Morgunblaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 36
ÚR VESTURHEIMI 36 LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ „ÞAÐ ER svo mikil ögrun fólgin í því að skrifa barnabækur og því hef ég haldið mig við það,“ segir Kathleen Arnason, en bók hennar, Falcons Gold, sem Luther Pokrant mynd- skreytti, var mest selda barnabókin í Winnipeg fyrir jólin. Spurningar vakna Áður hafa komið út eftir hana barnabækurnar The Story of the Gimli Huldufolk og Whistle and the Legend of the White Horse, en hún er annars framkvæmdastjóri fjáröfl- unarátaksins The United Icelandic Appeal, Sameinað íslenskt átak, í Gimli. „Góðar barnabækur auka ímyndunaraflið og þær vekja upp svo margar spurningar. Þær eru skapandi og um leið fræðandi en full- orðnir verða líka að kunna að meta þær því í mörgum tilfellum lesa þeir sögurnar fyrir börnin og þeir verða að hafa gaman af þeim ef börnin eiga að njóta þeirra. Íslendingar eru frá- bærir sagnamenn og ég hef notið þess. Þegar ég var yngri hlustaði ég á gamla fólkið segja sögur og ég reyni að koma boðskapnum áfram.“ Sagan endurvakin Saga Fálkanna var endurvakin á árinu með eftirminnilegum hætti, en um var að ræða íshokkílið í Winnipeg og voru allir leikmennirnir nema einn af íslenskum uppruna. Margar hindranir urðu á vegi liðsins, ekki síður utan vallar vegna uppruna leik- mannanna, en svo fór að það vann sér rétt til að keppa fyrir hönd Kan- ada á Ólympíuleikunum í Antwerpen í Belgíu 1920, þegar fyrst var keppt í íshokkíi á Ólympíuleikum. Fálkarnir komu, sáu og sigruðu og urðu þar með fyrstu Ólympíumeistararnir í greininni. Fálkarnir eiga sæti í Íþróttafrægðarsetri Manitoba, voru teknir þar inn fyrstir liða, og þeir eru á sínum stað í Íshokkífrægðarsetr- inu í Toronto, en þeir hafa ekki verið fyrirmynd að efni í bók fyrr en nú. Tenging við höfund Mjallhvítar Barátta liðsins og liðsmanna þess er höfð til hliðsjónar í nýjustu bók Kathleens og einnig kemur mynda- söguteiknarinn Charles Thorson við sögu, en hann var mikill áhugamaður um íshokkí og vinur leikmanna Fálk- anna, þó hann sé þekktastur fyrir að hafa skapað Mjallhvíti og Kalla kan- ínu (Bugs Bunny) fyrir Walt Disney. Kristín Sölvadóttir, þjónustustúlka á Wevel Café í Winnipeg, var fyrir- myndin að Mjallhvíti og listamaður- inn féll fyrir tvítugri stúlkunni, en samband þeirra varð ekki nánara. Hins vegar liggja leiðir þeirra saman í bókinni. „Ég byggi frásögnina á sögu Fálkanna og lífi Charlie Thor- son,“ segir Kathleen. „Fálkarnir náðu frábærum árangri og það er full ástæða til að halda honum á lofti. Við gerum allt of lítið af því að vekja athygli á íþróttamönnum okkar, en þetta er ein leiðin til þess.“ Bob Nicholson, forseti Íshokkís- ambands Kanada, afhjúpaði málverk af Fálkunum eftir Luther Pokrant í tengslum við Vetrarólympíuleikana í Salt Lake City í Bandaríkjunum fyrr á árinu og sagði að saga liðsins ætti það skilið að vera sögð frá strönd til strandar í Kanada. Aðstandendur bókarinnar Falcons Gold hafa lagt sitt af mörkum í því efni að undan- förnu, en bókin, sem Coastline Publ- ishing í Guelph gefur út, hefur verið kynnt víða í Manitoba, Saskatchew- an, Alberta og Ontario. Höfðustöðv- ar Íshokkísambandsins voru meðal annars heimsóttar, þar sem Bob Nicholson fékk bókina, liðsmenn NHL-íshokkíliðsins Calgary Flames fengu hana að gjöf eftir eina æf- inguna og Brian Johannesson, sonur Konnie Johannessons, sem var lyk- ilmaður í vörn Fálkanna, tók við bók- inni í Guelph. „Við þurfum að halda þessari sögu á lofti og það er gott að koma henni til barnanna því þau halda áfram að bera kyndilinn á milli,“ segir Kathleen Arnason. Saga Fálk- anna í barnabók Kathleen Arnason áritar bókina fyrir Brian Johannesson sem fylgist vel með. steg@mbl.is Barnabók byggð á sögu íshokkíliðs Fálkanna, sem varð Ólympíumeistari 1920, kom út í Kanada fyrir skömmu, og var mest selda barnabókin í Winnipeg fyrir jólin. Steinþór Guðbjartsson kom við hjá Kathleen Arnason, höfundi bókarinnar, og spjallaði við hana. BARNAKÓRINN í Nýja-Íslandi í Kanada kemur til Íslands í sumar. Verið er að skipuleggja ferðina en hún er möguleg vegna samstarfs Vesturfarasetursins/Snorra Þor- finnssonar ehf. á Hofsósi, Ferða- skrifstofunnar Vestfjarðaleiðar og Flugfélagsins Atlanta um leiguflug til Winnipeg 25. júlí. David Gislason, framkvæmda- stjóri kórsins, var á Íslandi fyrir skömmu til að binda lausa enda. „Við þurfum að tryggja kórnum gistingu víða um land en viðbrögðin hafa verið mjög góð og ég hef alls staðar fundið fyrir mikilli hlýju,“ segir David, en hann ræddi meðal annars við Davíð Oddsson, forsætis- ráðherra, og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, borgarstjóra, um stuðning þeirra við ferðina. Að sögn Davids hefur verið rætt um að sendiherra Kanada á Íslandi taki á móti börnunum daginn eftir komuna til Íslands en síðan verði haldið í Skagafjörðinn. „Okkur finnst mikilvægt að sýna krökkun- um að Kanada sé líka á Íslandi og því byrjum við í sendiráðinu.“ Vesturfarasetrið er að skipu- leggja sérstakan hátíðisdag í júlí til heiðurs Vestur-Íslendingum og er ráðgert að kórinn komi þar fram. „Eftir að hafa skoðað okkur um í Skagafirði er hugmyndin að fara til Akureyrar og Egilsstaða og ljúka svo ferðinni í Reykjavík.“ Kór í þrjú ár Barnakórinn byrjaði að æfa haustið 1999 og hefur víða komið fram á undanförnum þremur árum, en hann söng meðal annars fyrir Elísabetu II Bretadrottningu í Winnipeg í október. Rosalind Vig- fusson, stjórnandi kórsins og undir- leikari, segir að það hafi verið ánægjuleg stund og eiginmaður drottningarinnar, Filippus prins, hafi talað við sig á eftir. „Ég var í íslenskum búningi og hann spurði: „Iceland, isn’t it?“ eða íslensk er það ekki? „Já,“ sagði ég og sagði honum síðan örlítið frá Nýja-Íslandi þegar hann spurði frekar. En hann var hissa, sagðist þekkja til Íslands en vissi ekki að svona margt fólk í Manitoba væri ættað frá Íslandi.“ Fyrir jólin voru fimm kórar frá Manitoba fengnir til að syngja jóla- lög í stjórnarráðsbyggingunni í Winnipeg og var kórinn frá Nýja- Íslandi þar á meðal, en hann söng erindi til skiptis á íslensku og ensku. Um 30 krakkar á aldrinum 8 til 20 ára eru í kórnum og æfa þeir vikulega en nýliðarnir eru með eina aukaæfingu í viku. Kórinn syngur fyrst og fremst á íslensku en til að fjármagna ferðina hefur hann gefið út geisladisk og hefur hann m.a. verið til sölu hjá Máli og menningu. Barnakórinn í Nýja-Íslandi til Íslands Morgunblaðið/Steinþór Rosalind Vigfusson stjórnar barnakórnum í Nýja Íslandi við hátíðlega athöfn í Gimli. „ÉG hef aldrei kynnst öðru eins, segir Eiður Guðnason sendiherra um sýndan vinarhug í Vestur- heimi, en hann hefur látið af starfi aðalræðismanns í Winnipeg í Kan- ada eftir að hafa gegnt því frá 1. ágúst 2001. Við tekur sendiherra- embætti í Kína, en Kornelíus J. Sigmundsson sendiherra verður hins vegar aðalræðismaður í Winnipeg. Íslendingafélög í Manitoba og fleiri héldu Eiði og Eygló H. Har- aldsdóttur, eiginkonu hans, marg- ar kveðjuveislur áður en þau fóru til Íslands og Framfari í Winnipeg kvaddi hjónin á árlegri jólahátíð fé- lagsins, þar sem íslenskur matur var í hávegum hafður eins og gjarnan á hátíðum Íslendinga- félaganna vestra, og barnakórinn í Nýja-Íslandi söng. Framfari er ungt Íslendingafélag, stofnað í maí í fyrra í þeim tilgangi fyrst og fremst að vera tengill milli Íslands og fólks af íslenskum uppruna með því að vera því innanhandar um upplýsingar og fleira varðandi Ís- land. Formaður Framfara er Brian Gudmundson og segir hann að jólahátíðin í ár hafi gefið félaginu byr undir báða vængi varðandi framhaldið og Eiður segir að hún, eins og annað „íslenskt“ í Vestur- heimi, sé eftirminnileg. „Við vorum í fimm ár í Noregi og eignuðumst þar ákaflega góða vini en það var í raun miklu erfiðara að kveðja allt þetta ágæta fólk sem við höfum bundist vináttuböndum á tæplega einu og hálfu ári,“ segir Eiður. „Þetta Íslendingasamfélag í Manitoba og vesturfylkjunum er eins og ein fjölskylda og það er ein- stök lífsreynsla og lífsfylling að njóta samvista við þetta fólk, vinna með því og vinna fyrir það.“ Eiður segir sérstaklega ánægju- legt hvað margt ungt fólk vestra sé áhugasamt um Ísland og íslensk málefni. „Átakið árið 2000 hefur skilað mjög miklu og unga fólkið vestra kemur til með að halda merkinu á lofti, en máttarstólpar íslensku samfélaganna í Vestur- heimi hafa unnið ómetanlegt starf fyrir Ísland og íslenska menn- ingu.“ Eiður og Eygló kvödd í Manitoba Morgunblaðið/Steinþór Eiður Guðnason sendiherra og Eygló H. Haraldsdóttir, eiginkona hans, hafa kvatt Kanada og halda senn til starfa í Kína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.