Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 23
NEYTENDUR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 2003 23
NÝR Kays listi er
kominn hjá B.
Magnússyni hf.
Um er að ræða
vor- og sumar-
fatnað 2003 fyrir
alla fjölskylduna.
Í listanum eru
jafnframt tilboð
og kaupaukar, samkvæmt tilkynn-
ingu frá B. Magnússyni.
NÝTT
Vor- og sum-
arlisti Kays
Pottagaldrar ehf.
hafa gefið út
Kryddbókina eft-
ir Harald Teits-
son. Um er að
ræða endurgerð á
fyrstu bók Har-
aldar frá 1993
sem mun vera
löngu uppseld. Í
Kryddbókinni eru upplýsingar um
kryddjurtir og náttúruleg bragðefni
og jafnframt lækningamátt, að því er
segir í tilkynningu frá Pottagöldrum.
Kryddbókin
komin út aftur
DENTALÍA ehf.
hefur fengið
markaðsleyfi hér-
lendis fyrir nátt-
úrulyfinu phyto-
calm-passiflora
frá franska fyrir-
tækinu Ako-
pharma, að því er
segir í tilkynn-
ingu. „Phytocalm er náttúrulyf og
notað við svefnerfiðleikum og
spennu og óróa sem tengist álagi.“
Lyf gegn svefn-
erfiðleikum
J.S. HELGASON
hefur byrjað inn-
flutning á snyrti-
vörum frá Aldo
Vandini sem ætlað
er að vinna á app-
elsínuhúð. Um er
að ræða skrúbb og
styrkjandi gel sem
meðal annars inni-
heldur sólhatt, koffín, vatnsnafla og
panthenol fyrir húðina.
Vörur gegn
appelsínuhúð
VOR- og sum-
arpöntunarlisti
Freemans er
kominn út. Í
listanum er að
finna tískuföt
fyrir telpur og
konur. Einnig
er úrval af
rúmfatnaði,
skóm og fylgihlutum í listanum.
„Freemans flutti nýlega í nýtt hús-
næði að Hjallahrauni 8 í Hafnarfirði.
Þar hefur verið opnuð verslun sem
býður helstu vörurnar í listanum.
Verslunin er opin frá 10–18,“ segir í
tilkynningu frá Freemans.
Vor- og sumar-
listi Freemans
B. MAGNÚSSON hf. kynnir nýja
kynslóð fitubrennsluefna frá EAS,
það er „BetaLean“og „Simply diet“.
„Um er að ræða tvær útgáfur sem
stuðla að fitubrennslu ásamt aukinni
orku. Vörurnar innihalda koffín,
HCA sem dregur úr matarlyst, citr-
us aurantium sem stuðlar að aukinni
brennslu og naringin sem lengir
virkni koffíns í blóði,“ segir í tilkynn-
ingu.
Fleiri fitu-
brennsluefni
MÓNA hefur sett á markað nýja
vörutegund sem er „Heit“ súkku-
laðisósa og „Heit“ karamellusósa
með ís. „Sósan er hituð í umbúð-
unum í opinni dós í um það bil 2
mínútur á lágum hita í örbylgju-
ofni, einnig má hita hana í vatns-
baði,“ samkvæmt tilkynningu frá
Mónu.
„Heit“ íssósa
fyrir heimili
VERSLUNIN Blómaskart hefur
tekið við umboði fyrir Oshadhi-ilm-
kjarnaolíur og Custom Craftworks-
nuddbekki af Yoga Studio. „Sigur-
laug Ingólfsdóttir mun framvegis
þjónusta nuddara og almenning en
Yoga Studio mun halda áfram með
námskeið um ilmkjarnaolíur og ráð-
gjöf,“ segir í tilkynningu.
Ilmkjarnaolíur
í Blómaskarti
UPPLÝSINGAR um innihald eru
fáanlegar á stórum hluta þeirra
brauða sem seld eru í bakaríum
landsins. Virðast forráðamenn
flestra brauðbúða leggja sig fram
um að veita neytendum slíkar upp-
lýsingar, segir Hollustuvernd rík-
isins sem kannað hefur innihalds-
lýsingar á 149 brauðum víðs vegar
um land í samvinnu við heilbrigð-
iseftirlit.
Svo virðist sem bakarí á Hafn-
arfjarðar- og Kópavogssvæði ann-
ars vegar og Kjósarsvæði hins veg-
ar leggi sig síður fram við að veita
neytendum upplýsingar um inni-
hald ópakkaðra brauða, er meðal
þess sem lesa má út úr niðurstöð-
um.
Áhersla á upplýsingar
vegna ofnæmis og óþols
„Alvarlegustu brotin áttu sér
stað þegar upplýsingar varðandi of-
næmi og óþolsvalda voru ekki
merktar á skriflegar innihaldslýs-
ingar brauða,“ segir í skýrslu um
verkefnið, en þar kemur fram að
slíkar athugasemdir hafi verið
gerðar vegna 16 brauða af 149.
„Slíkt verður að líta alvarlegum
augum þar sem viðbrögð líkamans
við neyslu þessara efna geta verið
mjög alvarleg,“ segir enn fremur.
Hollustuvernd telur „fullnægj-
andi“ að starfsfólk bakarís geti
upplýst viðskiptavin um innihald
brauðs og að innihaldslýsing sé til í
bakaríinu en gerði fjölmargar at-
hugasemdir, eða 78, við að skrifleg
innihaldslýsing lægi ekki frammi.
„Æskilegra væri að hafa upplýs-
ingar um innihaldsefni skrifleg á
áberandi stað í bakaríinu svo neyt-
endur þurfi ekki að treysta á
starfsmenn bakaría til þess að veita
þessar upplýsingar,“ segir í skýrslu
um verkefnið.
Niðurstöðurnar koma fram í
skýrslu um eftirlitsverkefni Holl-
ustuverndar í samstarfi við Heil-
brigðiseftirlit sveitarfélaga, þar
sem markmiðið var að kanna hvort
viðskiptavinir bakaría geti nálgast
upplýsingar um innihald ýmissa
brauðtegunda.
Heimsótt voru 2–10 bakarí á
hverju eftirlitssvæði og kannaðar
innihaldslýsingar og aðgengi að
innihaldslýsingum á fimm brauð-
tegundum í hverju bakaríi.
Samtals voru kannaðar inni-
haldslýsingar á 149 brauðum í 30
bakaríum víðs vegar um land. Eng-
ar athugasemdir voru gerðar vegna
52 brauða af 149 (35%) þar eð upp-
lýsingar um innihaldsefni í þeim
voru aðgengilegar fyrir neytendur.
Athugasemdir voru hins vegar
gerðar við 97 brauð af 149 (65%).
Voru athugasemdir vegna brauð-
anna 97 alls 149, allt frá einni at-
hugasemd upp í fjórar athuga-
semdir á brauð. Flestar
athugasemdir, eða 78, voru gerðar
við hvort innihaldslýsing á viðkom-
andi brauði lægi frammi og ekki
þyrfti sérstaklega að biðja um
hana.
Skylt að upplýsa um innihald
Spurt var hvort starfsfólk gæti
upplýst kaupanda um innihald
ópakkaðs brauðs, hvort innihalds-
lýsing fyrir brauðið væri til í bak-
aríinu, hvort hún lægi frammi,
hvort til væri uppskrift að brauð-
inu, hvort innihaldsefni væru í
réttri röð, það er eftir magni, og
loks hvort allir þekktir ofnæmis-
valdar/óþolsvaldar væru skráðir í
skriflegri innihaldslýsingu.
Hollustuvernd segir að ólíkt því
sem gerist með forpakkaða vöru
getur verið erfitt fyrir neytendur
að átta sig á hvaða innihaldsefni
eru notuð í vörur sem seldar eru í
bakaríum. Er það skylda bakaría
að geta veitt þessar upplýsingar
óski neytendur eftir þeim.
35% brauða fengu
enga athugasemd
Hollustuvernd
kannar innihalds-
lýsingar ópakk-
aðra brauða
Morgunblaðið/Golli
Lýsingar á innihaldi ópakkaðra
brauða eru mikilvægar neytendum.
Mjólk, egg, jarðhnetur, möndl-
ur, hnetur, hafrar, bygg, rúgur
og hveiti.
Ofnæmisvaldar
LISTIR
Í NOREGI er ungur íslenskur leik-
ari, Þórir Sæmundsson, að hasla
sér völl í leiklistinni eftir að hafa út-
skrifast úr Ríkisleiklistarskólanum
í Ósló sl. vor.
Þórir er 22 ára að aldri og fluttist
með foreldrum sínum og bræðrum
til Noregs árið 1996. „Ég fór í
menntaskóla hér í Noregi og síðan í
leiklistarnámið og lauk því í fyrra,“
segir Þórir sem hefur haft nóg
verkefni frá því náminu lauk. „Ég
fékk strax tilboð um samning við
Teatret Vårt í Molde sem er héraðs-
leikhúsið í Möre og Römsdal. Þetta
er leikhús sem svipar kannski helst
til Leikfélags Akureyrar þar sem
það sinnir ákveðnu svæði. Við erum
með leikhús með einu sviði en stór
hluti starfseminnar byggir á leik-
ferðum með sýningar um fylkið.“
Áttatíu sýningar
fram undan
Á fimmtudag er stór dagur hjá
Þóri því hann frumsýnir þá ásamt
leikkonunni Siven Jörgensen, leik-
ritið Norway.today, eftir Þjóðverj-
ann Igor Bauersima. „Þetta er
frumsýning verksins í Noregi en
það hefur samt vakið mikla athygli
þar sem það byggist á raunveruleg-
um atburði sem gerðist hér í Nor-
egi fyrir 4 árum. Þá frömdu norsk-
ur piltur og austurrísk stúlka
sjálfsmorð með því að stökkva sam-
an fram af 600 metra háu þver-
hníptu fjalli, Prekestolen á Roga-
landi. Þau höfðu kynnst á spjallrás
á Netinu og hann bauð henni að
koma til Noregs og síðan endaði
þetta svona. Leikritið fylgir þessari
dapurlegu sögu samt ekki nema að
hluta, og endir þess er gleðilegri en
raunveruleikinn. Þetta er eitt besta
nýja leikrit sem ég hef komist í tæri
við og er allt í senn, fyndið og alvar-
legt. Þarna er fjallað um sjálfsmorð
ungs fólks af alvöru og ábyrgð og
ég er viss um að leikritið á eftir að
vekja mikla umræðu.“
Þórir segir að þau verði á ferð og
flugi með sýninguna næstu 2–3
mánuði og sýni í öllum grunn- og
framhaldsskólum í fylkinu. „Það er
þegar búið að ákveða 80 sýningar
og líklega verða þær fleiri áður en
lýkur í apríl.“
Draumur á Jóns-
messunótt í Berlín
Þegar sýningum á Norway.today
lýkur leggur Þórir land undir fót
og flytur til Berlínar en þar tekur
hann þátt í samevrópskri uppfærslu
á Draumi á Jónsmessunótt eftir
Shakespeare. „Þetta er mjög
spennandi verkefni sem leikhús í
Evrópu eru þátttakendur í og bygg-
ist á því að ungir leikarar frá ýms-
um leikhúsum vinna saman sýningu
þar sem hver leikur á sínu tungu-
máli. Við verðum síðan á ferðinni
vítt og breitt um Evrópu með sýn-
inguna næsta árið, og sýnum m.a. í
London, París, Vín og Amsterdam.
Ég er í rauninni á samningi við-
Teatret Vårt meðan á þessu stend-
ur, því það er leikhúsið sem kemur
að verkefninu og bauð mér síðan að
taka þátt fyrir þess hönd.“
Þórir segist fylgjast með íslensku
leikhúslífi á Netinu eftir því sem
tök eru á. „ Ég hef gaman af að sjá
hvað er verið að leika og hverjir
eru að leika hvað. Ég þekki reynd-
ar mjög fáa í íslensku leikhúsi enda
kynnist fólk í leiklistarskóla og
myndar tengsl við leikhúsheiminn á
þeim tíma. Ég þekki vel til í leik-
húsheiminum hér í Noregi og verk-
efnin eru fjölbreytt og skemmti-
leg,“ segir íslenski leikarinn, Þórir
Sæmundsson, sem útilokar ekki að
hann eigi eftir að koma heim til Ís-
lands í framtíðinni og leika á ís-
lensku leiksviði. „Það væri auðvitað
mjög gaman.“
Þórir Sæmundsson í hlutverki sínu í Norway.today.
Íslenskur
leikari á frama-
braut í Noregi
NÝLEGA voru opnaðar tvær
myndlistarsýningar á hárgreiðslu-
stofunum Mojo á Vegamótastíg 4
og Scala í Lágmúla 5. Freygerður
Dana Kristjánsdóttir sýnir tvö verk
á Mojo. Annars vegar er um að
ræða ádeiluverk á orðuveitingar og
hins vegar verk af íslenskum rollum
í hlutverkum mannanna. Í því verki
getur áhorfandinn fært „Rollurnar“
á mismunandi hillur sem eru
merktar: Hlemmur, Elliheimili,
Kirkja, KR-völlurinn, Sjúkrahús,
Frystihús, Alþingi, Verkstæði,
Astro, Tónlistarhús, Heimilið og
Ómerkt hilla.
Þetta er fyrsta sýning Freygerð-
ar og stendur hún til mánaðamóta.
Þá sýnir Anna Guðrún Torfadótt-
ir myndlistarmaður verk sín á
Scala. Verkin eru unnin með bland-
aðri tækni, m.a. tvær myndir af
Herðubreið þar sem herðar lista-
mannsins axla þetta fjall.
Sýningin stendur fram að mán-
aðamótum.
Myndlistarsýningar á
hárgreiðslustofum