Morgunblaðið - 14.01.2003, Side 10

Morgunblaðið - 14.01.2003, Side 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ TÓMAS Ingi Olrich menntamála- ráðherra segir út í hött að halda því fram að námslánakerfið hafi verið óbreytt síðustu ár. Útlánakjörum hafi síðast verið breytt í vor til að koma til móts við námsmenn, þá hafi grunnframfærsla verið hækkuð, dregið hafi verið úr tekjutengingu og tenging við tekjur maka afnumin. Alltaf sé verið að skoða kjör náms- manna í heild, það sé viðvarandi við- fangsefni. Ólafur Örn Haraldsson, alþingis- maður og varaformaður mennta- málanefndar Alþingis, sagði á rann- sóknarstefnu Reykjavíkurakadem- íunnar nýlega að hann teldi endur- greiðsluhlutfall námslána of hátt auk þess sem hækka þyrfti lán til framfærslu, þannig að fólk hefði tækifæri til að lifa af þeim. Þá sagði hann athugandi að taka upp náms- styrkjakerfi líkt og tíðkast á öðrum Norðurlöndum. Þriggja milljarða framlag úr ríkissjóði „Starfsemi sjóðsins kallar á þriggja milljarða króna óafturkræf framlög á hverju ári úr ríkissjóði. Sem þýðir að um helmingur náms- lánanna er í raun styrkir. Séu láns- kjörin gerð betri kostar það viðbót- arframlög af hálfu ríkisins. Hins vegar hafa málefni sjóðsins verið í endurskoðun sífellt og það verður áfram svo,“ segir Tómas Ingi. Staða Lánasjóðsins hafi verið mjög alvarleg árið 1991 þegar grundvallarbreytingar voru gerðar á honum. „Hann stefndi í gjaldþrot og þá var gripið til mikilvægra að- gerða sem miðuðu að því að bjarga sjóðnum og það tókst. Síðan þá hef- ur sjóðurinn verið stöðugur og traustur. Það er afar mikilvægt, því þessi sjóður gegnir mjög mikilvægu hlutverki í íslensku menntakerfi, tryggir möguleika og jafnrétti til náms.“ Ráðherra segir kerfin í nágranna- löndunum ólík íslenska lánasjóðnum og því sé erfitt að bera kjör náms- manna á Íslandi og hinum Norð- urlöndunum saman. Hann vill ekki tjá sig um hvort það komi til greina að minnka endurgreiðsluhlutfallið, en bendir á að vanskil sjóðsins hafi ekki aukist milli ára. Enginn munur sé á vanskilum eftir lánaflokkum, en afborganir séu mismunandi háar eftir flokkum. „Við vorum síðast í vor að endurskipuleggja þetta og koma með breytingar, það er alveg út í hött að halda því fram að þetta hafi verið óbreytt. Það er búið að breyta lögunum og líka búið að breyta útlánakjörum. Það er ný- skeð,“ segir Tómas Ingi. „Það var mikið átaksverkefni að bjarga sjóðnum á sínum tíma og for- gangsverkefni að tryggja að hann væri stöðugur og sterkur. Þess vegna mega menn gæta sín, standa vörð um hann og grafa ekki undan honum. Það er fljótgert að veikja stoðir sjóðsins en viðvarandi við- fangsefni að halda sterkri stöðu hans og gæta að því að hann þrífist og þjóni sínu hlutverki.“ Menntamálaráðherra segir að útlánakjörum LÍN hafi verið breytt Telur mikilvægt að grafa ekki undan Lánasjóðnum HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir ljóst að mjög erfitt verði að semja við Evrópusam- bandið um aðlögun samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES) vegna stækkunar sambandsins og að fyrsti samningafundurinn í síð- ustu viku gefi ekki tilefni til bjart- sýni. Hann segir að miðað við stöð- una nú sé engin ástæða til að ætla að niðurstaða fáist í apríl líkt og stefnt sé að. Hann segir jafnframt að það sé út í hött að tala um að breyta þessum samningaviðræðum í aðildarviðræður eins og formaður Samfylkingarinnar hefur lagt til. „Það má segja að þessi fyrsti fundur staðfesti það sem við viss- um. Þetta verða mjög erfiðir samn- ingar. Evrópusambandið hefur ekki dregið úr kröfum sínum og það liggur jafnframt fyrir að það er ekki verið að bjóða þessum ríkjum [EFTA-ríkjunum] meiri aðgang að samvinnunni á nokkurn hátt heldur fyrst og fremst krefja þau um meiri greiðslur án þess að neitt nýtt komi í staðinn. Að því er varð- ar aðgang að mörkuðum þá hefur ekkert nýtt komið fram og þar af leiðandi er ekki mikið meira um það að segja á þessu stigi,“ segir utanríkisráðherra. Hann segir Íslendinga ekki eiga annan kost en að halda áfram að vinna að málinu á grundvelli samn- ingsins um Evrópska efnahags- svæðið. „Okkur finnst að þessar kröfur séu í andstöðu við EES-samning- inn og í engu samræmi við það sem á undan er gengið en það mun þá reyna á hvort ESB ætlar að halda í heiðri þann vilja eða ekki. Það er engin leið að segja til um niður- stöðuna. Það er stefnt að því að ljúka samningum í apríl en ég hef enga ástæðu til að ætla að það muni takast.“ Tafir hefðu slæm áhrif Stefnt er að því að breytingin á samningnum um Evrópska efna- hagssvæðið verði staðfest á þjóð- þingum ESB-ríkjanna samhliða fjölgun aðildarríkja. Aðspurður um hvaða áhrif tafir á samningavið- ræðunum myndu hafa á það ferli sagði utanríkisráðherra að vissu- lega gæti það haft slæm áhrif. „Upphafspunktur samningavið- ræðna er hins vegar með þeim hætti að það er lítil ástæða til bjartsýni. Tafir gætu aftur á móti skapað mikla erfiðleika varðandi staðfestingu og það er líka vondur kostur.“ Hann sagði aðspurður að áherslur Íslendinga og Norðmanna væru enn sem komið væri mjög svipaðar. Þjóðirnar hefðu verið samstiga í málinu. Hitt væri svo annað mál að aðstæður þeirra væru mismunandi, t.d. varðandi tollamál, og niðurstaðan gæti vel orðið sú að eitthvað yrði ólíkt í endanlegri lausn fyrir Noreg annars vegar og Ísland hins vegar því þessi mál vörðuðu bókun 9 við samninginn. Verður að reka málið til enda Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur lýst yfir að hann telji að breyta eigi samn- ingaviðræðunum um EES yfir í að- ildarviðræður. Þegar Halldór Ás- grímsson var inntur álits á þeirri hugmynd sagði hann: „Það er alveg út í hött að tala um að breyta þessu yfir í aðildarviðræður. Þessir samn- ingar verða að ganga sinn gang og það verður að reka málið til enda. En hvaða áhrif það hefur aftur á móti á mat manna á stöðu okkar og afstöðu til hugsanlegrar aðildar að ESB er annað mál. En samningar um aðild að ESB og þessir samn- ingar eru tvö algjörlega ólík og að- skilin mál og má ekki rugla því saman.“ Halldór Ásgrímsson segir tafir geta orðið á samningum um breytingar á EES Má ekki rugla saman við aðildarviðræður NOKKUÐ hefur borið á því að undanförnu að kveikt sé í flug- eldum eftir að leyfilegur notk- unartími flugelda er liðinn. Sam- kvæmt reglugerð um sölu og meðferð skotelda er bannað að skjóta upp flugeldum eftir klukkan eitt aðfaranótt 7. janúar ár hvert. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík er alltaf eitthvað um að lögreglan hafi afskipti af fólki sem skjóti upp flugeldum á tím- um sem það er bannað. Þó hafi heldur dregið úr því á síðustu dögum. Leyfi til flugeldasýninga Í reglugerð um meðferð skot- elda segir að lögreglustjórum sé þó heimilt að veita leyfi til flug- eldasýninga í tengslum við há- tíðahöld eða aðra skemmtistarf- semi, þar sem almenningi er heimilaður aðgangur. Engir skot- eldar eftir 7. janúar STANGAVEIÐIFÉLÖG bjóða gjarnan upp á námskeið fyrstu mánuði árs- ins til að búa menn undir sumarið. Stangaveiðifélagið Ármenn er til dæmis með flugukastkennslu í íþróttahúsi Kennaraháskólans alla sunnudags- morgna fram í apríl og þar er Hilmar Finnsson einn af fjórum kennurum. 18 nemendur á öllum aldri eru á hverju námskeiði og einbeitnin leynir sér ekki hjá ungum sem öldnum. Boðið upp á flugukast- kennslu hjá Ármönnum Morgunblaðið/Jim Smart „ÁSTANDIÐ á vinnumarkaði breyttist lítið sem ekkert á síðasta ári,“ segir Jensína K. Böðvarsdótt- ir, framkvæmdastjóri mannauðs- sviðs IMG sem rekur þrjár ráðn- ingaskrifstofur; Mannafl, Liðsauka og Vinnu.is. Hvorki hún né Guðný Harðardóttir, framkvæmdastjóri ráðningarskrifstofunnar STRÁ taka undir lýsingu Jóns Baldvins- sonar, framkvæmdastjóra Ráðning- arþjónustunnar hf. á vinnumark- aðnum um þessar mundir, en viðtal við hann birtist í Morgunblaðinu í gær. Röng mynd af ástandinu „Þetta er hans persónulega skoð- un og mótast sjálfsagt af því að hann rekur eina af minni ráðning- arskrifstofunum. Orð hans gefa ekki rétta mynd af ástandinu,“ seg- ir Jensína. Atvinnuleysi hafi vissu- lega aukist og sé meira en það var fyrir 3-4 árum. Og þó margir sæki um sum laus störf sé ekki þar með sagt að allir umsækjendurnir séu hæfir til að gegna þeim. Jensína kannast ekki við að umsækjendur séu nær eingöngu úr hópi atvinnu- lausra, fólk í störfum hafi ekki síð- ur hug á að breyta til en áður. Aðspurð segir hún að vinnu- markaðurinn hafi breyst. Atvinnu- rekendur geri meiri kröfur til um- sækjenda en var fyrir nokkrum árum og starfsreynsla sé gjarnan oft kostur. Þá skipti góðar einkunn- ir meira máli en áður. Jensína er bjartsýn á að framboð á atvinnu aukist á ný og segist sjá ýmis bata- merki. „Það er vinna að ná sér í vinnu í dag. Það er líka mikilvægt að fólk sé jákvætt og nýti sér ástandið til að auka hæfni sína í starfi, meðal annars með endur- menntun og námskeiðum,“ segir hún. Mikið framboð af góðu fólki „Það er mikið framboð af góðu fólki og meiri en eftirspurn. Ekki fá allir störf við hæfi en fólk gerir líka mismiklar kröfur,“ segir Guðný Harðardóttir, framkvæmdastjóri ráðningarskrifstofunnar STRÁ MRI. Hún segir að vissulega hafi atvinnuleysi aukist en býst við að ástandið muni batna með vorinu. Ekki ríki neitt svartnætti á vinnu- markaðnum. Talsvert framboð sé af störfum og til marks um það bendir hún á að fyrstu átta virka daga þessa árs hafi borist 26 óskir um ráðningar í ný störf sem sé meira en á sama tíma í fyrra. Framboðið er þó meira en eft- irspurnin. Samkvæmt tölulegri út- tekt á nýskráningum hjá STRÁ sóttu mun fleiri háskólamenntaðir einstaklingar um störf árið 2002 en árin á undan. Atvinnuleysi meðal þeirra sé einnig meira en hjá öðr- um hópum. Af þeim sem skráðu sig í fyrsta skipti hjá STRÁ árið 2000 voru 24,3% háskólamenntaðir. Árið 2001 var hlutfall þeirra 32,2%. Fyrstu níu mánuði síðasta árs tók hlutfall þeirra stökk og var orðið 41,7% í lok september. Í Morgunblaðinu í gær var haft eftir Jóni Baldvinssyni, fram- kvæmdastjóra og eiganda Ráðning- arþjónustunnar ehf., að sú breyting hafi orðið að umsækjendur um störf séu nær eingöngu fólk sem ekki hafi að öðrum störfum að hverfa, en fólk sem hafi e.t.v. áhuga á að skipta um störf haldi að sér höndum. Guðný hefur ekki orðið vör við þessa þróun. Hún er bjartsýn á að ástandið batni með vorinu. Í janúar sé ávallt mikið framboð enda séu margir að ljúka námi. Gagnrýna lýsingu Jóns Baldvinssonar hjá Ráðningarþjónustunni á stöðu atvinnumála Ekkert svartnætti á vinnumarkaðnum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.