Morgunblaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 43 Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. um kvöldin sólbjört og hljóð. Það varpar á veg þinn rósum og vakir við rúmið þitt leggur hóglátt að hjarta þínu hvítasta blómið sitt. Ég veit ég öfunda vorið sem vekur þig sérhvern dag, sem syngur þér kvæði og kveður þig með kossi hvert sólarlag. Þó get ég ei annað en glaðst við hvern geisla er á veg þinn skín, og óskað að söngur, ástir og rósir sé alla tíð sagan þín. (Tómas Guðm.) Agnes Guðlaugsdóttir. Elsku Jói afi, ég trúi því varla að þú sér farinn. Jói afi minn, sem alltaf hafðir tíma fyrir okkur systkinin. Þú sagðir okkur söguna af hon- um Palla sem datt í sjóinn, bjóst til bestu kleinur í heimi, sast með okkur tímunum saman í búðarleik og hafðir endalausa þolinmæði í að versla við okkur. Ég á ekki til orð sem lýsa því hve þakklát ég er fyr- ir að hafa átt þig, afi minn, og hversu þakklát ég er fyrir að hún Aldís mín fékk að kynnast þér á sama hátt og ég gerði. Þegar ég hugsa til baka sé ég hversu mikil forréttindi það eru að hafa alist upp á lítilli eyju svo ná- lægt þér. Þar sem alltaf var hægt að labba við hjá ömmu og afa á leið heim, jafnvel þó að það hafi oft á tíðum ekki verið beint í leið- inni. Þú varst alltaf svo glaður og stutt í brosið, hræðilega stríðinn og alltaf jákvæður. Ég man þegar þú sagðir okkur sögur af stráka- pörum pabba þegar hann var lítill. Eins og sagan af því þegar hann fleygði skólatöskunni sinni í næsta kálgarð og stalst niður á bryggju í stað þess að mæta í skólann. Þú sagðir okkur þetta með bros á vör og af svo mikilli væntumþykju að manni duldist ekki að þó að maður færi augnablik út af sporinu þá væri ást þín alltaf til staðar. Ég veit að þér líður vel þar sem þú ert núna og við sem bíðum þess að hitta þig aftur eigum margar fallegar minningar um þig. Þegar ég hugsa um þig, afi minn, þá sé ég þig setja upp hattinn og ganga um eyjuna með aflestrarbókina undir hendinni og líklega nokkra sykurmola í vasanum. Afi minn, ég sakna þín. Sigríður Elín. Við söknum þín. Þú verslaðir við búðina mína. Í leiðinni talaðir þú um ævi þína. Ljós þitt mun alltaf skína. Ég mun minnast þín. Aldís Sif. Látinn er í Eyjum eftir langan vinnudag, Jóhann Kristjánsson, kenndur við Reykjadal. Aðeins fá- ein minningarorð við leiðarlok. Jói var mikils metinn dugnaðarmaður, mikill kokkur, hugmyndaríkur í fé- lags- og trúmálum. Fylginn sinni stefnu hvort heldur var í stjórn- málum eða trúmálum. Hann var lifandi persónuleiki, átti létt með að slá á létta strengi, stutt í húm- orinn og engum leiddist í návist hans. Hann var mikill heimilisfaðir, þannig kom hann mér fyrir sjónir. Hann var einn af sterkum máls- vörum aðventuhreyfingarinnar í Eyjum, mikill trúmaður og sat í stjórnum og nefndum safnaðarins til fjölda ára. Ég man eftir honum þegar hann kom með sálma sem hann átti í fórum sínum sem ekki höfðu verið sungnir í nokkur ár, allt til þess að glæða safnaðarlífið. Á söngstundum safnaðarins þegar um óskalög var að ræða, bað hann oft um sálm, nr. 25 í gömlu aðventsálmabókinni: Brjóttu nú lífsins brauð blessa mér það eins og það áður fyrr sér átti stað. Og eins og segir í þriðja erindi sálmsins: Æ, sendu anda þinn ofan til mín guðdómleg gæskan hans mér gefi sýn sannleika huldan sjá sem er þitt orð máttarins mikla ljós á myrkurs storð. Til hinstu stundar stundaði Jó- hann sína kirkju, þrotinn að kröft- um við háan aldur. Þau hjónin Ella og Jói gáfu söfnuðinum af tíma sínum í gegnum árin. Jói minn, nú er komið að leiðarlokum, þú bíður upprisudagsins, að orð heilagrar ritningar rætist: „Ekki viljum vér bræður, láta yður vera ókunnugt um þá sem sofnaðir eru, til þess að þér séuð ekki hryggir eins og hinir, sem ekki hafa von. Því að ef vér trúum því að Jesús sé dáinn og upprisinn, þá mun Guð sömuleiðis fyrir Jes- úm leiða ásamt honum fram þá sem sofnaðir eru; því það segjum vér yður og höfum fyrir oss orð Drottins, að vér sem lifum og er- um eftir við komu Drottins, mun- um alls ekki fyrri verða en hinir sofnuðu; því að sjálfur Drottinn mun með kalli, með höfuðengils raust og með básúnu Guðs, stíga niður af himni, og þeir sem dánir eru í trú á Krist, munu fyrst upp rísa; síðan munum vér sem lifum, sem eftir erum, verða ásamt þeim hrifnir burt í skýjum til fundar við Drottinn í loftinu; og síðan munum vér vera með Drottni alla tíma. Huggið því hver annan með þess- um orðum.“ (1. Þess. 4:13–18) Þessum orðum trúði bróðir Jó- hann, hann deildi þessum boðskap meðal vina og kunningja, sam- ferðamanna sinna. Hann vissi að: Við hástól Drottins allt vér aftur sjáum er eilíft gildi hinum megin ber. En engar stjörnur aðrar þar vér fáum en þær sem kveiktum meðan dvöldum hér. Ættingjum og vinum votta ég dýpstu samúð. Blessuð sé minning látins vinar. Karl Vignir Þorsteinsson, frá Vestmannaeyjum. ,,Þá var mikið sungið.“ Ég var svo heppinn að heim- sækja Jóhann nokkrum dögum áð- ur en hann lézt þar sem hann lá á sjúkrahúsi Vestmannaeyja. Miðað við kringumstæður var hann hress og glöggur. Á vængjum minninganna svifum við yfir þá rúmlega hálfu öld, sem kynni okkar spanna. Hann kom víða við og rifjaði sitthvað upp úr lífi og starfi safnaðarins varðandi samkomuhald og félagslíf, æsku- lýðsmót, skemmtikvöldvökur og fleira. Á sama hátt minntist hann margs úr bæjarfélaginu – einnig úr eigin starfi. „Maður var alltaf í rafmagninu,“ sagði hann. Ekki að hann væri rafvirki, heldur að hann annaðist aflestur fyrir rafveituna. Í allri þessari myndríku upp- rifjun virtist eitt þó bera öðru hærra. Það var söngurinn, því hann endurtók aftur og aftur: ,,Já, þá var mikið sungið...“ Jóhann var mjög söngelskur, tónnæmur, lagviss, söng blæfal- legri tenórrödd og var smekkmað- ur á tónlist. Hann rifjaði upp söng- inn í kirkjukórnum, tvöfalda karlakvartettinum og tilnefndi ým- is lög, sem við sungum. ,,Svo varstu líka með kvennakór,“ sagði hann, ,,Já, það var mikið sungið...“ Þetta var allt satt. Við sungum mikið, og ekki lét hann sig vanta á söngæfingarnar. Í því var hann áreiðanlegur, samvizkusamur og traustur, sem og í öllu öðru. ,,Svo munum við nú eftir sjómannasam- komunum okkar á vertíðinni, þeg- ar kirkjan var full fram í dyr. Já, þá var mikið sungið...“ Hér dró hann andann djúpt, brosti eftir smáþögn og sagði: ,,Já, Jón minn. Svo syngjum við saman á hinni nýju jörð – í eilífðinni. Þar verður mikill og fagur söngur.“ Þó röddin hans sé hljóðnuð hér, mun hún samkvæmt fyrirheitum Guðs og trausti trúarinnar, óma annað sinn. Ég kvaddi vin minn og fól hann Guði. Kæra Ella, allir fjölmörgu ást- vinirnir, ættingjarnir og góðvin- irnir allir. Við sendum ykkur hjartnæma samúð. Erum ásamt ykkur einnig þakklát fyrir hvíldina sem fengin er eftir langan og far- sælan ævidag. Blessuð sé minning Jóhanns. Sólveig og Jón Hjörleifur Jónsson. skyldu fyrir einstaka umhyggju og ósérhlífni til margra ára. Hvíl þú í friði. Baldur. Í nálægð helgra jóla kvaddi tengdamóðir mín þessa jarðvist og lagði upp í langferð á vit hins óræða. Það var vel við hæfi að hún valdi þennan tíma til að ljúka jarð- vist sinni því hún var alla tíð mikið jólabarn. Mikil kyrrð og rósemi hvíldi yfir ásjónu hennar er við stóðum við dánarbeð hennar. Hún hafði lokið sínum jólaundirbúningi og heldur nú jólin hátíðleg á öðru tilverustigi með frelsara sínum eins og hún trúði staðfastlega að myndi gerast. Langri og farsælli ævi var lokið og barátta við ellihrörleika og þverrandi líkamskrafta á enda. Göfuglynd kona og merkur per- sónuleiki er horfinn af sjónarsvið- inu og skilur eftir sig hugljúfar endurminningar í hugum okkar er áttu með henni samleið. Regína fæddist í Suðursveit og ólst þar upp í skjóli fagurra fjalla og margbreytilegs umhverfis sem þar er að finna. Þar naut hún upp- vaxtar síns í systkinahópi og kynntist hinum ýmsu hliðum mann- lífsins, bæði gleði og sorgum. Henni var snemma mikil ábyrgð á herðar lögð. Er hún var á ferming- araldri veiktist móðir hennar af mjög erfiðum sjúkdómi sem læknar þeirra tíma höfðu engin ráð við. Kom þá forsjá heimilisins að mestu í hlut Eyjólfs sem var elstur þeirra systkina og Regínu, en faðir þeirra var oft langdvölum að heiman við smíðavinnu. Kom þá fljótt í ljós myndugleiki hennar til allra verka og trúmennska gagnvart öllu því sem henni var trúað fyrir. Á þess- um árum var þríbýli á Kálfafelli og margt af ungmennum þar sam- vista. Það kom oft glampi í augun, þegar hún minntist þeirra dýrðar- daga. Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika ríkti söngur og gleði á heimili hennar. Öll voru þau systkinin frá Kálfa- felli glaðsinna og jákvæð í hugsun og hrifnæm og söngelsk svo af bar. Ég get hugsað mér að þegar amst- ur og erfiðleikar daglegs lífs voru orðnir yfirþyrmandi hafi þau systk- inin tyllt sér niður og sungið burt leiðindin eins og lóan í kvæði Jóns Thoroddsen. En hugur Regínu stóð til að afla sér menntunar. Þegar hún stóð á tvítugu hleypti hún heimdraganum og hélt austur á Hallormsstað þar sem hún hafði fengið skólavist. Þar tók á móti henni sú merka kona Sigrún Blön- dal, skólastjóri húsmæðraskólans og reyndist hún þessum nemanda sínum afar vel. Regína stundaði al- mennt nám í skólanum fyrri vet- urinn og síðari veturinn kenndi hún við skólann samhliða náminu. Um sumarið var hún vinnukona á heim- ili Sigrúnar. Hún minntist þessara ára með mikilli gleði. Hún stundaði kennslu við barnaskólann í Suður- sveit í tvö ár. Á þeim tíma bjó hún í Suðurhúsum í Borgarhöfn með unnusta sínum Gísla Jónssyni. Sú sambúð var sorglega stutt því hann lést langt um aldur fram. Árið 1938 urðu mikil umskipti í lífi Regínu er hún flutti til Hafnar til Gísla Björnssonar sem einnig hafði kynnst sorginni er hann missti eiginkonu sína frá fjórum börnum. Þau hófu sambúð og þá skein sól í heiði yfir Grímsstöðum á ný. Þau voru gefin saman í hjóna- band á sumardaginn fyrsta 1945. Þau eignuðust saman tvö börn, Kristínu og Baldur. Á Grímsstöð- um bjuggu þau lengst af með mik- illi rausn og myndarskap. Var sá staður í þjóðbraut í þess orðs fyllstu merkingu og ætíð opið gest- um og gangandi. Við húsið er stór garður sem þau hjón ræktuðu af al- úð og nærfærni og var hann augna- yndi þeirra sem leið áttu um að- algötu Hafnar á þeim tíma. Þau voru mjög samhent hjón sem báru virðingu fyrir þörfum og áhugamál- um hvors annars og sýndu börnum sínum og venslafólki öllu mikla um- hyggju. Ekki síst einkenndist líf þeirra af löngun þeirra til að láta gott af sér leiða. Árin sem þau bjuggu á Gríms- stöðum voru annasöm. Bóndinn fullur atorku og alls staðar nær- staddur þar sem eitthvað var að gerast. Eiginkonan stóð dyggilega að baki hans og studdi hann með ráðum og dáð. Skrifstofa rafveitu- stjórans var lengi á heimilinu og margir áttu erindi þangað. Regína aðstoðaði bónda sinn við bókhaldið og gekk í hús til að lesa af raf- magnsmælum og rukka fyrir raf- magnsnotkun. Hún átti líka sín hugðarefni sem öll snerust um að vinna að velferð byggðarlagsins. Hún var mikil félagshyggju- og samvinnumanneskja, trúði á kaup- félagið og átti öll sín viðskipti við það. Þó gat hún ekki haldið jól fyrr en hún hafði keypt eitthvað smá- ræði af kaupmanninum á horninu svo enginn væri settur hjá. Regína fann í kvenfélaginu Tíbrá vettvang til að vinna að ýmsum vel- ferðarmálum og var virkur félagi þar og í Kvenfélagasambandi A- Skaft. í áratugi. Þegar aldurinn færðist yfir var húsnæðið á Gríms- stöðum óhentugt með sínum bröttu stigum og garðurinn of stór svo þau keyptu sér minna húsnæði á Vesturbraut 13. Það var þeim erfið ákvörðun að selja Grímsstaði, en fljótlega fóru þau að festa rætur á nýja heimilinu og brátt fóru litfög- ur blóm að breiða þar krónur sínar móti sólu og fuglar voru farnir að gera sér hreiður í limi trjánna þeim hjónum til mikils yndisauka. Þarna upplifðu þau hamingju sína í kyrrð hinna efri ára. Þau unnu saman að ýmsum hugðarefnum svo sem söfn- un og skráningu margskonar fróð- leiks úr sinni heimabyggð. Ferða- lög voru þeim mikil nautn og fáir blettir á landinu sem þau höfðu ekki heimsótt. Hálendið var þeirra draumaland og á ferðum sínum eignuðust þau marga góða vini. Á björtum maímorgni árið 1988 urðu þáttaskil er Gísli lauk jarðvist sinni eftir langan og fjölbreyttan lífsferil. Regína saknaði sárt bónda síns en tók mótlætinu með æðru- leysi. Hún lauk þeim verkefnum sem þau áttu ólokið sem var skrán- ing félagatals Kaupfélags Austur- Skaftfellinga frá stofnun þess. Fyr- ir það veitti stjórn félagsins henni viðurkenningu. Henni hlotnuðust fleiri viðurkenningar fyrir óeigin- gjörn störf að félagsmálum. Hún var kjörin heiðursfélagi í Kven- félagasambandi Íslands og kven- félaginu Tíbrá. Regína hélt áfram heimili á Vest- urbraut eftir lát Gísla og þar var alltaf að mæta hlýju og umhyggju- semi jafnt og áður. Þegar heilsa hennar og þrek fóru að bila tók hún þá ákvörðun að færa sig um set á dvalarheimili aldraðra sem hún hafði átt stóran þátt í að gera að veruleika og síðar lá leið hennar á hjúkrunarheimilið þar sem hún hefur notið frábærrar aðhlynning- ar. Þrátt fyrir að samband hennar við umheiminn færi sífellt þverr- andi hélt hún ávallt reisn sinni. Starfsfólki hjúkrunarheimilisins er ofarlega í huga ljúfmannleg fram- koma hennar og þakklæti fyrir allt sem fyrir hana var gert. Hún fékk lengi að halda líkamlegu atgervi sínu, eða þangað til hún fékk blóð- tappa fyrir tveimur vikum. Dauð- inn var í nánd og um hádegisbilið 19. desember slokknaði síðasti lífs- neistinn. Við sem eftir stöndum finnum til tómleika í sálinni. Á ní- ræðisafmæli tengdamóður minnar síðastliðið haust bað konan mín mig að lesa fyrir hana ljóð sem hún vissi að var henni hugleikið. Mig langar til að kveðja hana með er- indi úr þessu ljóði sem mér finnst að gæti verið ort í orðastað hennar. Nú dreymir allt um dýrð og frið við dagsins þögla sálarhlið og allt er kyrrt um fjöll og fjörð og friður drottins yfir jörð. (Davíð Stefánsson.) Fjölskyldan á Hæðagarði 13 kveður móður, tengdamóður, ömmu og langömmu með virðingu og þökk. Krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. (Jónas Hallgrímsson.) Guð varði vegferð þína alla. Hreinn Eiríksson. Hún sat með mig í fanginu og sagði mér að mamma væri dáin. Það var 25. júní 1964. Ég var sex ára. Síðan hefur ekkert dauðsfall komið mér á óvart. Ég var þá far- inn að kalla hana ömmu og hef gert síðan, þótt hún væri föðursystir mín. Og Gísla afa. Hann sauð sel- kjöt heilan morgun, hið eina sem ég gat tuggið það sumar. Sjö árum síðar spurði ég hana hvort ég ætti fyrst að verða jarðfræðingur og síðan garðyrkjumaður. Hún taldi að þá tæki ég niður fyrir mig. Vissi sennilega að ég hefði ekki sans fyr- ir garðyrkju. Ég varð ekki jarð- fræðingur heldur. Ég fór að heim- sækja hana með konu og börn sumarið 1992. Hún sauð ýsu og við gistum hjá henni í nýja húsinu. Það var gaman. Nýja húsið var allt, allt öðru vísi í laginu en Grímsstaðir. Svo sáumst við á elliheimilinu vorið 1995. Þá var amma aðeins farin að gleyma, eins og föðurættin gerir. Ég flutti til útlanda og frétti að hún gleymdi áfram. Ég átti ekki leið um Hornafjörð í bili. Stefán Steinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.