Morgunblaðið - 18.12.2002, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 18.12.2002, Qupperneq 15
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 15 M I Ð B O R G A R GJAFAKORTIÐ Allur pakkinn í einni jólagjöf N O N N IO G M A N N I| Y D D A FISKAFLI landsmanna síðastliðinn nóvembermánuð var 72.653 tonn samanborið við 100.072 tonn í nóvem- bermánuði árið 2001 og er þetta sam- dráttur um alls 27.420 tonn, að því er fram kemur í tölum Hagstofu Ís- lands. Botnfiskaflinn var 33.175 tonn í síð- asta mánuði, en var 35.356 tonn í nóv- embermánuði 2001 sem er tæplega 2.200 tonna samdráttur á milli ára. Þorskafli dróst nokkuð saman, í nóv- ember í ár veiddust 16.544 tonn sem er 4.968 tonnum minni afli en í nóv- embermánuði 2001 þegar aflinn varð 21.512 tonn. Ýsuafli jókst hinsvegar á milli ára því alls veiddust 6.533 tonn á móti 4.414 tonnum í nóvember 2001 og er þetta aukning um 2.119 tonn. Af flatfiski bárust 2.476 tonn á land en í nóvembermánuði í fyrra veiddust 2.105 tonn og jókst því flatfiskaflinn um 372 tonn á milli ára. Af veiði ein- stakra tegunda má nefna að 1.112 tonn veiddust af grálúðu, aukning um 1.020 tonn frá fyrra ári, og 519 tonn af skarkola sem er aukning um 272 tonn frá fyrra ári. Af kolmunna veiddust tæplega 5.000 tonn sem er samdráttur um tæplega 21.500 tonn samanborið við nóvembermánuð 2001. Alls veiddust 28.275 tonn af síld en 31.900 tonn í nóvembermánuði í fyrra og nemur samdrátturinn því 3.600 tonnum. Skel- og krabbadýraafli var 3.667 tonn sem er 608 tonnum minni afli en í nóvember í fyrra. Rækjuaflinn var 1.578 tonn og dregst saman um 469 tonn, hörpudiskafli var 1.000 tonn í ár en 1.348 tonn í nóvember í fyrra. Þá jókst kúfiskafli um 277 tonn á milli ára og var 1.082 tonn. Afli ársins eykst til muna Heildarafli landsmanna á fyrstu ellefu mánuðum ársins er orðinn 2.028.859 tonn sem er rúmlega 134.000 tonnum meiri afli samanborið við sama tímabil á árinu 2001. Heild- arafli botnfisktegunda er orðinn rúm- lega 418 þúsund tonn og nemur afla- aukningin tæpum 11 þúsund tonnum. Uppsjávarafli ársins 2002 er orðinn 1.525.788 tonn, flatfiskaflinn 33.460 tonn og skel- og krabbadýraaflinn 51.091 tonn. Stefnir þó í met aflaár                                       ! " #      "# $   %    #       &        '     ( ! % ##) &  *  (  +,  +, +- + . .+,- -+  - + . +,  +., Fiskafli í nóvember minnkar milli ára VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Brúðhjón A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.