Morgunblaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jóhann ÁrmannKristjánsson fæddist í Skipholti í Vestmannaeyjum hinn 29. desember 1915. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja hinn 6. desember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru þau Guðný Elíasdóttir frá Klömbru í Landeyj- um og Kristján Þórð- arson frá Fífl- holtshjáleigu undir Eyjafjöllum. Eignuð- ust Guðný og Kristján átta börn en dóu tvö þeirra í frumbernsku. Systkini Jóhanns eru Ingólfur Kristjánsson, Magnús Kristjáns- son, Anna Kristjánsdóttir, María Kristjánsdóttur og Elías Kristjáns- son og er hann einn eftirlifandi þeirra systkina. Jóhann ólst upp í foreldrahúsum, fyrst í Skipholti og síðar í Reykjadal í Vestmannaeyj- um. Jóhann kvæntist Elínu Guð- Simon Krusholm Jóhannsson og Söru Krusholm Jóhannsdóttur, bú- sett í Noregi. Jóhann var búsettur í Vest- mannaeyjum alla sína ævi og starf- aði m.a. sem sjómaður og var hann um tíma með litla útgerð. Jóhann náði sér í vélstjórnar- réttindi og starfaði sem vélsjóri um skeið. Nokkrum árum síðar sótti hann ýmis kokkanámskeið, m.a. í Danmörku og starfaði hann sem kokkur í mötuneyti Fiskiðj- unnar til nokkurra ára. Árið 1957 hóf hann störf hjá Rafveitu Vestmannaeyja sem af- lesari og starfaði hann þar til árs- ins 1990 þegar hann lét af störfum sökum aldurs, þá 75 ára gamall. Jóhann var á 16. ári þegar hann tók skírn í aðventsöfnuðinn í Vest- mannaeyjum og var hann alla tíð virkur meðlimur safnaðarins og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörf- um. Hann var einnig mjög virkur í flokksstarfi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum öll sín fullorð- insár. Jóhann var gjaldkeri Starfs- mannafélags Vestmannaeyja til fjölda ára og var hann gerður að heiðursfélaga eftir að hann lét af því starfi. Útför Jóhanns fór fram frá Að- ventkirkju Vestmannaeyja 20. des- ember. laugsdóttur árið 1948 og eignuðust þau fög- ur börn. Þau eru: 1) Guðlaugur Jóhanns- son, f. 1948, kvæntur Margréti Gunnars- dóttur, eiga þau þrjú börn, Sigríði Elínu, unnusti hennar er Bjarnhéðinn Grétars- son og eiga þau eina dóttur Aldísi Sif; Agnesi, unnusti henn- ar er Þorbjörn Víg- lundsson; og Jóhann Ármann. 2) Ragna Jó- hannsdóttir Boklund, f. 1949, gift Jörn Boklund og eiga þau tvö börn, Erik Jóhann Bokl- und og Annette Ellu Jakobsen Boklund, gift Jan Idor Jakobsen Boklund og eiga þau tvo syni, þá Tobias Jakobsen Boklund og Lasse Jakobsen Boklund, búsett í Dan- mörku. 3) Guðný Kristín Jóhanns- dóttir, f. 1953, búsett í Vestmanna- eyjum. 4) Jóhann Ellert Jóhann- son, f. 1956, kvæntur Sólvegu Krusholm, eiga þau tvö börn, þau Elsku besti afi minn, ég mun aldrei gleyma tímunum okkar saman. Þú varst besti afi sem nokkurt barn getur hugsað sér. Ég gleymi aldrei þegar þú lékst þér við okkur systkinin úti í garði og settir upp róluna fyrir okkur hvert sumar. Svo dróstu inn alla ketti af götunni og leyfðir okkur að gefa þeim mjólk í skál uppi á eldhúsborði þrátt fyrir að amma væri nú ekki sátt við það. Þess vegna er ég kannski þessi katta- vinur í dag. Takk fyrir allar sög- urnar sem þú sagðir okkur og alla hafragrautana. Ég vil helst ekki segja bless en ég veit að ég verð að kveðja þig og ætla að gera það með þessum orðum: Ég leitaði blárra blóma að binda þér dálítinn sveig en fölleit kom nóttin og frostið kalt á fegurstu blöðin hneig. Og ég gat ei handsamað heldur þá hljóma sem flögruðu um mig, því það voru allt saman orðlausir draumar um ástina, vorið og þig. En bráðum fer sumar að sunnan og syngur þér öll þau ljóð sem ég hefði kosið að kveða þér einn JÓHANN ÁRMANN KRISTJÁNSSON ✝ Regína Stefáns-dóttir fæddist á Kálfafelli í Suður- sveit 5. sept. 1912. Hún lést á Hjúkrun- arheimilinu Skjól- garði 19. des. síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Stefán Jónsson, hreppstjóri og bóndi á Kálfa- felli, og kona hans Kristín Eyjólfsdótt- ir. Börn þeirra hjóna voru fimm sem á legg komust, þau voru í aldurs- röð: Eyjólfur Júlíus, bóndi og organisti í Suðursveit og á Höfn, f. 14. júlí 1905, d. 31.1. 1994, Steinn Jósúa, skólastjóri og org- anisti á Seyðisfirði, Ingunn Þyri Regína, Bríet Magnea, húsmóðir í Borgarhöfn og á Höfn og Guðný Ólafía, húsmóðir og símamær á Akranesi og í Reykjavík. Regína bjó nokkurt skeið með Gísla Jónssyni í Borgarhöfn, sem lést langt um aldur fram. Árið 1945 giftist hún Gísla Björnssyni, síðar rafveitustjóra á Hornafirði, þau höfðu verið í sambúð frá 1938. Gísli, f. 18. mars 1896, d. 25. maí 1988, var sonur Björns Gísla- sonar og Borghildar Pálsdóttur maí1996, maki Guðmundur Páls- son, Borghildur, húsmóðir á Stöðvarfirði og Reykjavík, f. 1. apríl 1923, maki Jón Kristjáns- son, og Björn Karl, rafvirkja- meistari á Höfn, f. 8. febrúar 1925, d. 28. ágúst 2001, maki Auður Jónasdóttir. Regína ólst upp við almenn sveitastörf á Kálfafelli, stundaði nám í Húsmæðraskólanum á Hall- ormsstað 1932–1934, seinna árið í hlutastarfi sem kennari. Hún var við barnakennslu í Suðursveit í tvö ár að loknu námi á Hallorms- stað. Á Höfn bjó hún í 64 ár, hús- móðir á Grímsstöðum og Vestur- braut 13. Hún tók virkan þátt í starfi manns síns og starfaði mik- ið að félagsmálum á Höfn, var lengi formaður Kvenfélagsins Tí- brár og í stjórn Sambands a- skaftfellskra kvenna. Hún sat í sóknarnefnd og vann ötullega að málefnum kirkjunnar á Höfn og söng í kirkjukórnum um árabil. Hennar aðalbaráttumál var að koma upp Elli- og fæðingarheim- ili á Höfn og það var gleðidagur fyrir hana og félagssystur henn- ar, þegar lítið fæðingarheimili var opnað á Höfn 1970. Þar fædd- ist skömmu seinna lítil dóttur- dóttir hennar. Regína fékk svo að njóta umönnunar á dvalar- og hjúkrunarheimilunum á Höfn síð- ustu 10 árin. Útför Regínu verður gerð frá Hafnarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. sem bjuggu á Austur- hól og Meðalfelli í Nesjum. Börn Gísla og Regínu eru tvö: a) Kristín, kennari í Nesjaskóla, f. 29. júlí 1940, gift Hreini Ei- ríkssyni kennara á sama stað. Þau eiga þrjú börn, Regínu, landfræðing á Nátt- úrufræðistofnun, Steingerði stjórn- málafræðing og kennara í Framhalds- skóla A-Skaft. og Pálmar, íþróttakenn- ara, sem starfar í World Class. b) Baldur, skólameistari Iðnskólans í Reykjavík, f. 20. ágúst 1947, sambýliskona hans er Þórey Að- alsteinsdóttir, miðasölustjóri í Þjóðleikhúsinu. Börn Baldurs eru Stefanía, kennari í Reykjavík, og Gísli Marteinn, stjórnmálafræð- ingur og sjónvarpsmaður í Reykjavík. Móðir þeirra er Elísa- bet Sveinbjörnsdóttir. Barna- barnabörn Regínu eru átta. Stjúpbörn Regínu eru Arn- grímur, vélstjóri og kirkjuvörður á Höfn, f. 10. ág. 1919, d. 18. mars 1997, maki Hrafnhildur Gísla- dóttir, Katrín, húsmóðir í Reykja- vík, f. 11. jan. 1922, d. 27. Elsku mamma. Mikið held ég að þú sért hvíld- inni fegin eftir 90 ár, þar sem síð- ustu árin voru öðrum hulin. Ég dá- ist að því hvernig þú komst inn í heimilið á Grímsstöðum, þar sem voru fjórir unglingar, sem nýlega höfðu misst móður sína, tengdafor- eldrar, gamall maður sem fylgdi með og pabbi. Þú gafst ekki mikið út á erfiðleikana, gamla fólkið létti nú líka undir, sagðir þú. Þú tókst þessu með jákvæði og hafðir engin óþarfa orð um það. Það er eitt af því sem einkenndi þig að gera gott úr öllum hlutum. Samheldni ykkar pabba var ein- stök en mér er ljóst að þinn hlutur var ekki minni. Ég minnist sér- staklega áranna eftir að þið fluttuð frá Grímsstöðum hversu ánægju- legar stundir þið áttuð. Pabbi var farinn að vaska upp með þér og stulla eitthvað í eldhúsinu. Ég veit ekki hvort það var einhver hjálp í því en það var notalegt. Þú hefðir mátt ala pabba aðeins betur upp því þrátt fyrir alla hans tæknikunnáttu og útsjónarsemi þá held ég að hann hafi ekki getað hellt uppá kaffi. Þú þurftir hins vegar oft að hella uppá, því gest- kvæmt var í meira lagi. Þá nýttist þinn góði eiginleiki að gera allt eins og án fyrirhafnar, og skipti þá engu hvort komu tveir eða fjórir gestir með pabba í mat, eða sveitungar þínir úr Suðursveit. Ekki má gleyma áhuga ykkar á garðræktinni. Grímsstaðagarður- inn var alltaf eins og skrúðgarður og nostur þitt við morgungosa, krókusa og lauka skilaði sér í blómaskrúði, að mér finnst, árið um kring. Sumarbústaðinn, ykkar sælureitur, handbragð þitt er þar enn á öðrum hverjum hlut. Elsku mamma, takk fyrir ljúft og gott atlæti sem aldrei er full þakk- að. Hafi ég gleymt að þakka fyrir kúfaðan disk af smurðu brauði sem beið mín alltaf þegar ég kom heim af dansleikjum á mínum unglings- árum, geri það hér með. Ég veit að þú hefðir viljað þakka betur fyrir alla umhyggjuna, sem þú naust þessi síðustu ár en ekki haft orð til þess, því geri ég það fyrir þína hönd. Starfsfólkinu á Skjólgarði þakka ég fyrir sérstaklega hlýtt og gott viðmót og góða ummönnun. En umfram allt vil ég þakka Krist- ínu systur minni og hennar fjöl- REGÍNA STEFÁNSDÓTTIR Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, GUÐRÚN HELGA BJARNADÓTTIR, Hátúni 10, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnu- daginn 22. desember. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju mánu- daginn 30. desember kl. 14.00. Soffía Jakobsdóttir, Steinar Magnússon, Vilborg Ása Fossdal, Reynir Ólafsson, Guðrún Helga, Elísabet Sara og Ólafur Garðar Reynisbörn, Kristinn Ásmundsson, Bryndís Sumarliðadóttir, Hansína Lárusdóttir, Ingjaldur Sigurðsson. Elskulegur maðurinn minn, stjúpfaðir, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANNES KRISTJÁNSSON bóndi, frá Ytri-Hjarðardal, Hlíf II, Ísafirði, lést að morgni aðfangadags 24. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Ingibjörg Jóhannesdóttir, Eiríkur Ásgeirsson, Guðný Þorvaldsdóttir, Kristján Jóhannesson, Guðrún Jónsdóttir, Elín Jóhannesdóttir, Gísli Þorsteinsson Helga Jóhannesdóttir, Arnór Jósefsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur bróðir okkar, ÞORSTEINN HÁKONARSON, Brautarási 3, áður Skarphéðinsgötu 12, lést á Landspítalanum Fossvogi þriðjudaginn 24. desember. Hörður Hákonarson, Ragnheiður Edda Hákonardóttir, Guðbjörg Karólína Hákonardóttir, Kristín Helga Hákonardóttir, Anna Margrét Hákonardóttir, Guðborg Hrefna Hákonardóttir, Jón Hákonarson, Guðrún Sigurrós Hákonardóttir. Hjartkær eiginmaður minn og faðir okkar, SIGMUNDUR BALDVINSSON, Borgarvegi 36, Njarðvík, er látinn. Anna Magnúsdóttir, Magnús Þór Sigmundsson, Brynjar Sigmundsson, Ósk Sigmundsdóttir, tengdabörn og barnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, JÓNA BJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR hjúkrunarkona, frá Múla við Suðurlandsbraut, síðast til heimilis á Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, sem lést mánudaginn 23. desember, verður jarðsungin frá Akraneskirkju mánudaginn 30. desember kl. 14.00. Bergþóra Bergmundsdóttir, Guðmundur Ágústsson, Þórir Bergmundsson, Guðríður Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.