Morgunblaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 41 Þau 16 ár sem ég hef tengst fjölskyld- unni í Miðvangi 143 hefur það verið mér mikil gæfa að hafa kynnst Hinnu. Allt frá fyrsta degi var það þægi- legt og notalegt að vera í návist Hinnu og Sigga og hef ég sótt mik- inn styrk til þeirra. Hinna var einstök og það leið ekki langur tími að maður var tek- inn eins og einn af börnum hennar. En það sem mér hefur fundist mikilvægast af öllu er að hún var mikill vinur og alltaf gat maður sest niður með henni og rætt málin og fundið lausnir á þeim flestum. Helst af öllu vil ég þakka Hinnu fyrir allan þann tíma sem hún gaf börnum mínum. Á fyrstu árum sín- um urðu þau þeirrar gæfu aðnjót- andi að vera með ömmu sinni nokkra daga í viku. Það var vegna þess að hún kaus að minnka við sig vinnu til þess að geta gefið þeim þennan dýrmæta tíma. Tel ég þetta hafa verið mikil forréttindi og munu Sigurður Darri og Salvör Svanhvít byggja á þessari samveru í framtíðinni. Við öll höfum misst mikið við fráfall Hinnu og ekki síst barna- börn hennar því allt frá því að fyrsta barnabarnið kom í heiminn hefur hugur Hinnu verið hjá þeim. Hún var mikill vinur þeirra og nutu þau öll návistar hennar. Megi Guð styrkja Sigga, Siggu, Rannveigu og Bigga á þessari erf- iðu stundu. Björn Arnar Magnússon. Elsku amma, nú ert þú farin til himna. Það var alltaf svo gaman að fara með þér gangandi á föstudögum eftir skóla í bókabúð Böðvars, Sparisjóðinn og stundum í bak- aríið. Við eigum eftir að sakna þessara ferða okkar. Við fengum oft að gista hjá þér og afa og það var alltaf svo nota- legt. Þó þú sért orðinn engill mun- um við áfram gista hjá afa eins og þú baðst okkur um. Við munum alltaf hugsa til þín á sunnudögum þegar við borðum með afa, mömmu, Rannveigu, Birgi og fjölskyldum þeirra kvöld- matinn eins og við höfum alltaf gert. Þú varst besta amma í heimi og við munum alltaf sakna þín. Þínar ömmustelpur Hinrika og Steinunn. Elsku besta amma. Skrýtið er að þú sért ekki lengur hjá okkur. Jól- in verða ekki söm án þín. Takk fyr- ir allt sem þú kenndir okkur, gerð- ir fyrir okkur, prjónaðir og saumaðir út og ekki síst allar sam- verustundirnar. Við vitum að guð mun taka vel á móti þér og að þar eigum við eftir að hittast á ný. Sigurður Darri og Salvör Svanhvít. Hvað boðar nýárs blessuð sól? Hún boðar náttúrunnar jól, hún flytur líf og líknarráð, hún ljómar heit af drottins náð. (M. Joch.) Þegar kær vinur er kvaddur verða orð svo sannarlega fánýt og fátækleg, en það eru tilfinningarn- ar sem tala sínu máli og kalla fram í hugann fallegar minningar. Við nutum þeirra forréttinda að HINRIKA HALLDÓRSDÓTTIR ✝ Hinrika Hall-dórsdóttir fædd- ist á Ísafirði 6. maí 1942. Hún lést á Landspítalanum – Háskólasjúkrahúsi hinn 18. desember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði 27. des- ember. kynnast þeim hjónum, Hinriku og Sigurði, er sonur okkar kynntist dóttur þeirra, Sigríði, fyrir um það bil 20 ár- um. Ekki er ætlun okkar að rekja lífs- hlaup Hinriku, heldur að þakka henni fyrir aðdáunarverða hjálp og góðsemi við ömmu- börnin okkar. Hún var hörkudugleg, fylgin sér og mikil hannyrð- arkona, og sá um allt sem laut að prjóni og saumaskap á barna- börnin með miklum myndarskap. Við hjónin sáum og reyndum hvað Hinrika var góð fyrirmynd um samheldni fjölskyldu sinnar, um góða móður, tengdamóður og ömmu. Þessi samheldni hópur, börnin hennar, sýndi henni mikla umhyggju í hennar erfiðu veikind- um, en þó verður hlutur eigin- manns hennar, Sigurðar, þar þó mestur, hann stóð við hlið hennar alla tíð eins og best mátti sjá. Því- lík umhyggja og ástúð er einstök. Full þakklætis munum við hjónin kveðja Hinriku með söknuði, og biðjum algóðan Guð styrkja þig, Sigurður, og sendum innilegar samúðarkveðjur til barna þinna, tengdabarna og barnabarna. Steinunn og Gunnlaugur Fjólar. Þetta eru undarlegir dagar, nú á hátíð ljóss og friðar er hugurinn á fleygiferð. Ótal spurningar koma upp í hugann en við finnum engin svör og engar skýringar, ekki enn. Samkvæmt okkar trú og sannfær- ingu hljóta einhver svör að koma þótt síðar verði, Hinnu var greini- lega ætlað annað og meira hlut- verk en við gerðum ráð fyrir. Henni var margt til lista lagt og hún var mikil hannyrðakona. Það voru margir hlutir sem enginn gat bjargað betur en hún, því listakona var hún í höndunum og því fín- gerðara efni, því betra fyrir hana. Oft undraðist maður hvernig hægt væri að búa til hinar ýmsu flíkur sem hún gerði, þá var hún líka mikill bókaormur og las mikið. Alltaf hafa verir sterk tengsl milli fjölskyldna Sigga, Diddu og Grétu. Á árum áður voru samveru- stundirnar auðvitað fleiri enda krakkahópurinn þeirra á svipuðum aldri. Margar skemmtilegar minn- ingar fylla hugann eins og jólaböll hjá Loftleiðum, leikhúsferðir, sum- arbústaðaferðir, veiðiferðir, skíða- ferðir, kartöflurækt, aðfangadags- kvöldin hjá ömmu og afa á Strandgötunni og nú síðustu árin gamlárskvöldin. Í öllu þessu skip- aði Hinna stóran sess og var alltaf gott að leita til hennar. Hún fylgdist líka vel með krökk- unum og var dugleg að hvetja þá áfram og hafði mikinn metnað til að þeim farnaðist vel. Þegar barnabörnin fóru að koma í heiminn var sama sagan hjá Hinnu, hún hélt áfram á sömu braut með þau og bera þau mikla virðingu fyrir henni. Dýrmæt mun minning ömmu- barnanna hennar verða því ekki er öllum gefinn jafn ríkulega hæfi- leikinn til að samlagast börnum, skilja þeirra þarfir og áhugamál. Þann hæfileika átti Hinna og hún gaf sér tíma til að rækta hann, hún gat vakið barnið í sjálfri sér, og það var gott að eiga svoleiðis ömmu. En eftir eiga þau góðan afa. Hinna háði tiltölulega stutt stríð við þann sjúkdóm sem ekki virðist vera auðvelt að greina fyrr en of seint og þá fá eða engin ráð til varnar. Hennar barátta var ströng, en Siggi og börnin þeirra börðust með henni þar til yfir lauk. Veittu þau henni þann styrk sem þeim var gefið að veita, en stöðug nær- vera nánustu ástvina hlýtur að vera fársjúkum huggun og hug- arró, þótt ekki sé þróttur til að láta það í ljós. En minningin um Hinnu verður falleg og hún mun lifa með okkur um ókomin ár. Elsku Siggi, Sigga, Rannveig, Birgir og fjölskyldur, hugur okkar og samúð er hjá ykkur á þessum erfiðu tímum. Megi minningin um Hinnu verða okkur öllum styrkur í söknuði okkar. Gréta, Erling, Hermann, Þórður, Hildur og fjölskyldur. Við börnin hennar Siggu viljum með örfáum orðum kveðja Hinnu, litlu systur hennar mömmu. Í okk- ar augum var Hinna glæsileg og góð kona, og þótt hún flíkaði ekki tilfinningum sínum duldist okkur ekki að henni þótti vænt um okkur. Hún átti mikið í okkur öllum, þó ekki síst Ásgeiri, en á milli þeirra var alltaf sérstakur strengur frá því hún passaði hann sem barn. Mamma og Hinna voru mjög nánar og við fráfalll mömmu leit- uðum við til Hinnu og fundum hjá henni einlæga hlýju og styrk. Þó að samskipti okkar hafi minnkað með árunum létum við systkinin það alltaf verða okkar fyrsta verk, ef boðið var til mannfagnaðar inn- an fjölskyldunnar að leita Hinnu og Sigga uppi og setjast hjá þeim. Það er þyngra en tárum taki að þurfa að kveðja þessa góðu frænku, en gott til þess að vita að mamma hefur örugglega tekið á móti litlu systur sinni og létt henni fyrstu sporin í eilífðinni. Elsku Siggi, börn og barnabörn, hugur okkar er hjá ykkur. Ásgeir, Fríða og Svana. Í dag kveð ég góða vinkonu og samstarfsmann til margra ára. Ég kynntist Hinnu þegar ég hóf störf hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar 1988. Frá þeim tíma vann ég við hlið hennar og naut hennar leiðsagnar og vináttu. Mér er efst í huga í dag þakklæti. Þakklæti fyrir alla þá vináttu og þann velvilja í minn garð svo og barna minna sem hún var alltaf svo góð. Tendrast sól í sálu mér, sút í burtu strýkur. Ætíð mun ég þakklát þér, þar til yfir lýkur. Allar stundir okkar hér er mér ljúft að muna. Fyllstu þakkir flyt ég þér fyrir samveruna. (Har. S. Mag.) Kæra fjölskylda, Siggi, Sigga, Rannveig, Biggi, tengdabörn og barnabörn. Guð gefi ykkur styrk á þessum erfiðu tímum en minning um góða konu mun lifa. Kveðja, Helga Guðmundsdóttir. Mér er ljúft að minnast Hinriku Halldórsdóttur eða Hinnu eins og hún var alltaf kölluð. Okkar kynni hófust á Vitastígnum í Hafnarfirði þegar hún dvaldi þar vetrarlangt hjá Sigríði systur sinni, þrettán ára gömul, sótti skóla í Flensborg og var fermd frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði þá um vorið. Foreldrar hennar höfðu búið vestur á Ísa- firði, en þennan vetur voru þau á vertíð í Grindavík og fluttu síðan alfarið að vestan og settust að í Reykjavík. Það sem mér er eft- irminnilegast við Hinnu frá þeim vetri var hin yfirvegaða og geð- fellda framkoma sem einkenndi hana alla tíð. Einnig er mér minn- isstætt að hún var öllum stundum að fást við handavinnu og oftar en einu sinni heyrði ég Ingibjörgu Jónsdóttur handavinnukennara í Flensborg ljúka lofsorði á mynd- arskap Hinnu. Síðan skildu leiðir og Hinna bjó sín unglingsár í Reykjavík, ein- stöku sinnum hittumst við á götu og töluðum saman. Hún sótti sér menntun í Samvinnuskólann á Bif- röst. Það næsta sem ég frétti af henni var að hún væri gift Sigurði Þórðarsyni jafnaldra mínum og bekkjarbróður. Örlögin höguðu því þannig að þau urðu sambýlisfólk okkar hjóna á Arnarhrauni 18 í Hafnarfirði og það var ósköp auð- velt að rifja upp vináttuna á nýjan leik. Þarna bjuggum við saman í sex ár og þá fluttu báðar fjölskyld- urnar í norðurbæinn á Miðvanginn og þar hélst áfram sá góði kunn- ingsskapur sem stofnað hafði verið til. Börnin okkar voru á svipuðum aldri og urðu góðir vinir. Þegar Hinna hóf búskap vann hún skrifstofustörf hjá Heildversl- un Ágústs Ármann og hélt því áfram eftir að dæturnar Sigga og Rannveig fæddust. Sex árum seinna þegar Birgir kom í heiminn tók hún sér hlé í nokkur ár frá úti- vinnu. Mörg hin síðari ár vann hún hlutastarf í Sparisjóði Hafnarfjarð- ar. Þau voru á margan hátt ólík hjón Siggi og Hinna, en að sama skapi voru þau samhent. Það var þeirra metnaðarmál að hlúa vel að heimilinu og þar ríkti einstök snyrtimennska og reglusemi. Í eðli sínu voru þau bæði stórtæk og afar rausnarleg. Við þetta ólust börnin upp og hin gömlu góðu siðferð- islegu gildi. Þegar þau voru upp- komin og flutt að heiman og barna- börnin komin til sögunnar nutu Hinna og Siggi þess að hafa hóp- inn sinn hjá sér og Hinna notaði mikið frístundir sínar við að passa þau. Það voru mörg kvöldin sem ungu fjölskyldurnar komu í föð- urrann og snæddu hjá þeim kvöld- verð. Mér fannst Hinna hvergi una sér betur en heima með fjölskyld- unni. Það átti aldrei vel við hana að vera í margmenni og hún kveið því alltaf undir niðri að fara á fjöl- mennar samkomur. Það var alltaf ákaflega gott að líta inn til hennar, maður var alltaf aufúsugestur og fór betri manneskja út, enda afar notalegt að vera í návist hennar. Hún hafði lag á að laða hið góða fram í fólki og sýndi fólkinu sínu og vinum alltaf svo mikla vænt- umþykju. Hún var afar raungóð og lagði alltaf gott til málanna. Henni var líka svo lagið að sjá spaugilegu hliðar mannlífsins og var oft óspör á að gera grín að sjálfri sér, en var samt einkar raunsæ og heilbrigð í skoðunum. Alla tíð var handavinna hennar aðaláhugamál. Hún var ávallt með margt í einu á prjónunum og allt sem hún gerði var fallega og smekklega unnið. Við hittumst aldrei svo að ekki bæri handavinnu á góma eða að hún sýndi mér eitt- hvað sem hún var að vinna að þá og þá stundina. Ef ég var í vand- ræðum með uppskrift eða hvernig átti að gera hlutina, þá átti hún alltaf ráð við því. Síðast í vetur átt- um við notalega stund saman þar sem við sátum og prjónuðum. Og eftir að hún var orðin veik leitaði ég til hennar og hún kenndi mér saumspor sem ég hafði ekki kunn- að áður. Hún hugsaði allt sem hún gerði í þaula, en valdi síst auðveld- ustu leiðina og stykkin hennar urðu alltaf hrein listaverk sem hefðu sómt sér hvar sem var og unun var á að líta. Það veitti henni einnig mikla lífsfyllingu að skapa og vinna úr garn- og efnisafgöng- um, þó að hún þyrfti þess ekki með. Eins og áður er getið var Hinna ekki mikið fyrir veisluhöld, en á sextugsafmæli Sigga í desember í fyrra var brugðið út af vananum og þau héldu veglega veislu og buðu ótal manns. Þar stóð hún glæsileg og geislandi af gleði við hlið Sigga og þannig vil ég muna hana. En fljótt skipast veður í lofti, því að nú á haustdögum greindist Hinna með illvígan sjúkdóm. Eig- inmaður og börn bjuggu eins vel að henni og frekast var kostur og þau lögðu sig í framkróka við að gera henni þann tíma sem eftir var eins bærilegan og unnt var. Hún greip í prjóna og skoðaði hann- yrðablöð eins lengi og hægt var. Oft á lífsleiðinni hafði hún glímt við veikindi og stundum gat hún miklað fyrir sér smámuni, en á ög- urstundu sýndi Hinna hversu sterk hún var og lét hún þá ekki æðrast. Að leiðarlokum vil ég, fyrir hönd okkar á Miðvangi 116, þakka henni og fjölskyldunni þá tryggð og hlý- hug sem þau sýndu okkur alla tíð og þá sérstaklega Helgu dóttur minni. Ég votta Sigga og börn- unum innilegustu samúð og vitna í orð skáldsins „ …aldrei er svo svart yfir sorgarranni að eigi geti birt fyrir eilífa trú“. Véný Lúðvíksdóttir. Um nokkurt skeið höfum við úr fjarlægð fylgst máttvana með hetjulegri baráttu Hinriku Hall- dórsdóttur við illvígan sjúkdóm, sem nú hefur lagt hana að velli. Sem eiginkona ríkisendurskoð- anda var hún jafnan virkur þátt- takandi í starfi og leik tengdum embætti eiginmanns hennar. Hin- rika var þannig manneskja að fólki leið vel í návist hennar enda var hún bæði ákaflega alþýðleg í fasi og notaleg í viðmóti. Kynna sinna af henni minnist starfsfólk Rík- isendurskoðunar með hlýju og söknuði. Um leið og þau kynni eru þökkuð sendum við Sigurði, börn- um þeirra hjóna og öðrum að- standendum og vinum innilegustu samúðarkveðjur okkar. Starfsfólk Ríkisendurskoðunar. Góð og elskuleg kona Hinrika Halldórsdóttir er látin. Hinrika eða Hinna eins og hún var kölluð bæði af fjölskyldu og vinum var eiginkona Sigurðar Þórðarsonar eins af mínum bestu vinum. Það eru liðin nærri fjörutíu ár síðan ég fyrst kynntist Hinnu. Á þessum langa tíma hefur vinátta okkar leitt til þess að sjóður minn- inganna er stór. Það er erfitt að sitja á jólunum og rita þessar fá- tæklegu línur vitandi um sorg og missi Sigurðar vinar míns. Þungt er fyrir brjósti og illa gengur að festa einhverjar línur á blað. Það sem stendur upp úr þegar litið er til baka er minning um konu sem alla tíð var góður félagi, hafði ávallt nægan tíma ef aðrir þurftu á henni að halda, konu sem hafði til að bera fórnfýsi og kær- leikslund í ríkari mæli en almennt gerist. Þessir eiginleikar Hinnu komu glöggt fram þegar börnin þeirra Sigurðar fæddust. Um- hyggjan og natnin í kringum þau vakti athygli margra og sú vinna sem lögð var á sig í saumaskap og öðrum hannyrðum til þess að búa börnin sín vel úr garði bar af. Sama má líka segja um heimili þeirra hjóna, það bar allt natni og umhyggjusemi Hinnu fallegt vitni. Þegar barnabörnin fæddust var þeim tekið með sama hætti og þeirra eigin börnum. Þó að Hinna væri útivinnandi og hefði oftast nóg að gera var aldrei talinn eftir sá tími sem barnabörnunum var veittur. Þegar við ræddum saman um barnabörnin, en það var æði oft, tók ég eftir því að fas Hinnu breyttist, það kom glampi í augun, glampi sem lýsti ást og kærleika. Sá ég þá að allar hennar góðu dygðir endurnýjuðust í ást hennar og umhyggju fyrir komandi kyn- slóð. Oft geislaði svo af Hinnu í þessum umræðum að við sem við- stödd vorum hrifumst með. En allt í einu bar skugga á. Hinna deyr eftir stutta en erfiða sjúkdómslegu, aðeins 60 ára að aldri. Við sem eftir sitjum fyllumst sorg og söknuði, sem þó er smá- vægilegt hjá því sem Sigurður og fjölskyldan þurfa að bera. Þegar tími sárustu tilfinninganna, sárs- auka, saknaðar og missis líður hjá, eigum við þó eftir minninguna um fallega og góða konu, eiginkonu, móður og ömmu. Hinna helgaði allt sitt líf fjölskyldunni og í því fólst hennar lífshamingja og lífsfylling, af því getum við sem eftir lifum margt lært. Ég vil að lokum senda Sigurði og fjölskyldunni allri mínar inni- legustu samúðarkveðjur og bið góðan Guð að styrkja ykkur öll og styðja á þeirri erfiðu vegleið sem nú er gengin. Ég veit að undir það tekur fjöldi vina og samstarfs- manna Hinriku Halldórsdóttur. Þór Gunnarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.