Morgunblaðið - 28.12.2002, Page 21

Morgunblaðið - 28.12.2002, Page 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 21 útsala debenhams hefst ídagkl. 11.00 50% afsláttur af völdum vörum S M Á R A L I N D komdu og ger›u gó› kaup ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 19 87 4 12 /2 00 2 allt a› Afgreiðslutími mán. - föst. kl. 11-19 lau. kl. 11-18 sun. kl. 13-18 PÓLSK stjórnvöld hafa ákveð- ið að kaupa 48 bandarískar F-16-orrustuþotur til að endur- nýja pólska flugherinn og laga hann að kröfum og stöðlum Atl- antshafsbandalagsins. Nýju F-16-þoturnar koma í staðinn fyrir sovét-rússneskar MiG- þotur, sem komnar eru til ára sinna. Samningurinn um þotu- kaupin er um 3,5 milljarða Bandaríkjadala virði, eða um 290 milljarða króna, og höfðu framleiðendur hinnar frönsku Mirage 2000-þotu og hinnar sænsk-brezku Gripen lagt sig mikið fram um að hreppa samn- inginn, en urðu að láta í minni pokann fyrir hinu bandaríska tilboði. Fylgi við Blair dalar BREZKI Verkamannaflokkur- inn, undir forystu Tony Blair forsætisráðherra, hefur dalað töluvert í vinsældum meðal kjósenda, en hefur þó enn mikið forskot á Íhaldsflokkinn. Í könnun Financial Times sögð- ust 43% aðspurðra styðja Verkamannaflokkinn; fyrir ári sögðust 51% þeirrar skoðunar. Meginflokkur stjórnarandstöð- unnar, Íhaldsflokkurinn, mæld- ist með 29% fylgi. Sprenging í Kirgístan SJÖ manns fórust og 26 særð- ust er gámur fullur af flugeld- um sprakk nærri gasgeymi á fjölsóttu markaðstorgi í Bis- hkek, höfuðborg Kirgístan, í gær. Gasgeymirinn sprakk einnig. Rannsóknarlögreglu- menn á vettvangi sögðust úti- loka að hér hefði verið um hryðjuverk að ræða. Talsmaður þjóðaröryggisráðs landsins sagði síðar að sá möguleiki hefði ekki verið útilokaður. Draga hagspá í efa SÉRFRÆÐINGAR fram- kvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins í Brussel telja spá þýzkra stjórnvalda um hagþró- un í Þýzkalandi á næsta ári of bjartsýna. Sérfræðingarnir eru sagðir telja að spá stjórnvalda í Berlín um 1,5% hagvöxt á árinu 2003 byggi á of bjartsýnum væntingum og því séu þær ráð- stafanir ófullnægjandi sem stjórnin hyggist grípa til í því skyni tryggja að halli á rekstri ríkissjóðs verði innan við mörk stöðugleikasáttmála Maas- tricht-sáttmálans, þar sem kveðið er á um að hallinn megi ekki fara upp fyrir 3% af vergri landsframleiðslu. Frostið tekur toll HÁTT í 200 manns hafa orðið úti í Moskvu það sem af er vetri. Tilkynnt var í gær um tvo menn til viðbótar sem vetrarkuldinn hefði dregið til dauða og var hin opinbera tala yfir látna þá kom- in í 192. Hitastig í Moskvu er þessa dagana í kringum 18 stiga frost á daginn og á nótt- unni verður meira en 20 stiga gaddur. Flest árleg fórnarlömb vetrarkuldans í rússnesku höf- uðborginni er útigangsfólk, aldraðir og drykkjusjúklingar. STUTT Pólverjar velja F-16 ÞING Tyrklands hnekkti í gær neit-unarvaldi forseta landsins og sam- þykkti breytingu á stjórnarskránni til að gera Recep Tayyip Erdogan kleift að verða forsætisráðherra. Þingið afnam ákvæði sem bannaði Erdogan, vinsælasta stjórnmála- manni landsins, að gegna opinberu embætti þar sem hann hefur verið dæmdur fyrir að „kynda undir trúar- legu hatri“. Ahmet Necdet Sezer, forseti Tyrklands, neitaði að undirrita stjórnlögin í vik- unni sem leið og sagði að þau hefðu verið samin sérstaklega fyrir Erdogan sem er leiðtogi stjórnar- flokksins, Rétt- lætis- og þróun- arflokksins. Þingið sam- þykkti stjórnlagabreytinguna hins vegar aftur í gær með 437 atkvæðum héraði 9. febrúar. Nái hann kjöri get- ur hann orðið forsætisráðherra. Varaformaður Réttlætis- og þró- unarflokksins, Abdullah Gul, varð forsætisráðherra eftir þingkosning- arnar 3. nóvember þegar flokkurinn fékk meirihluta þingsætanna. Erd- ogan hefur þó haft áhrif á bak við tjöldin og hagar sér eins og maður, sem er um það bil að taka við völd- um. Hann hefur m.a. farið í opinber- ar heimsóknir til aðildarríkja ESB, Bandaríkjanna og Rússlands. gegn 44. Sezer forseti þarf því nú annaðhvort að undirrita lögin eða efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um þau. Hefur mikil völd á bak við tjöldin Réttlætis- og þróunarflokkurinn á rætur að rekja til íslam en neitar því að hann vilji afnema veraldlega stjórnkerfið í Tyrklandi. Erdogan hefur stefnt að því að bjóða sig fram til þingsins í aukakosningum í Siirt- Stjórnarskrá breytt til að Erdog- an geti orðið forsætisráðherra Ankara. AP. Tayyip Erdogan

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.