Morgunblaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Átak Saman-hópsins Margir vilja hafa áhrif UNDANFARINáramót hefurSaman-hópurinn, samstarfshópur um áfeng- is- og vímuefnavarnir, staðið fyrir auglýsinga- átaki þar sem fjölskyldur eru hvattar til að fagna tímamótunum saman og safna góðum minningum frá þeim. Þessi áramót eru engin undantekning því um þessar mundir er verið að dreifa kortum með sömu skilaboðum á öll heimili í landinu. Bergþóra Valsdóttir er fram- kvæmdastjóri SAMFOK og í forsvari fyrir þetta átak Saman-hópsins. Hún svaraði nokkrum spurn- ingum Morgunblaðsins um átakið og samstarfs- hópinn sem stendur að baki þess. – Hvað er Saman-hópurinn, að- dragandi þess félagsskapar, stofnun hans og hverjir eru þar á ferðinni? „Þeir sem standa að Saman- hópnum eiga það sameiginlegt að vinna á einhvern hátt með og fyrir börn og unglinga. Tengist sú vinna sérstaklega menntun, for- vörnum og meðferðarúrræðum. Fyrir fjórum árum hittist hluti núverandi hóps í húsnæði Áfeng- is- og vímuvarnaráðs til að fræð- ast um starfsemi hvers annars. Fljótlega var ljóst að markmið allra voru þau sömu, með örlitlum áherslumun og var ákveðið að nýta sér samtakamáttinn til að ná betri árangri í starfinu. Menn sáu að saman værum við sterkari og festist það nafn við hópinn. Í dag eiga eftirfarandi aðilar fulltrúa í samstarfshópnum: Áfengis- og vímuvarnaráð, Heimili og skóli, SAMFOK – samband foreldra- félaga og foreldraráða í Grunn- skólum Reykjavíkur, Fræðslu- miðstöð í fíknivörnum, Lögreglan í Reykjavík, Íþrótta- og tóm- stundaráð Reykjavíkur, Fé- lagsþjónustan í Reykjavík, Götu- smiðjan, Ríkislögreglustjórinn, Vímulaus æska, Samstarfsnefnd Reykjavíkur um afbrota- og fíkni- efnavarnir, Akureyrarbær, Bisk- upsstofa, Kópavogsbær, Rauða- krosshúsið og Heilsugæslan í Reykjavík.“ – Hver eru markmið og áherslur Saman-hópsins? „Markmið samstarfshópsins er að vekja athygli á hættum sem ógna börnum og unglingum. Enn- fremur að benda foreldrum á ábyrgð þeirra á uppeldi barna sinna og hvetja til jákvæðra sam- skipta fjölskyldunnar, ekki síst á sérstökum tímamótum s.s. um áramót, verslunarmannahelgi, 17. júní, við lok samræmdra prófa o.s.frv. Það skiptir öllu máli að vel sé staðið að uppeldi barnanna og þar er ábyrgð foreldranna ótvíræð. Það er ljóst að nokkuð er um að foreldrar finni til óöryggis í sínu uppeldishlutverki og vill sam- starfshópurinn með starfi sínu styrkja for- eldra og styðja, gefa þeim skýr skilaboð um mikilvægi þess að axla sína ábyrgð og verja tíma með börnum sínum.“ – Hvernig starfar Saman-hóp- urinn? „Hver og einn einstaklingur í hópnum býr yfir mikilli reynslu, hver á sínu sviði, og leggur það grundvöllinn að því forvarnastarfi og þeim áherslum sem unnið er að í samstarfshópnum. Hópurinn hittist a.m.k. mánaðarlega og oft- ar þegar nauðsyn krefur og skipt- ir bróðurlega með sér verkum. Verkefni hópsins tengjast sér- stökum tímamótum sem oft eru upphafið að áfengis- og vímuefna- neyslu unglinga, t.d. lokum sam- ræmdra prófa, áramótum og verslunarmannahelgi. Tenging samstarfsaðila inn í sína hópa er ómetanleg fyrir starfið.“ – Hvað geturðu sagt okkur um átakið sem nú er ráðist í? „Um þessar mundir er verið að dreifa kortum, með sömu skila- boðum, á öll heimili í landinu. Samstarfshópurinn vill að þessu sinni leggja sérstaka áherslu á ábyrgð foreldra á börnum sínum til 18 ára aldurs og bendir for- eldrum á að hafa í huga að dýr- mætasta gjöfin sem við gefum börnum okkar er tími okkar, um- hyggja og athygli. Það eru margir sem vilja hafa áhrif á börnin okk- ar og margt sem fangar hug þeirra. Leggjum áherslu á sam- veru og njótum hennar því minn- ingar verða ekki frá okkur tekn- ar.“ – Teljið þið að þið náið eyrum fólks og athygli og að tekið sé mark á því sem þið hafið fram að færa? „Við höfum orðið vör við að samstarf þessa stóra þverfaglega hóps vekur mikla athygli og vissu- lega er mark tekið á okkur. Við höfum þegar náð góðum árangri og má þar nefna hvernig haldið var upp á lok samræmdra prófa fyrir nokkrum árum og hvernig tekist hefur að snúa þeim viðburði upp í jákvæðan og upp- byggilegan atburð.“ – Hvað viljið þið helst sjá gerast í ykkar baráttu- málum á komandi ári? „Við viljum sjá öfluga foreldra sem axla ábyrgð á sínum börnum a.m.k. til 18 ára aldurs. Við viljum sjá gott samstarf foreldra, skóla og annarra þeirra sem koma að uppeldi barna og unglinga. Þá eigum við góða möguleika á að ala upp jákvæða, sjálfstæða, lífsglaða og vímulausa unglinga.“ Bergþóra Valsdóttir  Bergþóra Valsdóttir er fædd í Reykjavík 11. september 1958. Stúdent frá MS 1978. Stundaði nám í landafræði, þjóðhagfræði og stjórnmálafræði við Óslóar- háskóla 1982–86. Ritari á Rala 1978–81, vann síðan á leikskóla, í grunnskóla og á skóladagheimili í Noregi 1986–91. Framkvæmda- stjóri SAMFOK frá 1998. Áheyrnarfulltrúi foreldra í fræðsluráði Reykjavíkur frá 2002. Gift Birni Erlingssyni haf- eðlisfræðingi. Fjögur börn, Val- ur, 23 ára, Inga Lára, 17 ára, Kristján Þór, 11 ára og Lóa Björk, 9 ára. Vilja styðja og styrkja foreldra BÚIÐ er að bjóða út jarðgöngin á milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Starfsmannafélag Vegagerðar- innar fagnar þessum langþráða áfanga og setti upp ljósaseríu þar sem væntanlegur munni forskála gang- anna verður utan við Hrútá í Reyðarfirði. Væntanlega verður byrjað að bora vorið 2003, tekur það 1 1/2 ár og verður borað beggja vegna frá. Verklok eru áætluð seinni hluta árs 2005. Jarðgöngin verða 6 km löng. Morgunblaðið/Hallfríður Fáskrúðsfjarðargöngum fagnað Reyðarfirði. Morgunblaðið. SIGMUND verður í jólafríi í dag og á morgun. Teikningar hans birtast svo aftur eftir helgina. Sigmund í fríi HLUTAFÉLAGSFORMIÐ með takmarkaðri ábyrgð er einna skilvirk- asta rekstrarform fyrirtækja enda gilda um það mjög skýrar reglur og því þótti atvinnulífinu óeðlilegt á sín- um tíma að skattalögin takmörkuðu möguleika manna á að færa einka- rekstur með ótakmarkaðri ábyrgð yf- ir í einkahlutafélagsform. Þetta segir Birgir Ármannsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands, en skattahópur Verslunarráðs kom á sínum tíma að tillögugerð vegna þeirra breytinga sem gerðar voru á skattalögunum. Óeðlilegt að hindra breytingu „Markmiðið með breytingunum á lögunum,“ segir Birgir, „var alls ekki í sjálfu sér að létta persónulega skatt- byrði einstaklinga í rekstri heldur hitt að auðvelda þeim að færa einkarekst- ur í einkahlutafélag án þess að það kæmi til sérstakrar skattheimtu. Okkur þótti óeðlilegt að menn þyrftu að greiða skatt af söluhagnaði við að færa eignir einkafyrirtækis og leggja þær inn í einkahlutafélag þegar eng- inn raunveruleg sala eða söluhagnað- ur varð í raun til með þeirri breyt- ingu.“ Birgir bendir á að einstaklingar hefji gjarna rekstur í smáum stíl og þá iðulega í eigin nafni og á eigin kennitölu. Stundum vaxi reksturinn þannig að að lokum séu menn jafnvel komnir með umsvifamikinn rekstur og fjölda starfsmanna og hafi í sum- um tilvikum áhuga á að fá inn nýja að- ila, sameinast öðru félagi o.s.frv. „Þetta kallar á endurskoðun á rekstr- inum og um leið á rekstrarforminu. Því geta verið veigamiklar og gildar ástæður fyrir slíkum breytingum á rekstrarforminu. Meginhugsun okk- ar var sú að eðlilegt væri að auðvelda mönnum þessa breytingu alveg óháð umræðu um það hvort menn séu hugsanlega að taka arð í stað launa áður. Okkur þykir almennt æskilegt að rekstur geti verið í einkahluta- félagaformi því það er vel skilgreint og meðfærilegt form.“ Veigamikið hlutverk Birgir segir að vissulega hafi menn horft á hina hliðina, þ.e. til þeirrar spurningar hvort slík breyt-ing byði ekki upp á að sjálfstætt starfandi ein- staklingar gætu skammtað sér lægri skatta með breytingu á rekstrar- formi. „Vissu-lega er hugsanlegt að menn leiti slíkra leiða, alveg á sama hátt að sá möguleiki er fyrir hendi að stjórnendur eða eigendur fyrirtækja reyni með einverjum hætti að láta fyrirtækin bera kostnað sem í reynd er einkaneysla þeirra. En það er hlut- verk skattkerfisins að bregðast við því og til þess hefur það ákveðnar að- ferðir. Því er ekki að neita að auðvitað er oft núningur á milli skattyfirvalda og fyrirtækja um það hvort tilteknir kostnaðarliðir séu frádráttarbærir í rekstri eða ekki og okkur hjá Versl- unarráði hefur raunar oft fundist skattyfirvöld of treg til að viðurkenna eðlilega kostnaðarliði sem frádráttar- bæran rekstrarkostnað. Það mál er hins vegar í sjálfu sér ótengt heimild- inni til að breyta rekstrarforminu. Þegar sú breyting var gerð voru hins vegar sett viðmið-unarmörk varðandi skattmatið. Menn, sem eru með einkahlutafélög, sem eru alfarið í þeirra eigu eða aðila sem tengjast þeim, verða að minnsta kosti að reikna sér laun í takt við viðmiðunar- upphæðir áður en þeir geta farið að taka út arð úr félögunum. Þessar við- miðunarupphæðir geta bæði verið lægri en líka talsvert hærri heldur en menn raunverulega borga sér út. Síð- an geta skattyfirvöld haft forsendur til þess að vefengja reikninga, reikn- uð laun eða kostnaðarliði sem ef til vill kunna ekki að tengjast rekstrinum.“ Birgir segir að horfa verði til þess að í skilyrðum fyrir færslu einka- reksturs í einkahlutafélagsformið sé gert ráð fyrir að um raunverulegan rekstur sé að ræða, menn verði að vera með einhvern atvinnurekstur sem fullnægi ákveðnum skilyrðum svo hægt sé að færa hann í einka- hlutafélagformið. „Ef menn eru með einhvern atvinnurekstur á annað borð þá er eðlilegt að ríkið sé hlut- laust gagnvart því hvort þeir velja að vera með einkafyrirtæki með ótak- markaðri ábyrgð eða einkahlutafélag með takmarkaðri ábyrgð.“ Aðgreining einstaklinga og fyrirtækja Aðspurður um það hvort óeðlilega mikill munur sé á skattlagningu manna eftir því hvort þeir eru bara launþegar eða í senn launþegar og eigendur einkahlutafélaga, segist Birgir leggja áherslu á að greint verði á milli hvort um sé að ræða persónu- legan skatt eða skattlagningu á hagn- að fyrirtækis. „Ef einstaklingur er með rekstur í formi einkafyrirtækis er hann persónulega ábyrgur fyrir sköttum fyrirtækisins og borgar skatt eins og um einstaklingstekjur hans væri að ræða. Ef rekstrarform- inu er breytt yfir í einkahlutafélags- form er verið að greina skýrt þarna á milli. Þá borgar félagið skatt af hagn- aði sínum og einstaklingurinn, sem er eigandi þess, borgar skatt af þeirri upphæð sem fyrirtækið greiðir hon- um í formi launa eða hlunninda. Það er svo allt annað mál hvort skattar á einstaklinga, þ.m.t. hátekjuskattur, eru ekki alltof háir. Verslunarráð hef- ur verið þeirrar skoðunar í gegnum tíðina að einstaklingsskatta bæri að lækka líka, að svo miklu leyti sem þau mál hafa komið til umfjöllunar hjá ráðinu.“ Verslunarráð um einkahlutafélög og skattbyrði Markmiðið ekki að létta skattbyrði einstaklinga Verslunarráð tók þátt í að móta til- lögur um breyt- ingar á lögum um einkahlutafélög
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.