Morgunblaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 6
FORYSTUMENN í Samfylking- unni í Reykjavík lýsa yfir fullum stuðningi við störf Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur borgarstjóra í ályktun sem þeir samþykktu í gær og segjast harma þær harkalegu yf- irlýsingar fulltrúa samstarfsflokk- anna sem hafa leitt til þess að sam- starfið um Reykjavíkurlistann er nú í hættu. Á hádegi í gær komu borgar- og varaborgarfulltrúar Samfylkingar í borgarstjórn saman með stjórn full- trúaráðs flokksins til að ræða þá stöðu sem upp er komin í Reykja- víkurlistanum eftir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri til- kynnti að hún ætlaði að gefa kost á sér í alþingiskosningunum í vor fyr- ir Samfylkinguna. Framsóknar- flokkurinn og Vinstrihreyfingin – grænt framboð funduðu fyrir jól um stöðuna í samstarfinu þar sem var samhugur um að Ingibjörg Sólrún Forysta Samfylkingarinnar í Reykjavík fundar Segja yfirlýsingar samstarfsflokkanna setja R-listann í hættu Morgunblaðið/Jim Smart Sigrún Elsa Smáradóttir varaborgarfulltrúi og Mörður Árnason varaþingmaður mæta til Samfylkingarfundar í gær. Lengst til hægri á myndinni er Sjöfn Kristjánsdóttir sem tekið hefur þátt í starfi flokksins í Reykjavík. gæti ekki boðið sig fram og sam- tímis gegnt stöðu borgarstjóra. Samfylkingin tekur ekki afstöðu til þess í sinni ályktun hvort borg- arstjóri eigi að víkja fari hún fram. Fullum stuðningi er lýst við borg- arstjóra og störf borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans á síðastliðnum árum. Árangur Reykjavíkurlistans sagður ótvíræður á öllum sviðum borgarsamfélagsins og að borgarbú- ar hafi í vor lýst afdráttarlausum vilja sínum að Reykjavíkurlistinn yrði áfram við stjórnvölinn í borg- inni. Þá segir Samfylkingin harkalegar yfirlýsingar fulltrúa samstarfsflokk- anna hafa leitt til þess að samstarfið um Reykjavíkurlistann sé nú í hættu. „Samfylkingin leggur áherslu á að halda áfram því sam- starfi um Reykjavíkurlistann sem samið var um í vor. Enginn mál- efnaágreiningur hefur komið upp í samstarfinu og allir sem að því standa hafa lýst vilja til að vinna samkvæmt þeim málefnasamningi sem um var samið. Það var vilji þeirra flokka sem að Reykjavíkurlistanum standa að fá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem borgarstjóraefni framboðsins. Ingi- björg Sólrún féllst á að taka þetta hlutverk að sér en undirgekkst eng- ar skuldbindingar gagnvart flokk- unum um að taka ekki frekar þátt í pólitísku starfi,“ segir í yfirlýsing- unni. Þá er borgarfulltrúum Sam- fylkingar falið að vinna að áfram- haldandi meirihlutasamstarfi í Reykjavíkurlistanum í samræmi við þau fyrirheit sem Reykvíkingum voru gefin í vor. Á sunnudag hefur borgarstjórn- arflokkur R-listans, borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar, verið boð- aður til fundar í Ráðhúsinu til að ræða R-listasamstarfið. FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ STEFÁN Jón Hafstein, oddviti Samfylkingarinnar í R-listanum, sagðist í gærkvöldi ekki hafa lit- ið svo á að um lokatilboð væri að ræða af hálfu framsóknarmanna en hann hafði þá eingöngu feng- ið fregnir af niðurstöðu fundar framsóknarmanna, sem haldinn var síðdegis, í fréttum fjölmiðla. Stefán Jón segir að hugmynd- in, sem framsóknarmenn og Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð settu fram í gær, sé þess eðlis að ekki sé hægt að líta á hana sem lokatilboð. Hann kveðst vilja ræða málin áfram. „Það er ýmislegt í stöðunni sem hægt er að ræða. Jafnvel þótt þessi hugmynd sé lögð fram, er ýmislegt sem ekki gengur upp nema menn séu búnir að ræða sig niður á vinnulag og annað slíkt,“ segir hann. Stefán Jón sagðist telja skyn- samlegast að þessi mál yrðu rædd á fundi sem halda á með borgarfulltrúum Reykjavíkur- listans næstkomandi sunnudag. Stefán Jón segir heldur ekki sanngjarnt að koma fram með svona uppstillingu um allt eða ekkert og það sé ekki í anda þess sem menn hafi verið að ræða. ,,Í samstarfssamningi Reykjavíkurlistans var nákvæm- lega útfært hvernig flokkarnir höguðu sínum málum á kjör- tímabilinu. Ég skil t.d. ekki hvort hugmyndin er sú að þessi nýja tillaga eigi að upphefja það samkomulag. Það er órætt og ef á að upphefja það þarf hún að fara inn í alla flokkana til um- ræðu og samþykktar. Það gerist ekki á einu kvöldi,“ segir hann. Stefán Jón segist telja að menn ættu að gefa sér meiri tíma til að setjast yfir málið en eðlilegt sé að miða við að nið- urstaða geti legið fyrir 2. janúar en þá verður haldinn fundur í borgarstjórn. „Allt hangir þetta nú svolítið í lausu lofti ennþá og ég lít svo á að það sé ekki búið að vinna úr stöðunni,“ segir hann. Stefán Jón Hafstein Lítur ekki svo á að um lokatil- boð sé að ræða KJÚKLINGABÚIÐ Móar fékk í gær heim- ild til greiðslustöðvunar til 16. janúar. Krist- inn Gylfi Jónsson, stjórnarformaður Móa og einn af aðaleigendum, segir að tímann eigi að nota til að freista þess að ná nauðasamn- ingum en fyrirtækið skuldar rúmlega 1,44 milljarða króna en bókfærðar eignir félags- ins eru 1,09 milljarðar. Kristinn Gylfi segir lánardrottna vera marga og að viðskiptabanki Móa, Búnaðar- bankinn, hafi í reynd gert það að forsendu fyrir mögulegri aðkomu sinni að málinu að félagið færi í formlega nauðasamninga, þ.e. greiðslustöðvun, til þess að tryggja að allir lánardrottnar sætu við sama borð. Kristinn Gylfi segir ljóst að auk niðurskrifta á skuld- um og skuldbreytinga á lánum þurfi að koma nýtt fé inn í félagið. Viðræður um slíkt standi nú yfir auk þess sem núverandi eigendur Móa muni leggja fram aukið hlutafé. Hjá Móum starfa hátt í 70 manns og segir Kristinn Gylfi engar fjöldauppsagnir vera fyrir dyrum hjá félaginu en nokkrir kjúk- lingabændur sem skipt hafi við fyrirtækið verði væntanlega fyrir tapi en vonast sé til þess að þeir muni horfa til framtíðarvið- skipta við félagið. Lausafjárstaðan orðin erfið Móar sóttu um heimild Héraðsdóms Reykjavíkur til greiðslustöðvunar hinn 19. desember sl. Í beiðninni kemur fram að „lausafjárstaða félagsins sé erfið og fjár- hagsörðugleikar að öðru leyti miklir“. Nauð- synlegt sé að leita greiðslustöðvunar til að freista þess að koma nýrri skipan á fjármál félagsins. Rökstuðningurinn er einkum sá að undanfarna mánuði hafi verið unnið að margvíslegum aðgerðum til þess að bæta rekstur félagsins og skv. átta mánaða upp- gjöri stefni í að hagnaður fyrir afskriftir verði 66 milljónir á árinu. Þá séu eigendur félagsins bjartsýnir á rekstur þess í framtíð- inni og stöðu kjúklingaafurða á matvæla- markaðnum. Kristinn Gylfi segir að ekki hafi verið beð- ið um lengri greiðslustöðvun en til 16. jan- úar. „Yfirleitt er veitt greiðslustöðvun til þriggja til fjögurra vikna til að byrja en síð- an er framlengt. Við erum með tvo reynda menn í þessu með okkur, þá Sigmund Hann- esson lögmann og síðan höfum við fengið Friðrik Guðmundsson, fyrrum framkvæmda- stjóra Tanga, til liðs við okkur. Friðrik hefur unnið með okkur í desember að fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins.“ Gekk ekki vel að ná fram lækkun skulda með frjálsum samningum Kristinn segir það ekkert launungarmál að ekki hafi gengið of vel að ná fram lækkun skulda í frjálsum samningum við lánar- drottna. Þá hafi viðskiptabanki félagsins, Búnaðarbankinn, í reynd gert það að for- sendu fyrir mögulegri aðkomu sinni að mál- inu að félagið færi í formlega nauðasamn- inga. „Búnaðarbankinn er okkar viðskiptabanki, hann er tilbúinn að koma að endurskipulagningu félagsins og hefur skrif- að bréf þess efnis, sem raunar var lagt fyrir héraðsdóm. Bankinn vill hins vegar tryggja að það sitji allir við sama borð og ein leið til þess er að fara í formlega nauðasamninga og greiðslustöðvun má heita nauðsynlegur und- anfari þess.“ Þriðja fyrirtækið sem fer í fjárhagslega endurskipulagningu Kristinn segir að menn séu bjartsýnir á að endurskipulagning félagsins muni ganga eft- ir, skuldastaðan sé að vísu slæm en rekst- urinn sé á réttri leið og félagið komist í full afköst á næsta ári. „Án þess ég ætli að af- saka okkur þá er kannki rétt að benda á að Móar eru þriðja fyrirtækið í kjúklingafram- leiðslu sem fer í fjárhagslega endurskipu- lagningu á innan við einu ári. Búnaðarbank- inn reið á vaðið með Reykjagarð fyrir ári og jók enn hlutafé sitt þar nú í vor til þess að gera félagið söluhæft. Íslandsfugl á Dalvík fór í greiðslustöðvun í byrjun ársins og þá var afskrifaður um helm- ingur af skuldum félagsins. Það hefur verið mikið uppnám í atvinnugreininni á liðnum misserum og við eigendur Móa töldum nauð- synlegt að fara í fjárhagslega endurskipu- lagningu með lækkun skulda og auknu hlutafé.“ Kjúklingabúið Móar var sett í greiðslustöðvun Eigið fé neikvætt um 350 milljónir. Stjórnar- formaður segir greiðslustöðvun nauðsynlega til þess að ná fram nauðasamningum ÁRNI Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar og oddviti Vinstri grænna í Reykjavíkurlistanum, sagðist í gærkvöldi telja að enn væri allt opið varðandi stöðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra innan R-listans. Aðspurður hvort hann tæki undir með framsóknarmönnum um að tillaga þeirra og Vinstri grænna um að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir myndi láta af embætti borgarstjóra 15. janúar nk. ætlaði hún í þingframboð væri lokatil- boð, sagði Árni: „Þetta er tillaga sem framsóknarmenn báru fram í dag [gær] og við einfaldlega lýst- um því yfir að við gætum staðið að henni ef um hana yrði sam- komulag. En það er ekkert eitt atriði í þessu sem er úrslitaatriði af okkar hálfu, það hefur skýrt komið fram og kom einnig skýrt fram á fundi okkar í dag,“ sagði Árni um niðurstöðu fundar sem hann átti með Ingibjörgu Sólrúnu og Alfreð Þorsteinssyni, oddvita Framsóknarflokks í R-listanum, í gær. „Við leggjum ofurkapp á það að varðveita Reykjavíkurlistann og þann meirihluta sem er hér í borginni og erum tilbúin að teygja okkur langt og taka að okkur þau verkefni sem menn vilja að við tökum að okkur.“ „Leggjum ofur- kapp á að varð- veita R-listann“ Árni Þór Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.