Morgunblaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Miðasala opnar kl. 11.30 HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Rapparinn Lil Bow Wow finnur galdraskó sem Jordan átti og kemst í NBA! Margur er knár þó hann sé smár - frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Sýnd kl. 12, 2 og 4. Sýnd kl. 12, 2, 4, 6, 8, 10 og 11.30. kl. 3, 7 og 11. YFIR 50.000 GESTIR DV RadíóX Sýnd kl. 2, 5, 6.30, 8, 10 og 11.30. B.i.12 ára “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com i “Besta mynd ársins” SV. MBL Kvikmyndir.com 1/2HK DV “Mögnuð upplifun” FBL “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com i i i RadíóXDV YFIR 50.000 GESTIR. Sýnd kl. 5.15 og 7.40. B.i. 12 ára Sýnd kl. 12 KRAFTSÝNING, 2, 4, 8, 10 og KRAFTSÝNING kl. 12. KRAFTsýningar kl. 12 og 12 “Besta mynd ársins” SV. MBL Kvikmyndir.com 1/2HK DV “Mögnuð upplifun” FBL ÞAÐ er eflaust með talsverðum væntingum sem margur Íslendingur- inn fer í bíó þessa dagana til að sjá Stellu í framboði, framhaldsmyndina um Stellu Löve og aðrar persónur sem við sögu komu í frummyndinni, Stellu í orlofi. Sú ágæta gamanmynd hefur nefnilega öðlast allt að því goð- sagnakenndan sess í íslenskri þjóð- arsál, og hefur haldið áfram að ávinna sér hylli nýrra áhorfenda allt frá því að hún kom út fyrir 16 árum. Sá sann- íslenski farsi sem Guðný Halldórs- dóttir samdi handritið að og Þórhild- ur Þorleifsdóttir leikstýrði, skartaði mörgum ógleymanlegum persónum, einkum hinni glaðlyndu húsmóður Stellu Löve (Edda Björgvinsdóttir), sem flýtur í öllum sínum gjörðum nokkrum sentimetrum fyrir ofan jörðina, og er ekki mjög meðvituð týpa, en veit sínu viti og lætur ekki vaða yfir sig þyki henni of langt geng- ið. Sænski alkóhólistinn Salómon Gustavson, sem ætlaði að ná sér í „meðíferð“ á Íslandi, en lenti hins vegar í þeim ranga misskilningi að fara með Stellu og börnum í við- burðaríka orlofsferð, varð hreint ódauðlegur í túlkun Ladda. Í gegnum aðrar persónur og uppákomur mynd- arinnar var skopast að ýmsum þátt- um í lífi hins dæmigerða Íslendings, og ýmiskonar plebbaháttar og vit- leysingsgangs í þjóðarsálinni. Hér er þó ekki ætlunin að upphefja Stellu í orlofi í einhverjum nostalg- ískum bláma. Þar er alls ekki um eitt- hvert ódauðlegt kvikmyndaverk að ræða, heldur kvikmynd sem var fyrst og fremst fyndin og ætlað að skemmta íslenskum áhorfendum, ungum ekki síður en öldnum. Um- gjörð og áferð myndarinnar var hrá og bar yfirbragð þess reynsluleysis og „drífum bara í þessu“ viðhorfs sem einkenndi að miklu leyti íslenska kvikmyndgerð í á vordögum hennar. Það má spyrja sig hvort þessi kæru- leysislegi augnabliksfarsi standi und- ir frekari málalengingum, og svo virðist ekki af framhaldsmyndinni Stella í framboði að dæma. Þar er að minnsta kosti ekki vandað nógu vel til verksins, treyst er um of á forna frægð persónanna, og losarabragur handrits gerir það að verkum að flest- ar tilraunir til fyndni falla um sjálfar sig. Einhvern veginn finnst manni að sá amatörslegi einkahúmorsbragur sem leikur yfir myndinni eigi að heyra sögunni til, þetta var réttlæt- anlegt í tilfelli Stellu í orlofi og hefur hugmyndin ef til vill verið sú að hafa framhaldsmyndina í anda þeirrar fyrri. En nú, sextán árum síðar, þeg- ar fagþekking og skilningur á frá- sagnarmöguleikum kvikmyndamið- ilsins er almennt meiri, stingur hið kæruleysislega tæknilega yfirbragð framhaldsmyndarinnar í stúf og gref- ur undan ánægjunni af því að horfa á hana. Þetta er reyndar synd því þær söguaðstæður sem lagt er upp með lofa góðu. Þar er staðan tekin á Stellu og félögum og hafa aðstæður í lífi þeirra breyst nokkuð frá því sem áhorfendur kynntust í fyrri mynd- inni. Í Stellu í orlofi fylgdumst við með því hvernig hún braust út úr hlutverki húsmóður í misheppnuðu hjónabandi og gerðist sjálfstæð at- hafnakona. Hún hefur nú náð langt á því sviði og rekur fyrirtækið Fram- koma.is sem sérhæfir sig í hvers kyns almannatengslum og persónuleika- hönnun eins og hún orðar það sjálf. Fyrirtækið rekur Stella í félagi við Salómon en þar sérhæfir hann sig í skipulagmálum. Í gegnum röð tilvilj- ana slæðist Stella síðan inn í harðvít- uga pólitíska baráttu miðflokksins og centrumlistans, og Salómon lendir í miklum erfiðleikum í samskiptum sínum við Anton flugstjóra. Sá er löngu búinn að fyrirgera flugréttind- um sínum, og hefur snúið sér að upp- byggingu stríðs- og flugtengdrar Slakt framhald KVIKMYNDIR Háskólabíó, Sambíóin Leikstjórn og handrit: Guðný Halldórs- dóttir. Kvikmyndataka: Hálfdán Theo- dórsson. Leikmynd: Þorkell Harðarson. Klipping: Elísabet Ronaldsdóttir. Tónlist: Ragnhildur Gísladóttir. Hljóð: Pétur Ein- arsson. Aðalhlutverk: Edda Björgvins- dóttir, Þórhallur Sigurðsson, Gísli Rúnar Jónsson, Rúrik Haraldsson, Björn Jör- undur, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Örn Árna- son, Sigurður Sigurjónsson, Júlíus Brjánsson, Helga Braga Jónsdóttir, Stef- án Karl Stefánsson og Steinn Ármann Magnússon. STELLA Í FRAMBOÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.