Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.01.2003, Blaðsíða 18
ERLENT 18 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ KOSNINGASPJÖLD flokkanna í Hollandi þekja vegg í Haag en hlauparinn virðist ekki áhugasamur. Kosið verður til þings á miðvikudag, samsteypustjórn hægri- og miðflokka sem tók við eftir kosningar í maí í fyrra varð ekki langlíf. Flokki hins látna leiðtoga Pims Fort- uyns, sem fékk þá mikið fylgi og fékk ráðherra í stjórn- inni, er spáð algeru hruni og talið að hann fái aðeins um 2% stuðning. Stjórnmálaskýrendur töldu að flokk- urinn hefði fengið mikið af samúðaratkvæðum vegna morðsins á Fortuyn rétt fyrir kosningarnar í fyrra. Verkamannaflokkurinn, sem beið afhroð í fyrra, fær nú öflugan stuðning í könnunum. AP Flokki Fortuyns spáð hruni SEXTÍU og sjö prósent Norð- manna segðu já við aðild að Evr- ópusambandinu ef kosið væri um það nú en 33% nei. Er þá miðað við þá, sem tekið hafa afstöðu. Kemur þetta fram í skoðanakönnun, sem gerð var fyrir dagblaðið Aftenpost- en og norska ríkisútvarpið. Hafa kannanir aldrei fyrr sýnt jafnmik- inn stuðning við ESB-aðild og meirihluti er fyrir henni í öllum landshlutum. Svörin í könnuninni voru þau, að 57% sögðu já, 29% nei og 14% höfðu ekki gert upp hug sinn. Hefur tala óákveðinna verið á þessu róli í öll- um könnunum síðasta hálfa árið en stuðningsmönnum aðildar hefur stöðugt verið að fjölga og andstæð- ingunum að fækka að sama skapi. 30% þeirra, sem sögðu nei í þjóð- aratkvæðagreiðslunni 1994, segjast nú munu segja já og hefur þetta hlutfall hækkað um níu prósentu- stig frá því í desember. Meðal þeirra, sem ekki kusu 1994 en hafa tekið afstöðu, nýtur ESB-aðild stuðnings 63% en 37% eru á móti. Mesta breytingin innan SV Ef litið er á afstöðu kjósenda ein- stakra flokka, kemur í ljós, að lang- mesta breytingin er innan Sósíal- íska vinstriflokksins. Nú eru 47% flokksmanna hlynnt aðild en 35% í desember. Öruggur meirihluti er fyrir aðild í Hægriflokknum, Verka- mannaflokknum, Framfaraflokkn- um og Venstre en andstaðan er í meirihluta í Miðflokknum, Kristi- lega þjóðarflokknum og Rauða kosningabandalaginu. Könnunin sýnir, að meirihluti er fyrir aðild í öllum landshlutum. Mestur er stuðningurinn í Ósló og Akershus, 77%, en minnstur er hann í Þrændalögum, 58%, og 60% á Vesturlandinu og í Norður-Nor- egi. Aldrei meiri stuðningur en nú við ESB-aðild í Noregi Meirihluti í öllum lands- hlutum ROH Moo-Hyun, sem tekur við for- setaembætti í Suður-Kóreu í lok febrúar, segir að Norður-Kóreu- menn muni láta undan þrýstingi margra ríkja, þ. á m. Bandaríkjanna, Rússlands og Kína og hætta við smíði kjarnorkuvopna. „Ég tel að vandann sé hægt að leysa með viðræðum vegna þess að Norður-Kóreumenn vilja í einlægni auka samskiptin við umheiminn og hefja umbætur vegna þess að ríkið á enga aðra kosti,“ sagði Roh í gær. Ummæli hans stangast nokkuð á við það sem varnarmálaráðherra S-Kóreu, Lee Jun, sagði daginn áð- ur. Sagði Lee að S-Kóreumenn yrðu að vera reiðubúnir að berjast ef samningatilraunir bæru þrátt fyrir allt ekki árangur. Fulltrúar Rússa og Kínverja áttu fund í Peking í gær til að reyna að finna leiðir til að leysa deiluna um kjarnavopnin. Vongóður um lausn Seoul. AFP. TALSMAÐUR breska iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins hefur upp- lýst, að farið hafi nær 13 milljónir ísl. kr. í að rannsaka hvaða afl þarf til að opna ýmsar pakkningar, ým- ist úr pappa, plasti eða sellófani. Alkunna er, að oft er þrautin þyngri að opna pakkningar, til dæmis næfurþunna sellófanpoka. Mörg dæmi eru um, að fatlað fólk og aldrað hafi lent í miklum vand- ræðum. Er þá stundum gripið til skæra eða hnífa og sumir slasa sig. Vísindamönnum við Nottingham- háskóla var fengið það verkefni að kanna hvaða afli þarf að beita við pakkana og þeir eiga einnig að búa til ákveðna staðla fyrir hina ýmsu hópa. Þá er átt við, að styrkleiki sumra pakkninga verði sérstaklega miðaður við hina þróttminni. Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið breska vonast til, að umbúða- framleiðendur taki hér eftir tillit til þeirra, sem eru fatlaðir eða komnir yfir fimmtugt. Pakka- skammir kannaðar London. AFP. ♦ ♦ ♦ ÓTTAST er, að bananinn verði horfinn af borðum neytenda eftir áratug ef ekki tekst að koma fram með ný afbrigði, sem standast sjúk- dóma og sníkjudýr betur en þau, sem nú eru í ræktun. Dr. Emile Frison, yfirmaður al- þjóðlegrar stofnunar um banana og bananaræktun, segir, að þessi ávöxtur, sem er daglegt brauð á borðum fólks um allan heim og mikilvægur þáttur í mataræði margra fátækra þjóða, sé að verða undir í baráttunni við sjúkdóma og sníkjudýr. Var skýrt frá þessu á fréttavef BBC. Vandamálið er það, að bananinn, sem við kaupum úti í búð, Cavend- ish-afbrigðið, er frælaust og ófrjótt fyrirbrigði, sem getur hæglega far- ið sömu leið og fyrirrennari þess fyrir hálfri öld, það er að segja þurrkast út. Segir Frison í grein í vísindatímaritinu New Scientist, að erfðafræðilegur fjölbreytileiki af- brigðisins sé lítill sem enginn og þess vegna sé það svo berskjaldað fyrir sjúkdómum og sníkjudýrum. Eru helstu ógnvaldarnir þessir:  Panama-sýkin, sveppasýking, sem þurrkaði út Gros Michel- bananaafbrigðið á sjötta áratug síðustu aldar.  Svarta Sigatoka, önnur sveppa- sýking, sem er að verða óviðráð- anleg um allan heim.  Sníkjudýr, sem herja í auknum mæli á bananaekrurnar í Mið- Ameríku, Afríku og Asíu. Í grein New Scientist er ástand- inu líkt við kartöflusýkina, sem olli hungursneyði á Írlandi eftir 1840. Frison segir, að sveppalyfin verði æ gagnsminni og alveg sér- staklega gagnvart Svörtu Sigatoka. „Í hvert sinn sem komið er með nýtt sveppalyf, myndar sveppurinn ónæmi gegn því á skömmum tíma. Eitt er alveg víst: Sigatoka mun ekki tapa þessum slag.“ Frison og vísindamenn víða að vinna nú að því að skrásetja erfða- mengi bananans og er búist við að það taki fimm ár. Beina þeir eink- um sjónum sínum að villtum banön- um, sem eru að sjálfsögðu frjóir og fullir af hörðum fræjum, en þeir eru ónæmir fyrir mörgum sveppa- sýkingum, þar á meðal Sigatoku. Vísindamennirnir segjast hins veg- ar ekki hafa fengið neinn stuðning frá stóru bananaframleiðendunum, sem óttast, að fólk muni fúlsa við erfðabreyttum banönum. Er bananinn að syngja sitt síðasta? Vegna erfðafræðilegrar fábreytni er ræktaða afbrigðið að verða undir í baráttu við sjúkdóma og sníkjudýr Reuters Í Afríku borða menn 50 sinnum meira af banönum en í Bretlandi enda er ávöxturinn ein mikilvægasta fæðan þar í álfu. Hér er ungur, kongóskur drengur að fara með klasa af óþroskuðum banönum á markaðinn. FYRSTU ræktuðu og ætu ban- anarnir komu fram í Suðaustur- Asíu, líklega í Malasíu, fyrir þús- undum ára en talið er að bananinn sé fyrsti ávöxturinn sem menn fóru að rækta. Frá Malasíu barst síðan bananaplantan til nágranna- landanna, meðal annars til Ind- lands þar sem Alexander mikli kynntist ávextinum árið 327 fyrir Kristsburð. Portúgalar hófu mikla ban- anarækt á Kanaríeyjum á 15. öld og plantan barst síðan með Spán- verjum til Ameríku eða Karíba- hafseyjanna um 1500. Í Bandaríkj- unum var ávöxturinn fyrst kynnt- ur á mikilli sýningu í Fíladelfíu 1876 þegar 100 ára afmælis sjálf- stæðisyfirlýsingarinnar var minnst. Bananinn hefur fengið mörg nöfn í gegnum tíðina en á öldum áður var hann miklu smærri en nú. Hann minnti þá á fingur og það er einmitt merking orðsins banan á arabísku. Mörg afbrigði af banönum hafa komið fram og átt sér mislanga líf- daga, meðal annars eitt, sem bragðaðist einna helst eins og epli. Bananinn er nú ein af undirstöðum mataræðis hálfs milljarðs manna í Afríku og Asíu og í fyrrnefndu álf- unni er banananeysla á mann 50 sinnum meiri en í Bretlandi. Mörg þúsund ára saga Morgunblaðið/Jim Smart Bananar eru yfirleitt hafðir á áberandi stað í vestrænum versl- unum enda mikið keypt af þeim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.