Morgunblaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ● FYRSTA slátrun á þorski úr þorskeldi Síld- arvinnslunnar hf. í Neskaupstað fór fram um síðustu helgi, þegar tæpum 26 tonnum af þorski var slátrað. Þatta er ársgamall þorskur sem var veiddur frá miðjum nóvember til des- emberloka á síðasta ári og alinn í kvíum í Norðfirði. Í upphafi voru 11 tonn í kvíunum og hefur þorskurinn því allt að því þrefaldast á þessu eina ári sem liðið er frá því hann var settur í kvíarnar. „Við erum mjög sáttir við útkomuna og þetta er í samræmi við það sem búist var við,“ segir Sindri Sigurðsson, umsjónarmaður þorskeldis Síldarvinnslunnar á heimasíðu félagsins. „Þetta voru um það bil 5.400 fiskar í heildina og meðalþyngdin var 5 kíló af óslægðum fiski, en 3,7 kíló eftir slægingu.“ Slátrunin tók um átta tíma, en ísfisktog- arinn Bjartur var notaður sem „sláturhús“. Skipinu var lagt við kvíarnar úti á Norðfirði og fiskurinn háfaður um borð þar sem gert var að honum og hann ísaður í lestar. Fiskurinn verð- ur unninn í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar á milli jóla og nýárs og sendur beint á erlendan jólamarkað í Bretlandi með flugi. Mikil fisk- neysla er í Bretlandi um jólin, eins og víða á þeim erlendu mörkuðum sem bjóða upp á ís- lenskan fisk. Fyrsta eldisþorskinum slátrað ● HLUTHAFAFUNDIR Hlutabréfasjóðs Íslands og Kaldbaks fjárfestingarfélags samþykktu sameiningu félaganna í gær. Stjórnir þeirra samþykktu sameininguna í október og var þá lögð fram samrunaáætlun. Hluthafafundirnir samþykktu samruna fé- laganna með vísan til áætlunarinnar. Sam- komulagið kveður á um að hluthafar Hluta- bréfasjóðsins fái að nafnverði 0,475 krónur í Kaldbaki, fyrir hverja krónu nafnverðs í Hluta- bréfasjóðnum. Kaldbakur og Hlutabréfa- sjóður Íslands sameinaðir ● DÓTTURFÉLAG Samskipa hf., Samskip AS, með aðsetur í Bodø, Noregi, og Silver Sea, með aðsetur í Bergen, hafa verið sameinuð. Eignarhlutur Samskipa hf. í nýju félagi verður 40%, en aðrir eigendur eru Fylkisbaatene og Tormod Fossmark. Sameinað félag mun heita Silver Sea og verður framkvæmdastjóri þess Tormod Fossmark. Félögin sérhæfa sig í rekstri frystiskipa og verð- ur sameinað félag annað tveggja markaðsleiðandi félaga í Norður-Atlantshafi, í flutningi á frystum fisk- afurðum í frystiskipum. Nafnið Silver Sea vísar í þá afurð sem félagið flytur hvað mest af, sem er síld. Sameinað félag mun hafa á sínum snærum tíu skip og er gert ráð fyrir að flutningsmagn á komandi ári verði um eða yfir 300 þúsund tonn. Aðallega er um að ræða flutning á frystum uppsjávarafurðum. Helstu útflutningsmarkaðir félagsins eru Noregur, Ísland og Hjaltland og helstu inn- flutningsmarkaðir eru Rússland, Eystrasalts- lönd og meginland Evrópu. „Við erum að efla starfsemi okkar verulega á þessum markaði með sameiningu við Sil- ver Sea, hvort sem um er að ræða á mark- aðssvæðum okkar á Íslandi, Noregi, Rúss- landi eða á öðrum stöðum í Evrópu,“ segir Ásbjörn Gíslason, framkvæmdastjóri Sölu- og rekstrarsviðs erlendrar starfsemi Sam- skipa. „Við verðum betur í stakk búnir til að sinna íslenska markaðnum, sem hefur verið að vaxa að undanförnu því vinnsla á uppsjáv- arfiski í frystingu hefur verið að aukast. Við erum nú með aðgengi að stærri skipaflota, sem mun veita okkur meiri sveigjanleika og getu til að sinna viðskiptavinum okkar betur.“ Ásbjörn segir að skrifstofur félagsins í Murmansk, Pétursborg og Moskvu fái með þessu aukin verkefni og geti eflt þjónustu við viðskpitavini sína í Rússlandi. Sömu sögu er að segja af skrifstofum Samskipa á meg- inlandi Evrópu. Stefnt er að áframhaldandi uppbyggingu í Noregi og verða skrifstofur áfram í Bodø og í Bergen. Samskip AS í Noregi og Silver Sea sameinast Ásbjörn Gíslason BAKKABRÆÐUR Holding s.a.r.l., eignarhaldsfélag bræðr- anna Ágústs og Lýðs Guð- mundssona, hefur keypt 55% í fjárfestingarfélaginu Meiði ehf., stærsta einstaka hluthafa Kaup- þings banka hf. Kaupverð nam rúmum 2,4 milljörðum króna. Seljendur voru Kaupþing sjálft og átta sparisjóðir. Meiður á 15,7% í Kaupþingi. Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, segir að hlutur fyr- irtækisins í sjálfu sér nemi um 1,7% eftir viðskiptin. „Það lá alltaf ljóst fyrir, þegar Spari- sjóður Reykjavíkur seldi Meiði hlut sinn í Kaupþingi á sínum tíma, að þar var aðeins um tíma- bundna lausn að ræða,“ segir hann. Hlutur Kaupþings í Meiði lækkaði úr 43,8% í 18,8% við við- skiptin og sparisjóðanna úr 56,2% í 26,2%. Sigurður segir að sparisjóðirnir eigi nú, beint og óbeint, á að giska 20–25% í Kaupþingi. Meiður hverfur úr samstæðunni Að sögn Sigurðar hverfur Meiður nú úr samstæðu Kaup- þings. Því verður atkvæðaréttur Kaupþingi eigi margt ógert og viljum koma að því sem kjöl- festufjárfestir,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið. Spurður hvort Bakkabræður hyggi á frekari fjárfestingu í Kaupþingi segir hann þá hafa áhuga á að vera kjölfestufjár- festir í fyrirtækinu til frambúð- ar. „Miðað við afkomu Kaup- þings og útrás þess, m.a. í Svíþjóð, teljum við að miklir möguleikar séu fyrir hendi og mikið starf óunnið,“ segir hann. Lýður segir að kaupverðið hlut- arins í Meiði hafi verið í réttu hlutfalli við eignarhlut Meiðs í Kaupþingi, miðað við markaðs- verð í gær, sem var 130 krónur. Samkvæmt því nam það um 2,4 milljörðum króna. Katsouris, fyrrum eigendur Katsouris Fresh Foods, hafa keypt 4,2% hlut í Kaupþingi banka. Með eignarhlut Meiðs eiga því aðilar tengdir Bakkavör Group um 21,2% hlutafjár í Kaupþingi. Miklir möguleikar fyrir hendi Lýður Guðmundsson segir að Bakkabræður telji Kaupþing frábæran fjárfestingarkost. „Við teljum að stjórnunarteymið hjá sem fylgir eignarhluta Meiðs í Kaupþingi aftur virkur. Þá hækkar CAD eiginfjárhlutfall Kaupþings. Ágúst og Lýður eru stærstu hluthafar og stjórnendur Bakka- vör Group hf., en sameignar- félag þeirra, Bakkabræður sf., átti fyrir 1,3% hlut í Kaupþingi. Fimm aðrir helstu eigendur Bakkavör Group hf.; Antonios Prodromou Yerolemou, Stella Andreou, Eleni Pishiris, Demos Habeshis og Panikos Joannou Bakkabræður kaupa stóran hlut í Kaupþingi               !"   #$% & '( ) &   & *+")) , #$-& ./ %&   '0 1 .2 ,"% !%  $ .2  0 # 0" '0 1 .2   ) $ .2" 3+ 45    "&                                          ,"" ! 6+&   $ .2  #$-& "          !  " #$         LOKUÐU hlutafjárútboði Íslands- síma lauk í gær. Alls var selt hlutafé að nafnvirði 1.621.621.622 krónur, á genginu 1,85. Því voru alls greiddir þrír milljarðar króna fyrir nýja hlutaféð. Þess er vænst að það verði skráð í Kauphöll Íslands á næst- unni, en þá verður hlutafé Íslands- síma alls 3.016.493.942 krónur að nafnvirði. Kaupendur hins nýja hlutafjár voru Fjárfestingarbók Landsbanka Íslands, sem keypti bréf fyrir rúm- ar 360 milljónir að nafnvirði og á eftir viðskiptin 11,8% í fyrirtækinu, Frumkvöðull ehf., sem keypti fyrir 54 milljónir að nafnvirði og á 6,3%, Talsímafélagið ehf., sem keypti fyrir 126 milljónir að nafnvirði og á 4,1%, CVC á Íslandi ehf., sem keypti 811 milljónir að nafnvirði og á 40% og Búnaðarbankinn, sem keypti fyrir 270 milljónir að nafnvirði og á 9,87% í Íslandssíma. CVC á Íslandi er dótturfélag Col- umbia Ventures Corporation Inc., fyrirtækis Kenneths Petersons, sem er stjórnarmaður í Íslandssíma. Friðrik Jóhannsson, stjórnarmaður í Íslandssíma, er framkvæmdastjóri Frumkvöðuls. Margeir Pétursson, stjórnarmaður í Íslandssíma, er stjórnarmaður í Talsímafélaginu ehf.. Stefán H. Stefánsson er fram- kvæmdastjóri þróunarsviðs Lands- bankans og stjórnarmaður í Ís- landssíma. Nýtt sambankalán í janúar Í tilkynningu Íslandssíma til Kauphallar Íslands segir að með út- boðinu og samningum um sölu- tryggingu á fyrirhugaðri hlutafjár- hækkun á árinu 2003 sé fjármögnun á kaupum Íslandssíma á öllu hlutafé í Tali hf. lokið. „Auk ofangreinds stendur yfir undirbúningur að end- urfjármögnun á öllum langtímalán- um Íslandssíma hf. og Tals hf. með nýju sambankaláni. Þegar hefur náðst samkomulag um skilmála hins nýja sambankaláns og tryggð hefur verið þátttaka lánveitenda fyrir allri þeirri fjárhæð sem sóst var eftir. Unnið er að skjalagerð og stefnt er að undirritun hins nýja sambankal- áns um miðjan janúar 2003,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Útboði Íslands- síma lokið FISKMIÐLUN Norðurlands hf. á Dalvík hefur keypt 47% hlutafjár í Sölku – sjávarafurðum hf. Í framhaldi af því hefur verið áhveðið að sameina Sölku – sjávarafurðir hf. Fiskmiðlun Norðurlands hf. og hafa stjórnir beggja fyrirtækjanna sam- þykkt samrunaáætlun. Fiskmiðlun Norðurlands hf. var stofnuð á Dalvík árið 1987 og hefur hin síðari ár sérhæft sig í sölu hausa og skreiðar til Níg- eríu. Fiskmiðlun hefur á undanförnum árum flutt út rúmlega helming þess magns sem héðan hefur farið til Nígeríu. Auk þessa flytur fyrirtækið út frosnar sjávarafurðir. Salka – sjávarafurðir hf. var stofnuð árið 2000 en á sögu að rekja til fyrirtækja sem stofnuð voru fljótlega eftir að frelsi var aukið í útflutningi á saltfiski. Salka – sjávarafurðir hf. er sér- hæft fyrirtæki í sölu á saltfiski og saltfiskafurðum. Einnig flytur Salka sjávarafurðir hf. út frystan fisk og er sérstaklega sérhæft á Frakklandsmarkað. Bæði Salka og Fiskmiðlun hafa einnig verið nokkuð um- svifamikil í útflutningi frá Færeyjum. Samanlagt útflutnings- verðmæti þessara tveggja fyrirtækja var rúmir 7 milljarðar á síðasta ári. Hjá fyrirtækjunum starfa nú 14 starfsmenn. Fyrst um sinn verður starfsemi fyrirtækjanna með óbreyttu sniði en í framtíð- inni verða höfuðstöðvar hins sameinaða fyrirtækis á Dalvík með söluskrifstofu á höfuðborgarsvæðinu. Hilmar Daníelsson er framkvæmdastjóri Fiskmiðlunar Norð- urlands hf. og er nú jafnframt stjórnarformaður Sölku – sjáv- arafurða hf. Morgunblaðið/Ómar Skreið og saltfiskur verða uppistaða í útflutningi fyrirtækisins. Fiskmiðlun Norðurlands og Salka sameinast Sameiginlegt útflutningsverð- mæti um sjö milljarðar króna LANDSBANKINN hefur ákveðið að lækka vexti verðtryggðra innlána og útlána um 0,15%. Lækkun þessi kemur til framkvæmda á næsta vaxtabreytingardegi 1. janúar 2003. Í tilkynningu frá Landsbankanum segir að bankinn hafi þá lækkað verðtryggða vexti um 0,80% frá því í september, sem sé mun meira en ávöxtunarkrafa húsbréfa hafi lækk- að á sama tímabili. „Kjörvextir verðtryggðra útlána eru nú 6,95%. Vextir á verðtryggðri lífeyrisbók hafa lækkað mun minna en vextir útlána og eru nú 6,40%. Landsbank- inn mun áfram leitast við að bjóða hagstæð kjör á lífeyrissparnaði og stuðla þannig að eflingu þessa sparnaðar í landinu. Landsbankinn áréttar að ef borin er saman nafnávöxtun kjörvaxta verðtryggðra skuldabréfa milli ár- anna 2001 og 2002 kemur í ljós að lækkunin er 7,2% sem er vel um- fram lækkun á stýrivöxtum Seðla- banka. Þannig var nafnávöxtun verðtryggðra kjörvaxta 17% árið 2001 en 9,8% á árinu 2002. Hér kemur auðvitað til lækkun verð- bólgu sem vegur þyngst auk lækk- unar á kjörvöxtum. Við lækkun á verðtryggðum vöxtum telur Lands- bankinn eðlilegt að taka mið af breytingum á ávöxtunarkröfu hús- bréfa og húsnæðisbréfa á markaði. Landsbankinn mun áfram bregðast hratt við breytingum á skuldabréfa- markaði og samkeppni á markaði. Landsbankinn telur enn allar for- sendur til frekari lækkunar verð- tryggðra vaxta á skuldabréfamark- aði á næstu mánuðum,“ segir í tilkynningu frá Landsbanka Ís- lands. LÍ lækkar vexti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.