Morgunblaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.12.2002, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. F RANSKIR stjórnmálaskýrendur nota latn- esku orðin „annus incredibilis“ til að lýsa at- burðum ársins 2002. Stjórnmálasaga „árs- ins ótrúlega“ í Frakklandi snýst um örlög sósíalista og stórsigur hægri manna undir forystu Jacques Chiracs forseta, fyrst í forsetakosn- ingum og síðan í þingkosningum. Lionel Jospin, leiðtogi sósíalista, var forsætisráðherra í upphafi ársins og talinn sigurstranglegur í keppni við Chirac í forsetakosning- unum um vorið. Jospin datt hins vegar úr leik og varð þriðji í fyrri hluta kosninganna 21. apríl á eftir þeim Chir- ac og Jean-Marie Le Pen, frambjóðanda þjóðernissinn- aðs hægri flokks. Í aðdraganda kosninganna var talið, að Jospin þyrfti helst að hafa áhyggjur af þjóðernissinna frá vinstri, Jean-Pierre Chevènement, sem ætlaði sér að hrista upp í flokkakerfinu. Straumhvörf urðu 21. apríl. Chirac fékk hvorki meira né minna en 82% atkvæða í seinni umferð forsetakosninganna og sósíalistar voru malaðir í þingkosningunum. Stjórnmálaþróun í Austurríki á árinu 2002 er ekki síð- ur athyglisverð. Í þingkosningunum þar í október 1999 fékk Frelsisflokkur Jörgs Haiders, þjóðernissinnaður hægri flokkur, tæp 27% atkvæða . Hlaut flokkurinn meira fylgi en hinn gamalgróni hægri flokkur Austur- ríkis, Þjóðarflokkurinn undir forystu Wolfgangs Schüs- sels, en um 26% kjósenda studdu hann. Snemma árs 2000 myndaði Schüssel ríkisstjórn með flokki Haiders við mikla reiði og óskammfeilin afskipti sósíalista innan Evr- ópusambandsins. Þessi ríkisstjórn sprakk í haust og var efnt til þingkosninga 24. nóvember sl. Þá fékk flokkur Schüssels 42,3% atkvæða, jók fylgi sitt um rúm 12%, en flokkur Haiders fékk 10%, tapaði 17%. Sósíalistar juku fylgi sitt úr 33% í 36%. Ný stjórn hefur enn ekki verið mynduð í Austurríki. Vegur Haiders hefur dvínað eftir því sem Austurríkismenn hafa betur kynnst ábyrgð- arleysi hans. Í Hollandi urðu einnig stjórnarskipti á árinu og þar settist hægri sinnuð ríkisstjórn að völdum með aðild ráð- herra úr flokki Pims Fortuyns, sem var myrtur skömmu fyrir þingkosningarnar í maí. Vegna ágreinings innan Fortuyn-flokksins og milli ráðherra hans neyd Peter Balkenende, forsætisráðherra Hollands lausnar fyrir sig og stjórn sína í október. x x x Sameiginlegt er stjórnmálaþróuninni í Frak Austurríki og Hollandi á árinu, að þar hafa þjó aðir hægri menn haft söguleg áhrif. Á hinn bóg ekki sagt um þá, að þeir hafi erindi sem erfiði. landi reis svo öflug andúðarbylgja gegn Jean-M Pen, að meira að segja rótgrónir sósíalistar lét það að kjósa Chirac forseta. Í Austurríki og Ho sannast, að séu fulltrúar þessara stjórnmálaafl ábyrgðar, líður ekki á löngu, þar til innbyrðis á ingur, öfund eða ótti við að axla ábyrgð verður falli. Austurríkismenn reyndu, að það getur orðið ræða í samskiptum við ríkisstjórnir annarra þj kalla menn á borð við Haider til ábyrgðar. Þeg el myndaði ríkisstjórn sína, fóru einkum sósíal ópusambandinu af hjörunum og lentu sumir fo þeirra síðan í vandræðum heima fyrir vegna bæ gangsins. Spurningar vöknuðu um, hve ríkur r íhlutunar í innanríkismál Austurríkis hefði ska aðild landsins að Evrópusambandinu. Hvort E skapaði yfirþjóðlegan rétt til afskipta af lýðræ framvindu í aðildarlöndunum? Nú láta þessir g endur ekki eins mikið að sér kveða, þegar Schü tekist að afhjúpa lýðskrum Haiders, sem á í vö ast innan eigin flokks og veit ekki, hvort hann á eða fara sem formaður hans. Í Noregi á Kjell Magne Bondevik og ríkisstj vanda vegna þess að hún hefur ekki meirihluta neyðist til þess í mörgum málum að framkvæm stefnu þingsins en hún sjálf kysi. „Leikstjórinn skrumarinn og flokkseigandinn Carl I. Hagen, hart gegn ríkisstjórninni í efnahagsmálum og l fram eigið fjárlagafrumvarp. Síðan greiðir han með einstökum fjárlagatillögum ríkisstjórnari þakkar sér allt hið góða, sem er þar að finna, en VETTVANGUR Virkar leikreglur lý Eftir Björn Bjarnason Þ egar við höldum jól, gefst okkur betra ráð- rúm en endranær til að njóta afurða menningar og lista. Eftir því sem auglýs- ingar og jólaverslun hafa færst fram í nóv- ember hefur aukist það ráðrúm sem við öll höfum til að njóta tónlistarviðburða á jólaföstu. Yfir jólin höfum við svo tíma til að sökkva okkur í bækur og sjá hvað okkar bestu rithöfundar hafa sett á blað. Gæði íslenskra skáldverka á síðustu árum eru mikil og merkilegt að sjá hversu vel rithöfundar hafa fótað sig í að að draga upp fyrir okkur mynd af heiminum, eins og Pétur Gunnarsson orðar það, sem speglar bæði samtíma og sögu. Það fer hins vegar ekki hjá því að maður hugsi til þess hversu fátæklegar íslenskar afurðir helsta miðils samtímans – kvikmyndarinnar – eru í samanburði við þessa flóru. Einstaka hugrakkir menn leggja í það stórvirki að setja saman kvikmynd- ir í fullri lengd. Ríkissjónvarpið hefur á boðstólum fátt af innlendu efni sem einhvers virði er og allt er það sama markinu brennt – með sama yfirbragði og sömu sýn. Dagskrárefnið er að mestu leyti unnið af fólki sem þiggur föst laun hjá ríkisstofnuninni, á meðan kvikmyndagerðarmenn ganga um göturnar atvinnu- lausir eða með lítil verkefni. Við höfum oft heyrt að nauðsynlegt sé að halda úti ríkisútvarpi á Íslandi. Það er vissulega rétt. Svo er gert víða um lönd með góðum árangri. Það er hins vegar eitthvað bogið við þá aðferð sem við höfum valið okkur í þessu efni. Ríkisútvarpið kostar óheyrilegt fé í rekstri og það án þess að við sjáum á skjánum þann mun á dagskrá sem réttlætir þennan fjáraustur. Margt af því besta sem Stöð 2 og Skjár einn hafa gert í innlendri dagskrárgerð, tekur því besta í innlendri dagskrá Ríkissjónvarpsins fram. Nú má ekki misskilja mig. Ég er talsmaður og stuðningsmaður ríkisútvarps og ríkissjónvarps, þess að ríkið reki eina útvarpsstöð og eina sjónvarpsstöð. Mér er hins vegar hulin ráðgáta hvers vegna þarf að reka þessar þjónustustarfsemi í allt of stóru stein- steypuferlíki og með allt of mikla yfirbyggingu. Það má kalla eðlilegt að setja á ríkisútvarp og sjónvarp einhverjar skilgreindar skyldur umfram aðra ljós- vakamiðla, svo sem að reka fréttastofu og tryggja út- sendingu um land allt. En Stöð 2 sendir út um mest- allt land og heldur úti fréttastofu og gætir þar með öryggishlutverks sem ljósvakamiðlar eiga að sinna. Ef allt væri með felldu mætti því ætla að rekstur Rík- isútvarpsins ætti að kosta jafnmikið og rekstur Stöðv- ar 2 og Bylgjunnar, að viðbættum einhverjum 10– 30%, ef gengið er út frá því að ríkisstöðvarnar þurfi meiri mannafla til að sinna sínu hlutverki. er langur vegur. Vandamálið við Ríkissjónvarpið er að þa eins og stofnun. Hugmyndin að baki því hugsun gengins tíma um stofnun sem var Myndir af he Eftir Árna Pál Árnason Það væri lyftistöng fyrir íslenska kvikmynd HVAÐ VAKIR FYRIR BORGARSTJÓRA? Atburðir gærdagsins og raunarsíðustu dagana fyrir jól einnig ávettvangi borgarstjórnar eru skýr vísbending um, að fremur er tekizt á um framtíð Reykjavíkurlistans þessa dagana en um framtíð Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur í stól borgarstjóra. Í ljósi mjög afdráttarlausra yfirlýsinga forystumanna Framsóknarflokks og vinstri-grænna á landsvísu og oddvita þessara flokka í borgarstjórn verður ekki séð hvernig borgarstjóri getur haldið embætti sínu. Hún gæti að vísu dregið til baka þá ákvörðun að taka sæti á framboðslista Samfylkingarinnar við þingkosningarnar í vor en slík ákvörðun eftir það sem á undan er gengið mundi veikja hana svo mjög pólitískt að ætla verður að sá möguleiki sé ekki lengur fyrir hendi. Þess vegna er spurningin nú ekki sú, hvort borgarstjóri láti af embætti. Það virðist ljóst að svo verður og sennilega fyrr en síðar. Hitt er meiri spurning, hvort flokkunum, sem standa að sam- starfinu innan Reykjavíkurlistans, tekzt að bjarga því. Óneitanlega vekur það mikla athygli, að Ingibjörg Sólrún hafnaði í gær tillögu Framsóknarflokks um að Árni Þór Sig- urðsson, oddviti vinstri-grænna í borg- arstjórn, tæki við embætti borgarstjóra af henni, en þá tillögu voru vinstri- grænir tilbúnir til að styðja næðist um hana samkomulag. Raunar má spyrja, hvort það sé borgarstjóra að taka af- stöðu til slíkrar tillögu og hvort ekki væri eðlilegra að sú tillaga yrði lögð fyr- ir borgarstjórnarflokk Samfylkingar- innar til samþykktar eða synjunar. En að vísu má segja, að þau rök geti verið fyrir því að leggja slíka tillögu fyrir Ingibjörgu Sólrúnu, að hún hefur sjálf eitt atkvæði í borgarstjórn og gæti með því atkvæði ráðið úrslitum um, hvort Árni Þór Sigurðsson næði kjöri sem borgarstjóri í kosningum í borgar- stjórn. Það sýnir hins vegar mjög harða af- stöðu borgarstjóra að hafna því að einn af forystumönnum aðildarflokka Reykjavíkurlistans taki sæti borgar- stjóra, þegar hann að auki nýtur til þess stuðnings annars aðildarflokks þessa sameiginlega lista. Árni Þór nýtur þar með stuðnings helmings borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans. Hvað veldur því, að borgarstjóri hafn- ar forystumanni vinstri-grænna um- svifalaust? Telur hún, að með því að velja pólitískt kjörinn einstakling í stól borgarstjóra séu minni líkur á því að hún eigi afturkvæmt í þann stól? Það má skilja á ummælum Ingibjarg- ar Sólrúnar í Morgunblaðinu í dag er hún segir: „...þetta kemur í veg fyrir, að ég geti staðið við mín fyrirheit gagnvart kjósendum um það að vera borgarstjóri í Reykjavík og fyrirheit, sem samstarfs- flokkarnir gáfu einnig. Þarna er verið að gera ráð fyrir því, að ég hætti sem borg- arstjóri og eigi ekki afturkvæmt. Ég bauð á móti til þess að bjarga Reykja- víkurlistanum, að ég fái tímabundna lausn frá störfum, standi m.ö.o. upp úr stól borgarstjóra fram til vors og Helga Jónsdóttir borgarritari taki við starfi mínu á meðan. Þetta taldi ég vera far- sælast fyrir borgina, fyrir starfsmenn borgarinnar, fyrir Reykjavíkurlistann og fyrir borgarbúa. Þetta var mín breyt- ingartillaga. Að auki má bæta við að í til- lögu framsóknarmanna felst að það eru engin tímamörk á því hversu lengi þess- ir aðilar héldu þessu embætti.“ Alla vega er ljóst, að það hlýtur að vera vinstri-grænum mikið umhugsun- arefni, að borgarstjóri skyldi ekki einu sinni telja tillöguna þess virði að um hana yrði fjallað með lýðræðislegum hætti í aðildarflokkum Reykjavíkurlist- ans. Úr því að borgarstjóri hafnar Árna Þór Sigurðssyni verður að telja, að hún mundi hafna hvaða pólitískt kjörnum fulltrúa sem væri. Vinstriflokkarnir hafa hins vegar reynslu af því að reka Reykjavíkurborg með embættismann sem borgarstjóra en það var gert á ár- unum 1978 til 1982. Þótt sá borgarstjóri væri vel metinn einstaklingur var ljóst að það stjórnkerfi, sem þá var sett upp, var gersamlega vonlaust. Frá sjónarhóli Reykjavíkurlistans getur hins vegar verið skynsamlegt að fela pólitískt kjörnum fulltrúa að taka við embætti borgarstjóra af Ingibjörgu Sólrúnu. Ljóst má vera, miðað við breyttar aðstæður, að hún býður sig tæplega fram á ný til borgarstjórnar að rúmum þremur árum liðnum. Með því að velja eftirmann hennar úr röðum borg- arfulltrúa Reykjavíkurlistans væru oddvitar hans að taka ákvörðun um að reyna að byggja upp nýjan pólitískan forystumann listans fyrir næstu kosn- ingar. Það er ákaflega erfitt að sjá hver hin pólitísku markmið Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur eru með þeirri ákvörðun, sem hún tók í upphafi um framboð á veg- um Samfylkingarinnar og hefur hleypt þessari atburðarás af stað. Hún hefur að vísu sagt að markmið hennar væri að koma Davíð Oddssyni forsætisráðherra og Sjálfstæðisflokknum frá völdum. Til þess þarf hún að öllum líkindum stuðn- ing bæði Framsóknarflokks og vinstri- grænna. Framsóknarmenn upplifa ákvörðun hennar hins vegar á þann veg, að hún stefni að því að ryðja Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra út af þingi. Varla er það góð byrjun á póli- tískri herferð til þess að koma Sjálf- stæðisflokknum frá völdum í samstarfi við Framsóknarflokkinn. Það má hins vegar skilja ýmsa tals- menn Samfylkingarinnar á þann veg, að markmið þeirra sé að komast í ríkis- stjórn að kosningum loknum. Einn möguleikinn til þess væri að sjálfsögðu samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. En varla er það vænleg aðferð til þess að undirbúa slíkt samstarf að lýsa því yfir að aðalmarkmið kosningabaráttu Sam- fylkingarinnar sé að koma Sjálfstæðis- flokknum frá landsstjórninni. Líkurnar á því að Samfylking og vinstri-grænir fengju sameiginlega meirihluta á Alþingi Íslendinga eru eng- ar. Niðurstaðan af því flókna pólitíska valdatafli, sem nú stendur yfir virðist því vera þessi: Með ákvörðun um framboð Ingibjarg- ar Sólrúnar til þings hefur verið dregið verulega úr líkum á samstarfi Fram- sóknarflokks og Samfylkingar á lands- vísu. Með yfirlýsingum borgarstjóra um að markmið hennar sé að koma Sjálfstæð- isflokknum frá völdum er tæpast lagður grundvöllur að samstarfi við þann flokk í ríkisstjórn að kosningum loknum. Ekki verður annað séð en ákvörðun um þingframboðið hafi orðið til að borg- arstjóri missi eitt valdamesta embætti landsins. Enn er óljóst hvort samstarfið innan Reykjavíkurlistans heldur. Hvaða pólitísk hugsun ræður hér ferð?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.