Morgunblaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 22
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
22 LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
FORSVARSMENN Bessastaða-
hrepps og byggingarfyrirtækjanna
Markhús ehf. og Húsbygg ehf. und-
irrituðu í síðustu viku samstarfs-
samning um uppbyggingu íbúða-
hverfis við Birkiholt.
Samkvæmt samningnum munu
byggingarfyrirtækin annast allar
framkvæmdir, gatnagerð og hús-
byggingar á svæðinu.
Íbúðahverfið við Birkiholt saman-
stendur af sex fjölbýlishúsum og sex
raðhúsum, alls 60 íbúðum. Jafnframt
er í kynningu breyting á skipulagi
hverfisins og er gert ráð fyrir að þar
verði 68 íbúðir.
Stefnt er að því að byggðar verði
hagkvæmar tveggja, þriggja og fjög-
urra herbergja íbúðir. Í tilkynningu
frá Bessastaðahreppi segir að þær
henti vel ungu fólki sem sé að hefja
búskap.
Bæði leigu- og eignaríbúðir
Reiknað er með að íbúðirnar verði
bæði leigu- og eignaríbúðir. Í októ-
ber á síðasta ári undirrituðu Bessa-
staðahreppur og Búseti hsf. viljayfir-
lýsingu um um byggingu og rekstur
leiguíbúða í Bessastaðahreppi. Fram
kemur að byggingarfyrirtækin hafi
samþykkt að leita samninga við Bú-
seta um kaup leigufélagsins á einu til
tveimur fjölbýlishúsum við Birkiholt
undir leiguíbúðir.
Gert er ráð fyrir að byggingar-
framkvæmdir við Birkiholt hefjist á
árinu 2003 og að þeim ljúki 2005.
Stefnt er að því að framkvæmdum við Birkiholt ljúki á árinu 2005
Teikning/SH-hönnun
Útlitsmynd af einu tíu íbúða fjölbýlishúsi af sex við Birkiholt. Hér sést
framhlið hússins. Einnig er gert ráð fyrir a.m.k. sex raðhúsum þar.
Teikning/SH-hönnun
Bakhlið tíu íbúða fjölbýlishúss við Birkiholt. Reiknað er með að um verði
að ræða leigu- og eignaríbúðir og að framkvæmdir hefjist á árinu 2003.
Gert ráð fyrir allt að 68 íbúðum
Bessastaðahreppur
ÞEGAR hefðbundnum jólahátíð-
isdögum lýkur með tilheyrandi
góðgæti í mat og drykk tekur hið
langþráða sprengitímabil við með
sölu á flugeldum. Margir hafa án
efa beðið þess með mikilli eft-
irvæntingu að koma höndum yfir
púðrið þótt inni á milli séu alltaf
einhverjir sem hugsa til þess með
skelfingarsvip eða láta sér nægja
að fylgjast með úr fjarlægð og
halda þéttingsfast um budduna.
Þessi mynd var tekin í Mjódd
þar sem sjálfboðaliðar á vegum
Hjálparsveitarinnar voru í óða-
önn að koma upp flugeldasölubás
sem verður opnaður á hádegi í
dag. Morgunblaðið/Jim Smart
Sprengitím-
inn gengur
í garð
FRAMKVÆMDUM við svokallaðan
efnisskiptaskurð við Norðurgarð í
Reykjavíkurhöfn miðar vel. Búið er
að grafa skurðinn og fljótlega upp úr
áramótum verður lokið við að setja
grús ofan í hann.
Að sögn Hilmars Knudsen, verk-
fræðings hjá tæknideild Reykjavík-
urhafnar, eru framkvæmdirnar hluti
af stærri framkvæmdum sem miða
að því að auka viðlegupláss við Norð-
urgarð í ljósi þess rýmis sem
Reykjavíkurhöfn mun missa við
Austurbakkann þegar nýtt tónlistar-
hús rís við höfnina.
Ráðgert er að framkvæmdum við
stækkun Norðurgarðs ljúki vorið
2004. Að sögn Hilmars er stefnt að
því að Grandi færi alla starfsemi sína
frá Grandabakka að Norðurbakka.
Skurðurinn 300 metrar á lengd
Með efnisskiptaskurðinum er til-
tölulega burðarlitlu efni mokað burt
af hafsbotni og annað burðarmeira
efni sett í staðinn. Skurðurinn sem
um ræðir er 300 metrar á lengd og 14
metra djúpur og upp úr honum voru
teknir um 200 þúsund rúmmetrar af
efni. Seinnihluta árs er stefnt að því
að reka stálþil ofan í hann en hér er
um undirbúningsframkvæmd að
ræða áður en ráðist verður í stækk-
un á sjálfum viðlegukantinum.
Unnið að
stækkun
Norðurgarðs
Reykjavíkurhöfn
RAFORKUNOTKUN viðskipta-
vina Orkuveitunnar yfir hátíðirn-
ar náði hámarki milli 17 og 18 á
aðfangadag þegar hún mældist
160,6 MW.
Að sögn Gunnars Aðalsteins-
sonar, framkvæmdastjóra kerfis-
stjórnar hjá Orkuveitu Reykja-
víkur, bárust tiltölulega fáar
tilkynningar um rafmagnsbilanir
en einhverjar þó í Fossvoginum.
Raforkunotkun á aðfangadag
var ekki sú mesta sem sést hefur
á árinu. Sautjánda desember síð-
astliðinn kl. 19 mældist hún 167,2
MW.
Árviss „sósutoppur“
Að sögn Gunnars er það ár-
visst að rafmagnsnotkun aukist
til muna yfir hátíðirnar og hefur
þessi mikla og skyndilega aukn-
ing í notkun á aðfangadag stund-
um verið nefnd „sósutoppur“,
það er að segja, þegar undirbún-
ingur jóla stendur sem hæst og
jólasteikin er í ofninum og sósan
kraumar í pottinum.
Að sögn Gunnars er áberandi
að eldunin er nú orðin dreifðari
en hún var áður sem skýrist af
því, að hans mati, að fjölbreytnin
í matargerð er meiri nú en áður.
„Venjulega var toppurinn í raf-
magnsnotkun á aðfangadag en
hann er eilítið fyrr nú, í kringum
20. desember,“ segir Gunnar.
Hann bendir á að í desember
eykst raforkunotkun til muna,
jólalýsingin sé rafmagnsfrek,
eldun í heimahúsum eykst á
kvöldin og iðnaðarstarfsemi sé í
gangi lengra fram eftir degi og
fram á kvöld.
Eftir sem áður sé rafmagns-
notkun á aðfangadegi þó „hreinn
eldunartoppur“.
15–20% minni
heitavatnsnotkun
Kranavatnsnotkun eykst
sömuleiðis yfir hátíðirnar að
hans sögn. Milli 15 og 16 á að-
fangadag tvöfaldaðist hún og er í
þessu sambandi oft talað um svo-
kallaðan „baðtopp“ að sögn
Gunnars
Í Breiðholtinu jókst krana-
vatnsnotkun t.a.m. á þessum
tímapunkti úr 70–80 lítrum á
sekúndu í 120 lítra.
Heildarnotkun á heitu vatni á
ári er 60 milljón tonn og í kring-
um 20 milljón tonn af köldu
vatni, eða samtals um 80 milljón
tonn.
Þrátt fyrir aukna vatnsnotkun
yfir hátíðirnar var heitavatns-
notkun í desember áberandi mun
lægri í ár en í fyrra þegar mun
kaldara var í veðri.
Á aðfangadag var heitavatns-
notkun um 8.700 tonn á klst.
þegar hún náði hámarki en í
fyrra var hún mest í kringum
10.500 tonn. Að sögn Gunnars
var heitavatnsnotkun í desember
á bilinu 15–20% minni nú en í
fyrra.
Raforku- og vatnsnotkun íbúa yfir hátíðirnar
Tvöfalt meiri vatns-
notkun á aðfangadag
Höfuðborgarsvæðið
BÆJARSTJÓRN Mosfellsbæjar
hefur samþykkt kynningu á nýrri til-
lögu að deiliskipulagi Klapparhlíðar í
Mosfellsbæ. Samkvæmt henni
breytist fjöldi íbúða á svæðinu úr 225
í 223 auk þess sem breytingar eru
gerðar á staðsetningu byggingar-
reita, hæðum húsa og umferðar-
skipulagi á skipulagssvæðinu.
Íslenskir aðalverktakar hafa að
undanförnu staðið fyrir mikilli upp-
byggingu við Klapparhlíð í Mos-
fellsbæ. Bærinn úthlutaði ÍAV svæð-
inu og sér fyrirtækið um verkið í
heild sinni, skipuleggur svæðið, ann-
ast gatnagerð og skilar hverfinu full-
búnu með leikvöllum, göngustígum
og opnum svæðum fullfrágengnum.
Tillaga að nýju deiliskipulagi
ásamt greinagerð verða til sýnis í af-
greiðslu á bæjarskrifstofu Mosfells-
bæjar að Þverholti 2 til 27. janúar
nk. Athugasemdir verða að hafa bor-
ist fyrir 5. febrúar. Einnig er hægt
að skoða tillöguna á heimasíðu bæj-
arins: www.mos.is
Klapparhlíð
Breytingar
auglýstar
á deili-
skipulagi
Mosfellsbær
FORELDRARÁÐ Lágafellsskóla
sendi bæjaryfirvöldum í Mosfellsbæ
fyrir skömmu bréf þar sem ítrekaðar
eru óskir um byggingu kennslulaug-
ar við skólann. Í bréfinu er á það
minnt að síðastliðið vor skrifuðu yfir
600 íbúar á skólasvæði Lágafells-
skóla undir áskorun til bæjarstjórn-
ar um byggingu kennslulaugar við
skólann.
Að sögn Ragnheiðar Ríkharðs-
dóttur, bæjarstjóra Mosfellsbæjar,
var erindið tekið fyrir á bæjarstjórn-
arfundi 18. desember sl. og var
ákveðið að vísa málinu til frekari
skoðunar í fræðslunefnd. Í bréfi til
bæjarstjórnar mótmælir foreldra-
ráðið einnig harðlega „fyrirhuguðum
niðurskurði“ í fjárhagsáætlun bæj-
arins. Foreldraráðið óttist að sá nið-
urskurður muni koma verulega nið-
ur á þeirri þjónustu sem skólinn geti
veitt börnum.
Þá er hækkunum á gjöldum í
skólaseli og mötuneyti mótmælt og á
það bent að hækkanirnar geti leitt til
þess að „foreldrar sjái sér ekki fært
að kaupa þessa mikilvægu þjónustu
fyrir börn sín“.
Ragnheiður segir að markvisst
hafi verið unnið með skólastjórnend-
um í tengslum við gerð fjárhagsáætl-
unarinnar og ljóst hafi verið að herða
þyrfti að hvað varðar útgjöld til
rekstursins. Hún bendir á að það sé
skólastjórnenda að ákveða hvernig
þeir nýti fjármunina, ef fólk telji
skynsamlegt að nýta þá frekar á
ákveðnu sviði þurfi þeir að herða að á
öðrum sviðum. Hún bendir m.a. á að
í Mosfellsbæ séu fleiri stuðnings-
fulltrúar í skólum en gengur og ger-
ist annars staðar.
Eftir gjaldskrárhækkanir hækkar
máltíð skólabarns úr 180 í 220 kr.
Vistun á skólaseli hækkar sömuleið-
is, úr 110 í 150 kr. fyrir hvern ein-
stakling. Á móti er systkinaafsláttur
hækkaður úr 25% í 50%. Breyting-
arnar taka gildi 1 janúar nk.
Bygging kennslulaugar
í Lágafellsskóla
Málið til
skoðunar
í fræðslu-
nefnd
Mosfellsbær
♦ ♦ ♦