Morgunblaðið - 10.12.2002, Síða 38

Morgunblaðið - 10.12.2002, Síða 38
HESTAR 38 ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Reiðfatnaður Náttúrulegur lífsstíll FREMSTIR FYRIR GÆÐI REIÐSALUR nýju reiðhallar Hóla- skóla er 1.200 fermetrar að flatar- máli, lengd vallar er 60 metrar en 20 metrar á breidd en með annarri langhlið vallarins er rými fyrir um 200 áhorfendur. Stórar hurðir eru gegnt hvor annarri á báðum göflum hússins þannig að höllin nýtist vel til skeiðreiðar eða annars yfirferðar- gangs. Athygli vakti mikil og góð lýsing í höllinni ef kveikt er á öllum ljósum. Eru alls átta raðir með flúor- lömpum sem liggja langsum eftir höllinni. Duga vel ljós á tveimur röð- um til almennrar vinnu í höllinni. Þessi mikla lýsing auðveldar mjög alla myndatöku og gildir þar einu hvort um er að ræða ljósmyndun eða myndbandsupptökur. Fyrir er á Hólum minni reiðskemma sam- byggð einu af hesthúsi staðarins með 800 fermetra reiðvelli og all- nokkuð síðan starfsemin varð meiri en aðstaðan gat annað. Sárlega skorti orðið viðbótaraðstöðu því fjöldi nemenda á hrossabraut hefur að því er fram komi í máli Skúla Skúlasonar skólameistara þrefald- ast síðustu árin auk þess sem hlutur verklegs náms í reiðmennsku, tamn- ingum og reiðkennslu hefur stórauk- ist. Skólinn getur ekki annað þeirri eftirspurn sem er í að komast á skól- ann. Í vetur stunda 46 nemendur nám á hrossabraut en nú er boðið upp á þriggja ára nám á brautinni í vetur. Sagði Skúli að skólinn hefði gegnt forystuhlutverki í námi á þessu sviði og væru aðstandendur og starfsmenn skólans stoltir af því. Með tilkomu þessrar nýju reið- hallar breytist aðstaða skólans til að sinna hinni miklu þörf sem nú þegar er til staðar í starfsemi skólans og ennfremur bjóðast nú miklir mögu- leikar til frekari umsvifa og má þar meðal annars nefna minni reiðsýn- ingar og jafnvel annars konar sýn- ingar. Þá skapar þetta aukna rými möguleika til aukins námskeiðshalds á skólanum og má þar nefna til dæmis endurmenntunarnámskeið og einmitt um þessar mundir stend- ur yfir 16 manna reiðkennaranám- skeið á vegum Félags tamning- manna í samvinnu við Hólaskóla. Er það tilkoma nýju hallarinnar sem gerir mögulegt að halda þetta nám- skeið. Hólaskóli leigir og kaupir seinna Framkvæmdir við byggingu hall- arinnar hófust fyrri part sumars og er hún nú tilbúin til notkunar við kennslu. Byggingameistari hallar- innar var Ólafur Friðriksson en um jarðvinnslu sá Króksverk. RKS sá um allar raflagnir en hönnun raf- kerfis Gísli Sigurðsson. Um vatns- lagnir sá Jón Geirmundsson, Stoð ehf. um hönnun og eftirlit en arki- tekt hússins er Björn Kristleifsson. Eigandi hússins er Þrá efh. sem er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga og Friðriks Jónssonar ehf. og mun Hólaskóli leigja höllina samkvæmt leigusamningi með kauprétti og gert er ráð fyrir að Hólaskóli muni kaupa bygginguna. Verða þau kaup fjár- mögnuð með framlagi úr ríkissjóði og eitthvað með sölu hrossa. Landsmót á Hólum? Tilkoma nýju reiðhallarinnar er enn ein viðbótin í bættri aðstöðu á Hólaskóla til ástundunar hesta- mennsku. Það er vissulega ánægju- efni og akkur fyrir hestamennskuna á Íslandi að eiga slíkan stað sem Hóla. Mikil og markviss uppbygging hefur átt sér þar stað síðan 1982 og hefur skólinn stöðugt verið að styrkja sig í sessi. Margir eru þeir sem telja að með þeirri uppbyggingu sem stöðugt er í gangi á Hólum liggi beint við að gera Hóla að landsmóts- stað Norðurlands. Myndi slíkt virka sem gagnkvæm vítamínsprauta í starfsemi beggja aðila, Hólaskóla og Landsmóts ehf. Með tilkomu reið- hallar á Sauðárkróki telja margir að nýting Vindheimamela muni minnka og verður fróðlegt að sjá hvort Skagfirðingar haldi sína héraðssýn- ingu á Vindheimamelum eða Sauð- árkróki eins og gert var í vor. Kyn- bótadómarar eru komnir upp á lagið með að meta sköpulag hrossa innan dyra og því ekki ólíklegt að sóst verði eftir slíkri aðstöðu. Fimm reiðhallir á Norðvesturlandi Skagfirðingar eru orðnir vel settir hvað reiðhöllum viðkemur. Þrjár eru nú risnar í héraðinu og þar af eru tvær þeirra yfir 60 metra langar og má ætla að þessi mjög svo jákvæða þróun ætti að stuðla að verulegum framförum í reiðmennsku í hér- aðinu. Gamla reiðhöllin á Hólum er án efa langbest nýtta reiðhöll lands- ins fyrir reiðmennsku og allt bendir til þess að góð nýting nýju hallarinn- ar verði einnig afar góð. Til gamans má geta þess að tvær minni reiðhallir eru svo í Húna- vatnssýslum, ein á Hestamiðstöðinni Gauksmýri og önnur á Blönduósi svo ætla má að hestamenn á Norðvest- urlandi séu býsna vel settir hvað þetta varðar. Hið sama verður ekki sagt um Eyjafjörð. Við Dalvík er inniaðstaða í stóru hesthúsi sem áð- ur var loðdýrahús en hefur verið breytt í hesthús með reiðaðstöðu innandyra en Akureyringar eru enn sem komið er án slíkrar aðstöðu. Tveir reiðsalir á Hólum í Hjaltadal stórbæta aðstöðu til reiðkennslu við skólann Fimmta reiðhöllin á Norðurlandi vestra vígð Glæsileg 1.500 fermetra reiðhöll var vígð á Hólum í Hjaltadal á laugardag að viðstöddu miklu fjölmenni og þar á meðal var Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sem opnaði formlega þessa langþráðu aðstöðu. Einnig var þar Valdimar Kristinsson sem hreifst mjög af þessari aðstöðubót á Hólaskóla. Morgunblaðið/Vakri Hólanemar á hrossabraut buðu upp á sýningu við vígsluna og sýndu hina ágætu kennsluhesta skólans sem þykja einstaklega góðir og fór þar fremstur Jarpskjóni frá Enni sem hér er lengst til vinstri. Hann hefur þjónað nem- endum skólans um langa tíð og oftar en ekki átt drjúgan þátt í að fleyta þeim yfir erfiða hjalla reiðprófanna. Margt var um manninn á pöllum Hólahallar við vígsluna og mátti þar kenna mörg þekkt andlit úr hestaheimi Skagafjarðar. Þeirra á meðal Svein Guðmundsson heiðursborgara og Ingimar Ingimarsson. Ljósadýrðin í Hólahöllinni er engu lík frá átta röðum af flúorlömpum og óvíst að finna megi betur upplýsta reiðhöll á landinu. Guðni Ágústsson flutti góða tölu þar sem hann opnaði höllina með formlegum hætti og eins og oft áð- ur flutti hann góð tíðindi þegar hann boðaði setningu reglugerðar sem kveður á um að Hólar verði há- skólastofnun. vakri@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.