Morgunblaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 18
ERLENT 18 LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ STJÓRNVÖLD í Norður-Kóreu lýstu yfir því í gær að krafa Banda- ríkjamanna þess efnis að yfirvöld eystra hætti við kjarnorkuáætlun sína væri „draumur einn“. Sagði op- inber fréttastofa Norður-Kóreu að Bandaríkjamenn væru ábyrgir fyrir aukinni spennu á Kóreuskaga því þeir hefðu neitað að undirrita griðasátt- mála á milli ríkjanna tveggja. Í tilkynningu fréttastofunnar, KCNA, sagði að með því að þrýsta á Norður-Kóreumenn um að hætta við kjarnorkuáætlunina hygðist Banda- ríkjastjórn afvopna landsmenn. Í ráði væri síðan að gera skyndiárás á Norður-Kóreu í þeim tilgangi að um- bylta hinu pólitíska stjórnkerfi lands- ins. Með því að neita að eiga viðræður við stjórnvöld í Norður-Kóreu hefðu Bandaríkjamenn skapað sérlega hættulegt ástand. Norður-Kóreumenn hafa afráðið að ræsa á ný kjarnorkuverið í Yong- byon og hafa látið áhyggjur heims- byggðarinnar af þeim sökum sem vind um eyru þjóta. Bandaríkjamenn óttast að stjórnvöld í Pyongyang hyggist með þessu móti framleiða plútóníum sem nýta megi til smíði kjarnorkuvopna. Telja sumir sér- fræðingar að Norður-Kórea geti framleitt kjarnorkuvopnatækt plút- óníum aðeins fáeinum mánuðum eftir að reksturinn hefst á ný í Yongbyon, sem er um 100 kílómetra norður af höfuðborginni, Pyongyang. Roh Moo-Hyun, nýkjörinn forseti Suður-Kóreu, varaði í gær við því að ákvörðun norðanmanna kynni að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir samskipti ríkjanna á Kóreuskaga. Sagði hann að almenningsálitið í Suður-Kóreu myndi snúast gegn norðanmönnum héldu þeir áformum sínum til streitu. Slíkt kynni að hafa alvarlegar afleið- ingar með tilliti til viðleitni til að bæta samskipti Kóreu-ríkjanna tveggja. Því bæri norðanmönnum að leggja kjarnorkuáætlun sína á hilluna. Í gærdag skýrðu stjórnvöld í Ástr- alíu frá því að ákveðið hefði verið að hætta við áform um opnun sendiráðs í Norður-Kóreu. Fylgdi þeirri tilkynn- ingu að Ástralar hefðu miklar áhyggj- ur af kjarnorkuáætlun Norður-Kór- eumanna. Stjórnvöld í Pyongyang lýstu því og yfir í gær að þau væru búin undir að svara fyrir sig réðust Bandaríkja- menn á Norður-Kóreu. Var m.a. vísað til ummæla Donalds Rumsfelds, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, þess efnis að Bandaríkjamenn gætu á sama tíma haldið í herför gegn Írök- um og barist við annan óvin á öðrum vígstöðvum. Voru þessi ummæli Rumsfelds sögð „herská“og þau for- dæmd. „Herafli Alþýðulýðveldisins Norður-Kóreu er í viðbragðsstöðu og fylgist grannt með framgöngu Bandaríkjamanna í því skyni að hefja kjarnorkustríð. Valdi verður svarað með valdi,“ sagði m.a. í tilkynningu stjórnvalda í Pyongyang. Ráðamenn í Norður-Kóreu skýrðu frá því fyrr í ár að þeir réðu yfir kjarnorkuvopnum. Ýmsir hafa dregið þessa fullyrðingu í efa. Kjarnorku- málaráðherra Rússlands, Alexander Rúmjantsev, bættist í þann hóp í gær. Sagði ráðherrann að Norður-Kóreu- menn réðu ekki yfir þeirri tæknilegu getu sem þörf væri á til að setja sam- an kjarnorkusprengju. Stjórnvöld sem hygðust koma sér upp slíkum vopnum þyrftu að ráða yfir háþró- uðum iðnaði. Rússar hafa hins vegar hvatt ráðamenn í Norður-Kóreu til að falla frá áformum um að hefja á ný rekstur kjarnorkuversins í Yong- byon. Norður-Kórea hafnar kröfu Bandaríkjamanna Seoul, Moskvu. AFP. Rússar segja N-Kóreu ekki ráða yfir tækni til að framleiða kjarnorkuvopn LÖGREGLAN í Sydney hefur lagt hald á 750.000 e-töflur og er þetta langmesta e-töflusmygl sem upplýst hefur verið í Ástralíu. E-töflurnar fundust í sendibíl í bíl- skúr íbúðarhúss í Sydney á aðfanga- dag jóla eftir fjögurra mánaða rann- sókn lögreglunnar í samstarfi við yfirvöld í Hollandi. Söluverðmæti fíkniefnanna er áætlað um 45 millj- ónir ástralskra dollara, andvirði fjögurra milljarða króna. Tveir Ástralar og Hollendingur voru handteknir vegna málsins og hafa verið dæmdir í gæsluvarðhald til 15. janúar þegar þeir eiga að koma fyrir dómara. Þeir eru á aldr- inum 48–56 ára og hafa búið í Sydn- ey. Mennirnir eiga allt að lífstíðar- fangelsi yfir höfði sér. Líklegt þykir að e-töflunum hafi verið smyglað frá Hollandi og talið er að selja hafi átt fíkniefnin í Sydney. Mikið áfall fyrir smyglhringinn Lögreglan sagði að mennirnir þrír væru í „stórum alþjóðlegum smygl- hring“ og það væri mikið áfall fyrir hann að hún skyldi hafa fundið svo mikið magn e-taflna skömmu fyrir áramótin þegar mikil eftirspurn er eftir fíkniefnunum. Sagði talsmaður lögreglunnar að rannsókn málsins héldi áfram og ekki væri útilokað að hún myndi leiða til þess að fleiri menn yrðu handteknir. E-töflurnar vógu alls um 250 kíló, hundrað kílóum meira en í stærsta e- töflusmyglmáli Ástralíu hingað til. AP Ástralskir lögreglumenn sýna um 750.000 e-töflur sem fundust í plast- röri í sendibíl í Sydney. Langmesta e-töflu- smygl í sögu Ástralíu Sydney. AP, AFP. EFNAFRÆÐINGUR og félagi í sértrúarsöfnuði, sem heldur því fram, að geimverur hafi komið af stað öllu lífi á jörðinni, tilkynnti í gær, að fyrsta klónaða eða einræktaða barnið hefði litið dags- ins ljós. Engar sönnur voru þó færðar á það og aðrir vísindamenn leggja lítinn trúnað á yfirlýs- inguna enn sem komið er. Brigitte Boisselier, sem er einnig formaður Clonaid, félagsskapar um einræktun, sagði á fundi í Hollywood, að um væri að ræða stúlku- barn, tæplega 13 merkur, sem tekið hefði verið með keisaraskurði í fyrradag. Væri barnið, sem hlotið hefði nafnið Eva, klónn 31 árs gamallar, bandarískrar konu, sem einnig hefði gengið með það. Sagði Boisselier, að konan hefði tekið þenn- an kost þar sem eiginmaður hennar væri ófrjór. Ef rétt er, er um að ræða fyrstu klónuðu manneskjuna en vegna þess, að Boisselier sann- aði ekki mál sitt með neinum hætti, telja vís- indamenn enga ástæðu til að trúa henni. Hún sagði þó, að mæðgurnar yrðu fluttar heim til sín eftir þrjá daga og þá yrði sýnt fram á, að þær væru erfðafræðilega eins. Sagði hún, að það tæki að vísu viku og þennan tíma hefðu hinir vantrúuðu til að útmála hana sem svikahrapp. Clonaid var stofnað á Bahamaeyjum 1997 af Fransmanninum Claude Vorilhon, fyrrverandi blaðamanni og leiðtoga hóps, sem kallar sig Raelians. Eru áhangendur hans um 55.000 í 84 löndum og ein helsta kennisetningin sú, að geim- verur hafi komið til jarðar fyrir 25.000 árum og skapað lífið og þar á meðal menn með klónun. Vorilhon fræddist um þetta að sögn er geim- verurnar, síðhærðar og ólífugrænar, hittu hann við gamalt eldfjall í Mið-Frakklandi 1973 en auk þess predikar hann frjálsar ástir og heldur því fram, að klónun muni gefa mönnum eilíft líf. Markmiðið sé að ná jafn langt og geimverurnar og klóna mann á stundinni í stað þess að þurfa að bíða eftir meðgöngu í 9 mánuði og síðan í 18 ár eftir fullum þroska. Boisselier, sem skýrði frá klónuninni, segist vera „biskup“ í söfnuðinum. Ítalski læknirinn Severino Antinori, sem til- kynnti fyrir skömmu, að klónað sveinbarn myndi fæðast í janúar, vísaði í gær á bug yfirlýsingu Boisselier og sagði hana bull og vitleysu. Sértrúarsöfnuður segir fyrsta klónaða barnið komið í heiminn Hollywood. AP. „Biskup“ í sértrúarsöfn- uði segir „Evu“ hafa litið dagsins ljós en vísinda- menn eru vantrúaðir MIKLAR öfgar hafa einkennt veðurfarið í Evrópu á þessum vetri. Í austanverðri álfunni, einkum í Rúss- landi, hefur verið mikil kuldatíð, en á Bretlandseyjum og vestanverðu meginlandinu hefur verið óvenjulega milt veður. Hefur desembermánuður sjaldan eða aldrei verið jafnhlýr í Frakklandi. Á myndinni er maður að dorga niður um ís á Nevu, fyrir framan Vetrarhöllina í Pétursborg, og til að hlífa sér fyrir veðri og vindum hefur hann gert sér eins konar tjald úr plasti. AP Dorgað á ísilögðu Nevu-fljóti MÆÐIVEIKI hefur orðið vart í sauðfé í Veradal í Noregi og þykir líklegt, að nokkur hundr- uð bæja verði sett í sóttkví af þeim sökum. Varð sjúkdómsins síðast vart fyrir sjö árum að því er segir í norskum fjölmiðlum. Sjúkdómurinn hefur verið greindur hjá bónda að nafni Olav Tiller en hann er með 150 fjár, sem hann hefur ræktað sérstaklega og er mjög stoltur af. Nú bíður þess ekkert nema sláturhúsið og fyrirhugað er að kanna nákvæmlega ástandið á 140 öðrum bæjum. Óttast er, að féð hans Tillers kunni að hafa smitað frá sér en hann segist gjarnan vilja vita hvaðan mæði- veikin hafi borist í sitt fé. Í ræktunarstarfinu hefur hann bæði keypt og selt fé og hefur það allt saman skráð. Vonast er til, að það geti hjálpað til við að finna upptökin. Mæðiveikin er ólæknandi lungnasjúkdómur og með- göngutíminn langur, allt að fimm ár. Vegna þess er mjög erfitt við hana að fást. Varð sjúkdómsins fyrst vart í Noregi á áttunda áratugnum og víst talið, að hann hafi borist með innfluttu fé. Mæðiveikin olli ís- lenskum bændum miklum bú- sifjum um miðja síðustu öld en síðan hefur hennar ekki orðið vart hér. Mæðiveiki í Noregi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.