Morgunblaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 24
LANDIÐ 24 LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ „GRÍMSEYJARBÖRNIN birtuna bera – jólin þau minna á, megi þau vera“ hljómaði í Félagsheimilinu Múla þegar skólabörnin í Lús- íukyrtlum sínum með ljósum prýdda Lúsíuna, Júlíu Ósk í 4. bekk, í fararbroddi gengu um salinn. For- eldrar og aðrir Grímseyingar mættu til að fá sér góðan kaffisopa og Lúsíusnúða sem börnin höfðu bakað. Tvær stúlkur lásu upp fyrir gestina fróðleik um Lúsíu og siðina í kringum hana. Ein sagan segir að Lúsían – drottning ljóssins – hafi orðið písl- arvottur á 4. öld eftir Krist. En hjarta hennar sló fyrir lítilmagnann og vildi hún öllum gott gera og gefa allt sem hún átti. Lúsían hefur líka verið táknmynd augnanna sem eru jú ljós sálarinnar. Lúsían er boðberi hækkandi sólar og lengri daga. Fyr- ir okkar tímatal var 13. desember einmitt skemmsti og dimmasti dag- ur ársins. Svíar eru einna dugleg- astir af Norðurlandaþjóðunum að halda upp á Lúsíudaginn. Hver bær og hver borg – hver skóli og hver kirkja í Svíþjóð velja sér sína Lúsíu. Lúsían á Íslandi birtist fyrst í stigagangi í Breiðholti fyrir rúmum þrjátíu árum. Og hægt og bítandi hefur Lúsían skapað sér sess meðal okkar Íslendinga. Hér í Grímsey höfum við haldið Lúsíudaginn há- tíðlegan í níu ár og er Lúsían kær- komin gleðigjafi í desembermyrkr- inu. Morgunblaðið/Helga Mattína Lúsíuhátíð við heimskautsbaug Grímsey SÍÐUSTU þrjár vikurnar fyrir jólafrí unnu nemendur Grunnskóla Bolung- arvíkur að verkefni þar sem tekið var fyrir tímabilið 1975 til 1982. Unnu þeir tveir og tveir saman að upplýs- ingaöflun um hina ýmsu þætti þessa tímabils og skiluðu niðurstöðum sín- um með fyrirlestrum. Meðal þess sem krufið var til mergjar var hagkerfið á þessu tíma- bili, verðbólgan og bankakerfið, stjórnmálaflokkar ríkisstjórnir og ráðherrar, kapitalismi og kommún- ismi. Fjallað var um olíukreppuna á þessu tímabili og kalda stríðið. Einnig kynntu nemendurnir sér fjölmiðla- flóruna, atvinnumenn í knattspyrnu, tísku þessa tímabils og margt fleira. Eftir mikla vinnu við heimildaröfl- un með lestri bóka og tímarita og við- tölum við fólk, sem sérfræðiþekkingu hafði á viðkomandi málefni, var verk- efninu lokað með fyrirlestrum. Lokapunkturinn var síðan dans- leikur í Víkurbæ þar sem tónlist þessa tímabils, diskólögin, var spiluð og unglingarnir klæddust eftir tísku þess tíma. Nemendurnir settu sig í „diskófíl- ingu“ og lærðu t.d að bömpa eins og það hét á diskómáli. Að taka fyrir ákveðin tímabil úr fortíðinni og skoða þau ofaní kjölinn er að verða árlegt verkefni hjá nem- endum unglingastigs Grunnskóla Bolungarvíkur og á síðasta vetri voru t.d tekin fyrir stríðsárin. Ljósmynd/Gunnar Hallsson Nemendurnir rifjuðu upp diskóárin í viðeigandi klæðnaði. Kynntu sér tíðarand- ann á diskóárunum Bolungarvík SUÐURNES SLYSAVARNADEILDIN Þorbjörn er þessa dagana með slysavarnaá- tak meðal barna í 5. bekk í Grunn- skóla Grindavíkur. Markmiðið er að allir krakkar noti hlífðarbúnað sem þau fá afhendan í skólanum en það eru gleraugu og ullarvettlingar. Krakkarnir fá jafnframt fyr- irlestur um hvað þarf að varast í meðferð flugelda en þar er ítrekað mikilvægi þess að hafa fullorðna nálægt þegar skoteldar eru með- höndlaðir og að sjálfsögðu þarf að nota öryggisbúnaðinn. Auk þess er í gangi mynda- samkeppni þar sem allir þátttak- endur fá stjörnuljósapakka að gjöf frá deildinni fyrir þátttökuna. Þrjár bestu myndirnar að mati dóm- nefndar í þessari samkeppni fá síð- an óvæntan glaðning á gamlársdag. Það voru þeir Pétur Breiðfjörð og Sigurður Viðarsson sem ræddu við krakkana. Þegar þeir voru spurðir um tilganginn með þessari uppá- komu höfðu þeir þetta að segja: „Þetta er nú góð spurning. Það er búinn að vera áróður í notkun á hlífðargleraugum en okkur fannst það ekki alveg nóg. Við vissum ekki um neitt augnslys á síðasta ári en nokkuð hefur verið um bruna á höndum. Kveikjan var kannski sú að á síðasta ári fengum við vitn- eskju um að eitt barn hefði lent í því að flísvettlingar þess bráðnuðu og viðkomandi fékk brunasár. Krakk- arnir taka þessum leiðbeiningum vel og það er gaman að segja frá því að við fengum eina sérlega góða spurningu í öðrum 5. bekknum sem við fórum í en þar var spurt: Kvikn- ar þá ekki í þessum vettlingum ef þeim er hent á brennuna?“ Börnin komin með hlífðargleraugu og vettlinga. Gefa ullarvettlinga og hlífðargleraugu Grindavík Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Börnin í fimmta bekk E settu strax upp hlífðargleraugun og vettlingana. ÍBÚUM í Reykjanesbæ fækkaði á árinu um 30. Í Sandgerði stóð íbúa- talan nokkurn veginn í stað en í öðr- um sveitarfélögum á Suðurnesjum fjölgaði umfram landsmeðaltal. Á Suðurnesjum voru 16.793 íbúar hinn 1. desember síðastliðinn, sam- kvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands. Hafði íbúum svæðisins fjölgað um 0,39% frá sama tíma fyrir ári en það er nokkuð undir lands- meðaltali sem var 0,68%. Á Suður- nesjum búa nú 5,8% landsmanna. Nokkuð fækkaði í stærsta sveitar- félaginu, Reykjanesbæ, eins og fram kemur á meðfylgjandi töflu. Í Sand- gerði fækkaði um einn. Hins vegar varð 2–2,5% fólksfjölgun í Grindavík, Gerðahreppi og Vatnsleysustrand- arhreppi. Þegar litið er til þróunar síðustu tíu ára, eða frá 1. desember 1992, sést að íbúum á Suðurnesjum hefur fjölgað um 8,4% á sama tíma og landsmönnum hefur fjölgað um rúm 10%. Munar mest um hæga fjölgun í stærsta sveitarfélaginu, Reykja- nesbæ. Hins vegar hefur íbúum í Vatnsleysustrandarhreppi fjölgað um tæp 30% á þessu tímabili.                       ! "                      # $% &&   "" '!          !" # $%& $    Íbúum fækkar í Reykjanesbæ Reykjanes BLÁA lónið er opið um jól og áramót, eins og venjulega, enda er það opið alla daga ársins. Um 800 manns sóttu baðstað- inn um jólin. Aukin áhersla er lögð á ferðir til Íslands yfir jól og áramót en erlendir ferðamenn hafa undr- ast að lokað sé á veitingastöð- um og ýmsum stöðum sem veita afþreyingu yfir hátíðirn- ar, eins og fram kom í blaðinu í gær. Af því tilefni hefur Bláa lónið vakið athygli á því að það er opið 365 daga á ári. „Allt frá upphafi hefur það verið stefna Bláa lónsins hf. að veita góða þjónustu alla daga ársins. Bláa lónið er því ávallt opið yfir jól og áramót. Árið í ár var engin undantekning og heimsóttu hátt í 800 gestir Bláa lónið yfir jólin. Þá sækja Ís- lendingar Bláa lónið í auknum mæli yfir hátíðarnar,“ segir í fréttatilkynningu. Bláa lónið er opið frá 10 til 19.30 næstu daga, á gamlárs- dag frá 10 til 16 og á nýársdag frá 10 til 19.30. 800 gestir sóttu bað- staðinn um jólin Bláa lónið VERKALÝÐS- og sjómanna- félag Keflavíkur á sjötíu ára af- mæli í dag. Af því tilefni verður haldin afmælishátíð í félags- heimilinu Stapa og hefst hún klukkan 14. Kristján Gunnarsson, for- maður félagsins, ávarpar sam- komuna, auk gesta. Fé- lagsmenn verða heiðraðir í tilefni afmælisins. Sigrún Eva Ármannsdóttir syngur nokkur lög, Jóhannes Kristjánsson fer með gaman- mál og Rúnar Júlíusson rokkar. Boðið verður upp á kaffi og mun Guðmundur Her- mannsson leika nokkur lög. Fé- lagsmenn og aðrir velunnarar eru boðnir velkomnir á afmæl- ishátíðina. Afmælishátíð hjá verka- lýðsfélaginu Reykjanesbær ÞRJÁR líkamsárásir voru kærðar til lögreglunnar í Kefla- vík í gærmorgun, eftir dansleik í félagsheimilinu Stapanum. Fólkið var slegið í andlitið, samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar, en meiðsli munu ekki vera alvarleg. Þrjár líkams- árásir kærðar Njarðvík KJÖRI Íþróttamanns Kefla- víkur verður lýst við athöfn í fé- lagsheimili Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags, við Hring- braut klukkan 13 í dag. Tilkynnt verður um íþrótta- menn einstakra deilda innan fé- lagsins, það er að segja í körfu- bolta, knattspyrnu, fimleikum, sundi, badminton, skotfimi og taekvondo. Loks verður íþróttamaður ársins kjörinn. Kosinn íþróttamaður ársins Keflavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.