Morgunblaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞESSI grein er svar við gagnrýni Einars Odds Kristjánssonar, alþing- ismanns í Vestfjarðakjördæmi, í Morgunblaðinu 12. desember sl. und- ir fyrirsöginni „Reynsla annarra“. Einar Oddur segir í upphafi, rétti- lega, að fiskveiðiráðgjöf Hafrann- sóknastofnunarinnar sé í samræmi við „kenningar“ Alþjóðahafrann- sóknaráðsins. Betra er þó að orða þetta sem svo að stofnmat og ráðgjöf stofnunarinnar er í meginatriðum byggt á sömu forsendum og beitt er af vísindamönnum í háskólum og rannsóknastofnunum um allan heim. Fiskifræðingar Hafrannsóknastofn- unarinnar eru því ekki einir á báti í þessum efnum, og hafa niðurstöður þeirra verið undir rýni þeirra sem best þekkja til á þessu sviði. Sam- vinna af þessu tagi er eðlilegur hluti vísindalegrar umræðu og til þess fall- in að styrkja starf íslenskra fiski- fræðinga í jafnflóknum verkefnum og hér um ræðir. Það hljómar því ein- kennilega þegar Einar Oddur lætur að því liggja, að í slíku samstarfi felist einhver samantekin launráð eða „samþykktur sannleikur“ eins og hann kýs að orða það. Um Kanada Það er rétt að Kanadamenn töldu um skeið að þeir „fylgdu mjög fram hinni „ábyrgu“ stefnu um friðun og uppbyggingu þorskstofnanna.“, þ.e að veiða við væga sókn. Þrátt fyrir góð áform var raunveruleg sókn þó miklu meiri en talið var og stofninn því stórlega ofmetinn. Afleiðingin var hrun stofnsins á tiltölulega skömm- um tíma. Fiskifræðingar í Kanada telja að hrun stofnins hafi fyrst og fremst verið afleiðing of mikilla veiða. Aðrir þættir eins og aukin náttúruleg dauðsföll, nýliðunarbrest- ur, aukið afrán sela eða lækkandi sjávarhiti eru taldir hafa ráðið litlu um þróunina. Um Barentshaf Einar Oddur telur að veiðar á þorski í Barentshafi og við Færeyjar á undanförnum árum séu góð dæmi um gagnsleysi ráðgjafar. Í grein sinni birtir Einar töflu yfir stærð hrygningarstofns, afla og ráðgjöf en getur ekki heimilda. Af þeim 14 töl- um sem birtar eru yfir Barentshafs- og Færeyjarþorskinn eru aðeins tvær í samræmi við skýrslur Alþjóða- hafrannsóknaráðsins (sjá www.ices.dk). Ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráð- sins fyrir árið 2000 í Barentshafi mið- aðist við að ná settum markmiðum stjórnvalda um að stærð hrygning- arstofnsins yrði yfir 500 þúsund tonn í ársbyrjun 2001. Ráðgjöf næstu tveggja ára miðaðist við að þessi markmið næðust árið 2003. Hærri ráðgjöf fyrir árið 2003, þrátt fyrir að afli undangengins árs hafi verið um- fram tillögur, byggist á því að hrygn- ingarstofninn er nú talinn stærri en áður vegna hækkunar á kynþroska- hlutfalli hjá 6–8 ára fiski. Um Færeyjar Gott ástand færeyska þorskstofns- ins nú má að mestu rekja til þess að mjög sterkur árgangur (1999 ár- gangurinn) er að koma inn í veiði- stofninn og því hefur stofninn vaxið tímabundið þrátt fyrir óhefta sókn. Enda þótt talið sé réttast að stilla afla á ungfiski í hóf þegar stórir árgangar eru að vaxa upp er alltaf hægt að ná verulega meiri afla en skynsamlegt getur talist með meiri sókn, eins og íslenski ýsustofninn er gott dæmi um. Þegar Einar Oddur vísar til þess að „veiðarnar ganga vel“ þrátt fyrir að farið hafi verið fram úr ráðgjöf þá er hann að rugla saman ráðgjöf um skynsamlega nýtingu og þeim afla sem hægt er að ná tímabundið með mikilli sókn. Vegna þess að ráðgjöf hefur ekki verið fylgt hefur fiskveiðidauði þorsks í Barentshafi og við Færeyjar verið langt umfram skynsamlega nýtingu stofnanna til lengri tíma litið. Ef áfram verður fylgt sömu stefnu er í besta falli líklegt að afrakstursgeta stofnanna verði minni en ef beitt væri hóflegri sókn. Jafnframt eru meiri líkur á að stofnar hrynji við slíka sókn eins og reynslan við Kanada er til marks um. Um Norðursjó Þorskstofninn í Norðursjó er kom- inn að hruni. Fiskveiðidauði hefur vaxið smám saman undanfarna ára- tugi. Hrygningarstofninn hefur minnkað og nýliðun hefur einnig minnkað mjög á þessu tímabili og má í raun álykta að „viðkomubrestur“ hafi orðið í stofninum á undanförnum árum. Sókn í smáfisk, allt niður í tveggja ára fisk, hefur löngum verið mikil í Norðursjó. Sóknin í sæmi- legan árgang frá 1996 var slík að við fjögurra ára aldur var árgangurinn nánast uppurinn (3% á lífi). Vanda- mál í stofnmati á þorski í Norðursjó hafa verið af svipuðum toga og hér á landi, þ.e. vanmat á sókn og þar með ofmat á stofnstærð. Því miður bendir margt til þess að örlög þessa fisk- stofns séu þegar ráðin, þ.e. að hann muni hrynja endanlega á allra næstu árum. Sú mynd sem blasir við í þróun þorskstofnsins í Norðursjó er í meg- inatriðum mjög lík þróun íslenska þorskstofnsins. Spurningin er: Tekst okkur að snúa þróuninni við? Lokaorð Í lok greinar sinnar víkur Einar Oddur að stöðu Hafrannsóknastofn- unarinnar í rannsóknum í fiskifræði á Ísland og segir að stofnunin hafi „haldið þar fram ákveðnum skóla sem hinum eina rétta sannleika … þótt yfirgnæfandi líkur séu á því að þeirra kenningar séu ekki einungis rangar heldur einnig lífshættulegar þorskstofninum og þar með efna- hagslífi þjóðarinnar.“ Þetta eru sann- arlega stór orð, sem fela í sér harka- legri gagnrýni og gífuryrði á hendur vísindamönnum stofnunarinnar en áður eru dæmi um, og er þó af nokkru að taka. Í reynd er ekki unnt að væna vísindamann um neitt verra en einmitt þetta. Vísindamaður sem telur sig hafa höndlað hinn endan- lega eða „rétta sannleika“ er ekki lengur vísindamaður heldur trúboði. Við slíkum gífuryrðum eiga vísinda- menn á Hafrannsóknastofnuninni tæpast annað svar en að sýna fram á það með störfum sínum að slíkur málflutningur á ekki við rök að styðj- ast. Að öðru leyti telja undirritaðir að helstu efnisatriðum í málflutningi Einars Odds Kristjánssonar sé svar- að. Meira um fiskifræði alþingismanns Eftir Björn Ævarr Steinarsson og Ólaf Karvel Pálsson Höfundar eru fiskifræðingar á Hafrannsóknastofnuninni. „Þetta eru sannarlega stór orð, sem fela í sér harkalegri gagnrýni og gífuryrði en áður eru dæmi um.“ Björn Ævarr Steinarsson Ólafur Karvel Pálsson Á ÞRÖSKULDI nýs árs er tími til að líta yfir liðið ár og horfa til þess sem framundan er. Á alþjóða- vettvangi mun liðið ár líkast til verða skráð í sögunni sem eitt hið blóðugasta í Mið-Austurlöndum. Margir óttast að komandi ár muni færa okkur enn eitt stórstríðið í Mið-Austurlöndum og minna ör- yggi í heiminum. Verið er að draga saman mikinn herafla við Persa- flóa og þjóðarleiðtogar margra landa herða áróðurinn gegn Írak. Nú, 12 árum eftir að fyrsta Persa- flóastríðið braust út, er verið að undirbúa endanlegt uppgjör við Saddam Hussein. Viðmótið ein- kennist af æ minni sáttfýsi. Áróð- ursstríðið gegn Írak er nú þegar í algleymingi. Lýðræðislegt stjórnarfar er ný- ársósk margra til handa Írökum. Sú er ósk margra Íraka sem hrak- ist hafa í útlegð vegna ofsókna og pyntinga og allra sem hafa mátt þola ofbeldi og kúgun í Írak. Það er einnig okkar ósk en því marki verður að ná án þess að alþjóða- friði og öryggi sé stefnt í voða. Langvarandi pólitískur og efna- hagslegur þrýstingur ásamt stuðn- ingi við stjórnarandstöðu hefur í áraraðir verið leiðin til þess að velta úr sessi forhertum harð- stjórnum og svo verður einnig að fara að í Írak. Verkefni Öryggisráðsins nú er ekki að velta stjórninni í Bagdad úr sessi heldur að afvopna Írak eins og það var skyldað til árið 1991. Til að ná þessu fram verða vopnaeftirlitsmennirnir að fá þann tíma sem þeir þurfa til að sýna fram á árangur. Bandaríkin virðast hafa ákveðið að fara í stríð gegn Írak. Þrýst er á Öryggisráð SÞ að vera með í þeirri vegferð vel vitandi um þann möguleika að BNA kunni að af- skrifa SÞ og þeim verði skákað valdalausum á hliðarlínuna næsta áratuginn. Þar með ykju Banda- ríkin nýjum kafla í ótrúlega Persa- flóasögu sína. Strax á sjötta ára- tugnum lögðu BNA grundvöllinn að stefnu sinni í málefnum Flóa- ríkjanna, byggðan á bandarískum hagsmunum sem tengjast gífurleg- um olíuauðlindum á svæðinu. Í áraraðir voru Íranir nánir banda- menn BNA á svæðinu en Írakar tóku við því hlutverki eftir að Ír- anskeisara var steypt af stóli árið 1979. Bandaríkjamenn lögðu sitt af mörkum við að gera Saddam Hussein hinn sterka foringja í Írak og í langvarandi átökum milli Íran og Írak sáu BNA Írak fyrir vopnum. Á sama hátt og talibanar voru síðar meir afleiðing banda- rískrar stefnu í Afganistan er Saddam Hussein í hæsta máta bandarísk framleiðsla. Við teljum að Norðurlöndunum beri eindregið að hafna stríði við Írak. Við hörmum skammsýna og óábyrga afstöðu Bandaríkjamanna. Ef markmiðið með stríði er að velta stjórninni í Írak hví ætti þá ekki að setja þannig af harðstjórn- ir vítt og breitt um heiminn þar sem sannanlega ríkja ólíðandi harðstjórnir? Ef gera á árás á Írak til að koma í veg fyrir að Írakar beiti gereyðingarvopnum hví ættu þá ekki önnur ríki að grípa til hins sama gagnvart ríkj- um sem þau óttast? Ef fyrirbyggj- andi árás á að vera reglan gegn svokölluðum bófaríkjum munu slík ríki þá ekki einnig beita þvílíkum ráðum? Með slíku væri grafið und- an reglum og hefðum milli ríkja sem um áratuga skeið hafa mótast með mikilli fyrirhöfn. Það gæti leitt til nýrrar valdauppbyggingar sem hefði miklar þjáningar og langvarandi öryggisleysi í för með sér. Kröfur SÞ til Írak eru skýrar. Ályktanir SÞ ber að virða. Hafni Írak samvinnu við afvopnun gefur það tilefni til diplómatískra og pólitískra aðgerða. Stríð er hins vegar alversti kosturinn. Árás á Írak í því augnamiði að steypa stjórninni og fyrirbyggja að Írak geti hugsanlega gripið til vopna í framtíðinni getur skapað stór- hættulegt alþjóðlegt fordæmi. Að auki gæti stríð í Írak breiðst út til annarra landa á svæðinu og þá sérstaklega Ísraels og Palestínu þar sem ástandið er nú þegar eld- fimt. Taka þarf tillit til almennra borgara í Írak sem nú þegar líða skelfilegar þjáningar vegna alþjóð- legs viðskiptabanns og hinnar ill- ræmdu harðstjórnar. Komi til stríðs er því gífurlegur flótta- mannastraumur óhjákvæmilegur. Eigi Írakar efnavopn er mikil hætta á að þau verði notuð ef Saddam Hussein sér endalokin nálgast. Samviskuleysi hans að þessu leyti er öllum augljóst. Lýðræði, friður og stöðugleiki í Írak og Mið-Austurlöndum næst ekki með stríði heldur með aukinni áherslu á diplómatískar leiðir við að ná fram pólitískum lausnum í Írak. Viðskiptabannið sem bitnar á almenningi verður að fella úr gildi um leið og framfylgt er banni við vopnainnflutningi og öðrum mark- vissum samþykktum. Auka verður frumkvæði sem gæti eflt lýðræð- islega stjórnarandstöðu. Norðurlöndin eru öll smáríki. Við viljum öll styrka alþjóðlega samvinnu og varnir gegn valdbeit- ingu. Við viljum öll vinna gegn því að grafið sé undan réttinum til andófs gegn valdi og að fyrir hendi sé alþjóðlegt réttaröryggi. Að auki stöndum við saman um virkt fram- lag á vettvangi mannúðarmála þar sem við viljum leggja okkar af mörkum til að draga úr þjáningum og skapa friðsamlega framþróun. Með hliðsjón af þessum viðmiðum og gildum hljóta Norðurlöndin að leggja áherslu á að þau óska póli- tískra lausna í Írak en ekki stríðs. Megi nýja árið verða ár stjórnmála og friðar. Friðvænlegt nýtt ár? Eftir Kristin Halvorsen (SV – Noregi) Gudrun Schyman (V – Svíþjóð) Holger K. Nielsen (SF – Danmörku) Steingrím J. Sigfússon (VG – Íslandi) „Við teljum að Norð- urlöndunum beri ein- dregið að hafna stríði við Írak.“ Höfundar eru formenn vinstri flokka á Norðurlöndunum. ÞAÐ er með ólíkindum upp- hlaupið sem varð vegna þess að kona að nafni Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hlýddi kalli Samfylking- arinnar um að taka sæti á lista vegna komandi alþingiskosninga. Þar fer fremstur í flokki borgar- fulltrúi Vinstri-grænna Árni Þór Sigurðsson. Hann hefur reynt að setja Ingibjörgu, vinsælasta stjórn- málamanni landsins, afarkosti þessi óþekkti (óþekki) stjórnmálamaður. Þannig nær hann athygli fjölmiðla og telur sig mann að meiri fyrir vikið. Við hlið Ingibjargar er Árni dvergur í stjórnmálum. Hann hefur farið fram með miklu offorsi í þessu máli og telur sig njóta trausts kjósenda þrátt fyrir að vera í flokki sem varla er til. Málið er að með barnslegu og tækifær- issinnuðu háttarlagi sínu er Árni að marka upphafið að endalokum Reykjavíkurlistans. Atburðarásin hefur opnað fyrir möguleika á sam- starfi Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks í borgarstjórn, þ.e. að R-listinn falli vegna viðvanings- legra viðbragða Árna Þórs. Annað er að framsóknarmenn í Reykjavík eru á móti framboði Ingibjargar þar sem það hefur áhrif á fylgi þeirra. Þar fer verst út þreyttur formaður flokksins sem var of fljótur að velja sér „öruggt sæti“. Þess vegna reyna þeir að stöðva það og beita fyrir sig „dvergnum“ Árna Þór. Hvað skyldi hann fá út úr þessu öllu saman. Ekki verður hann borgarstjóri – nei. Verður hann áfram í meirihluta – kannski. Lítum aðeins á söguna og velt- um fyrir okkur tækifærissinnanum Árna Þór. Árni var í Alþýðubandalaginu sáluga og fór inn í borgarstjórn með Samfylkingarhópnum. Þegar þar var komið sögu sagði hann sig úr Samfylkingunni og gekk í Vinstri græna. Ef hann hefði skipt um flokk fyrir kosningarnar (’98) hefði hann ekki komist í borgar- stjórn. Þarna var fyrsta tækifærið. Þegar í VG var komið krafðist hann bitlinga ellegar yrði enginn R-listi. Hann fékk sæti forseta borgarstjórnar, þar var annað tækifærið. Með því að segja skilið við Samfylkinguna og fara í VG losaði hann sig undan þeirri ábyrgð að borga skuldir Alþýðu- bandalagsins. Þar var þriðja tæki- færið. Þrátt fyrir að vera í VG er hann ennþá varaþingmaður Sam- fylkingarinnar. Þar er fjórða tæki- færið. Og núna sér hann hilla und- ir borgarstjórastólinn – þar er fimmta tækifærið. Allt á þetta eftir að verða Árna að falli fyrr en síðar. Ingibjörg Sólrún er einn af framtíðarleiðtog- um Samfylkingarinnar og tilvon- andi forsætisráðherra. Það er ein- faldlega vilji kjósenda og ekkert getur komið í veg fyrir það nú þegar peningamenn eru að mjólka almenning í skjóli Sjálfstæðis- flokksins. Tækifærissinninn Árni Þór Sigurðsson Eftir Valdimar Leó Friðriksson „Ingibjörg Sólrún er einn af fram- tíðarleiðtog- um Samfylk- ingarinnar og tilvonandi forsætisráðherra.“ Höfundur er í stjórn Samfylkingar- félags Mosfellsbæjar og situr í 6. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.