Morgunblaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 26
ÁRBORGARSVÆÐIÐ 26 LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ TVÆR stórbyggingar á Selfossi verða boðnar út á fyrri hluta næsta árs. Um er að ræða nýtt íþróttahús við Fjölbrautaskóla Suðurlands og stækkun Heilbrigð- isstofnunarinnar á Selfossi með heilsugæslu og hjúkrunarrými. Þá hefur ný grunnskólabygging, Suð- urbyggðarskóli, verið í undirbún- ingi allt þetta ár, en útboð hefur ekki verið ákveðið. Gera má ráð fyrir að á næsta ári verði mikil umsvif í byggingariðnaði á Selfossi þegar þessi stórverkefni bætast við en talsvert hefur verið að gera í byggingu íbúðarhúsa og skortur er á lóðum fyrir parhús. Samningur um nýtt íþróttahús Samningur liggur fyrir um byggingu íþróttahúss Fjölbrauta- skóla Suðurlands milli mennta- mála- og fjármálaráðuneytis ann- ars vegar og hins vegar heimaaðila og gert ráð fyrir að undirrita hann fljótlega. Heimaaðilar sem standa að fjölbrautaskólanum með ríkinu eru Sveitarfélagið Árborg og þrjár héraðsnefndir, Árnesinga, Rang- æinga og Vestur-Skaftfellinga. Byggingin verður reist á lóð skól- ans og er samtals 2.450 fermetrar að stærð en í húsinu verða nokkr- ar kennslustofur fyrir skólann auk íþróttasalar með löglegum hand- boltavelli og áhorfendastæði fyrir 300 manns. Gert er ráð fyrir að húsið kosti um 340 milljónir og er hlutur ríkisins 180 milljónir. Á kynningarfundi 18. desember síðastliðinn kynnti Helgi Hjálm- arsson arkitekt starfsfólki Heil- brigðisstofnunarinnar teikningar nýbyggingarinnar á Selfossi og Guðjón Sigfússon verkfræðingur fór yfir undirbúning jarðvinnu. Byggingin sem rísa mun vestan við núverandi hús, er tveggja hæða bygging auk kjallara. Ný- byggingin mun leysa af hólmi hjúkrunardeildina Ljósheima á Selfossi sem undanfarin ár hefur búið við óviðunandi aðstöðu. Í ný- byggingunni verða 26 hjúkrunar- pláss á 2. hæð. Í hinni nýju bygg- ingu verður einnig ný og endurbætt aðstaða fyrir heilsu- gæslustöðina á 1. hæðinni. Í kjall- ara nýbyggingarinnar er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir endurhæfingu. Við flutning heilsugæslunnar í nýtt húsnæði verða gerðar endur- bætur á eldra húsinu og aðstaða fyrir starfsemi sjúkrahússins batn- ar. Áætlanir um bygginguna gera ráð fyrir að hún verði boðin út í mars og framkvæmdir geti hafist í sumar. Gert er ráð fyrir að heild- arkostnaður nemi ríflega einum milljarði króna. Stækkun Heilbrigðisstofnunarinnar og íþrótta- hús byggt við Fjölbrautaskóla Suðurlands Morgunblaðið/Sig. Jóns. Nýbygging Heilsustofnunarinnar á Selfossi, vestan við núverandi byggingu. Selfoss Tvær stórbyggingar boðnar út á Selfossi BIFHJÓLASAMTÖK Suðurlands, Postularnir, hafa afhent Heilbrigð- isstofnuninni á Selfossi tækjagjöf fyrir sjúkrastofu barna á Sjúkra- húsi Suðurlands að verðmæti 166.050 krónur. Um er að ræða lækningatæki fyrir augn- og eyrna- skoðun, tölvuleiki, sjónvarpsskáp, myndbandsspólur og ferðaútvarps- tæki með geislaspilara og heyrn- artólum. Áður höfðu þeir gefið stofnuninni sjónvarpstæki. Við af- hendingu gjafarinnar á Þorláks- messu afhentu fulltrúar Postulanna áletraðan skjöld með nöfnum þeirra fyrirtækja sem hafa verið bakhjarlar við fjármögnun gjaf- anna. Bifhjólasamtökin voru stofnuð 30. apríl árið 2000 á Selfossi af nokkrum einstaklingum og var það markmið félagsins meðal annars að efla mótorhjólamenningu á Suður- landi. Í dag eru félagsmenn orðnir ríflega 80 talsins. Samtökin ákváðu að láta fleira gott af sér leiða og hafa efnt til ýmissa viðburða og safnað um leið fé til tækjakaupa fyrir Sjúkrahús Suðurlands. Fjöl- mörg fyrirtæki hafa stutt þetta framtak Postulanna. „Stofnunin metur þann hlýhug sem gjöfinni fylgir og leggur áherslu á að það styrkir starfsfólkið í störfum þess,“ sagði Esther Ósk- arsdóttir, framkvæmdastjóri Heil- brigðisstofnunarinnar, við móttöku gjafarinnar á Þorláksmessu. Postularnir afhentu sjúkrahúsinu gjafir Selfoss Ljósmynd/Sigurður Jónsson Fulltrúar Postulanna ásamt framkvæmdastjóra og starfsfólki Heilbrigð- isstofnunarinnar. Á borðinu fyrir framan hópinn eru nýjustu gjafirnar. VERKFRÆÐISTOFA Guðjóns Þ. Sigfússonar hefur starfað á Selfossi í fimm ár og jafnt og þétt aukið starf- semi sína. Nýlega flutti fyrirtækið í nýtt húsnæði á Austurvegi 42 á Sel- fossi en um leið og það gerðist opnuðu útibú á sama stað tveir samstarfsaðil- ar þess á sviði rafmagnsverkfræði og véla- og orkuverkfræði. Um er að ræða útibú frá RTS Verkfræðistofu í Reykjavík og VKG Verkfræðistofu Guðmundar og Kristjáns hf. í Reykja- vík. Stærstu verkefni stofunnar um þessar mundir er nýbygging við Sjúkrahús Suðurlands og uppbygg- ing á svonefndu Sýslumannstúni þar sem verða þjónustuíbúðir fyrir aldr- aða við Árveg og verslunar- og þjón- ustuhús við Austurveg. „Verkefni okkar hafa verið mjög vaxandi og öll samskipti við viðskipta- vini hafa verið jákvæð og ánægjuleg. Við þökkum það traust sem viðskipta- vinir okkar hafa sýnd Verkfræðistof- unni en við leggjum áherslu á góða þjónustu og reynum að koma til móts við óskir viðskiptavinanna í hvívetna þannig að samskiptin verði árangurs- rík og öllum aðilum til heilla,“ sagði Guðjón Þ. Sigfússon. Starfsmenn Verkfræðistofu Guð- jóns eru fimm, verk- og tæknifræð- ingar með MSc og BSc próf frá skól- um hérlendis og erlendis. Verkfræðistofan er vel tækjum búin en hún tók nýlega í notkun ný GPS landmælingatæki. Morgunblaðið/Sig. Jónsson Starfsmenn á Verkfræðistofu Guðjóns Þ. Sigfússonar á Selfossi, frá vinstri, Guðrún Guðbjartsdóttir skrif- stofumaður, Guðjón Þ. Sigfússon verkfræðingur, Jóhann Ágústsson tæknifræðingur, Kristján Andrésson verk- fræðingur, Gísli Rafn Gylfason tæknifræðingur og Aldís Sigfúsdóttir verkfræðingur. Verkfræði- stofan færir út kvíarnar Selfoss UNGMENNAFÉLAG Stokkseyrar stóð fyrir skötuveislu á Þorláks- messu eins og undanfarin ár við miklar vinsældir og ekki minnk- uðu þær nú því að á tímabilinu 11:30 til 14:00 snæddu um 180 manns skötu og aðrar kræsingar. Ungmennafélagið hefur lagt metnað í fjölbreytni og því er bæði boðið uppá vestfirska og sunnlenska skötu, skötustöppu, hamsa, hnoðmör og annað með- læti. Var það álit margra að skötuveislan væri að festa sig í sessi og hefði sjaldan verið betri en nú. Ljósmynd/Gísli Gíslason Skötuveisla Eyrarbakki UNGLINGAKÓR Grunnskólans í Hveragerði hefur boðið bæjarbúum upp á að senda lifandi jólakveðjur. Að sögn Kristínar Sigfúsdóttur, stjórnanda kórsins, var tilhögunin kynnt með dreifibréfi sem sent var í öll hús bæjarins. Fólk gat pantað kveðju og síðan fór kórinn á staðinn og sendi kveðjuna með fallegum jóla- lögum. „Þetta gekk ljómandi vel, veðrið hefur líka leikið við okkur,“ sagði Kristín, sem fór ásamt kórnum út um allan bæ syngjandi jólalög. Ljósmynd/Margrét Ísaksdóttir Unglingakór Grunnskólans í Hveragerði ásamt stjórnanda sínum, Kristínu Sigfúsdóttur, sungu Skín í rauðar skott- húfur fyrir fréttaritara þegar lagt var af stað til að syngja fyrir bæjarbúa. Kórnum var alls staðar afar vel tekið. Óvenjulegar jólakveðjur Hveragerði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.