Morgunblaðið - 14.01.2003, Qupperneq 35
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 2003 35
✝ Óli AðalsteinnGuðlaugsson
fæddist á Bárðar-
tjörn í Höfðahverfi
hinn 17. júlí 1916.
Hann lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Akureyri 7. janúar
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Emilía
Halldórsdóttir og
Guðlaugur Jóakims-
son. Systkini Óla eru
Jenný, f. 1909;
Höskuldur, f. 1911,
látinn; Svanfríður, f.
1912, látin; Jóakim, f.
1915; Sigurvin, f. 1915, látinn;
Torfi, f. 1917; Laufey, f. 1919; og
Kristín, f. 1920.
Í æsku stundaði Óli búskap og
sjómennsku frá Grenivík.
Hinn 13. apríl 1941 kvæntist Óli
eftirlifandi konu sinni, Sólveigu
Jónsdóttur frá Birn-
ingsstöðum í Ljósa-
vatnsskarði, f. 25.
sept. 1917. Dætur
Óla og Sólveigar eru
Alda, f. 17. okt. 1939,
sem Óli gekk í föður-
stað, og Anna Sigur-
veig, f. 18. ág. 1941,
d. 19. nóv. 2002.
Óli og Sólveig
hófu búskap á Þórð-
arstöðum í Fnjóska-
dal og vann Óli einn-
ig fyrir Skógrækt
ríkisins. Árið 1948
fluttust þau hjónin til
Akureyrar og hóf þá Óli störf hjá
Mjólkursamlagi KEA. Hann vann
þar í rúm 40 ár, þar til hann lét af
störfum fyrir aldurs sakir.
Útför Óla fer fram frá Akureyr-
arkirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Elsku afi minn, nú ertu farinn
yfir móðuna miklu. Þú hefðir orðið
87 ára í sumar, það er hár aldur,
en þú hafðir ekki þrek til að sigr-
ast á lungnabólgunni. Ég byrjaði
ævi mína hjá ykkur ömmu í Odd-
eyrargötunni, því þar er ég fædd.
Frá Akureyri flutti ég fjögurra ára
suður í Hafnarfjörð með pabba og
mömmu, þá lengdist leiðin frá mér
til ykkar ömmu. Í huganum voruð
þið ekki fjarri. Margir segja, að
sumarið komi með sólskini og yl,
ég segi það líka. En sumarið kom
ekki aðeins með sól og yl til mín,
það færði mig líka til ykkar, afi
minn. Á hverju sumri, strax og
skólinn var búinn, var hafin ferð
norður. Annað hvort flaug ég eða
þú náðir í mig suður yfir heiðar á
Ford Junior. Alltaf var tilhlökk-
unin jafn mikil, þá var dekrað við
mig. Ég gleymi því ekki þegar far-
ið var í heimsókn í sveitina, þær
ferðir voru ófáar hvort heldur sem
það var í Skagafjörðinn eða
Fnjóskadalinn. Einnig eru ógleym-
anlegar nestisferðirnar í Vagla-
skóg. Þar nutum við þess að vera í
ilminum af gróandanum í heillandi
ævintýraheimi fyrir litla afastúlku.
Minningin um skyrið hans afa sem
var svo oft á borðum hjá ömmu,
það var það besta skyr sem til er.
Þú vannst í Mjólkursamlagi KEA í
yfir fjörutíu ár. Gott fannst mér að
heimsækja þig í samlagið þegar
það var í gilinu enda stutt fyrir
mig að fara. Það var yndislegt að
eiga ykkur ömmu að, þegar við
Ægir vorum að byrja okkar bú-
skap. Við fluttum fljótlega eftir
brúðkaupið norður til Akureyrar.
Hjá ykkur bjuggum við fyrst á
meðan við byggðum húsið okkar.
Hjá ykkur fæddist frumburðurinn
okkar hann Arnar. Aðstoð ykkar
við okkur Ægi fyrir norðan er
hreint út sagt alveg ómetanleg og
verður seint fullþökkuð. Elsku afi,
þú hefur annast ömmu síðustu árin
á heimili ykkar að Lindasíðu 4. Um
daginn hafðir þú orð á því að það
væri svolítið seint að læra að elda
þegar maður er orðinn áttatíu ára.
Þú gerðir allt fyrir ömmu eftir
þinni bestu getu, afi minn, og við
erum öll mjög þakklát fyrir það.
Þú varðst að sjá á eftir elskulegri
dóttur þinni henni Önnu Siggu fyr-
ir svo stuttu síðan. Það er okkur
huggun að trúa því að hún taki á
móti þér. Mikill er missir ömmu en
við hugsum um hana fyrir þig.
Elsku afi, við Ægir kveðjum þig
með þakklæti fyrir allar stundirnar
okkar saman, þær varðveitum við í
hjörtum okkar, Guð varðveiti þig.
Sólveig Stefánsdóttir.
Afi Óli er dáinn. Það var eitt-
hvað sem ég átti ekki von á að
heyra, þó hann hefði fengið
lungnabólgu fyrir nokkrum dögum.
Ég sem sagði alltaf að hann væri
hressari en ég, þó svo að ég væri
60 árum yngri.
Ég á margar góðar minningar
um afa Óla. Nokkurra sólarhringa
gamall var komið með mig til
ömmu og afa í Ásveginn á Akur-
eyri. Hjá þeim bjó ég fyrsta ári
ævi minnar, þar sem vel fór um
okkur litlu fjölskylduna í vel út-
búnu gestaherbergi. Ég var fyrsta
langafabarnið hans afa og alveg frá
upphafi lét afi mig finna það að ég
væri í uppáhaldi. Þannig varð ég
mjög náinn þeim ömmu ungur að
aldri og alltaf gat maður treyst því
að finna ástúð og hlýju þegar mað-
ur hitti þau. Ég var svo heppinn að
búa á Akureyri fyrstu ár ævi minn-
ar og náði því að kynnast afa mín-
um vel.
Afi vann alla tíð, eftir að ég kom
í heiminn, í skyrinu í Mjólkursam-
laginu á Akureyri. Það voru ófáir
dagarnir sem ég var í heimsókn
hjá þeim afa og ömmu í Ásveginum
og um leið og afi kom þreyttur
heim úr vinnunni, þá var farið að
leika við mig eins og honum var
einum lagið.
Eftir að ég flutti suður leið aldr-
ei langt á milli þess að ég og fjöl-
skyldan mín fórum í heimsókn
norður til ömmu og afa og má
segja að ég hafi hitt afa Óla að
minnsta kosti einu sinni á ári þrátt
fyrir fjarlægðina. Undanfarinn
áratug hafa ferðirnar norður, með
íþróttunum, í fríum og vegna
vinnu, verið fjölmargar og oftast
nokkrar á ári og ég get sagt með
gleði í hjarta mínu að aldrei kom
ég í bæinn án þess að hitta afa,
meira að segja þó ég hafi einungis
átt leið í gegnum Akureyri. Þessar
heimsóknir gáfu mér mikið og von-
andi gaf þetta afa jafn mikið og
mér. Ég veit það að ég á ekki eftir
að líta Akureyri sömu augum, nú
án afa Óla. Elsku afi, eins og ég
sagði áðan þá átti ég ekki von á því
að þú myndir fara, þó svo að ald-
urinn segði 86 ára á ökuskírteininu
þínu sem þú varst að leggja núna
fyrir einni viku síðan. Ég veit það
að ég og mín litla fjölskylda, sem
varð einmitt fjölgun í fyrir mánuði
síðan þar sem þitt fyrsta langa-
langafabarn fæddist, eigum eftir
að sakna þín og erum við ævinlega
þakklát fyrir þær minningar sem
við eigum í hjarta okkar og mun-
um við varðveita þær alla ævi.
Arnar Ægisson.
Óli afi var lífsglaður og kær-
leiksríkur afi sem verður sárt
saknað. Hann vann í Mjólkursam-
lagi KEA í Kaupvangsgilinu á okk-
ar æskuárum.
Við áttum það til að kíkja í
heimsókn, á leið heim úr skóla og
fylgjast með honum búa til besta
skyr í heimi, skyrið hans afa. Kart-
öflugarðarnir hans afa voru afar
vinsælir á haustin og þá sérstak-
lega stóri garðurinn í Pétursborg.
Við systurnar vorum duglegastar
við að tína allar litlu kartöflurnar
sem okkur þóttu lostæti „með flus-
inu“. Þessum og ótal fleiri minn-
ingum um afa munum við segja
börnum okkar frá í sögunum:
„þegar ég var ung ...“ Minningin
um afa mun lifa áfram í hjörtum
afkomenda sinna.
Elsku amma, megi Guð gefa þér
styrk í sorg þinni.
Elísabet og Íris.
Kaffi í Ásvegi, alltaf kökur eða
annað góðgæti með. Alltaf svo gott
að koma þar, alltaf tekið á móti
mér og Gunnari Erni með hlýju og
ástúð. Óli afi og amma Dolla. Aldr-
ei kölluð annað af okkur.
Nú seinni árin höfum við hist
sjaldnar eftir að þau fluttu í Lind-
arsíðuna og Gunnar Örn varð eldri.
Meðan hann var yngri fórum við
mjög oft í heimsókn í Ásveginn og
það var alveg jafn vel tekið á móti
mér og honum. Þau hjón sýndu
syni mínum ákaflega mikla vænt-
umþykju sem ég fann auðveldlega
enda held ég að það hafi alveg náð
til mín líka. Það er honum ómet-
anlegt að hafa átt þau að í svona
mörg ár og ég tel mig lánsama að
hafa kynnst þeim og að sjá það að
það er margt í syni mínum sem
hann hefur fengið frá þeim. Hlýja,
rósemi, innileiki, gæði og góðsemi;
þetta eru kostir sem ég fann hjá
þeim Óla og Dollu.
Elsku Dolla, Birgir Óli, Alda og
aðrir aðstandendur, ég samhrygg-
ist ykkur innilega í sorg ykkar en
þegar frá líður eru minningarnar
um góðan mann ómetanlegar.
Hólmfríður Hermannsdóttir.
ÓLI A.
GUÐLAUGSSON
Sími 562 0200
Erfisdrykkjur
Erfidrykkjur
Heimalöguð kaffihlaðborð
Grand Hótel Reykjavík
Sími 514 8000
Minningarkort
Krabbameinsfélagsins
540 1990
krabb.is/minning
Bróðir okkar, mágur og frændi,
KRISTJÁN M. JÓHANNESSON,
verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju
miðvikudaginn 15. janúar kl. 13.30.
Guðleif K. Jóhannesdóttir, Þorsteinn S. Sigvaldason,
Magnús Jóhannesson, Guðríður Guðmundsdóttir,
börn þeirra og barnabörn.
Ástkær dóttir okkar, systir, mágkona og frænka,
BJÖRK STEINGRÍMSDÓTTIR,
Tjarnarlundi 10,
Akureyri,
sem lést þriðjudaginn 7. janúar, verður jarð-
sungin frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn
15. janúar kl. 13.30.
Steingrímur Svavarsson, Vordís Björk Valgarðsdóttir,
Sigurður Steingrímsson,
Ólafur Steingrímsson, Þórdís Ása Þórisdóttir,
Sigmar Steingrímsson, Brynja Hergeirsdóttir,
Guðmundur Helgi Steingrímsson, Hannesína Scheving
og frændsystkini hinnar látnu.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og
hluttekningu við andlát og útför hjartkærs
eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og
langafa,
SIGMUNDAR BALDVINSSONAR,
Borgarvegi 36,
Njarðvík.
Anna Magnúsdóttir,
börn, tengdabörn, afa- og langafabörn.
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför
GUÐMUNDAR MARÍASSONAR,
áður til heimilis á
Tangagötu 31,
Ísafirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks öldrunardeildar
Sjúkrahúss Ísafjarðar og Hlífar.
Hafliði Guðmundsson, Arndís Sigurðardóttir
og aðrir aðstandendur.
MINNINGARGREINUM þarf
að fylgja formáli með upplýsing-
um um hvar og hvenær sá sem
fjallað er um er fæddur, hvar og
hvenær dáinn, um foreldra
hans, systkini, maka og börn og
loks hvaðan útförin verður gerð
og klukkan hvað. Ætlast er til að
þetta komi aðeins fram í formál-
anum, sem er feitletraður, en
ekki í greinunum sjálfum.
Formáli
minningar-
greina
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
KRISTÍN GUÐRÍÐUR
ELÍASDÓTTIR
✝ Kristín GuðríðurElíasdóttir fædd-
ist í Landsveit 3.
ágúst 1925. Hún lést
á heimili sínu í Kópa-
vogi hinn 1. janúar
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru Elías
Eiríksson og Karen
Kristófersdóttir.
Kristín átti þrjár
dætur, þær eru:
Fríða Rannveig,
Lúvísa Signý og Kar-
en Elísabet.
Útför Kristínar
var gerð í kyrrþey að
ósk hinnar látnu.
Þig umvefji blessun og bæn-
ir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðj-
um,
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku amma. Með
þessum fáu orðum
langar okkur til þess að
kveðja þig og þakka
þér fyrir allt sem þú
varst okkur. Við trúum
því að nú líði þér vel og
það hafi verið tekið vel á móti þér í
sólarheimunum.
Þín
Gauti, Edda og Bestla.
Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti, netfangið er minning@mbl.is, svar er
sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að
fylgja. Nauðsynlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími)
fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær
berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn ein-
stakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar
skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17
dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er
hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að
það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.