Morgunblaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ UM 92 milljónir króna vantar upp á svo Landhelg- isgæslan geti sinnt verkefnum sínum á næsta ári, að mati forsvarsmanna stofnunarinnar. Ríkisend- urskoðun lagði til að breytingar yrðu gerðar á rekstrinum í stjórnsýsluúttekt sem lögð var fram í febrúar árið 2001. Ekkert hefur verið aðhafst í þeim efnum, að sögn Hafsteins Hafsteinssonar, forstjóra Landhelgisgæslunnar. Hann átti fund í gær með Sólveigu Pétursdóttur dómsmálaráð- herra um fjármál Landhelgisgæslunnar. Sólveig sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að upplýsingar forstjórans um að tæpar 100 milljónir vanti í rekstur gæslunnar væru ekki í samræmi við þær sem hann og fjármálastjóri stofnunarinnar lögðu fram í starfshópi sem fyrr á árinu fór yfir skýrslu Ríkisendurskoðunar og gerði margar til- lögur hennar að sínum. „Ef þetta er rétt hafa orðið miklar breytingar á skömmum tíma í rekstrinum og að mínum dómi kallar þetta vitaskuld á ná- kvæma skoðun á fjármálum Landhelgisgæslunnar og þróun,“ sagði ráðherra. Erindi hafa verið send ráðuneytinu Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir að upplýs- ingarnar ættu ekki að koma dómsmálaráðherra á óvart þar sem gæslan hefði sent nokkur erindi til ráðuneytisins á þessu ári varðandi bágan fjárhag stofnunarinnar. Hafsteinn segir að í raun hafi engin endanleg lausn komið sameiginlega frá starfshópnum. Drög að lausn málsins hafi verið send gæslunni og sem gerðar voru athugasemdir við en ekki hafi verið tekið tillit til þeirra. „Það sem stafshópurinn gerði var þó mjög til bóta og leysti vissan fortíðarvanda en ekki endanlega framtíðarvanda. Vandi Land- helgisgæslunnar er enn óleystur miðað við það sem fram kom í stjórnsýsluendurskoðuninni. Hann felst m.a. í því að þegar þyrlan TF-LÍF kom til landsins fékkst ekki nægjanlegt fé til að reka hana. Rekstur hennar átti aldrei að verða á kostnað varð- skipanna, en sú hefur orðið raunin á. Þegar stjórn- sýsluendurskoðun benti á þennan uppsafnaða fjár- hagsvanda gerðum við okkur vonir um að ráðuneytið myndi bregðast við þeirri ábendingu en það hefur ekki gengið eftir. Þá hefur gæslan tekið að sér ýmis ný verkefni og höfum við gert grein fyrir þeim útgjöldum en því hefur ekki verið sinnt.“ Hafsteinn segir að með því að auka útgjöld rík- isins til gæslunnar um 92 milljónir reiknist stofn- uninni til að hægt verði að reka varðskipin áfram með þeim hætti sem verið hefur og koma varðskip- inu Óðni í samt lag. Framlög til Landhelgisgæsl- unnar lækkuðu um 20 milljónir að raungildi á fjár- lögum næsta árs, m.a. vegna þess að ákvörðun var tekin um að leggja varðskipinu Óðni. Framlög til gæslunnar verið aukin um 30 milljónir „Það kemur nokkuð á óvart að þessi umræða skuli koma upp núna, ekki síst í ljósi þess að mikil vinna hefur verið lögð í það á þessu ári að fara yfir stöðu mála hjá Landhelgisgæslunni og í tillögu- gerð í þeim efnum,“ sagði Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra. „Í byrjun þessa árs var settur á laggirnar starfshópur sem skipaður var fulltrú- um dómsmálaráðuneytisins og fjármálaráðuneyt- isins, forstjóra og fjármálastjóra Landhelgisgæsl- unnar og varaformanni fjárlaganefndar Alþingis. Þessi hópur fór sérstaklega yfir skýrslu Ríkisend- urskoðunar og gerði ýmsar af þeim tillögum sem þar komu fram að sínum.“ Sólveig segir að vinna þessa hóps hafi leitt til þess að á fjáraukalögum voru veittar 120 milljónir króna til Landhelgisgæslunnar til að takast á við uppsafnaðan vanda, auk þess sem 20 milljónum króna var bætt við viðhaldssjóð hennar. Á fjár- lögum þessa árs voru framlög aukin um 8 milljónir króna. „Því hafa framlög til Gæslunnar aukist um tæpar 30 milljónir frá því skýrsla Ríkisendurskoð- unar leit dagsins ljós.“ Sólveig segir að starfshópurinn hafi einnig gert tillögur um ýmsar hagræðingaraðgerðir sem Landhelgisgæslan og ráðuneytið hafa haft til skoð- unar og unnið verður að á næstu misserum. „Næsta skref af hálfu ráðuneytisins er væntalega að setja á laggirnar verkefnisstjórn sem mun fara ítarlega yfir allar rekstaráætlanir Landhelgis- gæslunnar, setja stefnumótunarvinnu innan henn- ar í fullan gang og hrinda af stað ýmsum hagræð- ingaráformum sem t.d. Ríkisendurskoðun bendir á í sinni skýrslu.“ Sólveig segir að dómsmálaráðuneytið hafi unnið markvisst í málefnum Landhelgisgæslunnar og leitað margra leiða til að styrkja og efla hið góða starf hennar í samráði við yfirstjórn hennar, fjár- málaráðuneytið og fleiri aðila. „Þær upplýsingar forstjórans að um 100 milljónir vanti í rekstur Landhelgisgæslunnar eru ekki í samræmi við þær sem hann og fjármálastjóri stofnunarinnar lögðu fram í þeim starfshópi sem starfaði fyrr á árinu. Ef þetta er rétt hafa orðið miklar breytingar á skömmum tíma í rekstrinum og að mínum dómi kallar þetta vitaskuld á nákvæma skoðun á fjár- málum Landhelgisgæslunnar og þróun.“ Sólveig segir að af sinni hálfu sé skýr vilji til að búa vel að Landhelgisgæslunni, „sem gegnir afar mikilvægu öryggishlutverki í íslensku samfélagi og að starfsmenn hennar hafa unnið mjög þörf störf í þágu þjóðarinnar“. Dómsmálaráðherra og forstjóri Landhelgis- gæslunnar munu funda að nýju eftir helgi. Landhelgisgæsluna vantar 92 milljónir Ýmislegt verið gert í mál- efnum gæslunnar nú þegar, segir dómsmálaráðherra LOKAGENGI krónunnar hef- ur ekki verið sterkara síðast- liðna tuttugu mánuði eða allt frá því horfið var frá fastgeng- isstefnunni í mars 2001. Í gær var lokagildi gengisvísitölu krónunnar 125,06. Fram kemur í ½5 fréttum Búnaðarbankans að gengisvísitalan sé því undir efri vikmörkum gömlu fast- gengisstefnu Seðlabankans en þau voru 125,3 stig. Hinn 7. ágúst síðastliðinn varð krónan hins vegar sterkari innan dags- ins og var gengisvísitalan skráð 124,8 stig kl. 11 þann dag. Greiningadeild BÍ segir að krónan hafi verið að styrkjast að undanförnu og margt bendi til að svo verði áfram. Þar skipti mestu að markaðsaðilar vænti þess að ákvörðun um stóriðjuframkvæmdir hafi áhrif til frekari styrkingar. Auk væntinga um stóriðju séu horf- ur á að innlendar fjárfestingar verði litlar á næsta ári, auk þess sem einkaneysla sé í lægð. Innflutningseftirspurn vegna fjárfestinga og einkaneyslu setji því væntanlega lítinn þrýsting á gengi krónunnar á næsta ári. Gott jafnvægi Þá segir BÍ að hækkandi raungengi hafi vakið upp áhyggjur um að innflutnings- eftirspurnin muni aukast á nýj- an leik og raska jafnvæginu í utanríkisviðskiptum. Að mati greiningadeildar bankans eru þó óverulegar líkur á því við nú- verandi aðstæður. Í fyrsta lagi hamli mikil skuldsetning heim- ilanna frekari einkaneyslu enn um hríð. Í öðru lagi sé þess ekki að vænta að fjárfestingar í at- vinnulífinu fari í gang á nýjan leik fyrr en undið hafi verið of- an af þeirri umframfram- leiðslugetu sem síðasta upp- sveifla leiddi af sér. Ef gengi krónunnar hins vegar styrkist nægjanlega til þess að raun- gengið hækki mjög mikið, um 15–25%, gæti innflutningseftir- spurnin tekið kröftuglega við sér á nýjan leik, en ólíklegt verði að teljast að slíkt gerist í bráð. „Áhrif raungengishækkun- arinnar á útflutningsgreinarn- ar eru hins vegar líklegri til að breyta jafnvægi utanríkisvið- skipta. Hærra gengi krónunnar verður til þess að verðmæti út- flutningsins í íslenskum krón- um rýrnar. Auk þess hefur verð sjávarafurða í erlendri mynt verið að gefa nokkuð eftir á árinu í nær öllum helstu afurða- flokkum og er ekki útlit fyrir að það hækki í bráð,“ segir grein- ingadeild BÍ. Krónan hefur ekki verið hærri í 20 mánuði ÞAÐ þarf að huga að fleiri ljósum en jólaljósunum einum um hátíðirnar og eins gott að ljósin sem vísa okkur ökumönnum leiðirnar séu í góðu lagi. Jólaumferðarljós Morgunblaðið/Golli ÁTTA manna fólksbíll lenti út af Suðurlandsvegi, nokkrum kílómetrum austan við Þjórsá, upp úr hádegi í gær, fór heil- an hring og hafnaði á hjól- unum aftur. Í bílnum voru bandarísk hjón frá varnarlið- inu á Keflavíkurvelli með þrjú börn sín og sluppu þau öll án teljandi meiðsla. Bifreiðin mun hins vegar vera nær ónýt. Bílvelta á Suður- landsvegi NÝLEG beiðni samgönguráðu- neytisins um sérstaka rannsókn á björgunarþætti Svanborgarslyss- ins á Snæfellsnesi í desemberbyrj- un í fyrra, er til marks um áherslu- breytingu ráðuneytisins í sjóslysarannsóknum. Ráðuneytið bað Rannsóknanefnd sjóslysa að annast rannsóknina en um er að ræða fyrstu rannsókn sinnar teg- undar hérlendis vegna sjóslysa. Að sögn Ragnhildar Hjaltadóttur skrifstofustjóra í samgönguráðu- neytinu var beðið um rannsóknina vegna tíðra sjóslysa hér við land í fyrra og á þessu ári og umræðu um leitar- og björgunarþátt þeim tengdum. Er hér átt við sjóslys úti fyrir Norðurlandi hinn 17. júlí þeg- ar tveir menn fórust með Unu frá Garði, slysið 7. desember 2001 þar sem þrír menn fórust með Svan- borgu SH og einn bjargaðist og skipsskaða hinn 23. febrúar 2002 þegar Bjarmi VE 66 fórst vestur af Þrídröngum og með honum tveir menn en tveir björguðust. Rannsókn á Svanborgarslysinu Ragnhildur segir að Svanborg- arslysið hafi verið rætt sérstaklega á fundi Siglingaráðs, þar sem kom- ist var að þeirri niðurstöðu að fara þess á leit við samgönguráðuneytið að það óskaði eftir sérstakri rann- sókn á björgunarþætti slyssins. Nú í desember hafi ríkisstjórnin af- greitt frumvarp Sturlu Böðvars- sonar samgönguráðherra um rann- sókn flugslysa en í því er gert ráð fyrir að leitar- og björgunarþáttur flugslysa verði gerður að sérstök- um verkefnaflokki Rannsókna- nefndar flugslysa. Á næstunni muni ráðherra leggja samskonar frumvarp fyrir ríkisstjórn um rannsókn sjóslysa. Segir Ragnhild- ur að með þessu sé ráðuneytið að tryggja að leitar- og björgunar- þáttur sjó- og flugslysa verði rann- sakaður sérstaklega þegar það eigi við. Áherslubreyting hjá samgönguráðu- neyti í flug- og sjóslysarannsóknum Leitar- og björg- unarþátturinn verði rannsakaður KARLMAÐUR réðst að af- greiðslustúlku í verslun Japis á Laugavegi á Þorláksmessukvöld og tók hana kyrkingartaki aftan frá með upprúlluðum plastpoka. Starfsfélagar stúlkunnar komu henni til hjálpar og þeim tókst að yfirbuga manninn og halda honum þangað til lögreglan kom og færði hann á brott. Erfitt reyndist fyrir starfsfólk verslunarinnar að ná valdi á mann- inum sökum afls hans og þurfti þrjá til að yfirbuga hann. Þeir fengu bitsár af honum og voru sprautaðir gegn stífkrampa á slysadeild. Stúlkan meiddist mest og er marin og bitin eftir atvikið auk andlegs áfalls og er ekki enn komin til vinnu. Réðst að afgreiðslu- stúlku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.