Morgunblaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 31 O ddvitar stjórn- málaflokkanna þriggja sem mynda kosninga- bandalagið um Reykjavíkurlistann, komu saman á fundi í gær ásamt Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borg- arstjóra til að ræða þá stöðu sem uppi er innan R-listans eftir yf- irlýsingar borgarstjóra um þing- framboð fyrir Samfylkinguna. Eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum, lögðu oddvitar Fram- sóknarflokksins og vinstri- grænna fram sáttatilboð á fund- inum í því skyni að tryggja framtíð Reykjavíkurlistans og bregðast við brotthvarfi Ingi- bjargar Sólrúnar úr stóli borg- arstjóra. Samfylkingin og borg- arstjóri þurfa nú að taka afstöðu til tillögunnar, en fram hefur komið að af hálfu flokkanna tveggja sé um lokatilboð að ræða. Beðið sé ákvörðunar borg- arstjóra og borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar. Í umræðum undanfarinna daga hefur stundum gleymst að Reykjavíkurlistinn er ekki hefð- bundinn stjórnmálaflokkur held- ur kosningabandalag þriggja flokka, Framsóknarflokks, Sam- fylkingarinnar og Vinstri hreyf- ingarinnar – græns framboðs. Bandalag þetta byggist annars vegar á málefnasamkomulagi flokkanna þriggja og hins vegar á samstarfsyfirlýsingu sem m.a. fjallar um skipan framboðslist- ans, skiptingu starfa, grundvöll samstarfsins og fleira. Sam- starfið byggist á þeirri grund- vallarforsendu að jafnræði ríki milli flokkanna þriggja og af þeim sökum var farin sú leið, að auk fulltrúa flokkanna þriggja skyldu nokkrir óflokksbundnir einstaklingar skipa sæti á fram- boðslistanum, en Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borgarstjóri tæki 8. sætið – baráttusætið – og væri sameiginlegt borgarstjóraefni kosningabandalagsins, en ekki tilnefnd af neinum flokkanna. Í ljósi þessa er auðskiljanleg sú grundvallarafstaða framsókn- armanna og vinstri-grænna í höf- uðborginni að ekki fari saman að vera borgarstjóri utan flokka í umboði kosningabandalags þriggja stjórnmálaflokka og fara á sama tíma í þingframboð fyrir einn þeirra og gerast með þeim hætti keppinautur samstarfs- flokkanna í borgarstjórn. Enda kom fram í yfirlýsingu borg- arfulltrúa Framsóknarflokksins og vinstri-grænna, að með ákvörðun sinni um þingframboð hefði borgarstjóri í raun ákveðið að hverfa úr stóli borgarstjóra. Það hefur verið einkennandi fyrir framgöngu forystumanna Framsóknarflokksins og Vinstri- hreyfingarinnar – græns fram- boðs í fjölmiðlum vegna þessa máls undanfarna daga, að ein- beittur vilji stendur til þess að viðhalda samstarfinu um Reykjavíkurlistann, enda þótt ljóst sé að finna þurfi nýjan borg- arstjóra. Jafnframt liggur fyrir að málefnasamkomulag flokk- anna þriggja er áfram í fullu gildi og engin sérstök tilefni til end- urmats á því, enda þótt óhjá- kvæmilegt sé að taka samstarfs- yfirlýsingu flokkanna til endurskoðunar í framhaldi af ákvörðun borgarstjóra. Raunar hefur vakið athygli, hversu samstiga forystumenn Framsóknarflokksins og Vinstri- hreyfingarinnar – græns fram- boðs hafa verið í þessu máli, allt frá því formaður Samfylking- arinnar tók ómakið af borg- arstjóra og tilkynnti um framboð hennar til Alþingis. Þótt flokkana hafi á tíðum greint á í landsmál- unum, hefur ríkt gagnkvæmt traust og virðing í samstarfi þeirra innan Reykjavíkurlistans sem eftir hefur verið tekið. Tillaga flokkanna tveggja frá í gær, er til vitnis um skýran vilja til áframhaldandi samstarfs. Í henni felst að borgarstjóri láti af störfum frá og með 15. janúar nk. og jafnframt muni Árni Þór Sig- urðsson, forseti borgarstjórnar (Vg), taka við starfi borgarstjóra, Steinunn Valdís Óskarsdóttir (Sf) verði forseti borgarstjórnar og Alfreð Þorsteinsson (Fr) for- maður borgarráðs og sú skipan mála gildi þar til annað verði ákveðið. Með þessu yrði framtíð Reykjavíkurlistans sem kosn- ingabandalags þriggja stjórn- málaflokka áfram tryggð, en jafnframt brugðist við þeirri óvæntu stöðu sem komin er upp eftir að sameiningartákn flokk- anna þriggja hefur ákveðið að berjast fyrir einn þeirra gegn hinum tveimur á vettvangi lands- málanna. Það er því grátbroslegt að skoða ályktun Samfylk- ingarinnar í Reykjavík í gær um málefni Reykjavík- urlistans, þar sem því er haldið fram að „harkalegar yfirlýsingar“ fulltrúa sam- starfsflokkanna í borginni hafi leitt til þess að sam- starfið um Reykjavíkurlist- ann sé nú í hættu. Með því er sannleikanum vitaskuld skellt beinlínis á hvolf; framboð borgarstjóra þvert á gefin fyr- irheit sett til hliðar og athyglinni fremur beint að þeim stjórn- málaflokkum og fulltrúum þeirra sem setja fyrir sig lítilræði eins og trúnað og traust; gefin fyr- irheit, samstarfsyfirlýsingu og málefnasamning, svo eitthvað sé nefnt. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur þótt öflugur stjórn- málamaður og engin ástæða er til annars en að óska henni til hamingju með þá ákvörðun að gefa kost á sér á vettvangi lands- málanna fyrir Samfylkinguna. Sú skoðun stendur hins vegar óhögguð, að borgarstjóri verður að ákveða hvorum megin garðs hann vill vera. Því fer víðs fjarri að vilji standi til þess hjá flokk- unum innan Reykjavíkurlistans að halda Ingibjörgu Sólrúnu sem gísl í Ráðhúsinu, eins og ein- hverjir hafa haldið fram. Því mætti eins halda fram að rétt væri að telja borgarstjórann gísl eigin orða eða þá að enginn hafi rétt á því að taka borg- arstjórastólinn í gíslingu. Slík orðaleikfimi er ekki líkleg til lausnar málsins. Segja má að átakalínur á vett- vangi stjórnmálanna hafi skýrst með framboði Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur, en því fer fjarri að framboð hennar valdi einhverjum sérstökum straum- hvörfum í íslenskri pólitík. Eng- inn stjórnmálamaður er ómiss- andi, hvorki borgarstjórinn í Reykjavík né aðrir. Þegar upp er staðið ráða svo ótal margir þætt- ir úrslitum um hvernig til tekst með framboð stjórnmálaflokka. Skýr stefnumál og trúverðugir frambjóðendur sem kjósendur geta treyst geta þá gert gæfu- muninn. Ákvörðun borgarstjóra Eftir Björn Inga Hrafnsson ’ Því fer víðs fjarri aðvilji standi til þess hjá flokkunum innan Reykjavíkurlistans að halda Ingibjörgu Sól- rúnu sem gísl í Ráðhús- inu, eins og einhverjir hafa haldið fram. ‘ Höfundur er skrifstofustjóri Framsóknarflokksins. ddist Jan s, að biðjast kklandi, óðernissinn- ginn verður Í Frakk- Marie Le tu sig hafa ollandi fla leiddir til ágrein- þeim að ð til vand- jóða að gar Schüss- listar í Evr- orystumenn ægsla- réttur til apast með ESB-aðild ðislegri gagnrýn- üssel hefur ök að verj- á að vera jórn hans í a á þingi og ma aðra n er lýð- , sem snýst leggur nn atkvæði nnar, n lætur rík- isstjórnina eina sitja uppi með hitt, sem er til óvinsælda fallið,“ segir gjörkunnugur Norðmaður og lýsir þannig, hvernig Carl I. Hagen leikur lausum hala í norskum stjórnmálum, af því að þar hafa forystumenn annarra flokka ekki treyst sér að fara sömu leið og Schüssel í Austurríki eða Balkenende í Hollandi. x x x Mörgum hættir til að lýsa átökum í stjórnmálum eins og útsláttarkeppni. Vissulega gerist það stundum, að flokkar eða einstaklingar eru slegnir svo út af laginu, að þeir detta sjálfkrafa úr keppni. Hitt er þó algengara, að einstaklingurinn sjálfur tekur af skarið um eigin framtíð og rökstyður ákvörðun sína. Þótt Al Gore tapaði fyrir George W. Bush í forsetakosningunum árið 2000, varð ekki ljóst fyrr en nú á dögunum, að hann ætlaði ekki aftur fram gegn Bush – og Gore tók sjálfur af skarið um það. Skýrustu skilaboð um framtíð sína fá stjórnmálamenn frá eigin stuðningsmönnum, hvort heldur um flokks- bræður eða samstarfsmenn í ríkisstjórn eða sveitarstjórn er að ræða. Við val á fólki í framboð, hvort heldur með almennu prófkjöri, í kjördæmisráðum eða uppstillingarnefnd er óhjákvæmilegt, að gert sé upp á milli einstaklinga. Án stuðnings hópsins kemst enginn í framboð í nafni hans. Sætti menn sig ekki við slíkar leikreglur eiga þeir lítið er- indi í stjórnmálastarf. Er þess vegna undarlegt, hve margir hafa stofnað til framboðs í nafni sjálfra sín eða eigin flokks, eftir að hafa orðið undir meðal þeirra, sem áður veittu þeim umboð sitt. Velji menn að stofna til einkaframboðs, eftir að hafa verið hafnað af rótföstum stjórnmálaflokki, tjalda þeir til einnar nætur í einskonar flóttamannabúðum og hafa lítil áhrif á landstjórnina, nema þar ríki almennt uppnám. Hafi menn verið valdir til opinberra trúnaðarstarfa með lýðræðislegan meirihluta á bakvið sig, eiga þeir sjaldan aðra útgönguleið en segja af sér, ef meirihlutinn brestur. Í ríkisstjórnum Austurríkis og Hollands varð óeining innan flokka Haiders og Fortuyns til þess að ráð- herrum flokkanna var ekki lengur sætt og stjórnirnar féllu. Baklandið, eins og stuðningsmannahópurinn er nú gjarnan nefndur, brast og þar með forsendan fyrir meiri- hluta að baki ríkisstjórnum. Hitt gat einnig gerst, að forsætisráðherrann í Vín gengi fram með þeim hætti, að stuðningsflokkur hans hefði af þeim sökum sagt skilið við hann. Jafnvel hefði Haider getað sett Schüssel skilyrði; veldi hann ekki á milli tveggja skýrra kosta, yrði hann að víkja, ekki yrði þolað, að hann kysi báða kosti. Ef Schüssel hefði haft við- vörun Haiders að engu og setið sem fastast, hefði mátt saka austurríska forsætisráðherrann um að brjóta gegn þingræðinu og lýðræðislegum leikreglum, jafnvel þótt hann ætti í höggi við mann eins og Haider. x x x Þótt Lionel Jospin hafi horfið úr sviðsljósi franskra stjórnmála eftir ósigurinn 21. apríl og ekki sagt neitt um þróun þeirra opinberlega síðan, er enn fylgst grannt með hverju pólitísku skrefi, sem hann stígur. Í nóvember var sagt frá því, að hann hefði skráð sig í flokksdeild sósíal- ista í 18. hverfi Parísar og væri með því að tryggja sér rétt til að kjósa fulltrúa á landsþing flokksins á næsta ári í borginni Dijon. Kannanir sýna, að Jospin hefur lang- mest fylgi sósíalista sem frambjóðandi í forsetakosn- ingum 2007. Hér skal engu spáð um framtíð Jospins eða stjórnmála almennt í þeim Evrópulöndum, sem hafa verið nefnd til sögunnar. Hvarvetna hefur verið tekist á innan ramma leikreglna lýðræðisins og menn sætt sig við þau mörk, sem þær setja þeim. Hvergi hefur neinum forystumanni dottið í hug, að hafa viðhorf stuðningsmanna sinna að engu og segja þeim að hafa sig hæga, forystumaðurinn einn viti, geti farið sínu fram og þurfi ekki að taka tillit til sjónarmiða annarra. Að virða leikreglur lýðræðisins að vettugi með þrásetu í embætti, eftir að meirihluti að baki valdsmanni brestur, er hvergi réttlætanlegt. Valdsmað- urinn á það hins vegar við sjálfan sig, hvernig hann hagar eigin pólitískri framtíð. ýðræðisins bjorn@centrum.is En frá því að er rekið byggist á allt í senn stjórntæki og siðgæðisvörður heillar þjóðar. Umgjörð- in um stofnunina tekur mið af þessari sýn – stórt steinsteypubákn á góðum útsýnisstað, þar sem sér vel yfir. Dagskrárgerðin fer í stórum dráttum fram innan- húss þar sem rekin eru stúdíó og stoðdeildir, sem mið- aðar eru við aðstæður fyrir áratugum þegar vinna þurfti allt dagskrárefni innanhúss. Afnotagjöld fara að litlu leyti í dagskrárgerð, en í allt of ríkum mæli í al- mennan rekstur stofnunarinnar. Engin umræða skap- ast af viti um það hvernig bæta megi rekstur stofn- unarinnar, því hún er stöðugt bitbein í flokkspólitískum hráskinnaleik, þar sem allir flokkar virðast undir sömu sök seldir. Við þurfum lifandi ríkisútvarp, sem skapar hæfi- leikafólki möguleika til að vinna að gerð sjónvarps- og útvarpsefnis, hvort sem það er í vinnu hjá Stofnuninni eða annars staðar. Eðlilegasta framtíðarþróun Rík- isútvarpsins felst í því að losa um þann stofnanabrag sem á því fyrirbæri er. Útvarps- og sjónvarpsstöðvar eru ekki fyrst og fremst hús, heldur starfsandi, metn- aður og fólk. Því er augljósasta upphafsskrefið að leysa stofnunina undan því að reka óhagkvæmt og allt- of stórt hús og flytja hana í ódýrara og hentugara hús- næði, með einu stúdíói og fréttastofu. Samhliða slíkri breytingu ætti að kaupa að alla dagskrárgerð, utan daglegra frétta. Lyftistöng fyrir kvikmyndagerð Auðvelt er að sjá fyrir sér að stærstur hluti þess fjár sem nú rennur til rekstrar Ríkisútvarpsins verði til reiðu í einhvers konar menningarsjóði, sem allar stöðvarnar – Ríkissjónvarpið, hljóðvarpið og einka- stöðvarnar – myndu sækja um framlög úr, til að vinna að gerð íslensks efnis. Hægt er að hugsa sér að ákveð- ið verði árlega að veita ákveðinni fjárhæð í ákveðinn fjölda leikrita, íslenskra gamanþátta o.s.frv. Allir kvik- myndagerðarmenn ættu þá að geta keppt um framlög á grundvelli gæða þeirra hugmynda sem þeir hafa unnið. Breyting í þessa veru yrði íslenskri kvikmynda- gerð gífurleg lyftistöng og myndi skapa möguleika á því að framleiða hér á landi sjónvarpsefni í hæsta gæðaflokki, sem geti orðið útflutningsvara. Áherslan yrði á efni og dagskrá en ekki umbúðir. Íslenskir kvik- myndagerðarmenn myndu öðlast aðgang að glæsi- legum sjóði til að vinna fyrir metnaðarfull verkefni, í stað þess að fénu sé varið í rekstur og viðhald óhag- kvæmra upptökustúdíóa og skrifstofa. Ljóst er að með þessari aðferð yrðu til fleiri og metnaðarfyllri innlend dagskrárverk en nú. Við myndum auðvelda listamönn- um á þessu sviði að skapa verk sem veittu okkur öllum ánægju og gleði – auðvelda þeim að skapa mynd af heiminum sem við könnumst við og þurfum að þekkja. Við eigum satt að segja betra skilið en núverandi ástand. eimi Morgunblaðið/Ásdís Höfundur er lögfræðingur. dagerð, ef áherslum yrði breytt í rekstri Ríkisútvarpsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.