Morgunblaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 34
LISTIR 34 LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ R étt fyrir jól var til- kynnt að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri yrði í 5. sæti á lista Sam- fylkingarinnar í Reykjavík- urkjördæmi norður fyrir Alþing- iskosningarnar næsta vor. Og allt varð vitlaust. Fyrst voru það andstæðingar úr Sjálfstæð- isflokknum sem lýstu áhyggjum af kjósendum Ingibjargar, hún væri að svíkja þá. Þvílík um- hyggja. Þvert á móti fagna kjós- endur Ingibjargar Sólrúnar því að hún hafi ákveðið að gefa kost á sér í landsmálin líka. En síðan hefur lítið heyrst frá Sjálfstæð- isflokknum um þetta mál eins og vera ber. Svo voru það samherjar í Reykjavíkurlistanum sem risu upp á aft- urlappirnar og settu úr- slitakosti; borgina eða landsmálin. Ingibjörgu Sólrúnu er m.a.s. bannað að taka sér frí eins og hún hefur boðist til að gera til að sinna kosningabaráttu fyrir Alþing- iskosningarnar, ef það mætti verða til að friða menn og halda Reykjavíkurlistasamstarfinu sem stuðningsmenn R-listans eru sammála um að sé mik- ilvægt. Það dugir ekki til, að mati framsóknarmanna. Ingibjörg Sólrún sinnir starfi borgarstjóra vel, ekki satt? Og hennar baráttumál er að koma hagsmunum borgarbúa áfram á Alþingi, og veitir ekki af. Borg- arfulltrúar hljóta að geta sam- þykkt það. Hvers vegna á sterk- ur stjórnmálamaður eins og Ingibjörg Sólrún að gjalda fyrir það að hafa náð að sameina vinstrimenn og jafnaðarmenn í borginni. Eru laun hennar fyrir það að vera meinað að beina kröftum sínum í fleiri áttir? Þegar þetta er skrifað er ekki vitað hverjar lyktir málsins verða og pistillinn gæti verið orðinn of gamall þegar hann birtist. Fundir af ýmsum toga standa yfir og aðrir boðaðir um helgina. Framsókn vill svar fyrir áramót en Vinstri grænir eru til í að gefa lengri frest. Þessar sífelldu spurningar fyrir kosningarnar sl. vor eru dæmi um þá hræðslu sem and- stæðingar Ingibjargar bera í brjósti. Ætlarðu nokkuð í lands- málin, verðurðu ekki alveg örugglega kyrr þarna svo við þurfum alveg örugglega ekki að kljást við þig á öðrum vettvangi? Hvenær hafa stjórnmálamenn þurft að svara svona spurn- ingum um framtíð sína, sem enginn maður sér fyrirfram. Í pólitík gildir víst að grípa tæki- færin og það er ekki víst að Ingibjörg Sólrún hefði fengið þetta tækifæri aftur. Ingibjörg gefur kost á sér í 5. sæti í Reykjavík norður og það sæti gæti kallast baráttusæti. Með auknu fylgi Samfylking- arinnar gæti Ingibjörg Sólrún vonandi náð inn á þing, en lík- legra er talið að hún verði vara- þingmaður. Það er nú öll hætt- an, að sameiningartáknið borgarstjóri yrði varaþingmaður Samfylkingarinnar. Það eru flokkshagsmunir sem lita íslenska pólitík í allt of mikl- um mæli. Það er tími til kominn að reyna að brjótast úr viðjum þeirra. Framsóknarmenn eru ekki sammála. Ingibjörg Sólrún hefur nú boðist til þess að taka sér frí en það vilja framsókn- armenn ekki sjá. Þeir hafa farið fram með miklu offorsi og blásið ákvörðun Ingibjargar Sólrúnar upp. Valgerður Sverrisdóttir segir m.a. í pistli sínum 22. des- ember, þar sem hún kvaddi Ingibjörgu Sólrúnu sem sam- herja: „En þegar á allt er litið þá er þetta ekki bara spurning um einstaklinga því að þeir koma og fara. Þetta er spurning um stjórnmálaflokka. Það eru stjórnmálaflokkar sem ná ár- angri með því að skapa sér traust. Það getur gerst á grund- velli reynslu og á grundvelli ein- staklinga.“ Vissulega koma ein- staklingar og fara en það er staðreynd að í nútímastjórn- málum eru það einstaklingarnir sem vinna flokkunum fylgi. Það er liðin tíð að fólk kjósi stjórn- málaflokk af gömlum vana eða af því að mamma kaus þennan flokk. Ingibjörg Sólrún höfðar til margra kjósenda. Og ef hún nær fram í landsmálunum aukast líkur á að það takist að mynda sterka jafnaðarmanna- stjórn að loknum þingkosning- unum. Því ættu allir aðrir en sjálfstæðismenn að fagna. En því miður geta ekki allir það vegna nokkurrar þröngsýni og flokkshagsmuna. Það er kominn tími til að auka víðsýni í stjórn- málum, líta út fyrir hagsmuni flokkanna og setja hagsmuni kjósenda í forgrunn. Hvernig getur það stangast á að Ingibjörg Sólrún starfi bæði á vettvangi borgarinnar og e.t.v. landsmála þegar framsókn- armenn eru í sama hlutverki. Í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki en á sama tíma einn af flokkum Reykjavíkurlistasamstarfsins. Það er líka svolítið skemmti- legt að Valgerði verður tíðrætt um „íhaldið“ og að fella „íhald- ið“, í pistli sínum. Það hafi verið tilgangur R-listans. „Nokkurs virði það,“ segir Valgerður, sem situr sem ráðherra í ríkisstjórn „íhaldsins“ og vinnur að fram- gangi stefnu þess. Hún hlýtur að vilja fella „íhaldið“ á Alþingi líka og mynda stjórn með Sam- fylkingunni. Viðbrögð hennar og flokksins hennar við framboði Ingibjargar Sólrúnar benda þó ekki til þess. Valgerður og fé- lagar vilja kannski einmitt styðja „íhaldið“ og starfa með því áfram, jafnvel líka í borginni. Ingibjörg Sólrún höfðar til margra og hún gæti auðveldlega orðið sameiningartákn Samfylk- ingarinnar, eins og hún varð sameiningartákn R-listans. Hún gæti sótt fylgi til landleysingj- anna margumræddu, venjulega meðalfjölskyldufólksins. Og sumir eru svekktir yfir Evrópu- áherslunni en öðrum finnst nóg um öryrkjaáhersluna. Báðar áherslur eiga að rúmast í stórum jafnaðarmannaflokki og Ingibjörg getur orðið samnefn- arinn. Allt vitlaust Valgerður og félagar vilja kannski ein- mitt styðja „íhaldið“ og starfa með því áfram, jafnvel líka í borginni. VIÐHORF Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur- @mbl.is EGG-leikhúsið frumsýnir í dag þrjá harmleiki úr nútímanum eftir banda- ríska leikskáldið og leikstjórann Neil LaBute. Harmleikirnir mynda eina heild og hafa á íslensku hlotið heitið „dýrlingagengið“. Í þeim koma fram persónur sem eiga sér skelfileg leyndarmál og finna sig knúnar til þess að segja sögu sína. Um leið leita þær svars við því hvers vegna þær hafi skilið eftir sig svo afdrifarík spor í lífi sínu sem raun ber vitni. En LaBute hefur ekki aðeins getið sér góðs orðs sem höfundur og sviðs- leikstjóri, heldur hafa kvikmyndir hans hlotið verðskuldaða athygli. Meðal þeirra eru „In the Company of Men,“ „Your Friends and Neigbo- urs“ og nú síðast „Possession“. Bæði kvikmyndir hans og leikrit hafa kall- að á sterk viðbrögð, jafnt frá áhorf- endum sem gagnrýnendum og víst er að þeir harmleikir sem EGG-leik- húsið sýnir núna munu varla láta ís- lenska áhorfendur og gagnrýnendur ósnortna. Þegar LaBute er spurður hvað honum gangi til með verkum sínum, segir hann: „Ég vil ögra áhorfendum, láta þá hafa aðeins fyrir hlutunum, en ég verð að vera með efnivið sem hreyfir við tilfinningum fólks. Ég verð að tefla fram drama- tískum og heiðarlegum persónum, annars er allt unnið fyrir gýg.“ Þröngur stakkur siðferðisreglna Leikstjóri „dýrlingagengisins“ er Viðar Eggertsson og þegar hann er spurður um innihald harmleikjanna, segir hann þá alla fjalla um mor- móna. „LaBute er sjálfur mormóni og það kann að skýra persónugallerí hans. Hins vegar geta þetta verið persónur hvar sem er og af hvaða trúarbrögðum sem er. LaBute leggur gjarnan upp með fólk sem lítur ekki út fyrir að geta gert flugu mein. Það er kirfilega pakkað inn í siðferðireglur sem sníða þeim mjög þröngan stakk hvað varð- ar hegðun og viðbrögð. Þegar svo heimurinn hegðar sér á einhvern hátt þannig í kringum það að hriktir í þessum siðferðistoðum, grípur það til örvæntingarfullra og skelfilegra ráða. Ástæðan fyrir því að þessar per- sónur eru mormónar, er kannski fyrst og fremst sú að þar er siðferð- isramminn mjög skýr og það eru fyr- irmæli um það hvernig horft skuli á heiminn, eða eins og LaBute segir sjálfur: „Mormónar gera sér far um að horfa á björtu hliðarnar.“ Persón- urnar sem við hittum í „dýrlinga- genginu“ hafa vanist því að horfa á björtu hliðarnar og sjá aðeins það sem gott er. En þar sem heimurinn í kringum þau hefur farið úr jafnvægi og þau gripið til örvæntingarfullra aðgerða, eiga þau sér orðið leyndar- mál sem þeim finnst þau knúin til að segja okkur. Reynslan hefur markað mjög djúp spor í sálarlífi þeirra. Og þá kemur spurningin: Getur verið að áköf þörf þeirra fyrir að halda veröld sinni í ákveðnu jafn- vægi, hafi að lokum hrakið þau út í ystu myrkur?“ Vísað í gríska goðafræði „Til þess að velta upp þessum spurningum, nýtir LaBute sér forn- grísku goðafræðina. Fyrsta sagan vísar í goðsögnina um Agamemnon sem fórnaði dóttur sinni, Ifgeníu, til þess að vegna vel í stríðsátökum. Heiti þessa þáttar er þó ekki Ifgenía í Ális, heldur Ifgenía í Orem, sem er bær í Utah. Miðþátturinn, sem sýningin dreg- ur heiti sitt af, heitir Dýrlingagengið, en á frummálinu heitir leikverkið í heild sinni „bash!“ Þar vísar höfund- urinn í hugmyndafræði sem bæði er til í kristinni trú og í grískri goða- fræði, þar sem guðinn stígur niður til jarðar til þess að koma skikk á málin þegar eitthvað hefur farið úrskeiðis hjá mönnunum. Þriðji þátturinn, Medea snýr aftur, er nútímaútgáfa af Medeu.“ Þegar LaBute kynnti drög að leikriti sínu „bash“ (dýr- lingagengið) fyrir leikskáldinu David Krane sem kenndi leikritun við há- skólann í Utah, hvatti Krane hann til þess að taka þátt í leikskáldasmiðju Sundance-stofnunarinnar og þar varð til kveikjan að handriti kvik- myndarinnar „In the Company of Men,“ sem hlotið hefur allmörg verð- laun. En hvað var það við harmleik- ina þrjá sem heillaði Viðar? „Ástæðan fyrir því að þetta verk er spennandi fyrir okkur leikhúsfólk til að vinna með, er sú áhersla sem höfundur leggur á textann og per- sónusköpunina. Ég reyndi að ganga eins langt og hægt var í þessari upp- færslu, jafnframt því að láta persón- urnar falla algerlega inn í fjöldann. Þær eru venjulegt fólk. En á bak við venjuleg andlit í mannhafinu, má finna skelfilegar sögur.“ Áhrifamáttur leikarans Tilgangur EGG-leikhússins hefur frá upphafi verið sá að setja á svið óvenjuleg og nýstárleg leikverk. Leikhúsinu er ætlað að vera rann- sóknarstofa í leiklist, með tilliti til túlkunaraðferða og sviðsetningar og leikrýmis. Þegar Viðar er spurður hvort þessari stefnu sé fylgt eftir í uppfærslunni á dýrlingagenginu, svarar hann því játandi. „Í þessari uppfærslu er reynt að þurrka út mörkin á milli persónu og áhorfanda, og mörkin á milli leik- svæðis og áhorfendasvæðis. Í sýn- ingunni eru engar af þeim hefð- bundnu skreytingum sem notaðar eru í leikhúsi, nema að mjög yfir- lögðu ráði. Frá 1999 hef ég verið í samstarfi við Hrafnhildi Hagalín og Bjarna Jónsson um EGG-leikhúsið og þetta hefur verið vettvangur fyrir okkur til þess að ræða leikhús og leikbókmenntir. EGG-leikhúsið er vettvangur þar sem við gerum það sem enginn hefur beðið okkur um að gera. Við gerum tilraunir með leikhúsformið, enda hefur EGG-leikhúsið sjaldnast sýnt í hefðbundnu leikhúsi. Eitt af því sem við erum að velta fyrir okkur núna er spurningin um það hvort leikarinn og verkið geti náð fullum áhrifamætti án þess að beitt sé hefðbundnum tækjabúnaði leikhússins.“ Sem fyrr segir, verður Dýrlinga- gengið frumsýnt í dag klukkan 16, í Listasafni Íslands í Hafnarhúsi. Önnur sýning verður á sunnudag. Aðeins verða tíu sýningar. Dýrlingar mannhafsins „Dýrlingagengið – (bash!)“ er heitið á upp- færslu EGG-leikhússins á þremur nýjum ein- þáttungum eftir Neil LaBute. Súsanna Svav- arsdóttir spjallaði við leikstjórann, Viðar Egg- ertsson, um þennan um- deilda, en athyglisverða, höfund, bakgrunn hans, harmleikina þrjá sem mynda „dýrlingageng- ið“ – og markmið EGG- leikhússins. Morgunblaðið/Áslaug „Ég verð að tefla fram dramatískum og heiðarlegum persónum, annars er allt unnið fyrir gýg,“ segir Neil LaBute, höfundur dýrlingagengisins. Bókina Suður á pólinn – Íslenski skíðaleiðangurinn hefur Ólafur Örn Haraldsson skrá- sett. Eftir mikið harð- ræði stóðu Ólafur Örn Haraldsson, Haraldur Arnar Ólafsson og Ingþór Bjarnason á Suð- urpólnum á nýársdag 1998. Höfund- urinn nær að opna lesandanum veröld ísálfunnar í suðri, sem flestum er ókunn, gefur lesandanum sýn inn í hugarheim pólfarans og átökum hans við sjálfan sig. Í fréttatilkynningu segir m.a.: „Þrír íslenskir ofurhugar brjótast áfram í stöðugum mótvindi og grimmdarfrosti Suðurskautslandsins. Ekkert stöðvar þá, hvorki stöðugur mótvindur, úfnir skaflar né sprungur. Hver dagur líður með þrotlausu erfiði. Hvað knýr þessa menn áfram? Hvaða baráttu heyja þeir innra með sér og við miskunnarlausa náttúru á stærsta jökli heims? „... ég hrökk við þegar ég gerði mér betur grein fyrir því að við þrír vorum að hverfa út úr mannlegu samfélagi og inn í jökulveröldina. Smám saman fjar- lægðumst mannheimar eins og gömul minning. Á meðan breyttumst við í úti- legumenn og dráttardýr sem höfðu að- eins eitt takmark, Suðurpólinn, (já, Suðurpólinn þó að við yrðum að skríða síðasta spottann) ...““ Útgefandi er Hið íslenska bók- menntafélag. Bókin er 176 bls., prýdd fjölda ljósmynda. Verð. 4.290 kr. Frásögn Eftir: Neil LaBute. Leikarar: Björn Hlynur Har- aldsson, Agnar J. Egilsson, Þórunn E. Clausen og Ragn- heiður Skúladóttir. Þýðandi: Bjarni Jónsson. Lýsing: Egill Ingibergsson. Leikmynd / búningar: Gerla. Leikstjóri: Viðar Eggerts- son. Dýrlingagengið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.