Morgunblaðið - 28.12.2002, Page 20

Morgunblaðið - 28.12.2002, Page 20
ERLENT 20 LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÍBÚAR Kenýa gengu að kjörborð- inu í gær í sögulegum kosningum en Daniel arap Moi lætur nú af embætti forseta eftir 24 ár á valdastóli. Ásak- anir um kosningasvindl settu svip sinn á forsetakjörið en stjórnarand- staðan fullyrti að nöfn um tveggja milljóna manna hefðu verið fjarlægð af kjörskrá. Óháðir aðilar staðfestu að hundr- uð manna hefðu mætt á kjörstað til þess eins að komast að raun um að nöfn þeirra voru ekki á kjörskránni. Raila Odinga, talsmaður Regnboga- bandalagsins (NARC), sagði eðlilegt að skekkjumörk mældust 1–2% en öðru gilti þegar um 20% villu á kjör- skránni væri að ræða. Sérfræðingar segja að um 10 milljónir manna hafi átt að vera á kjörskrá vegna kosninganna. Full- yrti Odinga að þeir sem hefðu kom- ist að því að nöfn þeirra vantaði á kjörskrá ættu það margir sameig- inlegt að bera nöfn sem væru algeng meðal þjóðarbrota sem venjulega styddu stjórnarandstöðuna í land- inu. Tveir frambjóðendur berjast um forsetaembættið; Mwai Kibaki, fulltrúi NARC, og Uhuru Kenyatta, sem nýtur stuðnings fráfarandi for- seta og stjórnarflokksins, Þjóðar- samtaka Kenýa (KANU). Flestar kannanir, sem gerðar voru fyrir kosningarnar, bentu til að Kibaki myndi bera sigur úr býtum. Þau úr- slit myndu teljast söguleg enda hef- ur KANU-flokkurinn ráðið ríkjum í Kenýa frá því að landið fékk sjálf- stæði árið 1963. Fréttaskýrendur segja þó að Ken- yatta hafi háð öfluga kosningabar- áttu og að útilokað sé að spá fyrir um úrslitin. Ekki verður ljóst fyrr en á sunnudag eða mánudag hver hefur verið kjörinn nýr forseti Kenýa. Forystumenn NARC-flokksins sögðust sigurvissir þrátt fyrir þá meinbugi sem þeir telja hafa ein- kennt framkvæmd kosninganna. „Kenýamenn ættu að virða friðinn um leið og þeir kjósa, enda mega þeir vera fullvissir um að Regnboga- bandalagið mun mynda næstu rík- isstjórn,“ sagði Kibaki sjálfur fyrir framan kjörstað í Munaini í Othaya, sem er í miðju Kenýa. Kenyatta bar sig hins vegar einn- ig vel eftir að hann hafði greitt at- kvæði í Gatundu, þorpi um 60 km norður af höfuðborginni Nairobi. „Ég er vongóður um sigur. Þetta er sögulegur dagur, þetta er dagur um- breytinga og ég er viss um að Ken- ýamenn hafa valið mig,“ sagði hann. Tvísýnt um úrslit kosninga í Kenýa Reuters Áttatíu ára gamalli konu, Hellen Wangari, er hér hjálpað að kjósa á kjör- stað í Othaya, um 180 km frá Nairobi. Nairobi. AFP. MWAI Kibaki er gamall refur í pólitíkinni, nýtur virðingar sem hagfræðingur og tókst að fylkja meginhluta stjórnarand- stöðunnar í Kenýa á bak við sig í þessari kosningabar- áttu. Hann er 71 árs gamall. Kibaki er af Kikuyu- ættbálkinum, sem er sá stærsti í Kenýa og var afar áhrifamikill í tíð Jomos Kenyat- tas, sem var forseti 1963–1978. Hann stundaði nám í Úganda og við London School of Economics en kenndi síðan við Makarere- háskóla í Kampala, höfuðborg Úganda. Hann sagði starfi sínu þar lausu til að taka þátt í bar- áttu Kenýa fyrir sjálfstæði frá Bretlandi snemma á sjöunda ára- tugnum og átti m.a. þátt í því að skrifa fyrstu stjórnarskrá lands- ins. Kibaki var kjörinn á þing 1963 og hefur átt þar fast sæti síðan. Hann lét þó lítið á sér bera fyrstu árin eftir að landið fékk sjálf- stæði. Árið 1966 var hann hins vegar skipaður iðnaðar- og við- skiptaráðherra. Þremur árum síðar var hann útnefndur fjár- málaráðherra og gegndi hann því embætti til 1982. Hann hefur því þjónað í ríkisstjórn beggja forseta Kenýa, Kenyattas og Daniels arap Moi, sem nú lætur af embætti. Kibaki var varaforseti Kenýa oginnanríkisráðherra 1978– 1988, og varaforseti KANU- stjórnarflokksins 1978–1991. Þegar banni við starfsemi stjórn- arandstöðuflokka var aflétt árið 1991 sagði hann hins vegar skilið við KANU og stofnaði Lýðræð- isflokkinn, sem hann stýrir enn. Kibaki bauð sig fram gegn Moi í forsetakosningum 1992 og 1997 en hafði ekki erindi sem erfiði. Hann hefur verið leiðtogi stjórn- arandstöðunnar í Kenýa síðan 1997. Mwai Kibaki Hefur setið á þingi síðan 1963 FRAMBJÓÐANDI stjórn- arflokksins, Uhuru Kenyatta, er 42 ára gamall. Hann er sonur Jomos Ken- yattas, sem var fyrsti forseti Kenýa eftir að landið fékk sjálfstæði 1963. Hann hefur ekki mikla reynslu af stjórnmálum en þykir metn- aðargjarn og hefur lýst því yfir að hann vilji blása nýju lífi í störf stjórnarflokksins (KANU). Uhuru reyndi fyrst að láta til sín taka snemma á síðasta ára- tugi en hafði ekki árangur sem erfiði. Þá hafði faðir hans, Jomo, verið í gröf sinni í meira en áratug. Hann bauð sig fram til þings árið 1997 en náði ekki kjöri. Daniel arap Moi, fráfarandi for- seti, tók hinn unga Kenyatta hins vegar upp á sína arma í kjölfarið og árið 2000 útnefndi Moi hann til þingsetu. Í fyrra tók Kenyatta síðan sæti í rík- isstjórn Kenýa. Skýrir þetta hvers vegna menn hafa litið svo á að Moi hafi í raun útnefnt Kenyatta sem arftaka sinn. Lét Moi einu sinni hafa eftir sér að Kenyatta væri maður „sem mætti vísa veginn“. Ekki eru allir hins veg- ar jafnsáttir við skjótan frama Kenyattas og segja reynsluleysi hans munu koma honum í koll síðar. Segja sumir að Moi líti svo á að með því að tilnefna Kenyatta sem forsetaframbjóðanda KANU sé hann að reyna að tryggja að ekki verði farið að rannsaka ásakanir um spillingu í valdatíð Mois. Kenyatta hefur hins vegar lagt áherslu á sjálfstæði sitt, þó að hann hafi engu að síður feng- ið Moi til liðs við sig í kosninga- baráttunni. „Ég á mig sjálfur og get staðið á eigin fótum,“ sagði hann oftar en einu sinni. Vill feta í fótspor föður síns Uhuru Kenyatta VENESÚELA, fimmta mesta olíu- útflutningsríki heims, hefur neyðst til að flytja inn bensín og óska eftir matvælum frá öðrum ríkjum vegna mikils eldsneytis- og matvælaskorts í landinu eftir 25 daga allsherjar- verkfall. Stjórn Brasilíu tilkynnti í fyrra- dag að hún hygðist senda skip með 520.000 föt af bensíni til Venesúela og stjórnvöld í Dóminíska lýðveldinu sögðust ætla að senda matvæli sem greiðslu fyrir olíu sem landið fékk frá Venesúela fyrir verkfallið. Stjórn Hugos Chavez, forseta Venesúela, hefur einnig hafið viðræður við Kól- umbíumenn um að þeir sjái landinu fyrir mjólk og kjöti. Venesúela hefur flutt út um 2,7 milljónir fata af olíu á dag en útflutn- ingurinn nemur nú aðeins um 200.000 fötum á dag. Tekjutapið nemur rúmum fjórum milljörðum króna á dag. Verkfallið er ein af meginorsökum þess að heimsmark- aðsverðið á olíu hefur hækkað í 32 dollara á fatið og hefur ekki verið jafnhátt í tvö ár. Samtök Ameríkuríkja hafa hafið milligöngu um samningaviðræður milli stjórnar Chavez og andstæð- inga hans, verkalýðsleiðtoga, frammámanna í viðskiptalífinu og stjórnmálamanna sem standa fyrir verkfallinu. Stjórnin er sögð hafa hafnað kröfu andstæðinga Chavez um að hann hætti við að reka þá starfsmenn ríkisolíufyrirtækisins PDVSA sem tekið hafa þátt í verk- fallinu. Andstæðingar forsetans hafa einnig krafist þjóðaratkvæða- greiðslu í febrúar um hvort hann eigi að segja af sér. Þótt Chavez beri ekki lagaleg skylda til að hlíta niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar vona andstæð- ingar hans að hún verði til þess að hann neyðist til að segja af sér. Cha- vez segist hins vegar ekki ætla að láta af embætti, jafnvel þótt 90% landsmanna greiði atkvæði gegn honum. Samkvæmt stjórnarskrá landsins er hægt að efna til bindandi þjóð- aratkvæðagreiðslu um hvort forset- inn eigi að láta af embætti þegar sex ára kjörtímabil hans er hálfnað, eða í ágúst á næsta ári. Stjórnin er sögð hafa léð máls á því að atkvæða- greiðsla fari fram í febrúar, þótt hún yrði ekki bindandi, ef hæstiréttur landsins samþykkti það. Einn leiðtoga stjórnarandstöð- unnar, Enrique Ochoa Antich, hefur lagt til að hún hætti verkfallinu og einbeiti sér að því að undirbúa þjóð- aratkvæðagreiðslu um Chavez 2. febrúar. „Því miður höfum við rík- isstjórn sem getur skorið af sér nefið til að halda völdunum,“ sagði Ochoa Antich. Aðrir leiðtogar stjórnarandstöð- unnar sögðu hins vegar að engin áform væru um að hætta verkfallinu. Neyðast til að flytja inn bensín Caracas. AP, AFP. AP Andstæðingar Hugos Chavez, forseta Venesúela, krefjast afsagnar hans á mótmælagöngu í Caracas. Allsherjarverkfall hefur nú staðið yfir í 25 daga í Venesúela TVEIR vopnaðir Palestínumenn réðust í gær inn í eina af landnema- byggðum gyðinga á Vesturbakkan- um, Otniel, skammt frá Hebron og drápu fjóra Ísraela. Annar árásar- mannanna var þegar felldur en hinn nokkru síðar, að sögn Ísraelshers. Samtökin Íslamska Jihad lýstu árás- inni á hendur sér í gærkvöldi. Fimmtudagurinn var einn sá blóð- ugasti í átökum Palestínumanna og Ísraela í margar vikur, er níu Palest- ínumenn voru drepnir í átökum við herinn á Vesturbakkanum og Gaza. Andlegur leiðtogi Hamas-samtaka múslíma, Sheikh Ahmad Yassin, hét því í gær að Ísraelsríki liði undir lok á fyrsta fjórðungi aldarinnar. „Ríki síonista verður eytt á fyrsta fjórð- ungi þessarar aldar. Ég bið ykkur að sýna þolinmæði,“ sagði Sheikh Yass- in í ávarpi til um 30 þúsund stuðn- ingsmanna sinna á útifundi í Gaza- borg í gær í tilefni af því að 15 ár voru liðin frá stofnun Hamas. „Við munum halda áfram píslarvættisað- gerðum okkar uns hersetu Ísraela lýkur,“ sagði Sheikh Yassin. Sex féllu á Vestur- bakkanum Gazaborg, Jerúsalem. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.