Morgunblaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 49
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 49 Í BRÉFI sínu frá 7. 12. ásakar for- stjóri Landsvirkjunar mig um for- dóma í garð fyrirtækisins og starfs- manna þess. Ekki tókst honum í þessu bréfi að grynnka á þessum mínum „fordómum“, rökin af hans hálfu eru ekki nógu sterk. Á öllum þessum árum sem ég hef farið sem leiðsögumaður með ferðamönnum um landið okkar hef ég ekki hitt neinn sem kemur hingað til að skoða stóriðjuframkvæmdir eða orkuver. Þetta fólk er flest búið að ferðast víðar um heim, er frekar efnalega vel stætt enda er Ísland dýrt ferðaland. Ferðamenn þessir koma hingað vegna sérstæðrar náttúru, af stóriðju hafa þeir nóg í sínu heimalandi. Flestir þeirra eru undrandi yfir því að við skyldum ekki leggja meiri áherslu að varð- veita og vernda þessi svæði sem enn eru ósnortin. Ég trúi vel að fólkið sem kemur til Íslands í boði Lands- virkjunnar komi á allt öðrum for- sendum. Þetta fólk telst örugglega ekki vera hinn dæmigerði ferða- maður, hér ert þú með fordóma, Friðrik. En til þess að eyða for- dómum mínum, værir þú til að svara mér og fleirum landsmönnum hér á þessum vettvangi eftirfarandi spurningum? 1. Eigum við Íslendingar virkilega að bera okkur saman við þróun- arlönd í heiminum miðað við fyrir hvaða verð og hvaða skilyrði við erum til að selja erlendum aðilum orkuna okkar? Ísland er ríkt land og þarf ekki á slíku að halda. 2. Hvaða rafmagnsverð er Alcoa til að borga? Ég sætti mig ekki við sem óbreyttur skattborgari að slíkar töl- ur séu „viðskiptaleyndarmál“. 3. Erum við ekki í mjög erfiðri samningsstöðu eftir að mörg önn- ur fyrirtæki eru búin að draga sig úr Kárahnjúkaævintýrinu? 4. Telur þú ennþá að Kárahnjúka- virkjunin sé hagkvæmasti og hættuminnsti virkjunarkostur eftir að fjöldi vísindamanna er á gagnstæðri skoðun? 5. Hvað kallar þú endurnýjanlegar orkulindir? Stíflulón eins og Hálslónið mun fyllast á útreiknanlegum tíma af jökulleir og verður þar með ónot- hæft. Eftir munu verða stórkostleg náttúruspjöll sem erfitt verður að bæta fyrir. 6. Þarf nokkuð að kalla á hjálp Þjóð- kirkjunnar í pólitískum tilgangi? Mér fannst skondið að fylgjast með athöfninni þegar nýja brúin yf- ir Jökulsá á Dal var vígð. Og eitt í lokin: Ég í minni stöðu sem kennari og leiðsögumaður yrði örugglega látin sæta ábyrgð ef ég týndi einhverjum ferðamanni í há- lendisferð. Verður þú í þinni stöðu líka látinn bera ábyrgð ef þú týnir mörgum milljörðum í vafasömum framkvæmdum? ÚRSÚLA JÜNEMANN, kennari og leiðsögumaður. Fordómar og ferðamenn Frá Úrsúlu Jünemann: LÍTILL efnislegur áhugi hefur hér verið sýndur þjóðaratkvæðagreiðsl- unum um Nice-samkomulagið á Ír- landi og ástæðum þess að því var hafnað þar í fyrra. Þetta gildir bæði um fólk sem berst fyrir og á móti að- ild Íslands að ESB. Samt var þar tekist á um einmitt sömu hlutina sem hljóta að hafa áhrif á afstöðu okkar, þ.e. stöðu smáþjóðar í þessu ’heimsveldi’ – ’empire’ er orðið sem sumir írskir andstæðingar sam- komulagsins nota um ESB eins og það er að verða. Því verður meira miðstýrt en áður af fulltrúum stór- veldanna innan þess, og almenning- ur verður enn valdalausari gagnvart fjarlægari yfirvöldum. Umræðan hér hefur að mestu snúist um fyr- irkomulag fiskveiða, en mjög lítið um sjálft eðli og skipulag ríkjasam- bandsins. Slíkt hlýtur samt að skipta höfuðmáli fyrir þá Íslendinga sem eru að brjóta heilann um þessi mál – hvort við eigum að sækja um aðild að Evrópusambandinu eða ekki. Hér á eftir fara nokkrar mikilvægustu röksemdir andstæðinga Nice-sam- komulagsins: „Nice-samkomulagið er alvarlega gallað. Það tekur burt mikilvægan þátt lýðræðisferlis í Evrópusam- bandinu, sem sé rétt allra aðildar- ríkja til að eiga fulltrúa í fram- kvæmdastjórn þess. Þótt okkur sé sagt að Írland muni missa fulltrúa sinn í jafnlangan tíma og önnur að- ildarríki, þá skiptir slíkt greinilega meira máli fyrir smáríki en þau stærri, sem hafa fleiri fulltrúa í ráð- herraráðinu og því meiri atkvæðis- rétt.“ „Raunverulegur tilgangur Nice- samkomulagsins er að flytja valdið frá smærri ríkjum til hinna stærri áður en til stækkunar kemur. Þetta er gert til þess að stærri ríkin geti sagt meirihluta ríkja í ESB fyrir verkum. Neitunarvaldið sem áður var hægt að beita til að vernda ‘mik- ilvæga þjóðarhagsmuni’ verður nú afnumið á 30 nýjum sviðum og hlut- ur Íra á Evrópuþinginu og í ráð- herraráðinu, sem er nú þegar lítill, verður enn minnkaður.“ „Nice-samkomulagið gerir mögu- lega ‘aukna samvinnu sumra ríkja’ sem er feluorð fyrir það að sum löndin geta þróast, án þess að hin fylgi með, til að mynda kjarna í yf- irþjóðlegu sambandsríki. Þjóðir eins og Írar verða að sætta sig við þessi skilyrði án mótmælaréttar, annars verða þær skildar eftir á þróunar- brautinni. Enginn vafi er á því að þessi kjarni sambandsríkisins muni segja öðrum þjóðum í ESB fyrir verkum og koma fram við þau eins og nýlendur til að arðræna, fremur en sem jafnréttháa félaga. Útkoman verður lagskipt Evrópusamband með annars og jafnvel þriðja flokks ríkjum, en það er fyrsta slíka skipt- ingin frá stofnun þess.“ Það var andúð á slíkri alþjóðavæð- ingu sem neytt er upp á fólk – og stjórnmálamönnum sem hlusta ekki á áhyggjur þess – sem leiddi til þess að Írar sögðu NEI við Nice-sam- komulaginu í fyrra, þótt nú tækist að fá fram JÁ með miklum hræðslu- áróðri og fjármagni í kosningabar- áttunni. Viljum við eða viljum við ekki verða (annars eða þriðja flokks) hluti af slíku sambandsríki? Það hlýtur að vera spurningin sem Ís- lendingar þurfa að taka afstöðu til. Heimildir: http://www.ireland.com/, no2nice.org INGIBJÖRG INGADÓTTIR, Njálsgötu 75, 101 Reykjavík. Nice-samkomulagið Frá Ingibjörgu Ingadóttur: YFIRLÝSINGAR forsætis- og utan- ríkisráðherra um að íslensku flug- félögin Flugleiðir og Atlanta myndu verða nýtt til flutnings á hermönnum Natoríkja ef um það bærust beiðnir frá hernaðaryfirvöldum bandalags- ins vegna hernaðarástands eru ótímabærar og vanhugsaðar þar sem engin skilgreining né mat á aðstæð- um er lagt til grundvallar yfirlýsing- unni. Ég hef alla tíð verið fylgjandi aðild Íslands að Nato og starfaði á fjórða áratug að löggæslu- og örygg- ismálum á Keflav.flugvelli og er því m.a. vel kunnugt um þau meginatriði sem lögð eru til grundvallar öryggis- eftirliti flugfarþega og öðrum tengd- um aðgerðum. Í reynd erum við hluti af heildar-öryggisneti þeirra flug- stöðva, sem tengjast áætlunarflugi frá og til Íslands, til Evrópu og Bandaríkjanna. Ísland hefur ekki her, en hefur innan samningssvæð- anna haft samvinnu við bandaríska varnarliðið samkv. ákvæðum varnar- samningsins frá l95l. Eftir að kalda stríðinu lauk eftir fall Sovétríkjanna og Varsjárbanda- lagsins,sem eru nú að ganga inn í Nato, er kominn upp gjörbreytt staða, sem knýr á heildarendurskoð- un varnarsamningsins. Um það verð- ur ekki fjallað í þessari grein, en hin ósýnilega ógn hryðjuverkamanna, sem eiga sér engin landamæri, og til- efni óhæfu- og grimmdarverka þeirra verða sjaldnast séð fyrir þannig að hægt sé að koma í veg fyrir þau. Hins vegar hafa almennar ör- yggisráðstafanir verið hertar eink- anlega á flugvöllum og hvers konar mannvirkjum um víða veröld. Öll er- um við þó meðvituð um að árangurs- ríkasta vörnin gegn slíkum voða- verkum er að leita sátta og friðar meðal þjóða heims, sem grundvallast á kærleika, dómgreind og réttsýni til að eyða því ógnarlega misrétti, rang- læti og fátækt sem ríkir um víða ver- öld. Þegar við tökum afstöðu til virkra hernaðaraðgerða á vegum Natóríkja þurfum við sem herlaus friðelskandi þjóð að meta okkar eigin stöðu gagn- vart þeim, sem hernaðurinn beinist gegn. Við ráðum engu umhvernig slík hernaðarátök þróast, erum bara áhorfendur. Sú aðstoð sem við höfum veitt stríðsþjáðum þjóðum eftir styrjald- arátök er öll af hinu góða og sam- ræmist vel þeim markmiðum sem við höfum sett okkur. Ef við hins vegar tökum að okkur flutning hermanna og vopna erum við orðin beinir þátt- takendur í átökum. Verða íslensku flugfélögin að lúta fyrirmælum rík- isstjórnarinnar í þeim efnum ef óskir koma frá herráði Nato um slíka þátt- töku. Hinar ótímabæru yfirlýsingar ráð- herra eftir Natofundinn voru afar óskynsamlegar og reyndar óþarfar, það hefði mátt ætla að þeir vildu strax vera virkir í undirbúningi hinn- ar hraðvirku 20 þúsund manna her- deildar Nato, sem á að koma á fót. Góðir herforingjar blaðra ekki um ráðagerðir sínar í hernaði fyrirfram, það hefðu þeir Davíð og Halldór líka átt að gera. Vilji þeir gera breytingar á aðkomu okkar vegna hugsanlegra stríðsátaka á vegum S.Þ. eða Nato verður að sjálfsögðu að fjalla um það í utanríksmálanefnd og á alþingi. „Fjarskyggni“ Ástþórs Magnússon- ar um rökstuddan grun um hryðju- verk gagnvart ísl. flugfélögum vegna yfirlýsinga ráðherranna er náttúr- lega fyrst og síðast til að vekja at- hygli á sjálfum sér og Friði 2000,en getur þó valdið nokkrum tímabundn- um ótta meðan Írak-málið er ekki til lykta leitt. „Spádómsgáfa“ Ástþórs virðist falla vel að miðlaruglinu hér á landi og væntanlega verður hann vin- sælasti jólasveinninn fyrir þessi jól. KRISTJÁN PÉTURSSON, fyrrv. deildarstj. Vanhugsaðar yfirlýsingar Frá Kristjáni Péturssyni: AÐ horfa einungis á náttúruna í gegnum bílrúðu er mjög undarleg hegðun. Til þess að tengjast nátt- úrunni þarf að lifa í henni, ganga um hana og upplifa hana. Maðurinn er hluti af nátt- úrulegu umhverfi sínu og það um- hverfi er honum jafn nauðsynlegt og að draga and- ann. Í náttúrunni eru allir hlutir tengdir hver öðrum, þeir mynda það sem kallast vistkerfi og maðurinn er hvort sem honum líkar betur eða verr beinn þátttakandi í vistkerfi náttúrunnar. Á fyrri öldum áttu Íslendingar allt sitt undir náttúrunni. Ef hafís kom að landinu var voðinn vís og oft urðu menn úti í norðan stórhríð sem gat skollið á með skömmum fyrirvara. Segja má, að á þessum tíma hafi þurft að vernda mennina gagnvart náttúrunni. En í dag hefur dæmið snúist við. Í dag þarf að vernda nátt- úruna gagnvart manninum. Þetta er kannski dálítið erfitt fyrir Íslendinga að skilja, en dæmi um þessa breyt- ingu eru hin tröllauknu áform dags- ins í dag um að hneppa jökulár landsins í fjötra sem þær munu seint eða aldrei losna úr. Það er ekki ein- ungis að virkja eigi við Kárahnjúka heldur eru Norðlingaölduveita og ýmsar aðrar virkjanahugmyndir á teikniborðinu. Ef Kárahnjúkavirkjun yrði síð- asta virkjun Íslandssögunnar væri e.t.v. hægt að sætta sig við hana, en það sem ég óttast er að virkjanaþrá- hyggjan, sem rekja má allt aftur til Einars Benediktssonar, muni vaxa enn og eflast á komandi árum. Evr- ópubúar hafa nú þegar virkjað allar þær ár sem hagkvæmt er að virkja á meginlandinu. Aðeins örfáar ár eru eftir í Noregi og Svíþjóð. Evrópskir virkjanasinnar eru þess vegna hætt- ir að virkja heima hjá sér, en farnir að virkja í þriðja heiminum og á Ís- landi í staðinn. Bandaríkjamenn eru farnir að taka niður sínar vatnsafls- virkjanir í stað þess að byggja nýjar þannig að ekki er hægt að virkja þar. Það sorglega er, að við Íslendingar virðumst vera ákveðnir í því að fylgja slæmu fordæmi Evrópubúa og virkja nánast hvern læk hér á landi sem nær sæmilegri stærð. Það verður aldrei nógu oft end- urtekið, að náttúra Íslands er af- skaplega mikils virði. Ég leyfi mér að halda því fram, að náttúra lands- ins sé ekki einungis gagnleg heldur hafi hún einnig gildi í sjálfu sér sem hluti af ört minnkandi víðerni heims- ins. Svæði eins og hálendi Íslands eru að verða æ verðmætari og erlendir ferðamenn eru tilbúnir að koma til Íslands yfir hálfan hnöttinn einungis til þess að komast í nánari tengsl við náttúruna. Slík náttúruupplifun hef- ur meira að segja þerapískt gildi og getur aukið langlífi manna og lífs- hamingju. Fólki sem lifir í allsnægtum og vellystingum hættir til að gleyma tengslum sínum við náttúruna og tel- ur að náttúran sé bara einhvers kon- ar afþreyingardæmi eins og ýkt flott bíómynd sem hægt er að virða fyrir sér á leiðinni í sumarbústaðinn. En náttúran er svo miklu meira. Hún er lífið sjálft, upphaf þess og endir og án hennar fær samfélag mannanna ekki staðist til lengdar. Þjóð sem á enga ósnortna náttúru lengur, held- ur einungis virkjanir til þess að sýna ferðamönnum, er ekki rík þjóð held- ur ein fátækasta þjóð heims. Þá fá- tækt vil ég ekki að við Íslendingar bjóðum komandi kynslóðum. Við skulum því berjast áfram gegn virkj- unum á hálendinu. INGIBJÖRG E. BJÖRNSDÓTTIR, umhverfisfræðingur, Fálkagötu 17, Reykjavík. Um virkjun Íslands Frá Ingibjörgu E. Björnsdóttur: Ingibjörg E. Björnsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.