Morgunblaðið - 18.01.2003, Side 19

Morgunblaðið - 18.01.2003, Side 19
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2003 19 Laugardagur 25. janúar Auglýsendur! Laugardaginn 25. janúar fylgir Morgun- blaðinu tímarit um heilbrigði og lífsstíl í 55.000 eintökum. Í tímaritinu verður fjallað um það sem viðkemur heil- brigðu líferni og hraustum líkama. Tímaritið er prentað á 60 g pappír og skorið í stærðinni 26,5 x 39,8 sm. Skilatími Fullunnar auglýsingar kl. 16.00 þriðjudaginn 21. janúar Auglýsingar í vinnslu kl. 16.00 mánudaginn 20. janúar Hafðu samband við auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 569 1111 eða í gegnum netfangið augl@mbl.is ÍBÚI við Suðurhlíð í Reykjavík hefur gert fjárkröfu á hendur borginni vegna byggingar fjölbýlishúss við Suðurhlíð 38. Segir í bréfi viðkomandi að krafan sé gerð vegna skerðingar á útsýni frá íbúð hans auk þess sem eign hans rýrni í verði af sömu ástæðu. Bréfið, sem ritað var í september, var lagt fyrir skipulags- og bygginga- nefnd borgarinnar sl. miðvikudag um leið og álitsgerð borgarlögmanns var rædd en þar tíundar hann þá skoðun sína að ekki hafi verið staðið sem skyldi að veitingu byggingarleyfis fyrir fjölbýlishúsið. Að sögn Salvarar Jónsdóttur, sviðsstjóra Skipulags- og byggingasviðs Reykjavíkur, er ástæða þess að bréfið hefur ekki verið tekið fyrr fyrir sú að rétt þótti að bíða eftir álitsgerð borgarlögmanns áður en bréfið yrði tekið fyrir. Á þeim tíma sem bréfið var ritað var búið að reisa þrjár hæðir bygg- ingarinnar og gerir bréfritari það að aðalkröfu sinni að teikningum hússins verði breytt á þá vegu að hún verði einungis þriggja hæða í stað fjögurra eins og raunin varð. Verðið hærra vegna útsýnisins Til vara fer viðkomandi fram á fjár- bætur vegna „þeirrar skerðingar á útsýni sem ég verð fyrir vegna bygg- ingarinnar, einnig vegna rýrnunar á verði minnar fasteignar af sömu ástæðu“. Í niðurlagi bréfsins er þess getið að byggingaraðili fjölbýlishússins bjóði íbúðir í því til sölu á tvöföldu mark- aðsverði. „Verðið réttlætir hann með útsýni sem áður var útsýni frá minni eign,“ segir í bréfinu. Gerir viðkomandi grein fyrir því að við kynningar á húsinu hafi íbúum verið sýndar myndir sem sýndu húsið lægra en raunin varð en það er ein- mitt sú málsmeðferð sem borgarlög- maður fjallar um í álitsgerð sinni. Á fundi skipulags- og bygginga- nefndar á miðvikudag var bréfinu vís- að til meðferðar borgarlögmanns. Að sögn Salvarar er það gert til að fá mat hans á því hvort borgin sé skaðabóta- skyld í þessum efnum. „Það hlýtur að vera talsverð sönnunarbyrði hjá þeim sem setur slíkar kröfur fram,“ segir hún. „Við fáum borgarlögmann til að meta málið og svo svörum við í sam- ræmi við álit hans. Viðkomandi verð- ur þá að sækja það til æðri dómstóla ef hann sættir sig ekki við okkar svör.“ Hún segir þetta eina tilfellið þar sem farið er fram á fjárbætur vegna hins umdeilda fjölbýlishúss. Krefst fjárbóta vegna hæðar fjölbýlishúss Morgunblaðið/Kristinn Bygging fjölbýlishússins er langt komin eins og sjá má á þessari mynd. Suðurhlíðar ÞAÐ var sérstök stemning á upp- fyllingunni í Arnarnesvoginum á fimmtudag því auk þess sem bæj- aryfirvöld stóðu fyrir hátíðar- höldum á fyllingunni vegna und- irskriftar samninga við fram- kvæmdaraðila unnu iðnaðarmenn hörðum höndum að því að gera áætlanir um uppbyggingu hverf- isins að veruleika. Þessi maður var önnum kafinn við logsuðuvinnu í tengslum við framkvæmdirnar og kippti sér ekki mikið upp við að ljósmynd- ari Morgunblaðsins fangaði hann í mynd. Útsýni er gott frá staðn- um og í bakgrunninum blasir Kópavogurinn við en hinum meg- in við voginn eru nágrannarnir í Bessastaðahreppi.Morgunblaðið/Golli Logsuða á landfyllingu Arnarnesvogur SKIPULAGSYFIRVÖLD í Hafn- arfirði ætla að standa fyrir könnun þar sem áhugi fólks á lóðum og húsagerðum er athugaður. Niður- stöðurnar verða síðan hafðar til hliðsjónar við ákvörðun um hvers kyns lóðir verður boðið upp á í næstu lóðaúthlutun á Völlum. Að sögn Hafdísar Hafliðadóttur, skipulagsstjóra í Hafnarfirði, geng- ur könnunin út á að athuga hver eftirspurnin er eftir lóðum á þess- um tíma og hvers konar húsnæði fólk er helst að leita eftir að kaupa. „Við viljum athuga hvort markaður- inn sé aðallega að leita að nýju hús- næði í sérbýli eða í litlum íbúðum eins og svolítið hefur verið í um- ræðunni að undanförnu,“ segir hún. Verið er að ganga frá deiliskipu- lagi svokallaðs B-áfanga á Völlum þar sem gert er ráð fyrir um 550 íbúðum. Ráðgert er að fyrsta út- hlutun fari fram síðla vors en ekki liggur fyrir hversu margar lóðir verða til úthlutunar í sumar. Að sögn Hafdísar er gert ráð fyrir að þessi skipulagsáfangi verði í úthlut- un næstu tvö, þrjú ár. „Þar af leið- andi vilja menn aðeins heyra hvern- ig stemningin er á markaðinum,“ segir hún. Fjölskyldusamsetning breytist Hún veit ekki til þess að þessi leið hafi verið farin áður í aðdrag- anda lóðaúthlutana. „Að sjálfsögðu þurfum við á hverjum tíma að sjá til að það sé jöfn skipting húsa- gerða í skipulagi svo við fáum ekki einsleit hverfi. Á sama tíma vitum við að fjölskyldusamsetningin er að breytast og sömuleiðis húsagerða- þörfin. Þetta endurspeglast t.d. í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðis- ins þegar horft er fram til lengri tíma.“ Hún segir að vissulega megi ekki láta skammtíma markaðssveiflur ráða alfarið við slíkar ákvarðanir en hægt sé að bregaðst við óskum markaðarins með því að úthluta fyrst þeim lóðum sem mest eft- irspurn er eftir á þeim tíma sem könnunin er gerð. „Það er alltaf þörf fyrir flestar af þessum teg- undum yfir lengra tímabil.“ Framkvæmd könnunarinnar verður með þeim hætti að þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í henni geta fyllt út upplýsingar á Netinu í gegnum heimasíðu Hafnarfjarðar- bæjar auk þess sem hægt verður að koma við á bæjarskriftstofunum og gera slíkt hið sama skriflega. Könn- unin er hvorki bindandi fyrir bæj- aryfirvöld né þátttakendur með til- liti til úthlutunar. Góð tengsl við útivistarsvæði „Þetta hverfi sem þarna er að byggjast er áframhald af byggðinni í hrauninu og í mjög góðum tengslum við falleg útivistarsvæði eins og Ástjörnina og Hvalavatnið,“ segir Hafdís. „Svo er stutt í golfvöll og góð tengsl við lítinn og fallegan bæ.“ Hún bendir á að í grenndinni við svæðið sé skipulagt stórt atvinnu- svæði með skrifstofu- og þjónustu- húsnæði sem gefi kost á atvinnu- tækifærum í beinum tengslum við hverfið þegar fram líða stundir. Þá sé hverfið í tengslum við íþrótta- miðstöð Haukanna auk þess sem gert verður ráð fyrir sundlaug, kirkju, verslun og öðru þjónustu- húsnæði. Loks er ráðgert að hafa grunnskóla og leikskóla í hverfinu. # + !""#$ % &  ( $ ) * +, ,+ - ,./01- *23)4-5 01-   ,(3+5 $"/ 3 2 ) 0 2 - 6 / 010230   34/4-5 ($) 73$+89 Gera forkönn- un á áhuga fólks á lóðum Næsta lóðaúthlutun á Völlum í bígerð Hafnarfjörður FRAMKVÆMDIR eru hafnar við Birkiholt í Bessastaða- hreppi en hreppsráð samþykkti í vikunni leyfi til að hefja gröft á svæðinu. Verið er að grafa húsagrunna við Birkiholt 1 og 2 en alls er gert ráð fyrir 68 íbúð- um á svæðinu í 6 fjölbýlishúsum og tveimur raðhúsalengjum. Áformað er að taka fyrstu tvö húsin í notkun síðla þessa árs. Á fundi hreppsráðs var jafn- framt samþykkt að gerðar verði ráðstafanir til að auka ör- yggi gangandi vegfarenda í ná- grenni vinnusvæðisins. Gröftur hafinn við Birkiholt Bessastaðahreppur FORELDRAR barna í Lækjar- skóla í Hafnarfirði hafa samþykkt ályktun þar sem mótmælt er þeirri ákvörðun bæjaryfirvalda að fresta fyrirhugaðri byggingu íþróttamann- virkja við nýja Lækjarskólann á Hörðuvöllum. Ályktunin var samþykkt á fjöl- sóttum fundi í Foreldra- og kenn- arafélagi skólans sem haldinn var á miðvikudag, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Þá mótmælti fundurinn áformum bæjaryfirvalda um aðra forgangs- röðun við byggingu íþróttamann- virkja ætlaðra til kennslu í skólum bæjarins. Mótmæla frestun íþrótta- mannvirkja Hafnarfjörður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.