótum. Vestmannaeyjasöfnuður. Föstudagssamvera með harmonikkuballi ANNAÐ harmonikkuball vetrarins fyrir eldriborgara í Garða- prestakalli verður haldið í safn- aðarheimilinu Kirkjuhvoli föstu- daginn 22. nóvember kl. 14–17. Það eru Garða- og Bessa- staðasókn sem standa að þessari skemmtun í samvinnu við félög eldri borgara í Garðabæ og á Álftanesi, en fyrri skemmtunin var fjölsótt og þótti takast með ágæt- um. Fimm harmonikkuleikarar munu leika fyrir dansi og stjórna söng, Garðakórinn, kór eldri borg- ara í Garðabæ, kemur í heimsókn og syngur, farið verður með gam- anmál og boðið verður upp á vöfflukaffi. Aðgangseyrir er 500 kr. Rúta fer frá Hleinum kl. 13.40 og heim að lokinni skemmtun. Allir eldri borgarar og velunn- arar heilbrigðra dansmennta og hollrar skemmtunar eru velkomn- ir. Sóknarnefndirnar. Ensk messa í Hallgrímskirkju SUNNUDAGINN 24. nóvember nk. kl. 14 verður haldin ensk messa í Hallgrímskirkju. Prestur verður sr. Bjarni Þór Bjarnason. Organisti verður Jón Bjarnason. Guðrún Finnbjarnardóttir leiðir almennan safnaðarsöng. Barna- og unglingakór Graf- arvogskirkju syngur við athöfnina undir stjórn Oddnýjar J. Þorsteins- dóttur. Messukaffi að athöfn lok- inni. Á þessu ári hefur verið boðið upp á enska messu í Hallgríms- kirkju síðasta sunnudag hvers mánaðar. Service in English SERVICE in English at the Church of Hallgrímur (Hallgrímskirkja). Sunday 24th of November at 2 pm. Holy Communion. Christ the King. The Sunday next before Advent. Celebrant and Preacher: The Revd Bjarni Thor Bjarnason. Organist: Jón Bjarnason. Leading Singer: Guðrún Finnbjarnardóttir. The Children’s Choir from Grafarvogs- kirkja will sing. Conductor: Oddný J. Thorsteinsdóttir. Refreshments after the service. Hátíðarsam- koma Aðvent- kirkjunnar Morgunblaðið/Brynjar Gauti Laugarneskirkja LANDSVIRKJUN hefur látið gera kort af ferðaleiðum sunnan Hofsjökuls sem verður á almenn- um markaði. Kortið er gefið út bæði á íslensku og ensku og er það Hið íslenska bókmenntafélag, Síðumúla 21, sem annast dreifingu þess. Kortið verður til sölu í bóka- búðum og á ferðamannastöðum sunnanlands. Kortið kostar kr. 1.000. „Ferðakortið er liður í þeirri stefnu Landsvirkjunar að efla ferðamennsku og útivist á virkj- unarsvæðum og stuðla að því með sveitarstjórnum, stjórnvöldum og ferðaþjónustunni að byggja upp innviði ferðamennsku á starfs- svæðum fyrirtækisins,“ segir í fréttatilkynningu. „Fjölmargir aðilar hafa komið að gerð kortsins og veitt þær upp- lýsingar sem þar koma fram. Má þar nefna Áskel Heiðar Ásgeirs- son kortagerðarmann, Árna Þórð Jónsson og Benedikt Karl Valde- marsson textasmiði, Ásborgu Arn- þórsdóttur ferðamálafulltrúa, Ei- rík Haraldsson fyrrv. menntaskólakennara, Engilbert Olgeirsson og Harald Eiríksson, rekstraraðila Landmannahellis, Hauk Jóhannesson, Ferðafélagi Íslands, Kjartan Magnússon veiði- vatnanefnd, Pál Gíslason, rekstr- araðila Kerlingafjöllum, Svein Tyrfingsson, rekstraraðila í Hálendismiðstöðinni Hrauneyjum, Svein Sæland, oddvita í Bláskóga- byggð og félaga úr Ferðaklúbbn- um 4x4 o.fl.“ Kort af leiðum sunnan Hofsjökuls LÝST er eftir vitnum að umferð- aróhappi sem varð á gatnamótum Breiðholtsbrautar og Stekkjar- bakka miðvikudaginn 20. nóvem- ber sl. klukkan 7:35. Þar skullu saman hvít Volkswa- gen Polo-fólksbifreið og grænn Land Rover Discovery-jeppi. Öku- menn eru ekki sammála um stöðu umferðarljósa á gatnamótunum þegar óhappið varð. Þeir sem upp- lýsingar geta veitt um mál þetta eru vinsamlega beðnir að hafa samband við lögregluna í Reykja- vík. Lýst eftir vitnum LEIÐRÉTT Bóksala í nóvember Farið var mánaðavillt í bóksölu- lista sem birtur var í blaðinu í gær. Bóksalan var vitaskuld mæld dag- ana 1.–18. nóvember, eins og raun- ar kom fram í tilvísunarfrétt á bak- síðu. Beðist er velvirðingar á þessu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.