Morgunblaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 29
HEILSA MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 29 LISTIR H VERNIG er heilsufari Íslendinga háttað? Enginn velkist í vafa um að almennt er það gott, ekki hvað síst þegar horft er til annarra þjóða. Heilsa almennings er ekki einungis háð góðri heilbrigðisþjónustu heldur ýmsum þjóðfélags- aðstæðum, þ.á m. tekjum, húsnæði, menntun og hreinlæti. Við trónum meðal efstu þjóða í mælingum á almennu heilsufari. Þar má nefna langlífi, nýburadauða, sem er undir 3 af 1.000 lifandi fæddum börnum, og mæðradauði á Íslandi er nær enginn. Umhverfið er til- tölulega öruggt, langstærsti hluti þjóðarinnar er bólusettur gegn barna- sjúkdómum og við erum að hefja sókn gegn heilahimnubólgu. Almenn- ingur veit að unnt er að bera vissa ábyrgð á eigin heilsu og víst er að fólk hefur þekkingu á helstu þáttum sem ógna heilsu. Vandinn er að búa svo um hnútana að þekking leiði til æskilegrar breytni. Flestir vita t.d. að reykingar eru óhollar, samt reyk- ir rúmlega fimmtungur þjóðarinnar. Hvaða vandamál blasa þá við samfélaginu á næstu árum? Hér verða aðeins fáein nefnd: 1. Geðraskanir og hegðunarvanda- mál fara vaxandi í vestrænum sam- félögum. Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunin áætlar að tíu heilbrigðisvandamál valdi mestri örorku og vanlíðan á næstu 20–25 árum. Af þeim eru fimm geðræns eðlis. 2. Lyfjafíkn er vaxandi vandamál á Íslandi. Ánægjulegar fréttir hafa komið frá nýlegum rannsóknum úr efstu bekkjum grunnskóla en þó er ljóst að fíkniefnasalar munu halda áfram að sækja á. Gróðafíknin og gróðavonin er einfaldlega of mikil. Brýnt er að samfélagið taki hér dug- lega á. 3. Ofþyngd og offita, einkum barna og unglinga, fer mjög vaxandi. Nú eru um 20% íslenskra barna of þung og um 5% of feit. Erum við þar á svipuðu stigi og nálægar þjóðir, en kannski 5–10 árum á eftir Bandaríkj- unum. Offita er, ásamt tóbaksreykingum, sennilega eitt alvarlegasta heil- brigðisvandamál sem við blasir. 4. Ofbeldi er meira áberandi í íslensku samfélagi en áður, bæði gagn- vart börnum og konum, kynferðislegt ofbeldi þar með talið. Alþjóða- heilbrigðismálastofnunin hefur nýverið skilað mikilli greinargerð um of- beldi og vekur þar sérstaka athygli á ofbeldi gagnvart öldruðum, bæði heima fyrir og á stofnunum. Heimilisofbeldi hér á landi hefur legið í þagnargildi þar til nú að réttmæt umræða er hafin. 5. Fátækt er vandamál um allan heim. Það er sem betur fer af annarri stærðargráðu hér en í ýmsum öðrum löndum. Þó segja tölur frá Norð- urlöndum að um 6–7% Norðurlandabúa búi við hlutfallslega fáækt, þ.e. séu með tekjur innan við helming meðaltekna. Fátækt er einn þeirra þátta sem ráða miklu um almennt heilsufar og því hefur Evrópudeild Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar séð ástæðu til að benda á fátækt sem vaxandi vandamál, jafnvel í þeim ríkjum sem teljast til efnuðustu þjóða jarðar. Í þeim hópi erum við. Öll þessi atriði blasa við okkur Íslendingum eins og öðrum þjóðum á Vesturlöndum. Samfélagið þarf í sameiningu að taka á þessum vanda- málum, þau eru ekki einkamál heilbrigðisstarfsfólks eða stjórnmála- manna, þau eru vandamál okkar allra. Landlæknisembættið óskar öllum landsmönnum gleðilegra jóla og far- sældar á nýju ári. Sigurður Guðmundsson landlæknir Heilsan í brennidepli Um áramót Almenningur veit að unnt er að bera vissa ábyrgð á eigin heilsu. Spurning: Er ekki nikótínávísun hjá læknum ótæpileg? Hafa rannsóknir sýnt að það sé ákjós- anlegt? Alltaf er talað um hversu margir látist af völdum reykinga, en hvað látast margir af völdum nikótínneyslu? Fólk er í raun í neyslu þótt það veifi ekki sígarettunni og þetta er ávanabindandi. Var sagt að væri tímabundið, en reynslan er önn- ur. Svar: Reykingar valda gífurlega miklu heilsutjóni og sjúkdómar af völdum reykinga kosta sam- félagið mikla fjármuni. Það er því mikið í húfi og sjálfsagt að beita öllum tiltækum aðferðum til að draga úr reykingum. Fyrir utan ýmiss konar félagsleg úr- ræði eru á markaði tvenns kon- ar lyf sem hægt er að beita, nikótín (selt sem Nicorette og Nicotinell í ýmsum lyfjaformum) og búprópíón (selt sem Zyban). Zyban er lyfseðilsskylt og er meðferðinni því stjórnað af læknum. Nikótínlyfin hafa verið seld án lyfseðils í mörg ár og þó að læknar bendi reykingafólki á þennan möguleika er notkun þessara lyfja stjórnað af neyt- endunum sjálfum. Af öllum fíkniefnum sem við þekkjum er nikótín sennilega það efni sem framkallar fljótast og kröftugast ávana og fíkn. Nikótín fram- kallar ekki vímu og ekki er vitað hvaða verkanir gera það svona eftirsóknarvert. Notkun hjá óvönum, hvort sem það eru dýr eða menn, framkallar á mjög stuttum tíma fíkn sem er svo kröftug að það virðist erfiðara að venja fólk af nikótíni en flest- um ef ekki öllum öðrum fíkni- efnum. Þetta er aðalástæðan fyrir því hve erfiðlega gengur að venja fólk af reykingum og ár- angurinn er aldrei góður, hvaða aðferðum sem er beitt. For- varnir eru þess vegna það sem er langmikilvægast í baráttunni við tóbaksnotkun, þ.e.a.s. að koma í veg fyrir að ungmenni ánetjist nikótínfíkn. Tjöruefnin eru krabbameins- valdandi og skemma lungun en nikótín hefur ýmis konar skað- leg áhrif á hjarta- og æðakerfið. Nýlega fannst áður óþekkt verk- un nikótíns en það er að örva nýmyndun æða. Nýmyndun æða er nauðsynleg fyrir vöxt illkynja æxla hvar sem er í líkamanum og talið er mjög líklegt að nikó- tín geti á þennan hátt örvað vöxt krabbameina. Nikótínlyfj- um er ætlað að hjálpa fólki að hætta að reykja og er yfirleitt ekki gert ráð fyrir lengri notkun en frá 3 mánuðum upp í eitt ár, eftir lyfjaformi. Segja má að af tvennu illu sé skárra að nota nikótínlyf en að reykja en mun- urinn á þessu tvennu er kannski minni en áður var talið. Það er einnig skoðun margra að notkun nikótínlyfja í meira en 3–6 mán- uði geri ekki annað en að við- halda nikótínfíkninni og vegna skaðlegra verkana nikótínsins sé slík langtímanotkun út í hött. Fyrir utan að viðhalda nikótín- fíkn og örva vöxt krabbameina hafa nikótínlyfin ýmsar auka- verkanir og má þar m.a. nefna svima, höfuðverk, verki í liðum og vöðvum, meltingartruflanir, svefntruflanir, óþægilega drauma, depurð, óþægilegan hjartslátt og hjartsláttartrufl- anir. Hversu hættulegt er nikótín? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Skaðlegu efnin eru tjöruefni og nikótín  Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dög- um milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok. Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrirspurnir sínar með tölvupósti á net- fang Magnúsar Jóhannssonar: elmag@hotmail.com. SLÆMAR matarvenjur barna gætu orðið til þess að þau verða ekki eins langlíf og for- eldrar þeirra, að mati Fabian- samtakanna í Bretlandi. Jafn- framt upplýsa samtökin að eitt af hverjum tíu börnum í Bret- landi á við ofát að stríða. Fara samtökin því fram á bann við auglýsingum ætluðum börnum um sælgæti og gosdrykki með- al annars í barnatímum í sjón- varpi. Samtökin skora á rík- isstjórnina að veita betri upplýsingar um hollt mat- aræði, og jafnvel mæla með matseðlum sem byggjast á hollum mat, auk þess sem meiri áherslu skuli leggja á íþróttir í skólum. Dr. Howard Stoate segir að líkur séu á að börnin muni ekki lifa eins lengi og foreldr- arnir auk þess sem veikindi muni hrjá þau í meira mæli. „Farsótt ofáts vofir yfir, sem getur stytt líf barnanna okkar, en fátækt veldur því að börn borða ekki nægilega heilsusamlegt fæði. Yfirvöld, foreldrar og fyrirtæki bera ábyrgðina og eiga strax að bregðast við þessari tíma- sprengju.“ Ofát hrjáir 10% breskra barna DR. KRISTJÁN Sæmundsson hlaut í gær heiðursverðlaun Verð- launasjóðs Ásu Guðmundsdóttur Wright árið 2002. Verðlaunin hlýt- ur Kristján fyrir jarðfræðilegar rannsóknir en þeim fylgja að þessu sinni peningaverðlaun veitt af Menningarsjóði Íslandsbanka. Er þetta í þrítugasta og fjórða skipti sem hin árlegu verðlaun eru veitt úr Ásusjóði, en þau voru afhent við hátíðlega athöfn í Norræna húsinu. Í umsögn stjórnar sjóðsins segir að Kristján hafi unnið brautryðj- endastörf, annars vegar við kort- lagningu og túlkun á jarðfræði rekbelta, megineldstöðva og jarð- hita þeirra svæða, og hins vegar á notkun þekkingar til að gera jarð- hita nýtanlegan fyrir byggðir landsins. „Íslendingar hafa orðið í farar- broddi með að nota jarðhita sem orkugjafa. Hafa rannsóknir á jarð- hita landsins orðið þjóðinni heilla- drjúgar, er þær hafa sýnt fram á hvernig unnt sé að nota jarðvarma bæði til raforkuframleiðslu og hús- hitunar. Þessar rannsóknir eru mikils metnar í dag, þar sem þær hafa aukið kunnáttu okkar við að nýta sérlega vistvæna orkulind, sem í dag er vel þokkað meðal þjóða heims,“ sagði dr. Sturla Friðriksson, stjórnarformaður Ásusjóðs, við afhendinguna. Kristján Sæmundsson er fæddur árið 1936. Hann lauk doktorsprófi við Kölnarháskóla árið 1966. Að námi loknu réðst Kristján til starfa við jarðhitadeild Raforku- málaskrifstofunnar og hefur starf- að þar og við Orkustofnunina, nú síðast sem deildarstjóri jarðfræði- deildar á rannsóknarsviði. Kristján hefur gegnt margþættum störfum á sínu sviði, m.a. kennslustörfum við Háskóla Íslands auk viðamikils starfs á sviði kortagerðar og rann- sókna á jarðhitasvæðum og vatns- bólum. Kristján hefur ritað bækur og fjölda greina um jarðfræðileg efni. Kristján varð heiðursfélagi í Hinu íslenska Náttúrufræðifélagi árið 1997 og „honorary fellow“ í ameríska jarðfræðifélaginu (Geo- logical Society of America) árið 1988. Ásusjóður er stofnaður sem sjálfstæður verðlaunasjóður við Vísindafélag Íslands. Í stjórn hans sitja dr. Jóhannes Nordal, dr. Sveinbjörn Björnsson og dr. Sturla Friðriksson. Morgunblaðið/Golli Kristján Sæmundsson jarðfræðingur (t.v.) tekur við heiðursverðlaunum Ásusjóðs úr hendi Sturlu Friðrikssonar, stjórnarformanns sjóðsins. „Mikils metnar rannsóknir“ Í TILEFNI af 60 ára kaupstaðar- afmæli Akraneskaupstaðar verður í dag stofnað Ljósmyndasafn Akraness. Akranes fékk kaupstað- arréttindi í upphafi árs 1942 og á árinu sem er að líða hefur þess ver- ið minnst með ýmsum hætti. Ljósmyndasafn Akraness verð- ur hluti af Héraðsskjalasafni Akra- ness, en fyrsta framlag til safnsins munu þeir Helgi Daníelsson og Friðþjófur Helgason afhenda. Þeir Helgi og Friðþjófur eru lands- þekktir ljósmyndarar og Skaga- menn og hafa þeir ákveðið að ánafna Akraneskaupstað ljós- myndasöfn sín. Munu þeir afhenda hluta safna sinna við þetta tæki- færi. „Söfn þeirra feðga eru merkileg og verðmæt fyrir sögu bæjarins og er bæjarstjórn Akraness þeim ákaflega þakklát fyrir framlag þeirra. Þá verður í tengslum við stofnun Ljósmyndasafns Akraness kynntur ljósmyndavefur með þeim myndum sem safnið á og verður vefurinn aðgengilegur almenningi og öðrum sem nálgast vilja myndir í eigu safnsins. Þetta er nýjung í safnarekstri sveitarfélaga sem án vafa á eftir að vekja verðskuldaða athygli,“ segir Gísli Gíslason bæj- arstjóri. Athöfnin hefst kl. 16 í Safnaskál- anum á Görðum, Akranesi. Þangað hefur m.a. verið boðið öllum þeim sem setið hafa í bæjarstjórn Akra- ness svo og þeim sem gegnt hafa embætti bæjarstjóra. Ljósmyndasafn Akraness stofnað SÚ ætlun Brian Mikkelsen, menn- ingamálaráðherra Dana, að láta hefja rannsókn á hinu opinbera styrkjakerfi danska ríkisins, þar sem milljónir eru veittar til handa dönsk- um rithöfundum nýtur fulls stuðn- ings á danska stjórnarheimilinu að því er dagblaðið Politiken greindi frá í gær. En að sögn blaðsins er Ester Larsen (Venstre), sem situr fyrir hönd stjórnarinnar í stjórn menn- ingasjóðs ríkisins, ráðherranum fyllilega sammála. Ástæðu rannsóknarinnar má rekja til gruns um að klíkuskapur og vanhæfni einkenni útdeilingu styrkja í núverandi formi, en ekki sé rétt að rithöfundar eigi sjálfir þátt í ákvörðunum um styrkveitingar til kollega sinna. Að sögn Larsen hefur innri rannsókn á störfum fulltrúa- ráðsins, sem nú hefur staðið yfir, vakið upp margar spurningar m.a. um sanngirni þess að rithöfundur þiggi ritlaun í 10 ár samfleytt, sam- tímis því sem hann hljóti ævilangt framlag vegna listsköpunar sinnar sem og ferðastyrki. Klíkuskapurinn skal burt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.