Morgunblaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 21 útsala debenhams hefst ídagkl. 11.00 50% afsláttur af völdum vörum S M Á R A L I N D komdu og ger›u gó› kaup ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 19 87 4 12 /2 00 2 allt a› Afgreiðslutími mán. - föst. kl. 11-19 lau. kl. 11-18 sun. kl. 13-18 PÓLSK stjórnvöld hafa ákveð- ið að kaupa 48 bandarískar F-16-orrustuþotur til að endur- nýja pólska flugherinn og laga hann að kröfum og stöðlum Atl- antshafsbandalagsins. Nýju F-16-þoturnar koma í staðinn fyrir sovét-rússneskar MiG- þotur, sem komnar eru til ára sinna. Samningurinn um þotu- kaupin er um 3,5 milljarða Bandaríkjadala virði, eða um 290 milljarða króna, og höfðu framleiðendur hinnar frönsku Mirage 2000-þotu og hinnar sænsk-brezku Gripen lagt sig mikið fram um að hreppa samn- inginn, en urðu að láta í minni pokann fyrir hinu bandaríska tilboði. Fylgi við Blair dalar BREZKI Verkamannaflokkur- inn, undir forystu Tony Blair forsætisráðherra, hefur dalað töluvert í vinsældum meðal kjósenda, en hefur þó enn mikið forskot á Íhaldsflokkinn. Í könnun Financial Times sögð- ust 43% aðspurðra styðja Verkamannaflokkinn; fyrir ári sögðust 51% þeirrar skoðunar. Meginflokkur stjórnarandstöð- unnar, Íhaldsflokkurinn, mæld- ist með 29% fylgi. Sprenging í Kirgístan SJÖ manns fórust og 26 særð- ust er gámur fullur af flugeld- um sprakk nærri gasgeymi á fjölsóttu markaðstorgi í Bis- hkek, höfuðborg Kirgístan, í gær. Gasgeymirinn sprakk einnig. Rannsóknarlögreglu- menn á vettvangi sögðust úti- loka að hér hefði verið um hryðjuverk að ræða. Talsmaður þjóðaröryggisráðs landsins sagði síðar að sá möguleiki hefði ekki verið útilokaður. Draga hagspá í efa SÉRFRÆÐINGAR fram- kvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins í Brussel telja spá þýzkra stjórnvalda um hagþró- un í Þýzkalandi á næsta ári of bjartsýna. Sérfræðingarnir eru sagðir telja að spá stjórnvalda í Berlín um 1,5% hagvöxt á árinu 2003 byggi á of bjartsýnum væntingum og því séu þær ráð- stafanir ófullnægjandi sem stjórnin hyggist grípa til í því skyni tryggja að halli á rekstri ríkissjóðs verði innan við mörk stöðugleikasáttmála Maas- tricht-sáttmálans, þar sem kveðið er á um að hallinn megi ekki fara upp fyrir 3% af vergri landsframleiðslu. Frostið tekur toll HÁTT í 200 manns hafa orðið úti í Moskvu það sem af er vetri. Tilkynnt var í gær um tvo menn til viðbótar sem vetrarkuldinn hefði dregið til dauða og var hin opinbera tala yfir látna þá kom- in í 192. Hitastig í Moskvu er þessa dagana í kringum 18 stiga frost á daginn og á nótt- unni verður meira en 20 stiga gaddur. Flest árleg fórnarlömb vetrarkuldans í rússnesku höf- uðborginni er útigangsfólk, aldraðir og drykkjusjúklingar. STUTT Pólverjar velja F-16 ÞING Tyrklands hnekkti í gær neit-unarvaldi forseta landsins og sam- þykkti breytingu á stjórnarskránni til að gera Recep Tayyip Erdogan kleift að verða forsætisráðherra. Þingið afnam ákvæði sem bannaði Erdogan, vinsælasta stjórnmála- manni landsins, að gegna opinberu embætti þar sem hann hefur verið dæmdur fyrir að „kynda undir trúar- legu hatri“. Ahmet Necdet Sezer, forseti Tyrklands, neitaði að undirrita stjórnlögin í vik- unni sem leið og sagði að þau hefðu verið samin sérstaklega fyrir Erdogan sem er leiðtogi stjórnar- flokksins, Rétt- lætis- og þróun- arflokksins. Þingið sam- þykkti stjórnlagabreytinguna hins vegar aftur í gær með 437 atkvæðum héraði 9. febrúar. Nái hann kjöri get- ur hann orðið forsætisráðherra. Varaformaður Réttlætis- og þró- unarflokksins, Abdullah Gul, varð forsætisráðherra eftir þingkosning- arnar 3. nóvember þegar flokkurinn fékk meirihluta þingsætanna. Erd- ogan hefur þó haft áhrif á bak við tjöldin og hagar sér eins og maður, sem er um það bil að taka við völd- um. Hann hefur m.a. farið í opinber- ar heimsóknir til aðildarríkja ESB, Bandaríkjanna og Rússlands. gegn 44. Sezer forseti þarf því nú annaðhvort að undirrita lögin eða efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um þau. Hefur mikil völd á bak við tjöldin Réttlætis- og þróunarflokkurinn á rætur að rekja til íslam en neitar því að hann vilji afnema veraldlega stjórnkerfið í Tyrklandi. Erdogan hefur stefnt að því að bjóða sig fram til þingsins í aukakosningum í Siirt- Stjórnarskrá breytt til að Erdog- an geti orðið forsætisráðherra Ankara. AP. Tayyip Erdogan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.