Morgunblaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 39
GREINARGERÐ
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 39
MORGUNBLAÐINU hefur bor-
ist eftirfarandi greinargerð frá Fé-
lagi eldri borgara um samkomulag
ríkisins og Landssambands eldri
borgara sem kynnt var í síðasta
mánuði. Undir greinargerðina rita
Ólafur Ólafsson, Benedikt Davíðs-
son, Marías Þ. Guðmundsson, Karl
Gústaf Ásgrímsson, Pétur Guð-
mundsson og Einar Árnason.
„Tæp fjögur ár eru nú síðan rík-
isstjórnin skipaði sérstaka sam-
ráðsnefnd, sem skyldi hafa það
verkefni að fjalla um tillögur til
breytinga á lögum og önnur helstu
atriði sem varðaði hag aldraðra.
Félagasamtök aldraðra hafa á
undanförnum árum gagnrýnt það
að þessi nefnd hafi aðeins verið
kölluð saman til þess eins að kynna
henni fréttatilkynningar stjórn-
valda um fyrirfram ákveðnar að-
gerðir í málefnum aldraðra en ekki
til þess að vinna að tillögugerð.
Nú í haust brá út af þessari venju
þegar skipaður var starfshópur
fulltrúa ríkisvalds og Landssam-
bands eldri borgara (LEB). Þessi
starfshópur var skipaður eftir að
fulltrúar LEB í hinni formlegu
nærri fjögurra ára gömlu samráðs-
nefnd höfðu lagt fram kröfur gagn-
vart ríkisvaldinu. Kröfur um úr-
bætur í málefnum eldri borgara,
bæði bætta aðstöðu sjúkra aldr-
aðra, sem hafa beðið hundruðum
saman í mörg misseri eftir nauð-
synlegri þjónustu, og einnig kröfur
um að bæta hag þeirra sem fá
greiðslur lífeyris frá almannatrygg-
ingum.
Fyrrnefnda verkefnið var talið
mjög brýnt vegna þess að bæði ríki
og sveitarfélög, einkum á stór-
Reykjavíkursvæðinu, höfðu verið
talin bregðast skyldum sínum í
þessum efnum um langt skeið. Það
verkefni hafði því forgang hjá
starfshópnum.
Það er ekki einungis að yfir 300
manns sem hafa verið taldir með
mjög brýna þörf fyrir vistun á
hjúkrunarheimilum séu nú á bið-
lista eftir slíkri vistun, heldur hafa
þær stofnanir sem reka slík hjúkr-
unarheimili einnig átt í miklum
rekstrarvanda. Þær hafa jafnvel
hótað lokunum vegna þess að ekki
hefur náðst viðunandi samkomulag
við ríkið um greiðslu rekstrar-
gjalda.
Nýrri, ódýrari og eftirsóknar-
verðari vistunarform, svo sem
heimahjúkrun og heimilishjálp,
sem átt hafa í vanda m.a. vegna lé-
legrar samþættingar, hafa heldur
ekki verið nýtt sem skyldi.
Framkvæmdasjóði aldraðra hef-
ur heldur ekki verið búin sú staða
sem honum í upphafi var ætlað, að
geta staðið undir verulegum hluta
af kostnaði við uppbyggingu þess-
ara þjónustustofnana.
Langmestur tími starfshópsins
fór í að afla upplýsinga um og ræða
þessi mál. Niðurstöður af þessari
vinnu eru tillögur sem gera ráð fyr-
ir margvíslegum úrbótum.
Tillögur sem þegar hafa í öllum
megin atriðum verið kynntar í fjöl-
miðlum og ríkisstjórnin hefur skrif-
að undir samkomulag um að hún
muni beita sér fyrir að nái fram að
ganga eru í aðalatriðum þessar:
Vífilsstaðaspítali, sem staðið hef-
ur auður og ónotaður í fleiri mánuði
og ekki kostar nema fáa tugi millj-
óna króna að koma í rekstrarhæft
ástand, verður þegar í byrjun
næsta árs tekinn í notkun fyrir 70–
80 aldraða hjúkrunarsjúklinga.
Þá er til viðbótar gert ráð fyrir að
hjúkrunarrýmum verði á næstu
tveim til þrem árum fjölgað um
150–200.
Það er einnig í tillögunum gert
ráð fyrir að lögunum um fram-
kvæmdasjóð aldraðra verði breytt
þannig að öllu innheimtufé sjóðs-
ins, sem verður kannski um 800
milljónir króna á næsta ári, verði
eftirleiðis varið til uppbyggingar og
viðhalds stofnana fyrir aldraða en
ekki að meirihluta eins og nú er til
greiðslu almennra rekstrargjalda.
Þá eru skýr ákvæði um að efla
mjög heimaþjónustu, aðhlynningu
og hjúkrun og að verja um 150
milljónum króna á næstu tveim til
þrem árum, til viðbótar núverandi
framlögum, til þess að efla sam-
þættingu þessarar starfsemi.
Á næstu tveim árum verður
fjölgað dagvistarrýmum fyrir aldr-
aða um allt að hundrað og um tvo
tugi fyrir hvíldarinnlagnir, sérstak-
lega fyrir heilabilaða.
Allmikill viðbótarkostnaður
verður auðvitað af þessu eða skv.
áætlunum um 1,5–2 milljarðar
króna umfram það sem fjárlagatil-
lögur gerðu ráð fyrir.
Það er vitaskuld raunhæft að
gera ráð fyrir þessum auknu út-
gjöldum, því þessi mál hafa verið
látin víkja fyrir öðrum á undan-
förnum árum.
Landssamband eldri borgara
treystir því að öllum þessum verk-
efnum verði hrundið í framkvæmd
hið fyrsta og að áfram verði síðan
haldið að efla þessa þjónustuhætti.
Það er enda brýn þörf á því sam-
kvæmt þeirri fimm ára áætlun sem
heilbrigðisráðherra kynnti Alþingi
í fyrravetur.
Um hitt aðalviðfangsefni þessa
starfshóps, þ.e. bætta efnahagslega
afkomu aldraðra, einkum þeirra
sem að mestu leyti þurfa að reiða
sig á greiðslu almannatrygginga til
framfærslu, var einnig ítarlega
fjallað.
Þar varð róðurinn ennþá torsótt-
ari, einkum að því er varðaði leiðir
sem fulltrúar aldraðra hafa lagt
mesta áherslu á, svo sem að fá með
einhverju móti fellda niður skatta
af tekjum sem ekki væru hærri en
hæstu mögulegar trygginga-
greiðslur. Eða raunverulegar
hækkanir tryggingagreiðslna sem
ekki eru bara nauðvörn eins og
tekjutryggingaraukinn svokallaði
er í raun og veru.
Eina leiðin var því að huga sér-
staklega að þeim er lifa að mestu á
lægstu launum þ.e. tekjutryggingu
og tekjutryggingarauka og verða
fyrir mjög harkalegum skerðingum
ef þeir reyna að afla sér einhverra
viðbótartekna, eða hafa mjög lágar
tekjur frá lífeyrissjóðum.
Hækkanir vegna forsendna fjár-
lagafrumvarpsins og breytingar
þær sem samkomulag náðist um í
starfshópnum og ríkisstjórnin hef-
ur lýst yfir að hún muni tryggja
framgang eru eftirfarandi:
Grunnlífeyrir (ellilífeyrir) hækk-
ar aðeins vegna forsendna fjárlaga-
frumvarpsins um 3,2 % eða 640 kr.
á mánuði.
Tekjutrygging hækkar frá 1. jan-
úar 2003 um 3.028 kr. á mánuði
vegna samkomulagsins og um 1.100
kr. vegna forsendna fjárlagafrum-
varpsins, eða um samtals 4.128 kr.
á mánuði.
Tekjutryggingarauki hækkar frá
1. janúar 2003 um 2.255 kr. á mán-
uði vegna samkomulagsins og
vegna forsendna fjárlagafrum-
varpsins um 488 kr. á mánuði, eða
samtals um 2.743 kr. á mánuði.
Hinn 1. janúar 2003 hækka
óskertar greiðslur TR vegna sam-
komulagsins og forsendna fjárlaga
um 7.511 kr. á mánuði hjá þeim sem
engar aðrar tekjur hafa.
Hjón og sambýlisfólk fá sömu
krónutöluhækkun hvort fyrir sig.
Þeir sem hafa heimilisuppbót fá
auk þess hækkun um 526 kr. á mán-
uði.
Fleiri fá tekjutryggingarauka frá
1. janúar 2003 en í dag vegna breyt-
inga á skerðingarhlutfalli úr 67% í
45%. Það verða um 10.000 ellilífeyr-
isþegar sem fá einhvern tekju-
tryggingarauka. Allra mesta hækk-
un fá þeir einstaklingar sem voru
áður með 22.772 kr. í viðmiðunar-
tekjur á mánuði. Þessi hópur
hækkar um 12.521 kr. á mánuði og
þeir sem hafa heimilisuppbót um
13.047 kr. á mánuði. Mesta hækkun
hjóna og sambýlisfólks fá þeir sem í
dag eru með viðmiðunartekjur
17.082 kr. á mánuði og hækka þau
um 11.147 kr. á mánuði hvort fyrir
sig. Allar þessar tölur eru miðaðar
við greiðslur í nóvember 2002. Í
desember er lífeyrir hærri vegna
desemberuppbótar en þær upp-
bætur eru ekki meðtaldar í áður-
nefndum tölum.
Frá 1. janúar 2004 hækkar tekju-
tryggingin um 2.000 kr. á mánuði
og tekjutryggingaraukinn um 2.000
kr. á mánuði samkvæmt samkomu-
laginu frá 19. nóvember 2002.
Niðurstaðan er þá sú, að í árs-
byrjun 2004 hækka greiðslur til um
10.000 lífeyrisþega, sem hafa fulla
tekjutryggingu á árinu 2003, um
11.511 til 16.521 kr. á mánuði, mið-
að við greiðslur í nóvember 2002.
Greiðslur til 11.500 lífeyrisþega,
sem hafa skerta tekjutryggingu,
hækka um 6.768 krónur í ársbyrjun
2004 miðað við greiðslur í nóvem-
ber 2002. Þannig fá 83% lífeyris-
þega þessa hækkun.
Það er hinsvegar ljóst að veru-
legur hluti af þessum hækkunum
verður tekinn til baka í sköttum,
hækkuðu lyfjaverði ofl. ofl. þannig
að baráttan heldur áfram.
Það er því miður ennþá langt í
land að áunninn lífeyrissjóðsréttur
og lífeyrir frá TR fyrir heila starfs-
ævi veiti öldruðum viðunandi líf-
eyri.“
Samkomulag
Landssambands eldri
borgara og ríkisins
TANN-
LÆKNAR
TANNSMIÐIR
TANNTÆKNAR
TANNFRÆÐINGAR
& AÐRIR VIÐSKIPTAMENN!
ÓSKUM YKKUR GLEÐILEGRAR HÁTÍÐAR
OG ÞÖKKUM VIÐSKIPTIN Á ÁRINU
Hafsteinn og Björgvin