Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2003 11 HJÖRLEIFUR Þórarinsson, formaður lyfja- hóps Samtaka verslunarinnar, og Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri samtakanna, segja ekki rétt sem Jóhannes Gunnarsson, lækningaforstjóri Landspítalans, hélt fram í Morgunblaðinu síðastliðinn miðvikudag að verð á lyfjum til spítalans hafi hækkað um 28% á síð- asta ári. Hafa þeir tekið saman breytingar á skráðu heildsöluverði svokallaðra S-merktra lyfja, sem eru seld spítölum, frá því í desember árið 2001 til janúar 2003. Í samantektinni kemur fram að flest þeirra lyfja sem eru seld á spítalana hafa lækkað í verði. Stór þáttur í lækkuninni skýrist af styrkingu krónunnar. Mest hafa lyf sem tengjast Bandaríkjadollar lækkað eða um 20%. Önnur lyf hafa lækkað í hlutfalli við gengisbreytingar. Á þessu tímabili hefur gengisvísitala vöruviðskipta lækkað um 15,5%. Það þýðir að meðalgengi íslensku krón- unnar í vöruviðskiptum hefur styrkst sem því nemur og ódýrara er að kaupa inn vörur frá út- löndum. „Þetta segir allt sem segja þarf um fyllyrð- ingu Jóhannesar um 28% hækkun,“ segir Andr- és. Telja þeir að með málflutningi sínum í Morg- unblaðinu hafi Jóhannes sýnt algjöra van- þekkingu á málinu eða beitt blekkingum vísvitandi. Fullyrðingar hans séu hraktar með opinberum gögnum. Einnig benda þeir á að þessi samantekt á þró- un lyfjaverðs á síðasta ári miðist við hámarks- verð sem skráð sé hjá lyfjaverðsnefnd. Spítalinn fari hins vegar í útboð og tilboð lyfjaframleið- enda sé í flestum tilvikum lægra en hið skráða verð. TR hættir að greiða sjúkrahúslyf Hjörleifur og Andrés segja að margar ástæð- ur liggi að baki auknum kostnaði Landspítalans við lyfjakaup. Ekki megi rugla saman hækkun á kostnaði og hækkun á verði lyfja. Sem dæmi komi ný og betri lyf á markað sem séu í mörgum tilvikum dýrari en þau sem fyrir eru á markaðnum. Einnig aukist magnið sem spítalinn noti við meðhöndlun sjúklinga. Eðli- lega aukist við það kostnaður þótt verðið þurfi ekki að hækka. „Til ársins 2001 var hluti af kostnaði við S-merkt lyf, sem gefin voru á göngudeildum sjúkrahúsanna, greiddur af Tryggingastofnun ríkisins. Það ár fluttist sá kostnaður alfarið á sjúkrahúsið. Hann var á milli sjö og átta hundr- uð milljónir á ári,“ segir Andrés. Samkvæmt þessu sé ekkert skrítið að Jó- hannes velti fyrir sér af hverju kostnaður spít- alans vegna kaupa á S-merktum lyfjum hafi hækkað undanfarin þrjú ár úr einum milljarði í einn og hálfan. Sé tekið tillit til þessara skipu- lagsbreytinga megi segja að verð lyfja til spít- alans hafi lækkað en ekki hækkað. Lyfjaverð hækkaði um 13% 2001 Í ársskýrslu lyfjaverðsnefndar, sem fylgist með verðþróun skráðra lyfja á Íslandi í sam- anburði við Norðurlönd, fyrir árið 2001 kemur fram að hámarksverð lyfja á Íslandi hefur hækkað um tæp 2% frá apríl 1996. Lyfjaverð hækkaði um tæp 13% á milli áranna 2000 og 2001 eins og sést í línuriti. Meginástæða þeirrar verðhækkunar var að gengi krónunnar veiktist umtalsvert á árinu 2001. Lyf voru því dýrari í innkaupum erlendis. Opinber gögn um þróun lyfjaverðs árið 2002 liggja ekki fyrir hjá lyfjaverðsnefnd. Hins vegar er ljóst, samkvæmt samantekt þeirra Hjörleifs og Andrésar, að verðhækkanir lyfja árið 2001, sem tengdust erlendum gjaldmiðlum, gengu að einhverju leyti til baka á síðast ári. Lyfjaverð er nátengt gengi gjaldmiðla og óska lyfjaframleiðendur leiðréttingar í hverjum mánuði hjá lyfjaverðsnefnd ef miklar breytingar verða á gengi. Árin 2000 og 2002 gerði lyfjaverð- snefnd allsherjar úttekt á þróun lyfjaverðs. Kom í ljós að í 350 tilvikum var hámarksverð í heildsölu á Íslandi umtalsvert hærra en á Norð- urlöndum og var farið fram á lækkun. Nú und- irbýr lyfjaverðsnefnd aðra slíka úttekt en enn á eftir að ákveða hvenær af henni verður. Bæði Hjörleifur og Andrés viðurkenna að þeir hafi átt gott samstarf við lyfjaverðsnefnd og unnið með henni ef breyta þurfi lyfjaverði. Formaður lyfjahóps Samtaka verslunarinnar og framkvæmdastjóri segja mikla samkeppni ríkja á þessum markaði þótt dreifingaraðilum hafi fækkað. 130 lyfjaframleiðendur hafi mark- aðsleyfi á Íslandi og keppi sín á milli á mark- aðnum. „Það ríkir fullkomlega eðlileg sam- keppni milli þessara fyrirtækja,“ segir Andrés. Hann segir það sjást í útboðum opinberra aðila þegar allur þessi fjöldi geri tilboð og keppi sín á milli. „Hagræðing samrunans skilar sér í betri dreifingu. Mikil áhersla er á góða þjónustu, við- urkenndar birgðageymslur og öryggismál. Lyf eru viðkvæm vara sem þarf að meðhöndla á ákveðinn hátt,“ segir Hjörleifur. Hann bendir á að þótt lyf komi með sama sendiferðabíl á sjúkrahús þarf það ekki að þýða að engin sam- keppni sé á milli framleiðenda hér á landi. Spurðir um litla þátttöku lyfjaframleiðenda í útboðum sjúkrahúsa segir Hjörleifur að útboðs- gögn séu oft mjög ónákvæm. Þróunin hafi verið í þá átt undanfarið að Landspítalinn bjóði út til- tekin lyfjaflokk, t.d. þunglyndislyf. Ekki sé til- greint nákvæmlega um hvaða lyf sé að ræða og hver þörfin sé hve lengi. Þetta sé eins og verð- könnun án allra skuldbindinga. Því sé erfitt fyrir fyrirtækin að útbúa nákvæm tilboð. „Við teljum okkur vera hluta af heilbrigðis- kerfinu og berum mikla ábyrgð,“ segir Hjörleif- ur. Fyrirtækin þurfi að hafa tiltæk lífsnauðsyn- leg lyf þegar á þarf að halda. Það eigi við öll lyf, líka þau sem eru lítið notuð ár hvert. Hann segir að samstarfið við spítalana hafi verið ágætt í gegnum árin en málin hefðu flækst þegar Sjúkrahúsapótekið ehf. var stofnað til að sjá um innkaup Landspítalans. Umhverfi lyfjafyrirtækja erfitt Þeir segja umhverfi lyfjafyrirtækja oft erfitt. Sumir stjórnmálamenn telji sér það beinlínis til framdráttar að gagnrýna fyrirtækin enda hið opinbera stór kaupandi lyfja. Ítrekað hafi Sam- tök verslunarinnar boðið stjórnmálamönnum á fundi og í kynningar til að skýra út hvernig þessi grein vinnur. Hagnaður þessara fyrirtækja sé ekki mikill sem sýni að þau hafi ekkert sjálf- tökuvald úr opinberum sjóðum. Það sanni af- komutölur sem séu öllum opinberar. Spurðir um breytingar á þessu umhverfi segja þeir lagaum- gjörð lyfjafyrirtækja á Íslandi byggjast á evr- ópskum reglum. Það sé samskonar og í Evrópu þar sem hið opinbera sé stærsti kaupandinn og hefur eftirlit með verðlagningu. Lyfjafyrirtæki búi því enn við opinbert verðeftirlit. Þetta kerfi hafi sína kosti og kalla eins og öll kerfi. Talsmenn lyfjaframleiðenda telja lækningaforstjóra LSH sýna vankunnáttu eða beita blekkingum Segja að lyfja- verð hafi lækk- að á síðasta ári Morgunblaðið/Golli Hjörleifur Þórarinsson formaður og Andrés Magnússon framkvæmdastjóri segja að sam- kvæmt skráðu heildsöluverði lyfja, sem eru seld á sjúkrahús, hafi lyfjaverð lækkað í fyrra.                                             ! " #   $   # # %& %     '& Eðlileg samkeppni þó sami sendiferðabíllinn komi með mörg lyf á sjúkrahúsin UM þriðjungur lyfjategunda er skráður í íslenskum krónum. Þegar gengi krón- unnar lækkar óska dreifingaraðilar eft- ir að hækka verð þar sem lyfin verða dýrari í erlendri mynt. Oft er gömlum lyfjum skipt út fyrir ný lyf sem koma á markaðinn. Þótt verkun þeirra sé svipuð er efnasamsetning breytt sem getur þýtt hækkun. Lítil velta er á mörgum lyfjum. Dreif- ingaraðilar geta farið fram á að hækka verðið til að standa undir kostnaði við birgðahald. Að öðrum kosti yrði það tekið af lyfjaskrá hér á landi. Ástæður þess að lyf hækka í verði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.