Morgunblaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 9
Glæsilegir
samkvæmiskjólar,
síð pils og toppar
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið í dag frá kl. 10.00—15.00.
Auðbrekku 14, Kópavogi.
Símar 544 5560 og 820 5562,
www.yogastudio.is
Jóga gegn kvíða
með Ásmundi Gunnlaugssyni
4ra vikna uppbyggjandi námskeið fyrir þá sem eiga
við streitu, kvíða og fælni að stríða og/eða eru að
ganga í gegnum miklar breytingar í lífinu. Kenndar
verða leiðir til þess að að slaka á og öðlast aukið frelsi
og lífsgleði. Ásmundur, sem m.a. byggir námskeiðið á
eigin reynslu af kvíða, tekur fyrir þætti eins og jóga-
stöður, öndunaræfingar, slökun og andleg lögmál sem
stuðla að velgengni, jafnvægi og heilsu. Ekki er krafist reynslu af jóga.
Yfirgripsmikið og traust námskeið frá árinu 1994.
Hefst fimmtudaginn 9. janúar – Þri. og fim. kl. 20:00
Jógakennaraþjálfun 2003
Í janúar hefst ný jógakennaraþjálfun en þjálfunin hefur fest sig í sessi í
starfsemi okkar frá því sú fyrsta var haldin árið 1997. Kennari er sem
fyrr Ásmundur Gunnlaugsson, þekktur fyrir námskeiðið ,,Jóga gegn
kvíða”. Þjálfunin er ekki aðeins fyrir þá sem vilja verða jógakennarar
heldur einnig yfirgripsmikið og öflugt sjálfsþekkingar- og þroskanám-
skeið, tækifæri til að nema af kennara með mikla reynslu og þekkingu
á íslenskum starfsvettvangi. Hún hentar t.d. öllum sem eru í einhvers
konar vinnu með einstaklinga eða hópa og/eða þeim sem vilja gera
breytingar á lífsháttum sínum. ,,Ég reyni að fá nemendurna til þess að
skilja hjartað í verkinu, gera sér ljóst hvað jóga er eða öllu heldur
hvaða möguleika það hefur til að verða” segir Ásmundur. Ekki er kraf-
ist mikillar reynslu og ástundunar af jóga, mikilvægast er áhugi og
jákvætt hugarfar. Einhver grundvallarþekking á jóga er þó æskileg.
Ásmundur heldur kynningarfund miðvikudaginn 8. janúar kl. 20.
Lokafrestur til að staðfesta þátttöku er miðvikudaginn 15. jan-
úar. Kennaraþjálfunin er alls 6 helgar (auk mætingar í jógatíma):
17.–19. janúar, 7.–9. febrúar, 28. feb–2. mars, 28.–30. mars,
11.–13. apríl og 2.–4. maí. Kennt er fös. kl. 20-22, lau. og sun. kl.
9-15.
Kennsla opinna jógatíma hefst föstudaginn 3. janúar kl. 17.25.
Næsta byrjendanámskeið hefst miðvikud. 15. janúar kl. 18:30.
Næsta ilmkjarnaolíunámskeið verður dagana 24. og 25. janúar.
Gnoðarvogi 44, sími 588 8686
Opið í dag, laugardag, frá kl. 9-14
FISKBÚÐIN HAFBERG
STÓR HUMARGleðilegt
ár!
5% aukaafsláttur
m.v. staðgreiðslu
á handhnýttum, austurlenskum gæðateppum
á Grand Hóteli, Sigtúni, Reykjavík
Útsala • Útsala
Í dag, laugardag, kl. 12-19
sunnudag 29. desember kl. 13-19
mánudag 30. desember kl. 13-19
Sími 861 4883
Ný sending
Neðst við Dunhaga, sími 562 2230
Opið í dag kl. 10-14
Útsala
ÍSLENSKA vatnsfélagið ehf. hefur
sótt um að fá heimild til greiðslu-
stöðvunar. Beiðnin var tekin fyrir í
Héraðsdómi Reykjavíkur í gær og
von er á úrskurði á mánudag.
Bergur Guðnason, stjórnarformað-
ur félagsins, segir að beðið hafi verið
um greiðslustöðvunina til að tryggja
félaginu frið til að semja við nýja hlut-
hafa um að þeir leggi fjármagn í
rekstur þess. Tilgangurinn sé ekki sá
að leita nauðasamninga við lánar-
drottna en hann segir að félagið
skuldi innan við 100 milljónir. Að-
spurður segir Bergur að viðræður við
nýja hluthafa gangi vel en bæði sé
verið að ræða við erlenda og íslenska
aðila. Hlutafé Íslenska vatnsfélagsins
er 20 milljónir og segir Bergur að ætl-
unin sé að tvö- til þrefalda þá fjárhæð.
„Við höfum verið í þessu einir án op-
inberrar aðstoðar frá upphafi og
hvergi tekið langtímalán úr sjóðum
eða slíku heldur haldið þessu gang-
andi af eigin rammleik,“ segir hann.
Það sé á hinn bóginn ekkert launung-
armál að það hafi verið ákveðnir erf-
iðleikar við að selja vöruna. Þá hafi
hátt gengi krónunnar verið félaginu
óhagstætt.
„Við erum staðráðnir í því að
bjarga félaginu og koma því á lapp-
irnar. Það er ýmislegt á döfinni sem
bendir til þess að við getum það,“ seg-
ir hann og bætir við að hann hafi
mikla trú á vatnsútflutningi.
Íslenska vatnsfélagið framleiðir
ekki undir sínu eigin vörumerki held-
ur selur vatn í nafni annarra fyrir-
tækja, m.a. í samstarfi við dönsku lág-
vöruverslanakeðjuna Netto. Bergur
segir að þetta sé eina rétta aðferðin,
rándýr markaðssetning á erlendum
mörkuðum hafi orðið mörgum að falli.
Árið 2001 var velta Íslenska vatns-
félagsins um 50 milljónir og flutti það
þá út um 1.250 tonn af vatni. Bergur
segir að þegar starfsemin sé í lág-
marki vinni tveir hjá félaginu en fleiri
kallaðir til þegar pantanir berist.
Íslenska vatns-
félagið óskar eftir
greiðslustöðvun
KARLMAÐUR og tvær konur
sluppu með lítilsháttar meiðsl þegar
bifreið þeirra valt við Svelting í Öx-
arfirði fyrir hádegi í gær.
Að sögn lögreglunnar á Húsavík
er talið að hálka hafi orðið til þess að
ökumaður missti stjórn á bílnum
með þeim afleiðingum að hann fór út
af veginum og valt.
Bílvelta við
Svelting
HAMBORGARASTAÐURINN
McDonald’s við Suðurlandsbraut
var rýmdur í hádeginu í gær vegna
pakka sem skilinn hafði verið eftir
fyrir utan húsið og starfsmenn
töldu grunsamlegan.
Lögreglan í Reykjavík fékk til-
kynningu um pakkann um klukkan
12 og voru nokkrir lögreglubílar
þegar sendir á vettvang. Húsið var
girt af og umferð þangað stöðvuð.
Sprengjusérfræðingur lögregl-
unnar aðgætti síðan pakkann og
kom þá í ljós að í honum var sára-
meinlaust sorp. Viðbúnaðarástandi
var þá aflétt, rúmlega hálftíma eft-
ir að tilkynning barst.
Að sögn Jenny Stevens, rekstar-
stjóra McDonald’s við Suðurlands-
braut, var pakkinn skilinn eftir við
gluggalúgu. Utan um hann var
jólagjafapappír og um hann var
vafið límband sem á stóð „brot-
hætt“ á enska tungu. Pakkinn
vakti grunsemdir hennar m.a.
vegna þess að hún taldi að það væri
undarlegt að skilja hann eftir á
þessum stað. Hún hringdi í yf-
irmann sinn sem var henni sam-
mála um að réttast væri að fara að
öllu með gát og hringja í lögreglu.
„Kannski var brugðist of harka-
lega við. Fólk hló að þessu en samt
vildi enginn snerta pakkann,“ segir
hún. Jenny hlaut þjálfun hjá
McDonald’s í Bretlandi og segir
hún að þar sé starfsmönnum kennt
að fást við slíka hluti og umgangast
grunsamlega pakka með varkárni.
Morgunblaðið/Júlíus
Lögregla girti af veitingastaðinn og beindi bílum frá vegna pakka sem starfsmenn töldu grunsamlegan.
Dularfullur jólapakki
fyrir utan McDonald’s
KJARANEFND Reykjavíkurborgar
ákvað á fundi sínum fyrr í vikunni að
hækka laun æðstu stjórnenda borg-
arinnar um 3% frá og með 1. janúar Í
bókun nefndarinnar segir m.a. að fyr-
ir liggi að laun alls þorra starfsmanna
Reykjavíkurborgar skuli skv. kjara-
samningum hækka hinn 1. janúar
2003 um 3%. Kjaranefnd hafi með
hliðsjón af því ákveðið að hækka laun
þeirra sem undir nefndina heyra.
Borgarstjórinn í Reykjavík hefur í
áratugi haft sömu kjör og forsætis-
ráðherra. Kjör kjörinna fulltrúa borg-
arinnar eru tengd þingfararkaupi og
taka sambærilegum breytingum.
Kjaranefnd ákvað fyrir skömmu að
hækka laun æðstu embættismanna
þjóðarinnar um 7%.
Hafnarfjarðarbær hefur einnig
ákveðið að laun æðstu embættis-
manna bæjarins hækki um 3%. Málið
verður tekið fyrir í bæjarráði eftir
áramótin og reglurnar endurskoðað-
ar svo ekki komi til 7% hækkunar á
þessum launum.
Kjaranefnd
Reykjavíkurborgar
Laun æðstu
stjórnenda
hækka um 3%