Morgunblaðið - 18.01.2003, Page 26
LISTIR
26 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ var í takt við árstímann að
bjóða áheyrendum tónlist tengda
álfum og huldufólki á fyrri hluta
tónleikanna, á þeim tíma sem huldu-
fólkið hefur samkvæmt þjóðtrúnni
verið mest áberandi í umhverfi okk-
ar og komið saman skrautbúið og
stigið glæstan dans. Lögin sem við
tengjum álfadansi og áramótasöng
hvað sterkast, Stóð ég úti í tungls-
ljósi og Nú er glatt í hverjum hól,
voru uppistaða fyrsta verksins á
efnisskránni, Álfamars eftir óþekkt-
an höfund, gleðismitandi útsetning
sem gaf bæði selló- og klarinettu-
leikara færi á að láta tindrandi ljós
sitt skína.
Johann Strauss yngri var fulltrúi
valsafjölskyldunnar frægu, en eftir
hann voru níu lög af sextán á tón-
leikaskránni. Bróðir hans Josef
lagði þó til næsta núm-
er, sem var Álfapolki,
sem naut samhæfðs og
dillandi stakkatóleik-
máta hljóðfæraleikar-
anna sem „dýpkaði lag-
ið þannig verulega á
beininu“. Ég leik mér
ögn áfram með álfalík-
ingu og lít á Sigurð
Ingva sem verðugan
handhafa veldissprota
álfakóngsins, hvort sem
sá sproti var klarinett-
an, sem leikur svo vel í
höndum hans, eða gít-
arinn sem hann lék í
Pratergarðinum í
seinni hluta efnisskrár-
innar. Á sama hátt velkist ég ekki í
vafa um hver álfadrottningin var í
því ríki og um leið drottning kvölds-
ins, en það var Hanna Dóra Sturlu-
dóttir. Vald þeirrar söngdrottningar
er mikið og sínum veldissprota hélt
hún glæsilega á lofti frá fyrsta lagi
til hins síðasta. Í nýlegu lagi Atla
Heimis, Álfareið (Stóð ég úti í
tunglsjósi) við hið þekkta ljóð Jón-
asar, sýndi Hanna Dóra dramatísk
tök í bland við besta ljóðasöng og
túlkun orða. Lagið styrkir verulega
ógnina í ljóðinu, en í senn lokkandi
vættatöfra og ástleitni álfadrottn-
ingar. Túlkun í söng og hljóðfæra-
leik jók þessi dularmögn, en loka-
hljóði fiðlunnar fannst mér ofaukið.
Veiðar hafa löngum
verið aðalsmannagam-
an og mörg veiðlögin
mært það athæfi.
Veiði- og veiðimanna-
tónlist gefur áheyr-
endum kost á taka í
huganum þátt í her-
legheitnum. Þannig
varð lag Johanns
Strauss, Til veiða,
sannarlega lífleg veiði-
ferð með dillandi og
vel leikinni piccolo-
flautu og fagmannlegu
og fjölbreyttu slag-
verki.
En svo sannarlega
tókst Hönnu Dóru að
laða áheyrendur með sér í vor-
stemmingu Sievering, úthverfi Vín-
ar, í samnefndu lagi eftir Shana, svo
var Johann yngri oft kallaður. Því
þar sýndi hún þá kosti sem afburða-
söngvara þurfa að prýða og aðeins
lokatónninn einn hefði mátt vera
betur undirbúinn af öllum flytjend-
um. Gondólalagið úr Nótt í Fen-
eyjum var mjög fallega sungið af
sóló hljóðfærum, en öldugjálfrið eða
áraglamrið í hrattleiknum fylgi-
röddum hefði mátt vera ögn demp-
aðra. Það er í rauninni mesti vand-
inn við svo litla hljómsveit að leika
nógu veikt, því það er þrátt fyrir
mótsögnina oft auðveldara í stærri
hljómsveit. Hljómsveitin var þó al-
mennt mjög samstillt. Leikgleði,
hraði, styrleikabreytingar og mótun
hendinga og tóna heillandi. Söngur
Nico Dostal frá 1933, Ég er ástfang-
inn, varð að hrífandi ástarjátningu í
flutningi Hönnu Dóru og salonsveit-
arinnar. Lagið sver sig í ætt vín-
ardansa og musical og er vel samið.
Næstu tvö lög voru eins vínarísk og
hægt er að vera, bæði úr Vínarblóð-
inu eftir Strauss, þ.e. valsinn frægi
og svo aría greifynjunnar. Það er
gott að fara með þá góðu tilfinningu
inn í hléið sem vandaður flutningur
á þessum lögum gerði sannarlega
að þessu sinni. Eftir hlé barst leik-
urinn frá fínni kaffihúsum Vínar-
borgar með hressilegu Veiðiævin-
týri eftir Johann Schrammel allt til
glæsibúins sviðs óperettunnar. Með
söngnum Þú átt að verða keisari
minnar sálar eftir Robert Stolz,
hins „síðast keisara“ vínardansanna
var boginn spenntur til fulls og
einnig tilfinningabogi áheyrenda að
sama skapi. Með krafti, svo heitir
lag Johans Strauss, lauk hljómsveit-
in formlegri dagskrá. En öll dag-
skráin og heillandi flutningur henn-
ar kallaði fram kröftug viðbrögð
áheyrenda, sem svarað var með
þremur aukalögum. Skemmtun í
hæsta gæðaflokki, þar sem leikur
hljómsveitar og söngur Hönnu Dóru
varð „keisari sálar og líkama“.
Álfaljóð og Vínardansar
TÓNLIST
Laugarborg
Salonhljómsveit Sinfóníuhljómsveitar
Norðurlands og Hanna Dóra Sturludóttir
sópran. Salonhljómsveitina skipuðu þau:
Sif Tulinius á 1. fiðlu, sem jafnframt var
konsertmeistari, Marika Alavere á 2.
fiðlu, Pavel Panasiuk á selló, Davíð Þór
Helgason á kontrabassa, Petrea Ósk-
arsdóttir á þverflautu og piccoloflautu,
Sigurður Ingvi Snorrason á klarinettu og
gítar, Daníel Þorsteinsson á píanó og
harmonikku og Karl Petersen á slagverk.
Tónlistarstjóri: Sigurður Ingvi Snorrason.
Laugardagur 11. janúar.
VÍNARTÓNLEIKAR
Jón Hlöðver Áskelsson
Hanna Dóra
Sturludóttir
ÞÓRARINN
Eldjárn er skáld
mánaðarins í
Þjóðmenningar-
húsinu. Hann les
úr verkum sínum
kl. 14 á morgun,
sunnudag.
Í Þjóðmenn-
ingarhúsinu eru
sýnd ýmis verk
höfundar, hand-
rit, vinnuferli og myndskreytingar í
bókum hans, einkum eftir systur
hans, Sigrúnu Eldjárn.
Skáld mánaðarins er samstarfs-
verkefni Þjóðmenningarhúss,
Landsbókasafns Íslands – Háskóla-
bókasafns, sem setur upp sýninguna
á verkum skáldsins í bókasal Þjóð-
menningarhúss, og Skólavefsins ehf.
sem kynnir verk Þórarins á Netinu.
Bækur skáldsins og valin ljóð Þór-
arins eru skýrð og eru sum þeirra
með nýjum myndskreytingum.
Einnig er viðtal við Þórarin á vefnum
og mun hann svara fyrirspurnum
þar.
Sýning á verkum Þórarins stend-
ur yfir til febrúarloka.
Þjóðmenningarhúsið er opið alla
daga kl. 11–17. Aðgangur er ókeypis
á sunnudögum.
Þórarinn
Eldjárn skáld
mánaðarins
Þórarinn
Eldjárn
Listasafn Reykjavíkur – Ásmund-
arsafn Leiðsögn um Ásmundarsafn
og listamannsspjall Tuma Magn-
ússonar í Kúlunni verður kl. 15.
Sýning Tuma er sú fyrsta í þriggja
sýninga röð í Kúlunni.
Félag íslenskra fornleifafræð-
inga gengst fyrir ráðstefnu um forn-
leifarannsóknir sumarið 2002, í Nor-
ræna húsinu kl. 11.
Fyrirlesarar eru Gavin Lucas, Stein-
unn Kristjánsdóttir, Howell Ro-
berts, Orri Vésteinsson, Kristján
Mímisson, Adolf Friðriksson, Garð-
ar Guðmundsson, Ragnheiður
Traustadóttir, Ragnar Edvardsson
og Guðmundur Ólafsson.
Við fyrstu úthlutun úr Kristnihátíð-
arsjóði var 96 milljónum úthlutað til
ýmissa verkefna, þar af 48 milljónum
til fornleifarannsókna víðs vegar um
landið. Rannsóknunum er ætlað að
varpa ljósi á okkar merkustu sögu-
staði og efla samstarf þeirra sem að
fornleifarannsóknum standa.
Dómhildur Jóhannsdóttir opnar
sína fyrstu einkasýningu í Galleríi
Tukt, Hinu húsinu, Pósthússtræti
3–5, kl. 16. Dómhildur er útskrift-
arnemi af myndlistarbraut í Fjöl-
brautaskólanum í Breiðholti. Hún
hefur tekið þátt í tveimur samsýn-
ingum. Á sýningunni nú eru ljós-
myndir og skúlptúr. Gestir munu að
einhverju leyti taka þátt í sýning-
unni en þemað er að þessu sinni
snerting og áhrif hennar á fólk. Sýn-
ingin stendur yfir í 2 vikur.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
NÚ stendur yfir í Norræna húsinu
sýning sem hlotið hefur nafnið Bók-
List og eru þar verk finnsku listakon-
unnar Senju Vellonen. Á sýningunni
eru 22 handunnar bækur, og notar
listakonan aðallega vatnsliti, en einn-
ig túss og málar m.a. á japanskan
pappír, silki, flauel og annað efni.
Senja Vellonen er ein fárra lista-
manna í Finnlandi, sem hafa um langt
skeið tileinkað sér þetta listform, það
er að nota bókina sem listrænt tján-
ingarform. Fyrstu bókina gerði hún
1984, og allt frá því hefur hún, auk
þess að mála vatnslitamyndir, þróað
og bætt þessa sérstöku aðferð á
markvissan hátt. Hver bók er einstök
og hefur ákveðið þema sem oft er per-
sónulegt, en um leið einfalt og al-
menns eðlis. Til að skapa rétta áferð
notar Senja Vellonen efni úr nátt-
úrunni, m.a. marmara og aðrar stein-
tegundir, birki og trjábörk. Í síðustu
verkum hennar eru rósir viðfangsefn-
ið.
Senja Vellonen er fædd 1954. Hún
stundaði listnám við Listaháskólann
finnska frá 1976 til 1981. Fyrsta
einkasýning hennar var 1983 og síðan
hefur hún sýnt víða, m.a. í Amos And-
erson-listasafninu. Einnig hefur hún
tekið þátt í samsýningum við virt
listasöfn og gallerí bæði í Finnlandi
og annars staðar í Evrópu. Verk
hennar eru í eigu listasafna í Finn-
landi og Svíþjóð. Senja Vellonen þigg-
ur nú listamannalaun frá finnska rík-
inu til 2006.
Sýningin er opin frá kl. 9–17 alla
daga nema sunnudaga og stendur til
9. febrúar.
BókList í
Norræna
húsinu
SOFFÍA Auður
Birgisdóttir hefur
verið ráðin rit-
stjóri Kistunnar.
Hún lauk
cand.mag.-prófi í
íslenskum bók-
menntum frá Há-
skóla Íslands
1989 og stundaði
eftir það fram-
haldsnám á dokt-
orsstigi í Comparative Literature við
Háskólann í Suður-Karólínu um
þriggja ára skeið. Soffía hefur skrif-
að fjölda greina um bókmenntir,
starfar sem leikhúsgagnrýnandi við
Morgunblaðið og er aðjúnkt í ís-
lensku fyrir erlenda stúdenta við
Háskóla Íslands.
Nýr ritstjóri
Kistunnar
Soffía Auður
Birgisdóttir
ÞESS verður því miður enn langt
að bíða að skilningur á hlut kvenna í
þjóðmálum og framlag þeirra til
samfélagsins verði að fullu kominn
inn í almennan og ríkjandi söguskiln-
ing Íslendinga, sem annarra þjóða.
En sagan um frumkvæði kvenna-
hreyfinga í heilbrigðismálum, al-
menningi til hagsbóta, er einmitt
áminning um að möguleikar á því að
fá aðhlynningu og aðgang að lækn-
isþjónustu eru jafnmikilvægir og
þróun læknisfræði, því sú kunnátta
væri lítils virði hefðu sjúkir ekki
fengið notið hennar. Saga Kven-
félagsins Hringsins í Reykjavík er
hluti þeirrar merku alþjóðlegu hreyf-
ingar, sem hafði áhrif á lífsgæði al-
mennings og er því saga allra. Úr
henni má lesa þann ávinning sem
varð af menntun kvenna, að furðu-
lega háleitum markmiðum má ná
þegar höndum er tekið saman og að
kvennasaga er saga þjóðarinnar og
saga heimsins. Þess vegna er bókin
um Hringinn í Reykjavík Íslands-
saga þótt hún sé saga kvenfélags í
Reykjavík.
Efni bókarinnar er, þegar allt er
saman komið, býsna fjölbreytt. Saga
félagsins er rakin frá upphafi til
vorra daga, þótt litlar heimildir hafi
fundist um fyrstu árin. Sagt er frá fé-
lagskonum, pólitísku og samfélags-
legu starfi Hringsins við uppbygg-
ingu sjúkrastofnana, rekstri hans,
fjáröflun, og félagsstarfi af mikilli ná-
kvæmni. Bókin er mikil vöxtum með
viðaukum, þar sem finna má félaga-
skrár, lög, upplýsingar um leikstarf-
semi félagsins, spítala, tekjur og
fleira. Hönnun hennar er yfirlætis-
laus og bandið vekur viðeigandi hug-
renningatengsl við fundargerðabók.
Myndirnar eru margar og fjölbreyti-
legar, svo gaman er að fletta bókinni
þótt ekki væri nema þeirra vegna.
Frásögnin er á þægilegu og eðli-
legu máli og höfundur lifir sig inn í
hana. Þannig er til dæmis umhverfi
lýst á þann hátt sem getur ekki í
heimildum: ,,Hringskonurnar hafa
gengið um svæðið og litast um. Þær
setjast niður vestast í ræktarlegu
túninu sem tekið er að spretta, og
ræða málin. Við þeim blasir fjallasýn
til austurs og í suðri...“ (263). Þessi
aðferð er umdeild í sagnaritun, en
þar velur að sjálfsögðu hver sinn stíl.
Ég tel að áhyggjur manna um að les-
andi greini ekki á milli viðbóta höf-
undar og þess sem kemur fram í
heimildum séu óþarfar, en á hinn
bóginn getur þessi aðferð fælt ákveð-
inn hóp lesenda frá. Textann hefði
mátt stytta nokkuð að ósekju með
markvissari ritstjórn og forðast
þannig málalengingar og endurtekn-
ingar sem sumstaðar er að finna. Öll
ber bókin þó mjög þess merki að vera
vandlega unnin og að höfundum hafi
verið veittur sá tími sem eðlilegur er
til að vinna slíkt verk. Ég segi höf-
undum, því þótt Björg Einarsdóttir
sé ein svo titluð, er hlutur Valgerðar
Kristjónsdóttur stór. Enda segir
Björg í formála að hún hafi haft ,,veg
og vanda af fjórða hluta ritsins“
(xxiii), sem eru viðaukarnir. Vinnan
sem liggur að baki þeim er þess eðlis
að meðhöfundartitill hefði verið við
hæfi.
Bókin er bæði falleg og glæsileg og
gleðiefni að bæst hafi við aðgengilegt
efni um starfsemi kvenfélaga og upp-
byggingu spítala- og sjúkraþjónustu
á landinu, sem breytti sannarlega
sögu þjóðarinnar allrar.
Kvenfélög breyta heiminum
BÆKUR
Saga
Höfundur: Björg Einarsdóttir. Útg.: Hið Ís-
lenska bókmenntafélag og Hringurinn,
2002. 670 bls. Myndaritstjórn Valgerður
Kristjónsdóttir og Björg Einarsdóttir,
hönnun: Halldór Þorsteinsson, umbrot:
Arnar Guðmundsson, prentun: Prent-
smiðjan Oddi.
HRINGURINN Í REYKJAVÍK STOFNAÐUR
1904 – STARFSSAGA
Lára Magnúsardóttir
ERLA Þórarins-
dóttir opnar sýn-
ingu í Slunkaríki á
Ísafirði í dag kl. 16.
Á sýningunni
sem ber heitið,
Birting, eru mál-
verk sem útfærð
eru með olíulit og
blaðsilfri á striga.
Erla lagði stund
á myndlistarnám í
Svíþjóð og Hollandi
en býr nú og starf-
ar í Reykjavík, hún
sýndi síðast mál-
verk í Slunkaríki
fyrir um 14 árum.
Slunkaríki er op-
ið fimmtudaga –
sunnudaga kl. 16–
18. Sýningunni lýk-
ur 2. febrúar. Eitt verka Erlu Þórarinsdóttur í Slunkaríki.
Málverk í Slunkaríki
BÓKMENNTAVERÐLAUN Hall-
dórs Laxness verða veitt í sjöunda
sinn í haust að undangenginni ár-
legri samkeppni. Frestur til að
skila inn handritum er til 1. maí
næstkomandi. Verðlaunin, sem
nema 500.000 krónum, eru veitt fyr-
ir nýja og áður óbirta íslenska
skáldsögu eða safn smásagna. Sam-
keppnin er öllum opin og mun bók-
in, sem verðlaunin hlýtur, koma út
hjá Vöku-Helgafelli sama dag og
þau verða afhent nú í haust en
Vaka-Helgafell stendur að verð-
laununum. Utanáskriftin er Bók-
menntaverðlaun Halldórs Laxness,
Vaka-Helgafell, Suðurlandsbraut
12, 108 Reykjavík. Handritin eiga
að vera merkt dulnefni en rétt nafn
fylgi með í lokuðu umslagi.
Bókmennta-
verðlaun Hall-
dórs Laxness
OPNUNARTÍMI Hins hússins,
menningar- og upplýsingamiðstöðv-
ar ungs fólks, í Pósthússtræti 3–5,
hefur verið breytt og er opið á eft-
irfarandi tímum: Mánudaga, þriðju-
daga og fimmtudaga frá kl. 13–21,
miðvikudaga og föstudaga kl. 13–18.
Gallerí Tukt er ennfremur opið laug-
ardaga kl. 14–18.
Breyttur
opnunartími
Hins hússins
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦