Morgunblaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 20
ERLENT 20 LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÍBÚAR Kenýa gengu að kjörborð- inu í gær í sögulegum kosningum en Daniel arap Moi lætur nú af embætti forseta eftir 24 ár á valdastóli. Ásak- anir um kosningasvindl settu svip sinn á forsetakjörið en stjórnarand- staðan fullyrti að nöfn um tveggja milljóna manna hefðu verið fjarlægð af kjörskrá. Óháðir aðilar staðfestu að hundr- uð manna hefðu mætt á kjörstað til þess eins að komast að raun um að nöfn þeirra voru ekki á kjörskránni. Raila Odinga, talsmaður Regnboga- bandalagsins (NARC), sagði eðlilegt að skekkjumörk mældust 1–2% en öðru gilti þegar um 20% villu á kjör- skránni væri að ræða. Sérfræðingar segja að um 10 milljónir manna hafi átt að vera á kjörskrá vegna kosninganna. Full- yrti Odinga að þeir sem hefðu kom- ist að því að nöfn þeirra vantaði á kjörskrá ættu það margir sameig- inlegt að bera nöfn sem væru algeng meðal þjóðarbrota sem venjulega styddu stjórnarandstöðuna í land- inu. Tveir frambjóðendur berjast um forsetaembættið; Mwai Kibaki, fulltrúi NARC, og Uhuru Kenyatta, sem nýtur stuðnings fráfarandi for- seta og stjórnarflokksins, Þjóðar- samtaka Kenýa (KANU). Flestar kannanir, sem gerðar voru fyrir kosningarnar, bentu til að Kibaki myndi bera sigur úr býtum. Þau úr- slit myndu teljast söguleg enda hef- ur KANU-flokkurinn ráðið ríkjum í Kenýa frá því að landið fékk sjálf- stæði árið 1963. Fréttaskýrendur segja þó að Ken- yatta hafi háð öfluga kosningabar- áttu og að útilokað sé að spá fyrir um úrslitin. Ekki verður ljóst fyrr en á sunnudag eða mánudag hver hefur verið kjörinn nýr forseti Kenýa. Forystumenn NARC-flokksins sögðust sigurvissir þrátt fyrir þá meinbugi sem þeir telja hafa ein- kennt framkvæmd kosninganna. „Kenýamenn ættu að virða friðinn um leið og þeir kjósa, enda mega þeir vera fullvissir um að Regnboga- bandalagið mun mynda næstu rík- isstjórn,“ sagði Kibaki sjálfur fyrir framan kjörstað í Munaini í Othaya, sem er í miðju Kenýa. Kenyatta bar sig hins vegar einn- ig vel eftir að hann hafði greitt at- kvæði í Gatundu, þorpi um 60 km norður af höfuðborginni Nairobi. „Ég er vongóður um sigur. Þetta er sögulegur dagur, þetta er dagur um- breytinga og ég er viss um að Ken- ýamenn hafa valið mig,“ sagði hann. Tvísýnt um úrslit kosninga í Kenýa Reuters Áttatíu ára gamalli konu, Hellen Wangari, er hér hjálpað að kjósa á kjör- stað í Othaya, um 180 km frá Nairobi. Nairobi. AFP. MWAI Kibaki er gamall refur í pólitíkinni, nýtur virðingar sem hagfræðingur og tókst að fylkja meginhluta stjórnarand- stöðunnar í Kenýa á bak við sig í þessari kosningabar- áttu. Hann er 71 árs gamall. Kibaki er af Kikuyu- ættbálkinum, sem er sá stærsti í Kenýa og var afar áhrifamikill í tíð Jomos Kenyat- tas, sem var forseti 1963–1978. Hann stundaði nám í Úganda og við London School of Economics en kenndi síðan við Makarere- háskóla í Kampala, höfuðborg Úganda. Hann sagði starfi sínu þar lausu til að taka þátt í bar- áttu Kenýa fyrir sjálfstæði frá Bretlandi snemma á sjöunda ára- tugnum og átti m.a. þátt í því að skrifa fyrstu stjórnarskrá lands- ins. Kibaki var kjörinn á þing 1963 og hefur átt þar fast sæti síðan. Hann lét þó lítið á sér bera fyrstu árin eftir að landið fékk sjálf- stæði. Árið 1966 var hann hins vegar skipaður iðnaðar- og við- skiptaráðherra. Þremur árum síðar var hann útnefndur fjár- málaráðherra og gegndi hann því embætti til 1982. Hann hefur því þjónað í ríkisstjórn beggja forseta Kenýa, Kenyattas og Daniels arap Moi, sem nú lætur af embætti. Kibaki var varaforseti Kenýa oginnanríkisráðherra 1978– 1988, og varaforseti KANU- stjórnarflokksins 1978–1991. Þegar banni við starfsemi stjórn- arandstöðuflokka var aflétt árið 1991 sagði hann hins vegar skilið við KANU og stofnaði Lýðræð- isflokkinn, sem hann stýrir enn. Kibaki bauð sig fram gegn Moi í forsetakosningum 1992 og 1997 en hafði ekki erindi sem erfiði. Hann hefur verið leiðtogi stjórn- arandstöðunnar í Kenýa síðan 1997. Mwai Kibaki Hefur setið á þingi síðan 1963 FRAMBJÓÐANDI stjórn- arflokksins, Uhuru Kenyatta, er 42 ára gamall. Hann er sonur Jomos Ken- yattas, sem var fyrsti forseti Kenýa eftir að landið fékk sjálfstæði 1963. Hann hefur ekki mikla reynslu af stjórnmálum en þykir metn- aðargjarn og hefur lýst því yfir að hann vilji blása nýju lífi í störf stjórnarflokksins (KANU). Uhuru reyndi fyrst að láta til sín taka snemma á síðasta ára- tugi en hafði ekki árangur sem erfiði. Þá hafði faðir hans, Jomo, verið í gröf sinni í meira en áratug. Hann bauð sig fram til þings árið 1997 en náði ekki kjöri. Daniel arap Moi, fráfarandi for- seti, tók hinn unga Kenyatta hins vegar upp á sína arma í kjölfarið og árið 2000 útnefndi Moi hann til þingsetu. Í fyrra tók Kenyatta síðan sæti í rík- isstjórn Kenýa. Skýrir þetta hvers vegna menn hafa litið svo á að Moi hafi í raun útnefnt Kenyatta sem arftaka sinn. Lét Moi einu sinni hafa eftir sér að Kenyatta væri maður „sem mætti vísa veginn“. Ekki eru allir hins veg- ar jafnsáttir við skjótan frama Kenyattas og segja reynsluleysi hans munu koma honum í koll síðar. Segja sumir að Moi líti svo á að með því að tilnefna Kenyatta sem forsetaframbjóðanda KANU sé hann að reyna að tryggja að ekki verði farið að rannsaka ásakanir um spillingu í valdatíð Mois. Kenyatta hefur hins vegar lagt áherslu á sjálfstæði sitt, þó að hann hafi engu að síður feng- ið Moi til liðs við sig í kosninga- baráttunni. „Ég á mig sjálfur og get staðið á eigin fótum,“ sagði hann oftar en einu sinni. Vill feta í fótspor föður síns Uhuru Kenyatta VENESÚELA, fimmta mesta olíu- útflutningsríki heims, hefur neyðst til að flytja inn bensín og óska eftir matvælum frá öðrum ríkjum vegna mikils eldsneytis- og matvælaskorts í landinu eftir 25 daga allsherjar- verkfall. Stjórn Brasilíu tilkynnti í fyrra- dag að hún hygðist senda skip með 520.000 föt af bensíni til Venesúela og stjórnvöld í Dóminíska lýðveldinu sögðust ætla að senda matvæli sem greiðslu fyrir olíu sem landið fékk frá Venesúela fyrir verkfallið. Stjórn Hugos Chavez, forseta Venesúela, hefur einnig hafið viðræður við Kól- umbíumenn um að þeir sjái landinu fyrir mjólk og kjöti. Venesúela hefur flutt út um 2,7 milljónir fata af olíu á dag en útflutn- ingurinn nemur nú aðeins um 200.000 fötum á dag. Tekjutapið nemur rúmum fjórum milljörðum króna á dag. Verkfallið er ein af meginorsökum þess að heimsmark- aðsverðið á olíu hefur hækkað í 32 dollara á fatið og hefur ekki verið jafnhátt í tvö ár. Samtök Ameríkuríkja hafa hafið milligöngu um samningaviðræður milli stjórnar Chavez og andstæð- inga hans, verkalýðsleiðtoga, frammámanna í viðskiptalífinu og stjórnmálamanna sem standa fyrir verkfallinu. Stjórnin er sögð hafa hafnað kröfu andstæðinga Chavez um að hann hætti við að reka þá starfsmenn ríkisolíufyrirtækisins PDVSA sem tekið hafa þátt í verk- fallinu. Andstæðingar forsetans hafa einnig krafist þjóðaratkvæða- greiðslu í febrúar um hvort hann eigi að segja af sér. Þótt Chavez beri ekki lagaleg skylda til að hlíta niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar vona andstæð- ingar hans að hún verði til þess að hann neyðist til að segja af sér. Cha- vez segist hins vegar ekki ætla að láta af embætti, jafnvel þótt 90% landsmanna greiði atkvæði gegn honum. Samkvæmt stjórnarskrá landsins er hægt að efna til bindandi þjóð- aratkvæðagreiðslu um hvort forset- inn eigi að láta af embætti þegar sex ára kjörtímabil hans er hálfnað, eða í ágúst á næsta ári. Stjórnin er sögð hafa léð máls á því að atkvæða- greiðsla fari fram í febrúar, þótt hún yrði ekki bindandi, ef hæstiréttur landsins samþykkti það. Einn leiðtoga stjórnarandstöð- unnar, Enrique Ochoa Antich, hefur lagt til að hún hætti verkfallinu og einbeiti sér að því að undirbúa þjóð- aratkvæðagreiðslu um Chavez 2. febrúar. „Því miður höfum við rík- isstjórn sem getur skorið af sér nefið til að halda völdunum,“ sagði Ochoa Antich. Aðrir leiðtogar stjórnarandstöð- unnar sögðu hins vegar að engin áform væru um að hætta verkfallinu. Neyðast til að flytja inn bensín Caracas. AP, AFP. AP Andstæðingar Hugos Chavez, forseta Venesúela, krefjast afsagnar hans á mótmælagöngu í Caracas. Allsherjarverkfall hefur nú staðið yfir í 25 daga í Venesúela TVEIR vopnaðir Palestínumenn réðust í gær inn í eina af landnema- byggðum gyðinga á Vesturbakkan- um, Otniel, skammt frá Hebron og drápu fjóra Ísraela. Annar árásar- mannanna var þegar felldur en hinn nokkru síðar, að sögn Ísraelshers. Samtökin Íslamska Jihad lýstu árás- inni á hendur sér í gærkvöldi. Fimmtudagurinn var einn sá blóð- ugasti í átökum Palestínumanna og Ísraela í margar vikur, er níu Palest- ínumenn voru drepnir í átökum við herinn á Vesturbakkanum og Gaza. Andlegur leiðtogi Hamas-samtaka múslíma, Sheikh Ahmad Yassin, hét því í gær að Ísraelsríki liði undir lok á fyrsta fjórðungi aldarinnar. „Ríki síonista verður eytt á fyrsta fjórð- ungi þessarar aldar. Ég bið ykkur að sýna þolinmæði,“ sagði Sheikh Yass- in í ávarpi til um 30 þúsund stuðn- ingsmanna sinna á útifundi í Gaza- borg í gær í tilefni af því að 15 ár voru liðin frá stofnun Hamas. „Við munum halda áfram píslarvættisað- gerðum okkar uns hersetu Ísraela lýkur,“ sagði Sheikh Yassin. Sex féllu á Vestur- bakkanum Gazaborg, Jerúsalem. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.