Morgunblaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 37 ÍÞESSUM dálkum hefur áð-ur og raunar í tvígang veriðvikið að frumlagi í setninguog hvernig umsögnin og önnur orð, sem eiga við frumlagið, laga sig að því. Enn skal höggvið í þennan sama knérunn enda má segja, að varla líði sá dagur, að þessi meginregla sé ekki þver- brotin, ýmist í mæltu máli eða rit- uðu. Dæmin eru mörg en hér verða tvö látin duga. Í útvarpsfrétt um tétsenskan skæruliðaforingja, sem nýlega bar beinin í rússnesku fangelsi, sagði, að hann hefði stað- ið fyrir árásum í Suður-Rússlandi þar sem „hundruð gísla voru tekn- ir“. Svona skrif bera ekki vott um mikla tilfinningu fyrir íslensku máli og skiptir þá engu hvort við- komandi hefur einhverja vitneskju um frumlag eður ei. Hér er ein- faldlega verið að segja: „Hundruð voru teknir“; ekki „tekin“ eins og rétt er. Ljóst er raunar, að höfundur var ekki með frumlagið, „hundruð“, í huga, heldur „gísla“, sem er eign- arfallseinkunn og segir um hvers konar hundruð er að ræða. Frum- lagið er hins vegar aldrei í eign- arfalli, heldur nefnifalli. Við segj- um ekki „gísla voru teknir“. Hitt dæmið er fyrirsögn í einu dagblaðanna: „Um helmingur hrárra gæra fluttar út.“ Íslenskan, sem hér er boðið upp á, er þessi: „Um helmingur fluttar út.“ Hér skiptir frumlagið skrifarann engu máli en eignarfallseinkunnin, „hrárra gæra“, látin ráða ferðinni. Þessi háttur, að láta bara stjórn- ast af einhverri óljósri og oft rangri tilfinningu fyrir frumlaginu, er því miður orðinn mjög algengur í íslenskri fréttamennsku. – – – Umsjónarmaður er einn af þeim, sem hafa áhyggjur af þróun máls- ins um þessar mundir og dæmin hér á undan sýna með öðru það los, sem komið er á meðferð íslenskrar tungu. Að málvillunum slepptum virðist einhvers konar enska vera orðin tamari mörgum en móð- urmálið og jafnvel menntað fólk getur varla tjáð sig nema sletta ensku í tíma og ótíma. Það tekur því tæplega að tína til dæmin, þau glymja í eyrunum alla daga, en er það ekki undarlegt metnaðarleysi þegar fulltrúi eða talsmaður opinberrar stofnunar stagl- ast á því að „matsa“ (to match) í stað þess að nota íslensku um jafn- einfalt mál. Það væri kannski ráð fyrir for- ráðamenn fjölmiðlanna að taka sér Stefán Gunnlaugsson bæjarfógeta til fyrirmyndar og setja sínu starfsfólki og viðmælendum þess þá meginreglu, að í íslenskum fjöl- miðli skuli íslenska töluð og rituð. Menn eiga ekki að komast upp með sletturnar og aulafyndni á borð við „eins og sagt er á góðri ís- lensku“. – – – Að slettunum frátöldum er framburður margra svo óskýr, að illmögulegt er að skilja þá. Orðin eru gleypt, klippt og skorin og síð- an hrúgað inn svo miklu af hikorð- um, að varla er um að ræða, að ein einasta setning komist óbrjáluð til skila. Langt er um liðið síðan umsjón- armaður kenndi ungum börnum ís- lensku í skóla en trúlega er kennsl- an með líku sniði og áður. Það má hins vegar velta því fyrir sér hvort ekki sé orðið brýnt að leggja meiri áherslu en áður á framburðinn, að kenna börnunum að kveða skýrt að orðunum. Það gæti hjálpað þeim, sem orðnir eru miðaldra og eldri, til að skilja unga fólkið en það er hreint ekki alltaf svo auð- velt. Raunar þarf ekki ungt fólk til. Þessi leti við að kveða skýrt að er að verða einkennandi fyrir með- ferð íslensks máls nú um stundir. – – – Sem dæmi má nefna, að orðið „náttúrulega“ er nær undantekn- ingalaust borið fram „náttlega“ og algengt orð eins og til dæmis „mið- vikudagur“ er hjá mörgum orðið „miðkudagur“. Þegar svo er komið er fólk að sjálfsögðu hætt að skilja merkingu orðsins. Dæmi um þetta síðastnefnda birtist í heilsíðuauglýsingu frá Vík- ingalottóinu fyrir nokkrum dög- um: „ER í kvöld eins og önnur miðkudagskvöld.“ Þannig hljóðaði auglýsingin og það er engin ástæða til að ætla, að um prentvillu hafi verið að ræða því að neðst á síðunni var hnykkt á þessu með „Alltaf á miðkudögum“. Auglýsingin var merkt ákveð- inni auglýsingastofu og ætla mætti, að slíkt fyrirtæki legði metnað sinn í að skila vandaðri vinnu. Vettvangur þess er umfram annað íslenskt mál og slíkt fyr- irtæki hlýtur að gera þá kröfu til starfsmanna sinna, að þeir tali hana og skrifi skammlaust. Jafnvel mennt- að fólk getur varla tjáð sig nema sletta ensku í tíma og ótíma svs@mbl.is ÍSLENSKT MÁL Eftir Svein Sigurðsson NOKKRU fyrir jól kom út jóla- blað Norðurstjörnunnar, málgagns Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, í hinu nýja Norðaust- urkjördæmi. Í blaðinu birtist viðtal við Þuríði Backman þingmann Austurlandskjördæmis og skal eitt efnisatriði viðtalsins gert að umtals- efni í þessari stuttu grein. Í viðtalinu víkur Þuríður að virkj- ana- og stóriðjumálum á Austur- landi og segir að sveitarstjórnar- menn undir forystu Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) hafi keyrt málið hart áfram. Í við- talinu segir m.a. orðrétt: „Dyggur stuðningur sveitarstjórnarmanna hefur verið mikils metinn hjá fram- sóknarráðherrunum. Í þessu and- rúmslofti er erfitt að koma fram og mótmæla skammtímagróða og -hugsun þegar ekkert annað er í boði. Mjög margir eru í hjarta sínu á móti þessum miklu náttúruspjöll- um en hafa valið að láta þetta yfir sig ganga. SSA talar því ekki fyrir hönd allra Austfirðinga, eingöngu þeirra sem helst knýja á um fram- kvæmdir á svæðinu enda hefur stjórnin ekki lagt sig fram við að hlusta á gagnrýni og koma henni á framfæri. Því upplifa margir að skoðanakúgun sé í gangi og fáir treysta sér til að bera þann stimpil að vera „óvinur Austurlands“.“ Með þessum orðum gefur þing- maðurinn sterklega í skyn að vinnubrögð SSA feli í sér skoð- anakúgun og er það í reynd bæði ótrúleg og háalvarleg ásökun. Vegna þessara ummæla er nauð- synlegt að Þuríður Backman geri sér grein fyrir því að á vettvangi SSA hefur farið fram mikil umræða um orku- og stóriðjumál á Austur- landi og hefur náðst að byggja upp ótrúlega góða samstöðu á meðal sveitarstjórnarmanna um þau mál- efni. Árlega á aðalfundum SSA er fjallað um þessi mál og stefna mót- uð. Á árunum 1999–2001 voru á að- alfundunum samþykktar ályktanir til stuðnings virkjun og álveri með tveimur til þremur mótatkvæðum en þau tíðindi gerðust á aðalfundi sl. haust að slík ályktun var sam- þykkt samhljóða. Sú eining sem náðst hefur á með- al austfirskra sveitarstjórnarmanna um virkjana- og stóriðjumálin fer augljóslega mikið í taugarnar á þingmanninum en langt þykir mér seilst þegar hún telur að skýringin á einingunni felist í skoðanakúgun sem beitt er. Óneitanlega leiðir þetta til þess að menn spyrji sig: Hvert er álit þingmannsins á for- ystusveit SSA? Trúir þingmaðurinn því virkilega að forystumenn SSA beiti fólk skoðanakúgun? Hvert er álit þingmannsins á austfirskum sveitarstjórnarmönnum almennt? Trúir hún því að þeir láti kúga sig á þessu sviði? Er þingmaðurinn kannski þeirrar skoðunar að allir Austfirðingar sem ekki eru sam- mála henni hvað þessi mál varðar séu fórnarlömb skoðanakúgunar? Ég vil einnig minna þingmanninn á að verkalýðshreyfingin á Austur- landi, Þróunarstofa Austurlands, Ferðamálasamtök Austurlands og fleiri stofnanir og samtök hafa lýst yfir eindregnum stuðningi við virkj- unar- og stóriðjuáformin í fjórð- ungnum. Er skoðanakúgun einnig skýringin á eindreginni afstöðu þessara samtaka og stofnana? Skoðanakannanir hafa sýnt að mik- ill meirihluti Austfirðinga styður framkvæmdir við virkjun og stór- iðju og almenningur í landshlut- anum hefur myndað sérstök bar- áttusamtök til að berjast fyrir framgangi þessara mála (Afl fyrir Austurland). Telur þingmaðurinn að skoðanir meirihluta Austfirðinga á þessu sviði séu afleiðing víðtækr- ar skoðanakúgunar? Að undanförnu hefur undirritað- ur fylgst með málflutningi Þuríðar Backman um virkjana- og álvers- mál á Austurlandi og verið ósam- mála viðhorfum hennar í öllum grundvallaratriðum. En sannast sagna tók steininn úr við lestur um- rædds viðtals og er ekki hægt fyrir forystumenn SSA að sitja þegjandi yfir þeim ásökunum sem þar koma fram og eru gerðar að umtalsefni í þessari grein. Þessar ásakanir gera það í reynd að verkum að alvar- legur trúnaðarbrestur ríkir nú á milli þingmannsins Þuríðar Back- man og forystusveitar SSA. Þingmaðurinn og skoðanakúgunin Eftir Smára Geirsson „Alvarlegur trúnaðar- brestur ríkir nú á milli þingmanns- ins Þuríðar Backman og forystusveitar SSA.“ Höfundur er formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi. FLÓTTINN frá landsbyggðinni kemur ekki af sjálfu sér. Ákvarð- anir stjórnvalda og Alþingis liggja að baki. Hugmyndafræðin er algert frelsi markaðarins. Hagkvæmni sameiningar fyrir- tækja er algengt slagorð. Oft er þetta fyrst og fremst hagkvæmt fyrir fáa, aðaleigandann í stórfyr- irtækinu, sem gleypir allt að lok- um. Hagkvæmnin nýtist ekki heima í héraði, ekki verkafólki, ekki sjómönnum, ekki bændum. Hún nýtist risafyrirtækjunum sem lúta aðeins því lögmáli að græða fyrir eigin hag. Þegar það passar best að selja allt, er það gert án til- lits til þess hvort einhverjir missi vinnuna. Fiskurinn einkaeign fárra Fiskurinn í sjónum var gerður að eign útgerðarmanna, sem braska mátti með. Þetta átti að leiða til mestrar hagkvæmni í greininni, sem er sjálfsagt rétt út frá hagsmunum kvótaeigenda. En á fáum árum leiddi þetta til hruns í mörgum sjávarbyggðum. Það var Alþingi sem ákvað að fiskveiðikvótinn skyldi fara í einka- eign sem hægt væri að spila með. Hin stefnan, að allar veiðiheimildir skyldu vera í eign byggðanna út frá veiðireynslu, varð í minni hluta. Valdhafar voru á móti slíkri sam- eign þjóðarinnar og valddreifingu. Hin eyðandi leið einkavæðingar og kvótabrasks var farin. Horfum til framtíðar Fólk í dreifbýlinu kann að nefna mörg dæmi um hvernig lífsafkomu og möguleikum var spillt með framferði spákaupmanna og brask- ara, oft með dyggum stuðningi valdhafa. Ef snúa á vörn í sókn í byggðamálum er þó mikilvægast að læra af reynslunni. Við bætum ekki fortíðina, en við getum nýtt okkur reynslu hennar til betri framtíðar. Auðæfi okkar Byggðir landsins, þéttbýli sem dreifbýli, eiga mikið til að byggja framtíðina á. Við eigum mannauð, þekkingu og reynslu úr okkar lífi. Við eigum umhverfi, kaupstaðinn eða sveitina, þetta félagslega og skemmtilega sem fyrir okkur sjálf eru mikil verðmæti. Við eigum hús- næði og þjónustustarfsemi. Á öllu þessu þurfum við að byggja. Við eigum líka samstöðu, sem við þurf- um að virkja í baráttu fyrir byggð- inni. Sumir prédika að menn eigi bara að flytja þangað sem atvinnu er að fá. Þetta er slæm stefna. Við eigum að byggja upp atvinnulíf þar sem fólk er. Reynum að vinna fiskimiðin til baka, og gera þau að eign íbúa byggðanna. Leggjum ekki ræktar- land í eyði en nýtum það til mat- vælaframleiðslu. Hún er nokkuð sem við kunnum og verður ætíð okkar traustasta og byggðavæn- asta atvinnugrein. Við munum byggja á ferðamennsku, en líka á alls kyns iðnaði. Fjölbreytileikinn er mikilvægur. Þótt stórfyrirtæki virðist gróðavænleg þá gleymum því ekki að lítil fyrirtæki alveg nið- ur í einstaklinga geta skapað okkur meira lífsöryggi en stórfyrirtæki sem við ráðum ekki yfir. Stóriðjan Orkufrek stóriðja er lausnarorð valdhafa fyrir landsbyggðina. Þar sem vinna er stopul, væntir al- menningur oft mikils af henni, eins og af öllu sem bætir atvinnu- ástandið. Auðvitað munum við byggja að einhverju leyti á stór- iðju, en aðeins sem einum lið í okk- ar keðju og alls ekki þeim mik- ilvægasta. Við ráðum litlu sjálf um slík fyrirtæki, sem geta lagst af, þegar eigandanum hentar svo. Því megum við ekki gera hana að stórum þætti í okkar framtíð. Stóriðjan krefst mikillar fjárfest- ingar. Þarna fer fjármagn sem annars gæti farið í atvinnuvegi sem tryggja líf okkar betur til framtíðar og eru byggðavænni. Stóriðjulof- orðin hafa víða dregið úr frum- kvæði til annarrar uppbyggingar. Það er eins með stóriðju og nýt- ingu orku úr fallvötnum. Við þurf- um að móta sjálf stefnuna. Hvernig fellur hún að okkar lífsháttum og þeirri atvinnuuppbyggingu sem okkur þykir best. Annars eyðilegg- ur hún bara fyrir og raskar byggð- inni þegar til lengdar lætur. Samtakamáttur Það er eins með líf byggðanna og líf einstaklinga. Til að verja lífs- hagsmuni okkar er samtakamátt- urinn mikilvægastur. Í dreifðum byggðum landsins eru margir á sama báti. Verkafólk í landi, sjó- menn, bændur, einyrkjar, rekendur lítilla fyrirtæki o.fl. Menn vilja bæta atvinnuástandið, auka tekjur og treysta byggðina. Allir þessir hópar þurfa að leggja saman á ráð- in um eflingu byggðarinnar og um það yfirleitt sem betur má fara. Á landsbyggðinni er afar mikið frumkvæði til að skapa sér lífsvið- urværi. Sköpunargleðin ótrúleg. En kerf- ið og valdhafar er andsnúið og vill ekki setja peninga í það sem er að gerast úti á landi, svo furðilegt sem það kann að virðast. Hér þarf sam- takamátt til að knýja á um stuðn- ing. Grasrótin Framfara- og byggðafélög hafa verið að spretta upp víða um land. Í þessum félögum eru menn þvert á venjulegar flokkslínur og mark- miðið einfalt, að efla byggðina, lífs- afkomu og hamingju íbúanna. Mörg önnur félög hafa þetta sama á stefnu sinni. Það þarf að fara að byggja meira á slíkri grasrótar- starfsemi til að snúa vörn í sókn í byggðamálunum. Svo mætti láta sig dreyma um að öll slík samtök mynduðu með sér alþingi byggðanna, alþingi grasrót- arinnar til að sameina krafta. Þótt Alþingiskosningar séu mikilvægar, hefur reynslan sýnt okkur að við þurfum sjálf að skapa okkar fram- tíð. Það gerir enginn fyrir okkur. Að snúa vörn í sókn á lands- byggðinni Eftir Ragnar Stefánsson Höfundur er jarðskjálftafræðingur. „Við þurfum sjálf að skapa okkar framtíð.“ Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. Brandtex fatnaður Nýbýlavegi 12, sími 5544433 Stretchbuxur kr. 2.90 Konubux r frá kr. 1.790 ragtir, kjólar, blús ur og pils. Ódýr nát fatna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.