Morgunblaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 4
Í gæsluvarð-
haldi vegna
hnífsstungu
KARLMAÐUR um fertugt situr í
gæsluvarðhaldi en hann réðst á konu
á aðfangadagskvöld og stakk hana
með hnífi í síðuna. Að sögn lögreglu
stakkst hnífurinn í rifbein og gekk
inn í lunga. Konan, sem er um fimm-
tugt, var flutt á Landspítalann í
Fossvogi en hún var þó ekki talin í
lífshættu.
Árásin var gerð í íbúð konunnar
en þar stóð yfir samkvæmi og var
drykkja almenn. Að sögn Harðar Jó-
hannessonar yfirlögregluþjóns í
Reykjavík barst tilkynning um árás-
ina rétt fyrir klukkan 20. Maðurinn
var handtekinn á staðnum og lög-
reglumenn fundu hnífinn sem notað-
ur var við árásina fyrir neðan sval-
irnar á íbúðinni. Maðurinn var
úrskurðaður í gæsluvarðhald fram
til 30. desember.
FRÉTTIR
4 LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
FULLTRÚAR Alcoa álfyrirtækisins
hafa áritað fyrirliggjandi samninga
vegna álvers og virkjunar á Austur-
landi. Samninganefndir íslenskra
stjórnvalda, Landsvirkjunar og
Fjarðabyggðar árituðu samningana
skömmu fyrir jól. Að sögn Friðriks
Sophussonar, forstjóra Landsvirkj-
unar, vinnur sérstakur hópur, sem
eigendur Landsvirkjunar skipuðu,
þessa daga að útreikningum á arð-
semi virkjanaframkvæmdanna og
orkusölu til álvers Alcoa.
„Við gerum okkur vonir um að þeir
ljúki þessu strax upp úr áramótum
eða í næstu viku og þá verður álitið
sent til eigenda fyrirtækisins og nið-
urstaðan jafnframt kynnt fyrir stjórn
Landsvirkjunar,“ segir hann.
Gera ráð fyrir endanlegri
undirritun samninga í febrúar
Að sögn Friðriks er gert ráð fyrir
að stjórn Landsvirkjunar komi sam-
an 10. janúar eða sama dag og halda á
stjórnarfund hjá Alcoa. Er að því
stefnt að á þeim fundum geti Lands-
virkjun og Alcoa staðfest samninga
sín á milli og veitt forráðamönnum
fyrirtækjanna heimild til að undirrita
samningana, með fyrirvara um aðra
þætti s.s. samþykkt heimildarlaga á
Alþingi og samninga við verktaka.
Ekki er þó reiknað með að endanleg
undirritun samninganna við Alcoa
vegna álvers- og virkjunarfram-
kvæmdanna eystra fari fram fyrr en í
febrúar.
Yfirferð yfir tilboð ítalska verk-
takafyrirtækisins Impreglio S.p.A í
tvo stærstu verkþætti Kárahnjúka-
virkjunar er ekki lokið en fulltrúar
fyrirtækisins eru væntanlegir til
landsins fljótlega eftir áramót til
framhaldsviðræðna. Ákvörðun um
hvaða tilboðum verði tekið bíður því
enn um sinn.
,,Í raun og veru verða engar end-
anlegar ákvarðanir í málinu teknar
fyrr en í febrúar. 10. janúar kemur í
ljós hvort stjórnirnar eru tilbúnar að
staðfesta þá samninga sem gerðir
hafa verið með fyrirvörum um að aðr-
ir hlutir gangi upp. Það er auðvitað
stór áfangi en þýðir ekki að málinu sé
lokið,“ segir Friðrik.
Að sögn hans ætti heimildarlaga-
frumvarp iðnaðarráðherra einnig að
verða lagt fyrir þingflokka ríkis-
stjórnarflokkanna í janúar.
Arðsemismat Kárahnjúkavirkjunar verður tilbúið í byrjun janúar
Stefnt að staðfestingu
samninga 10. janúar
EFTIRLAUN framhaldsskólakenn-
ara hafa hækkað um 9% eftir sam-
þykkt stjórnar Lífeyrsissjóðs starfs-
manna ríkisins nú í desember.
Gildir hækkunin frá 1. ágúst 2002.
Samþykkt var að greiða lífeyrisþeg-
um, sem byrjaðir voru að taka líf-
eyri fyrir gildistöku kjarasamnings
framhaldsskólakennara, samsvar-
andi launaflokkahækkanir og fram-
haldsskólakennarar fengu. Fá líf-
eyrisþegar launaflokkahækkanir í
samræmi við ákvæði kjarasamnings
kennara og ríkisins um kennslu-
skyldusölu sem gerðir voru í fyrra-
sumar.
Eftirlaun 150–200
kennara hækka
Að sögn Eiríks Jónssonar, for-
manns Kennarasambands Íslands,
hækka eftirlaunin hjá allt að 150–
200 kennurum um 13–15 þúsund
krónur á mánuði miðað við 140 þús-
und kr. mánaðarlegar lífeyris-
greiðslur.
Hækkunin varðar alla kennara
sem komnir voru á eftirlaun fyrir
áramót 2000/2001 og tilheyrðu hinni
gömlu B-deild Lífeyrissjóðs starfs-
manna ríkisins. Hart var tekist á
um málið í stjórn LSR og sátu
fulltrúar fjármálaráðherra hjá við
atkvæðagreiðslu. Að sögn Eiríks
var deilt um það hvort eftirlauna-
þegar ættu að fá sömu prósentu-
hækkun og starfandi kennarar og sé
niðurstaðan sigur í kjarabaráttu líf-
eyrisþega.
Eftirlaun
framhalds-
skólakenn-
ar hækka
um 9%
FORELDRAR missa rétt til fæð-
ingarorlofs ef staða þeirra á vinnu-
markaði er ekki skráð samfleytt í
sex mánuði fyrir fæðingu barnsins.
Hjá Tryggingastofnun ríkisins er
það þekkt að foreldrum hafi verið
synjað um fæðingarorlof þar sem
þeir hafi ekki verið skráðir í vinnu
samfleytt í sex mánuði fyrir fæð-
inguna.
Hallveig Thordarson, deildar-
stjóri hjá Tryggingastofnun, segir
að lögum samkvæmt sé nóg að for-
eldrar séu hvergi skráðir í einn dag
til að þeir missi rétt á greiðslum úr
fæðingarorlofssjóði. „Skilyrði fyrir
greiðslu úr fæðingarorlofssjóði er
að hafa verið samfellt á vinnumark-
aði í sex mánuði, eða með ígildi
starfs eins og atvinnuleysisbætur,
sjúkradagpeninga eða þess háttar,“
segir Hallveig.
Verðandi faðir skrifaði í Morg-
unblaðið í gær og sagði frá því að
konu hans hefði verið synjað um
fæðingarorlof þar sem hún hafi ver-
ið utan vinnumarkaðar í tvo virka
daga. Þá hafi hjónin verið að flytja
og konan hafi hvergi skráð fyrstu
tvo daga ágústmánaðar. Þá hafði
hún ekki náð 25% starfshlutfalli í
fjóra virka daga að auki. Á þessum
forsendum hafi konunni verið synj-
að um fæðingarorlof en boðinn fæð-
ingarstyrkur, 38.015 krónur á mán-
uði.
Hjónin hafa kært þessa túlkun til
úrskurðarnefndar en hafa ekki
fengið niðurstöðu. Hallveig segist
vita til þess að fleiri hafi lent í þess-
ari sömu stöðu, þótt engar tölur um
fjölda þeirra liggi fyrir, þeir séu þó
ekki margir. Synjun á fæðingaror-
lofi í svipuðum málum hafi áður
verið staðfest fyrir úrskurðarnefnd-
inni.
„Foreldarar sem eru á leið í orlof
þurfa alltaf að vera skráðir með at-
vinnu eða með ígildi starfs. Við er-
um mjög meðvituð um þetta og
bendum fólki á það að skráning
megi aldrei detta niður,“ segir Hall-
veig.
Lögin séu á þennan hátt og sam-
kvæmt þeim sé nóg að vera ekki
skráður í einn dag til að missa rétt-
inn. Hallveig vildi ekki tjá sig um
hvort hún teldi þetta vera brotalöm
á lögunum. Hvað varðar starfshlut-
fallið segir Hallveig að ekki eigi að
miða við meðaltal, eins og faðirinn
hafi gert í Morgunblaðinu. Foreldr-
ar verði að hafa a.m.k. 25% starfs-
hlutfall alla sex mánuðina fyrir fæð-
ingu barns til að eiga rétt á
greiðslum.
Nóg að vera ekki skráður
í einn dag til að fá synjun
Verðandi foreldrar þurfa að vera skráðir í vinnu í sex mánuði samfleytt
UM ÁRAMÓTIN verður loka-
skrefið við að jafna rétt mæðra
og feðra til fæðingarorlofs stigið.
Þá verður fæðingarorlof níu
mánuðir, þrír mánuðir ætlaðir
móðurinni, þrír mánuðir ætlaðir
föðurnum og þrír mánuðir sem
foreldrarnir geta skipt á milli sín
að vild. Mánuðirnir þrír sem
hvort foreldri á fyrir sig eru
óframseljanlegir.
Lög um fæðingar- og for-
eldraorlof hafa gengið í gildi í
smáskrefum. Hinn 1. janúar 2001
fengu feður einn mánuð, tvo
mánuði frá og með 1. janúar á
þessu ári og frá og með þessum
áramótum verður réttur feðra
þrír mánuðir og verða lögin þá
að fullu gengin í gildi.
Markmið laganna, eins og þau
voru kynnt á sínum tíma, er að
tryggja barni samvistir við bæði
föður og móður og ætlað að gera
bæði konum og körlum kleift að
samræma fjölskyldu- og atvinnu-
líf. Lögin eiga við um foreldra á
innlendum vinnumarkaði hvort
sem þeir eru starfsmenn og sjálf-
stætt starfandi. Rétturinn á
sömuleiðis við hvort sem um er
að ræða fæðingu barns, ættleið-
ingu eða töku barns í varanlegt
fóstur.
Réttur mæðra og feðra
jafn um áramót
♦ ♦ ♦
Norðlingaölduveita
Úrskurðar
að vænta
eftir áramót
LJÓST er orðið að settur umhverf-
isráðherra, Jón Kristjánsson heil-
brigðisráðherra, muni ekki úrskurða
um umhverfisáhrif Norðlingaöldu-
veitu fyrr en eftir áramót, sam-
kvæmt upplýsingum Davíðs Á.
Gunnarssonar, ráðuneytisstjóra
heilbrigðis- og tryggingaráðuneytis-
ins.
Davíð segist vona að takast muni
að ljúka málinu í fyrri hluta janúar
en það ráðist m.a. af því hvenær er-
lendur sérfræðingur, sem leitað hef-
ur verið til vegna vinnunnar, eigi
heimangengt.
MENNIRNIR hafa löngum haft áhuga á flugi og
ýmis farartæki hafa orðið til í tímans rás sem eru
til þess fallin að auðvelda mannfólkinu að takast
á loft. Sumir kjósa að fljúga einir um og þá er nú
mótordreki svipaður þeim sem hér sést svífa við
Úlfarsfell kjörinn farkostur. Flugmaður þessa
dreka flýgur frekar nálægt jörðu en er nú samt
sennilega í sjöunda himni að geta yfir höfuð lyft
sér aðeins upp, svona rétt eftir afslöppun jólanna.
Morgunblaðið/Ingó
Lágflug
við Úlfarsfell