Morgunblaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 51 DAGBÓK Árnað heilla STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake STEINGEIT Afmælisbörn dagsins: Þú býrð yfir sjálfsöryggi og fágun. Glæsileikinn fylgir þér þó svo að þú sért önnum kafin(n). Atvik í bernsku kann að hafa áhrif á starfs- val þitt. Komandi ár mun binda enda á níu ára tímabil. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Núna skaltu gæta þess að líta ávallt sem best út. Þar sem fólk tekur betur eftir þér en áður, er ekki úr vegi fyrir þig að koma vel fyrir. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þó svo að þig langi til að ferðast eða flýja, þá viltu í raun læra eitthvað nýtt. Þig hungrar í þekkingu því þú vilt ekki missa af lífinu. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Núna er kjörið að greiða úr flækjum varðandi sameigin- legt eignarhald. Biddu ein- hvern um að koma með til- lögu í þeim efnum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Líklegt er að þú munir eiga samræður um fjármuni og hvernig þeim sé best varið. Þú þarft ekki að upplýsa aðra um áform þín. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þig langar til að skipuleggja þig og því leggurðu hart að þér. Þar sem þetta er þitt val, þá gremst þér ekki að aðrir skuli slá slöku við. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Njóttu litlu hlutanna í dag. Leiktu við börn, horfðu á kvikmynd, iðkaðu líkams- rækt og daðraðu smávegis. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Ræddu við einhvern um áform þín um að kaupa eitt- hvað. Þó svo að aðrir séu þér ekki sammála, þá ertu alla vega búin(n) að sýna þeim þá kurteisi að ráðgast við þá. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Reyndu að hreyfa þig meira í dag en venjulega. Farðu í göngutúr eða út að skokka og fáðu ferskt loft í lungun. Þér mun líða miklu betur á eftir. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú færð fullt af góðum hug- myndum sem bætt gætu stöðu þína hvað varðar vinnu og tekjur. Ekki ýta þeim frá þér. Skrifaðu þær niður og færðu í tal við einhvern. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú nýtur stuðnings þeirra sem þú umgengst. Njóttu samvista við vini. Slakaðu á og vertu þú sjálf(ur). Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þó svo að þig langi mikið til að afreka eitthvað í dag, þá skaltu taka þér hvíldarstund í dag. Án hvíldar geturðu ekki skilað afköstum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Ef þig langar til að treysta einhverjum fyrir einhverju í dag, skaltu gera það. Þú skalt samt ekki segja neinum neitt sem þú vilt ekki að verði haft eftir. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 80 ÁRA afmæli. Ámorgun, sunnudag- inn 29. desember, er áttræð- ur Jón Vigfússon, fyrrver- andi forstöðumaður, Dalatanga 6, Mosfellsbæ. Eiginkona hans er Guðrún Karlsdóttir. Þau taka á móti gestum í Hlégarði í Mos- fellsbæ á afmælisdaginn kl. 16–19. 85 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 28. desember, er 85 ára Snorri Dalmar, Melholti 8, Reykja- vík. Snorri dvelur nú á Droplaugarstöðum. Eigin- kona hans er Hildur Eiríks- dóttir. LJÓÐABROT LEIÐSLA Og andinn mig hreif upp á háfjallatind, og ég horfði sem örn yfir fold, og mín sál var lík ís-tærri, svalandi lind, og ég sá ekki duft eða mold. Mér þótti sem ég hefði gengið upp gil fullt með grjótflug og hræfugla-ljóð, fullt með þokur og töfrandi tröllheima-spil, unz á tindinum hæsta ég stóð. – – – Matthías Jochumsson 1. d4 d5 2. Rf3 Rf6 3. Bg5 e6 4. e3 Be7 5. Bd3 Rbd7 6. Rbd2 c5 7. c3 Db6 8. b3 Rf8 9. O-O Rg6 10. Re5 Rxe5 11. dxe5 Rg8 12. Bf4 Bd7 13. c4 h5 14. h3 g5 15. Bh2 g4 16. hxg4 hxg4 17. Dxg4 O-O-O 18. Hfd1 Rh6 19. Df3 Hdg8 20. Bg3 Hg4 21. cxd5 exd5 22. e4 d4 23. Rc4 Dg6 24. Rd6+ Bxd6 25. exd6 Staðan kom upp á heims- meistaramóti 20 ára og yngri sem lauk fyrir skömmu í Goa í Indlandi. Dimitry Poliakov (2290) hafði svart gegn Davíð Kjartanssyni (2225). 25... Rf5! 26. e5 26. exf5 gekk ekki upp vegna 26...Dh5 27. Kf1 Bc6 og svartur vinnur. Í framhaldinu reyndist sókn svarts hvítum of skeinuhætt. 26... Dh6 27. Kf1 SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Hxg3 28. fxg3 Re3+ 29. Kf2 Rg4+ 30. Ke2 He8 31. Df4 Hxe5+ 32. Kd2 Dxd6 33. Hac1 Kb8 34. Hh1 a6 35. Dxf7 Ka7 36. Hh7 Bc6 37. Df4 Dd5 38. Hg1 Re3 39. Df7 Dd8 40. Dg6 Da5+ 41. Kc1 Dxa2 42. Bc4 Da1+ 43. Kd2 Db2+ 44. Ke1 Rd5+ 45. Kf1 Dc1+ 46. Kf2 De3+ og hvítur gafst upp. Jólahrað- skákmót Taflfélags Reykja- víkur hefst kl. 14.00 í félags- heimili þess Faxafeni 12. Tveir efstu keppendur mótsins vinna sér rétt til að taka þátt í Skeljungsmótinu sem fer fram 29. desember. SAMA stefið gengur aftur í mörgum afbrigðum í spili dagsins. Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ K1032 ♥ KD10 ♦ Á1052 ♣64 Suður ♠ 6 ♥ ÁG987 ♦ G43 ♣ÁK82 Vestur Norður Austur Suður – – – 1 hjarta Pass 1 spaði Pass 2 lauf Pass 4 hjörtu Allir pass Vestur trompar út og kem- ur þar með í veg fyrir tvær laufstungur í borði. Hvern- ig á að spila? Vissulega kemur eitt og annað til greina, meðal annars að spila strax spaða á kónginn. Lauf má trompa síðar, og ef spaða- ásinn er í austur er hugs- anlegt að gefa bara einn slag á tígul. Ekki slæmt, en betri leið er til. Hún er þannig: Sagnhafi tekur strax ÁK í laufi og trompar lauf. Tekur svo trompin af AV. Ef hjörtun liggja 3-2 og laufið 4-3, spilar sagnhafi nú síðasta laufinu. Ef vestur fær slag- inn og spilar tígli, dúkkar sagnhafi og endaspilar austur. Hið sama gerist ef vestur spilar spaða, sagn- hafi leggur kónginn á hó- nór, en lætur tíuna annars duga. Ef austur reynist eiga fjórða laufið, lendir hann strax í vanda. Spilið er því öruggt ef laufið fellur 4-3. En hvað gerist í 5-2 legunni? Norður ♠ K1032 ♥ KD10 ♦ Á1052 ♣64 Vestur Austur ♠ D8754 ♠ ÁG9 ♥ 432 ♥ 65 ♦ 987 ♦ KD6 ♣G5 ♣D10973 Suður ♠ 6 ♥ ÁG987 ♦ G43 ♣ÁK82 Sagnhafi spilar eins, sendir austur inn á fjórða laufið. Austur spilar laufi um hæl, en nú hendir suð- ur spaða! Og þá verður austur að gefa slag, hvern- ig sem legan er (suður hendir tígli ef austur spilar smáum spaða). Loks sakar ekki að geta síðasta möguleikans: Ef vestur á fimmlit í laufi, spilar sagnhafi einfaldlega spaða á tíuna og lætur austur hjálpa sér. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Morgunblaðið/Golli Þessir ungu drengir, Tryggvi Kalmann Jónsson og Stefán Gunnlaugur Jónsson, gáfu Rauða krossi Íslands 5.000 kr. Hlutavelta MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík FRÉTTIR NÝLEGA tóku krakkarnir í 7. bekk KE í Setbergsskóla þátt í verkefninu Dagblöð í skólum. Að lokinni vinnuviku með dagblöð í skólanum komu þau í heimsókn á Morgunblaðið til að kynna sér nánar hvernig hlutirnir ganga fyrir sig þegar dagblað verður til. Morgunblaðið vonar að heimsóknin hafi orðið þessum hressu og fróðleiksfúsu krökkum að gagni bæði og gamni. Morgunblaðið/Golli Dagblöð í skólum Hef opnað stofu í Læknastöð Vesturbæjar, Melhaga 20-22, 107 Reykjavík. Sími 562 8090. Almennar geðlækningar, samtalsmeðferð og geðlækningar aldraðra. Sæmundur Haraldsson, geðlæknir. MATVÍS boðar matartækna og matreiðslumenn, sem starfa hjá Reykjavíkurborg og ríkinu til fundar um kjaramál. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 8. janúar 2003 kl. 16.00 í húsakynnum MATVÍS að Stórhöfða 31, gengið inn að neðanverðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.