Morgunblaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.12.2002, Blaðsíða 38
HESTAR 38 ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Reiðfatnaður Náttúrulegur lífsstíll FREMSTIR FYRIR GÆÐI REIÐSALUR nýju reiðhallar Hóla- skóla er 1.200 fermetrar að flatar- máli, lengd vallar er 60 metrar en 20 metrar á breidd en með annarri langhlið vallarins er rými fyrir um 200 áhorfendur. Stórar hurðir eru gegnt hvor annarri á báðum göflum hússins þannig að höllin nýtist vel til skeiðreiðar eða annars yfirferðar- gangs. Athygli vakti mikil og góð lýsing í höllinni ef kveikt er á öllum ljósum. Eru alls átta raðir með flúor- lömpum sem liggja langsum eftir höllinni. Duga vel ljós á tveimur röð- um til almennrar vinnu í höllinni. Þessi mikla lýsing auðveldar mjög alla myndatöku og gildir þar einu hvort um er að ræða ljósmyndun eða myndbandsupptökur. Fyrir er á Hólum minni reiðskemma sam- byggð einu af hesthúsi staðarins með 800 fermetra reiðvelli og all- nokkuð síðan starfsemin varð meiri en aðstaðan gat annað. Sárlega skorti orðið viðbótaraðstöðu því fjöldi nemenda á hrossabraut hefur að því er fram komi í máli Skúla Skúlasonar skólameistara þrefald- ast síðustu árin auk þess sem hlutur verklegs náms í reiðmennsku, tamn- ingum og reiðkennslu hefur stórauk- ist. Skólinn getur ekki annað þeirri eftirspurn sem er í að komast á skól- ann. Í vetur stunda 46 nemendur nám á hrossabraut en nú er boðið upp á þriggja ára nám á brautinni í vetur. Sagði Skúli að skólinn hefði gegnt forystuhlutverki í námi á þessu sviði og væru aðstandendur og starfsmenn skólans stoltir af því. Með tilkomu þessrar nýju reið- hallar breytist aðstaða skólans til að sinna hinni miklu þörf sem nú þegar er til staðar í starfsemi skólans og ennfremur bjóðast nú miklir mögu- leikar til frekari umsvifa og má þar meðal annars nefna minni reiðsýn- ingar og jafnvel annars konar sýn- ingar. Þá skapar þetta aukna rými möguleika til aukins námskeiðshalds á skólanum og má þar nefna til dæmis endurmenntunarnámskeið og einmitt um þessar mundir stend- ur yfir 16 manna reiðkennaranám- skeið á vegum Félags tamning- manna í samvinnu við Hólaskóla. Er það tilkoma nýju hallarinnar sem gerir mögulegt að halda þetta nám- skeið. Hólaskóli leigir og kaupir seinna Framkvæmdir við byggingu hall- arinnar hófust fyrri part sumars og er hún nú tilbúin til notkunar við kennslu. Byggingameistari hallar- innar var Ólafur Friðriksson en um jarðvinnslu sá Króksverk. RKS sá um allar raflagnir en hönnun raf- kerfis Gísli Sigurðsson. Um vatns- lagnir sá Jón Geirmundsson, Stoð ehf. um hönnun og eftirlit en arki- tekt hússins er Björn Kristleifsson. Eigandi hússins er Þrá efh. sem er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga og Friðriks Jónssonar ehf. og mun Hólaskóli leigja höllina samkvæmt leigusamningi með kauprétti og gert er ráð fyrir að Hólaskóli muni kaupa bygginguna. Verða þau kaup fjár- mögnuð með framlagi úr ríkissjóði og eitthvað með sölu hrossa. Landsmót á Hólum? Tilkoma nýju reiðhallarinnar er enn ein viðbótin í bættri aðstöðu á Hólaskóla til ástundunar hesta- mennsku. Það er vissulega ánægju- efni og akkur fyrir hestamennskuna á Íslandi að eiga slíkan stað sem Hóla. Mikil og markviss uppbygging hefur átt sér þar stað síðan 1982 og hefur skólinn stöðugt verið að styrkja sig í sessi. Margir eru þeir sem telja að með þeirri uppbyggingu sem stöðugt er í gangi á Hólum liggi beint við að gera Hóla að landsmóts- stað Norðurlands. Myndi slíkt virka sem gagnkvæm vítamínsprauta í starfsemi beggja aðila, Hólaskóla og Landsmóts ehf. Með tilkomu reið- hallar á Sauðárkróki telja margir að nýting Vindheimamela muni minnka og verður fróðlegt að sjá hvort Skagfirðingar haldi sína héraðssýn- ingu á Vindheimamelum eða Sauð- árkróki eins og gert var í vor. Kyn- bótadómarar eru komnir upp á lagið með að meta sköpulag hrossa innan dyra og því ekki ólíklegt að sóst verði eftir slíkri aðstöðu. Fimm reiðhallir á Norðvesturlandi Skagfirðingar eru orðnir vel settir hvað reiðhöllum viðkemur. Þrjár eru nú risnar í héraðinu og þar af eru tvær þeirra yfir 60 metra langar og má ætla að þessi mjög svo jákvæða þróun ætti að stuðla að verulegum framförum í reiðmennsku í hér- aðinu. Gamla reiðhöllin á Hólum er án efa langbest nýtta reiðhöll lands- ins fyrir reiðmennsku og allt bendir til þess að góð nýting nýju hallarinn- ar verði einnig afar góð. Til gamans má geta þess að tvær minni reiðhallir eru svo í Húna- vatnssýslum, ein á Hestamiðstöðinni Gauksmýri og önnur á Blönduósi svo ætla má að hestamenn á Norðvest- urlandi séu býsna vel settir hvað þetta varðar. Hið sama verður ekki sagt um Eyjafjörð. Við Dalvík er inniaðstaða í stóru hesthúsi sem áð- ur var loðdýrahús en hefur verið breytt í hesthús með reiðaðstöðu innandyra en Akureyringar eru enn sem komið er án slíkrar aðstöðu. Tveir reiðsalir á Hólum í Hjaltadal stórbæta aðstöðu til reiðkennslu við skólann Fimmta reiðhöllin á Norðurlandi vestra vígð Glæsileg 1.500 fermetra reiðhöll var vígð á Hólum í Hjaltadal á laugardag að viðstöddu miklu fjölmenni og þar á meðal var Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sem opnaði formlega þessa langþráðu aðstöðu. Einnig var þar Valdimar Kristinsson sem hreifst mjög af þessari aðstöðubót á Hólaskóla. Morgunblaðið/Vakri Hólanemar á hrossabraut buðu upp á sýningu við vígsluna og sýndu hina ágætu kennsluhesta skólans sem þykja einstaklega góðir og fór þar fremstur Jarpskjóni frá Enni sem hér er lengst til vinstri. Hann hefur þjónað nem- endum skólans um langa tíð og oftar en ekki átt drjúgan þátt í að fleyta þeim yfir erfiða hjalla reiðprófanna. Margt var um manninn á pöllum Hólahallar við vígsluna og mátti þar kenna mörg þekkt andlit úr hestaheimi Skagafjarðar. Þeirra á meðal Svein Guðmundsson heiðursborgara og Ingimar Ingimarsson. Ljósadýrðin í Hólahöllinni er engu lík frá átta röðum af flúorlömpum og óvíst að finna megi betur upplýsta reiðhöll á landinu. Guðni Ágústsson flutti góða tölu þar sem hann opnaði höllina með formlegum hætti og eins og oft áð- ur flutti hann góð tíðindi þegar hann boðaði setningu reglugerðar sem kveður á um að Hólar verði há- skólastofnun. vakri@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.