Morgunblaðið - 18.12.2002, Síða 23

Morgunblaðið - 18.12.2002, Síða 23
Morgunblaðið/Alfons Á aðventuhátíðinni söng hinn nýstofnaði barnakór undir stjórn Valintina Kai. AÐVENTUHÁTÍÐ Kvenfélags Ólafsvíkur var nýlega haldin í Ólafs- víkurkirkju. Hátíðin hófst sam- kvæmt venju á því að kveikt var á að- ventukerti, á meðan söng kirkjukórinn „Við kveikjum einu kerti á“. Eftir helgileik fermingar- barna söng barnakór og Elín Una Jónsdóttir las jólasögu. Léttsveit Tónlistarskólans spilaði fyrir kirkju- gesti og hugvekju flutti Sigurbjörg Kristjánsdóttir, á milli atriða söng Kirkjukór Ólafsvíkur. Sr. Óskar H. Óskarsson flutti bæn og að lokum sungu kirkjugestir saman „Bjart er yfir Betlehem“. Að dagskránni lokinni var kaffi- sala í Safnaðarheimilinu á vegum Kvenfélags Ólafsvíkur og fer allur ágóði af sölunni til Safnaðarheimilis- ins en hafinn er undirbúningur að endurbótum á neðri hæð kirkjunnar þar sem Safnaðarheimilið er til húsa. Aðventuhátíð í Ólafsvíkurkirkju Ólafsvík LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 23 ÚTIBÚ Búnaðarbankans í Borg- arnesi gaf Grunnskóla Borganess tölvu til afnota í svokölluðu Námsskjóli. Námsskjólið er til- raunaverkefni sem formlega var komið á fót um miðjan nóvember síðastliðinn. Það er úrræði fyrir nemendur á unglingastigi sem eiga erfitt með að einbeita sér að námi inni í bekk. Alls eru þar fjórir nemendur og byrja þeir daginn á að fara í þrek í íþrótta- húsinu áður en bóklegt nám hefst. Kennslustundir þeirra eru 30 mín- útur í einu, en þeir fara í frímín- útur og list- og verkgreinatíma með öðrum nemendum skólans. Þetta fyrirkomulag hefur gengið vel og eru nemendur ánægðir. Ekkert fjármagn hefur verið veitt til verkefnisins og kemur sér því gjöf Búnaðarbankans vel til að mæta þörfum nemendanna. Með- fylgjandi mynd var tekin þegar tölvan var afhent nemendum. Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Á myndinni eru frá vinstri Skúli Ingvarsson skrifstofustjóri, Kristján B. Snorrason útibússtjóri, Atli Örn Þórð- arson, Davíð Örn Gunnarsson, Hjálmar Guðjónsson, Guðmundur Sigurður Jónsson og Eðvar Traustason kennari. Búnaðarbankinn gefur tölvu Borgarnes ST. FRANCISKUSSPÍTALINN í Stykkishólmi hefur tekið í notkun viðbótaraðstöðu fyrir endurhæf- ingardeildina sem þjóna á sjúkling- um á háls- og bakdeildinni. Nýja aðstaðan er þar sem prent- smiðja systranna var áður. Um er að ræða 140 fermetra húsnæði sem hefur verið innréttað að nýju með þarfir sjúklinga í huga. Með við- bótinni verður hægt að þjóna fleiri sjúklingum og stytta biðlista. Endurhæfingarstarf sjúkrahúss- ins er þekkt um allt land. Mikil ásókn er að komast í meðferð við háls- og bakdeild sjúkrahússins. Sjúklingar koma alls staðar af að landinu til að fá bót kvallafullra bakverkja. Það kom fram hjá Róberti Jörg- ensen, framkvæmdastjóra spítal- ans, að endurhæfingarstarf St. Franciskusspítala hófst árið 1978, þá við frumstæðar aðstæður. Árið 1990 réðst Jósef Blöndal, læknir til starfa. Hann hafði verið við nám í meðferðartækni sem kennd er við breskan lækni, James Cyriax. Hann hefur verið frumkvöðull end- urhæfingarstarfsins á sjúkrahús- inu síðan. Árið 1992 voru 13 rúm tekin í notkun fyrir sjúklinga með háls- og bakvandamál. Starfsemi háls- og bakdeildar hefur sífellt verið að treysta grundvöllinn undir starf- semi St. Franciskusspítalans. Nú starfa 5 sjúkraþjálfarar við spítalann og sá sjötti bætist í hóp- inn eftir áramót. Þá er stefnt á að bjóða upp á þjónustu í Grundar- firði. St. Franciskusspítali stækkar endurhæfingardeildina Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Á myndinni eru Róbert Jörgensen framkvæmdastjóri, Anna S. Trausta- dóttir, en hún naut fyrst þjónustu endurhæfingardeildar, Ásta Karlsdóttir, Hrafnhildur Jónsdóttir, deildarstjórar háls- og bakdeildar, Luica de Korte, deildarstjóri endurhæfingardeildar, og Jósef Blöndal yfirlæknir. Bætt aðstaða fyrir baksjúklinga Stykkishólmur Á DÖGUNUM fór fram Íslands- mót í almennum fimleikum á Akra- nesi og var þetta í fyrsta sinn á tíu ára ferli Fimleikafélags Akraness, FIMA, sem slíkt mót er haldið á vegum félagsins. Um var að ræða fyrsta þrep í al- mennum fimleikum, og var keppt í dansæfingum, dýnuæfingum, trampólíni og stökki. Keppendur voru alls 186, allt stúlkur á aldrinum 10–14 ára gaml- ar, en alls sendu 14 félög víðsvegar af landinu keppendur á mótið. Sum liðin komu um langan veg, frá Hornafirði, Akureyri, Húsavík, Egilsstöðum, Vestmannaeyjum, Selfossi, Hveragerði, Laugarvatni, Reykjanesbæ, höfuðborgarsvæð- inu auk heimamanna frá Akranesi. Mótið tókst vel í alla staði, fram- kvæmdin var með ágætum og var vel mætt á áhorfendabekki íþrótta- hússins við Vesturgötu. Fjöl- mennt Ís- landsmót Morgunblaðið/Sigurður Elvar Fimleikastúlkurnar knáu voru glaðar, stoltar og ánægðar á Akranesi. Akranes

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.