Morgunblaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÁRNI ÞÓR TAKI VIÐ
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafn-
aði í gær tillögu framsóknarmanna
um að hún léti af starfi sem borg-
arstjóri 15. janúar og Árni Þór Sig-
urðsson borgarfulltrúi tæki við. Sagði
hún að með tillögunni væri gert ráð
fyrir að hún ætti ekki afturkvæmt í
embættið.
Tilræði í Grozní
Tveim bílum, hlöðnum, sprengi-
efni, var ekið inn á lóð stjórnsýslu-
húss héraðsstjórnar Rússa í Grozní,
höfuðstað Tétsníu, í gærmorgun og
féllu a.m.k. 46 manns í tilræðinu.
Móar fá greiðslustöðvun
Kjúklingabúið Móar hefur fengið
greiðslustöðvun til 16. janúar. Eigið
fé er neikvætt um 350 millj. króna.
Stjórnarformaður Móa, Kristinn
Gylfi Jónsson, segir greiðslustöðvun
nauðsynlega til að hægt verði að ná
fram nauðasamningum.
Álsamningar senn staðfestir
Fulltrúar Alcoa hafa áritað fyr-
irliggjandi samninga um álver og
virkjanir á Austurlandi og er stefnt
að staðfestingu samninganna 10. jan-
úar. Engar endanlegar ákvarðanir
verða þó teknar fyrr en í febrúar, að
sögn Friðriks Sophussonar, forstjóra
Landsvirkjunar.
Ströng ákvæði um orlof
Lögum samkvæmt skulu foreldrar
vera skráðir í vinnu samfleytt í sex
mánuði áður en þeir fá fæðingarorlof.
Vanti aðeins einn dag fá þeir synjun.
Reka burt eftirlitsmenn
Norður-Kóreumenn hafa ákveðið
að reka á brott eftirlitsmenn Alþjóða-
kjarnorkumálastofnunarinnar og
hefja framleiðslu á plútoni sem hægt
er að nota í kjarnorkusprengjur.
Bandaríkjamenn hvetja N-
Kóreumenn til að hætta við að smíða
kjarnorkuvopn.
Kaupa hlut í Kaupþingi
Bakkabræður, eignarhaldsfélag
bræðranna Ágústs og Lýðs Guð-
mundssonar, hefur keypt hlutabréf í
Meiði ehf., sem er einn af stærstu eig-
endum Kaupþings, fyrir um 2,4 millj-
arða króna. Mun Bakkavör Group og
aðilar tengdir fyrirtækinu nú eiga um
21,2% hlutafjár í Kaupþingi.
2002 LAUGARDAGUR 28. DESEMBER BLAÐ B
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS 2002: BRÆÐUR Í HÓPI TÍU EFSTU / B4
NÝR leikmaður verður í úrvalsdeildarliði
Skallagríms í Intersport-deildinni í körfuknatt-
leik þegar keppni hefst í byrjun næsta árs.
Bandaríkjamaðurinn Isaac Hawkins hefur ver-
ið leystur undan samningi sínum við félagið og
leikur ekki fleiri leiki með liðinu. Bandaríkja-
maðurinn Nick Bradford mun taka stöðu
Hawkins en Bradford er 24 ára framherji og
var í háskólaliði Kansas. Hann er um tveir
metrar á hæð og getur leikið ýmsar stöður á
vellinum. Forráðamenn Skallagríms eiga einn-
ig von á því að bræðurnir Darko og Milos Ristic
frá Júgóslavíu verði löglegir með liðinu 9. jan-
úar. Milos er tvítugur bakvörður en Darkos er
27 ára framherji. Skallagrímur er í næst neðsta
sæti deildarinnar með 4 stig að loknum 11 um-
ferðum, en tvö neðstu lið deildarinnar falla í 1.
deild.
Nick Bradford í
raðir Skallagríms
SNORRI Steinn Guðjónsson, fyrir-
liði og leikstjórnandi Valsmanna í
handknattleik, fær í hendurnar á
næstu dögum þriggja ára samnings-
tilboð frá þýska úrvalsdeildarliðinu
Grosswallstadt en hann kom heim
fyrir jólin eftir nokkurra daga dvöl
hjá þýska liðinu. Snorri Steinn hefur
leikið sérlega vel með Valsliðinu og
ekki að undra að erlend félög séu
farin að bera í hann víurnar en fleiri
lið en Grosswallstadt hafa augastað
á honum.
„Ég æfði með liðinu á þremur æf-
ingum. Þeim leist vel á það sem ég
gerði og í kjölfarið sögðust þeir ætla
að bjóða mér þriggja ára samning.
Ég fékk send drög að honum
skömmu eftir að ég kom heim og á
allra næstu dögum fæ ég senda ít-
arlegri útlistun á honum. Ég ætla að
gefa mér góðan tíma í að skoða mál-
ið. Mér leist vel á félagið og allt sem
að því snýr en þó svo að tilboð sé á
leiðinni er ekki þar með sagt að mað-
ur ætli hlaupa upp til handa og fóta
og skrifa undir. Það er að mörgu að
hyggja en að sjálfsögðu þykir mér
heiður að svona stór klúbbur vilji fá
mig,“ sagði Snorri Steinn í samtali
við Morgunblaðið í gær.
Snorri sneri sig á ökkla á lands-
liðsæfingu í fyrradag. „Þetta reynd-
ist minniháttar sem betur fer. Ég
lenti illa á fætinum eftir uppstökk og
fóturinn bólgnaði upp. Ég tek mér
frí um helgina en verð kominn á fullt
á mánudaginn.“
Grosswall-
stadt vill
fá Snorra
Stein
Morgunblaðið/Kristján
Snorri Steinn Guðjónsson
ÍSLENSKA karlalandsliðið í körfu-
knattleik lék tvo landsleiki í gær-
kvöld á þriggja landa móti sem fram
fer í Lúxemborg. Nokkrar breyt-
ingar hafa verið gerðar á mótinu þar
sem Englendingar mættu ekki til
leiks með karlalið sitt. Af þeim sök-
um var ákveðið að leika tvöfalda
umferð í keppni karlaliða. Íslend-
ingar töpuðu gegn Kýpur með
minnsta mun í fyrri leik sínum í
gær, 68:69. Íslendingar voru ellefu
stigum undir í hálfleik, 38:29. Jón
Arnór Stefánsson (Trier) og Friðrik
Stefánsson (UMFN) voru atkvæða-
mestir í íslenska liðinu gegn Kýpur
með 18 stig hvor. Skarphéðinn
Ingason úr KR skoraði 8 stig. Frið-
rik Stefánsson tók jafnframt 15 frá-
köst. Íslendingar léku einnig við
Lúxemborg í gærkvöldi en úrslit
höfðu ekki borist úr þeim leik seint í
gær.
Kvennalandsliðið tapaði 44:59
fyrir Englandi í sínum fyrsta leik á
Spuerkeess-mótinu sem einnig er
leikið í Lúxemborg en auk þess taka
landslið heimamanna og Svíþjóðar
þátt í mótinu. Birna Valgarðsdóttir
var stigahæst með 14 stig.
ÍSLANDSMEISTARAR KR í körfu-
knattleik kvenna fá góðan liðsstyrk
fyrir baráttuna á komandi ári því
stjórn körfuknattleiksdeildar fé-
lagisns hefur gert samning við banda-
rísku körfuknattleikskonuna Jessie
Stomski um að leika með vesturbæj-
arliðinu út leiktíðina. Þar með eru öll
sex liðin í 1. deild kvenna komin með
erlendan leikmann í sínar raðir.
Stomski er 22 ára og 1,88 metrar á
hæð. Hún lék síðast með Wisconsin-
háskólaliðinu þar sem hún skoraði að
meðaltali 18,3 stig að á síðustu leiktíð
og tók 8,3 fráköst.
Með komu Stomski vonast KR-ing-
ar eftir því að gengi liðsins verði
betra, en meistararnir eru í þriðja
sæti deildarinnar með 8 stig eins og
Njarðvík og Haukar, Grindavík hefur
14 stig en á toppnum trónir Keflavík
með fullt hús stiga – 20 stig.
BJÖRN Birgisson úr Lærlingum
gerði sér lítið fyrir og náði full-
komnum leik í jólamóti sem fram
fór í keilusalnum í Mjódd á öðrum
degi jóla. Björn náði þar með 300
stigum og jafnaði þar með heims-
metið í greininni en ekki er hægt að
ná betri árangri en 12 fellum í ein-
um og sama leiknum.
Þetta er í fimmta sinn sem ís-
lenskur leikmaður nær þessum ár-
angri og sagði Björn að hann hefði
fundið góða línu í upphafi, sem
hefði virkað.
„Allir sem stunda keilu vilja ná
svona leik. Ég hef beðið eftir þessu
í ein 15 ár. Mér leið vel í úrslita-
leiknum og fann rétta taktinn í öll
12 skiptin,“ sagði Björn sem varð
33 ára í gær.
Björn leikur eins og áður segir
með Lærlingum og er með að með-
altali í 195 stig í leik í deild-
arkeppninni með liði sínu.
Björn Birgisson jafnaði heimsmetið
Hef beðið
eftir þessu
í 15 ár
Morgunblaðið/Jim Smart
Björn Birgisson náði fullkomnu skori.
Stomski til KR-inga
Tap gegn Kýpur
og Englandi
L a u g a r d a g u r
28.
d e s e m b e r ˜ 2 0 0 2
Yf ir l i t
Í dag
Sigmund 8 Minningar 41/44
Viðskipti 14 Skák/Brids 48
Erlent 18/21 Kirkjustarf 45
Höfuðborgin 22 Úr Vesturheimi 36
Akureyri 23 Staksteinar 46
Suðurnes 24 Myndasögur 48
Árborg 26 Bréf 48/49
Landið 25 Dagbók 50/51
Listir 29/35 Leikhús 52
Neytendur 28 Fólk 52/57
Heilsa 29 Bíó 54/55
Forystugrein 30 Ljósvakamiðlar 58
Viðhorf 34 Veður 59
* * *
VETRARSÓLSTÖÐUR marka í huga margra
sigurgöngu birtunnar við myrkrið eftir skamm-
degi fyrstu vetrarmánaðanna. Þótt enn sé bið
eftir því að birtan nái yfirhöndinni er alltaf fagn-
aðarefni að daginn er tekið að lengja á nýjan leik
frá og með 22. desember ár hvert.
Vart hefur sést til sólar í höfuðborginni und-
anfarnar vikur sökum dumbungs. Snjóleysið hef-
ur að auki orðið til þess að grámyglulegt hefði
verið um að litast í borginni ef ekki kæmi til
fjöldi agnarsmárra jólaljósa.
Það var því vissulega gleðilegt að sjá loks
heiðskíran himin yfir Vífilsfelli í gærmorgun og
íbúar í Árbæ gátu notið einstakrar sólarupp-
rásar er þeir skriðu úr fletum sínum á þriðja
degi jóla. Blóðrauður og gullinn himinn hefur
vafalítið fangað óskipta athygli þeirra sem til
sáu.
En heiðskírum himni fylgir venjulega eitt-
hvert frost og því þurftu íbúar Árbæjar sem og
aðrir höfuðborgarbúar að vopnast sköfu áður en
þeir gátu ekið til vinnu í gærmorgun. En útsýnið
til Vífilsfells hefur líklega gert afísun bílanna ei-
lítið skemmtilegri athöfn en venjulega.
Veðurstofan spáir frosti næstu daga og hver
veit nema að geislar sólar fái að njóta sín meira
við uppaf nýs árs en það sem af er vetri.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Blóðrauð sólarupprás
ELDUR varð laus í gömlu húsi í Hveragerði um sexleytið í gær. Húsið, sem
liggur að vinnuskúr garðyrkjustöðvarinnar Blómavalla, áður Rósakots, var
smíðað úr asbesti og brann það töluvert mikið.
Slökkvilið Hveragerðis kom fljótlega á vettvang og slökkti eldinn. Lík-
legt er talið að kviknað hafi í út frá flugeldum því nágrannar sáu flugeldum
skotið upp stuttu áður en eldsins varð vart.
Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir
Bruni í Hveragerði
FJÖLDI erlendra ferðamanna sem
koma til Íslands á eigin vegum hefur
ekki upplýsingar um lokanir veitinga-
húsa, safna og annarra staða, sem
veita þjónustu, yfir jól og áramót.
Þeir erlendu gestir sem hingað koma
í skipulögðum ferðum ganga hins
vegar að ákveðinni þjónustu vísri og
verða því ekki fyrir sömu óþægindum
vegna lokana yfir hátíðirnar, skv.
upplýsingum Guðjóns Arngrímsson-
ar, upplýsingafulltrúa Flugleiða, og
Magnúsar Oddssonar ferðamála-
stjóra.
Eins og greint var frá í Morgun-
blaðinu í gær leitaði fjöldi vonsvikinna
erlendra ferðamanna til Upplýsinga-
miðstöðvar ferðamála í Reykjavík
vegna þess að aðgangur að veitinga-
húsum, söfnum og annarri afþreyingu
væri af skornum skammti yfir hátíð-
isdagana.
Guðjón bendir á að fjöldi erlendra
ferðamanna sem hingað komi í
pakkaferðum viti fyrirfram að hverju
þeir gangi, enda hafi þeir keypt sér
flug, gistingu og þjónustu að meðtöld-
um veitingum og skipulögðum ferð-
um o.s.frv. „Hins vegar er svo fólk
sem kemur hingað á eigin vegum og
hefur ætlað sér að spila úr hlutunum
þegar komið er á staðinn eins og al-
gengt er um ferðamennsku nútímans.
Það er enginn vafi á að þetta hefur
komið mörgum þeirra í opna skjöldu,“
segir hann.
Nauðsynlegt að bregðast við
Magnús Oddsson tekur í sama
streng en hann bendir á að á seinustu
árum hafi komið sífellt stærra hlutfall
erlendra ferðamanna til landsins á
eigin vegum og hafi þá ekki sömu
upplýsingar undir höndum um þjón-
ustu og afgreiðslutíma og ferðamenn
sem hingað koma í skipulögðum hóp-
ferðum.
Magnús segir alveg ljóst að þeir
ferðamenn sem hingað komi í pakka-
eða hópferðum gangi að ákveðinni
dagskrá vísri og hafi upplýsingar um
þá þjónustu sem hér sé veitt. Aftur á
móti telji hann að þjónustuaðilar hafi
kannski ekki gert sér alveg ljóst hvað
hlutfall gesta sem hingað komi á eigin
vegum fari ört vaxandi. Þessir ferða-
menn, sem ekki hafi leitað sér upplýs-
inga fyrirfram um hvað hér sé í boði
yfir hátíðirnar, verði eðlilega fyrir
ákveðnum vonbrigðum. Ljóst sé að ef
þeir aðilar sem veiti þjónustu í mat og
drykk og afþreyingu bregðist ekki við
þessu sé hætta á að þetta „vandamál“
verði stærra.
Í fréttatilkynningu frá Listasafni
Reykjavíkur í gær er á það bent,
vegna ummæla forstöðukonu Upplýs-
ingamiðstöðvar ferðamála um að söfn
séu lokuð frá Þorláksmessu til 2. jan-
úar, að Listasafn Reykjavíkur sé opið
alla daga ársins ef frá séu taldir 24.,
25., 26. og 31. desember og 1. janúar.
Óánægja meðal erlendra gesta vegna lokana yfir hátíðirnar
Vaxandi fjöldi erlendra
gesta á eigin vegum
HUNDAR sem á jólanótt reyndu að
drepa kanínur í garði í Skerjafirði
drápu kanínur í sama garði í vor.
Eigandi kanínanna kærði þá málið
til Umhverfis- og heilbrigðisstofu
Reykjavíkurborgar. Á jólanótt
skaut hann á hundana eftir að hafa
reynt að hrekja þá í burt. Lög-
reglan lagði hald á skotvopnið.
Guðmundur B. Friðriksson hjá
Umhverfis- og heilbrigðisstofu
Reykjavíkur sagði að kvartanir
hefðu áður borist vegna þessara
tveggja hunda. Meðal annars hefði
borist kæra í vor vegna kan-
ínudráps í Skerjafirði. Einnig hefðu
fleiri íbúar kvartað undan hund-
unum og m.a. að þeir væru lausir.
Hann sagði að málið væri núna til
skoðunar, en hann tók fram að for-
eldrar mannsins sem kom og sótti
hundana á jólanótt, væru skráðir
eigendur þeirra. Samkvæmt reglu-
gerð er lausaganga hunda bönnuð.
Ítrekuð brot á reglugerð varða
sviptingu leyfis til hundahalds.
Kanínurnar í Skerjafirði voru
heimilisvinir og var það því talsvert
áfall fyrir fjölskylduna þegar kan-
ínurnar voru drepnar í vor. Nýjar
kanínur komu til sögunnar, en
greinilegt er að hundunum þykir
kanínukjöt gott því að þeir gerðu
aftur árás sl. jólanótt. Heim-
ilisfólkið vaknaði um kl. 3 um nótt-
ina. Voru þá hundarnir að reyna að
komast inn í kanínubúrin. Hús-
bóndinn reyndi að hrekja þá í burt
og tókst það í fyrstu. Hann fór á eft-
ir þeim til að svipast um hvað af
þeim hefði orðið, en þegar hann
sneri til baka voru hundarnir
komnir aftur og jafnæstir og áður.
Hundarnir eru mjög stórir af svo-
kallaðri samojed-tegund. Húsbónd-
inn reyndi aftur að koma þeim í
burtu en tókst ekki. Á endanum
greip hann til þess ráðs að skjóta á
hundana til að hrekja þá í burtu.
Hann hringdi síðan á lögregluna
sem kom og handsamaði hundana.
Annar þeirra fékk högl í sig.
Hafa tvívegis gert
árás á kanínurnar
FJÖGURRA bíla árekstur
varð við Álfsnes á Kjalarnesi
um sjöleytið í gærkvöld. Um
var að ræða tvo jeppa og tvo
fólksbíla sem lentu saman, en
tildrög slyssins lágu ekki enn
fyrir í gærkvöldi, að sögn lög-
reglunnar í Reykjavík. Hálka
var á veginum við Álfsnes er
slysið varð. Farþegar í bifreið-
unum slösuðust lítillega, sam-
kvæmt upplýsingum lögregl-
unnar en sjúkrabifreið var send
á staðinn. Loka þurfti veginum
um tíma meðan sjúkraflutn-
ingamenn og lögregla sinntu
störfum sínum. Bifreiðarnar
voru óökufærar og þurfti að
flytja þær af vettvangi með
kranabíl.
Hálka var víða á vegum á
höfuðborgarsvæðinu í gær en
að sögn lögreglunnar urðu að-
eins minniháttar umferðar-
óhöpp vegna hennar, ef frá er
talið slysið á Kjalarnesi.
Fjórir
bílar í
árekstri