Morgunblaðið - 18.01.2003, Side 47

Morgunblaðið - 18.01.2003, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2003 47 STYRKIR Jöfnunarstyrkur til náms Umsóknarfrestur er til 31. janúar 2003 Nemendur framhaldsskóla geta átt rétt á: — Dvalarstyrk (verða að dvelja fjarri lögheimili og fjölskyldu sinni vegna náms). — Styrk vegna skólaaksturs (sækja nám frá lögheimili og fjölskyldu fjarri skóla). Skráning umsókna vegna vorannar 2003 er á www.lin.is Lánasjóður íslenskra námsmanna. Námsstyrkjanefnd. STYRKIR ÚR HÚSVERNDARSJÓÐI REYKJAVÍKUR Húsverndarsjóður Reykjavíkur auglýsir eftir umsóknum um styrki til viðgerða og endurgerðar á byggingum í Reykjavík, sem hafa sérstakt varðveislugildi af sögulegum og byggingarsögu- legum ástæðum. Bent skal á að endurgerðir á ytra byrði húsa, til upprunalegs stíls, njóta for- gangs. Að þessu sinni mun verða lögð áhersla á styrkveitingar til húsa í miðborginni, á svæðinu milli Lækjartorgs og Hlemms. Eftirtaldar upplýsingar skulu koma fram á þar til gerðum umsóknareyðublöðum: 1. Lýsing á fyrirhuguðum framkvæmdum. 2. Tímaáætlun. 3. Kostnaðaráætlun um fyrirhugaðar framkvæmdir. 4. Ljósmyndir, nýjar og gamlar ef til eru. Umsóknir skulu stílaðar á Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkur, Borgartúni 3, 105 Reykjavík, og komið á skrifstofu þess fyrir 11. febrúar 2003. Umsóknareyðublöð liggja frammi á Árbæjar- safni, Skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkur, Borgartúni 3 og á heimasíðu skipulags- og byggingarsviðs skipbygg.is. TILKYNNINGAR Auglýsing um deiliskipulag í Reykjavík Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingar- laga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar til kynningar tillögur að deiliskipulagsáætlunum og breytingum á deili- skipulagsáætlunum fyrir eftirtalin svæði í Reykjavík: Reitur 1.193 – Heilsuverndarstöðvarreitur. Tillagan tekur til reits sem afmarkast af Snorrabraut, Egilsgötu, Barónsstíg og Berg- þórugötu. Um er að ræða tillögu að deiliskipu- lagi sem samþykkt var til auglýsingar í borgar- ráði 17. desember 2002. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir viðbyggingu við Sundhöllina, sem ákveðið hefur verið að friða og nýbyggingu og bílgeymslu neðanjarðar við Heilsuverndarstöðina, sem lagt er til að friða. Einnig er lagt til að leyft verði að byggja eina hæð ofan á Droplaugarstaði, að stækka mat- sal á jarðhæð hússins og byggja tengi- byggingu þaðan að gróðurhúsi. Gert er ráð fyrir að byggja bílastæði á tveimur plönum við Domus Medica. Þá eru m.a. tillögur að bættum gönguleiðum og breyttum lóða- mörkum á nokkrum lóðum, t.d. lóðarmörkum Snorrabrautar 56, en lagt er til að skipta lóðinni í tvær lóðir, þannig að atvinnuhúsnæði og íbúðarhús verði á sitt hvorri lóðinni. Hlíðarendi - Valur. Tillagan tekur til reits sem afmarkast af Hringbraut (eftir færslu), Bústaðarvegi, Flug- vallarvegi, sem gert er ráð fyrir að færist lítið eitt og Hlíðarfæti, sem nú er að nýju á aðal- skipulagi. Um er að ræða tillögu að deiliskipu- lagi sem samþykkt var til auglýsingar í borgar- ráði 15. október 2002. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að lóð Vals minnki vegna vegna breytinga á gatnakerfi og vegna þess að hluti lóðarinnar fer undir atvinnu- starfsemi. Lóðin verður eftir breytinguna 59.600m2, auk afnotaréttar af viðbótar 10.000m2 svæði á norðurmörkum svæðisins. Ein aðkoma inn á svæðið verður frá Flugvallar- vegi um safngötu að hringtorgi sem skilur á milli íþróttasvæðis og uppbyggingarsvæðis. Tillagan gerir ráð fyrir því að byggt verði nýtt íþróttahús auk áfastrar áhorfendaaðstöðu (stúku) fyrir aðalleikvang og 1.000m2 tengi- byggingu, yfirbyggðum gervigrasvelli í knatt- húsi sem er áætlað um 9.000m2 að stærð, þremur grasvöllum á neðra svæði og einum gervigrasvelli á framtíðarlóð knatthúss á efra svæði. Auk þess er gert ráð fyrir aðalleikvangi á efra svæði sem standa mun á núverandi malarvelli, á milli íþróttahúss og framtíðar knatthúss. Á reit utan Valssvæðis er gert ráð fyrir atvinnustarfsemi á12-13 lóðum auk leik- skóla og 3 íbúðarlóðum fyrir um 110 íbúðir. Hámarksbyggingarmagn án bílakjallara er allt að 50.000m2 auk leikskólahúsnæðis og miðast hæðir bygginga við u.þ.b. 5 hæðir. Vegna nálægðar við Landsspítala- Háskólasjúkrahús er gert ráð fyrir að fyrirtæki eða stofnanir á sviði heilbrigðismála, rannsókna, menntunar og hátækni hafi forgang. Tillögurnar liggja frammi í sal skipulags- og byggingarsviðs í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10.00 – 16.00 frá 17.01.2003 - til 28.02. 2003. Eru þeir sem telja sig eiga hags- muna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við þær skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa eigi síðar en 28. febrúar 2003. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan til- skilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 17. 01. 2003. Skipulagsfulltrúi SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ Heimir — félag ungra sjálf- stæðismanna í Reykjanesbæ Boðun aukaaðalfundar Aukaaðalfundur verður haldinn í Heimi, félagi ungra sjálfstæðis- manna í Reykjanesbæ, föstudaginn 24. janúar 2003 kl. 19.00. Fundar- staður er Sjálfstæðishúsið í Njarðvík. Dagskrá fundarins: Hefðbundin aðalfundarstörf. Kosning stjórnar. Önnur mál. Stjórnin. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni verður haldinn í Ásgarði, Glæsi- bæ, laugardaginn 22. febrúar 2003 kl. 13.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundastörf. Önnur mál. Tillögur kjörnefndar til stjórnarkjörs Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni liggja frammi á skrifstofu félagsins í Faxafeni 12. Tillögur félagsmanna um einstaka menn til stjórnarkjörs skulu berast skrifstofu eða kjör- nefnd minnst hálfum mánuði fyrir aðalfund. Stjórnin. LÓÐIR Lóð — gamall bústaður Falleg sumarbúsaðalóð eða lélegur bústaður á gróinni lóð óskast til kaups. Aðsæður: Innan við 1 1/2 klst akstur frá Reykja- vík, náttúrufegurð og afþreyingamöguleikar (gjarnan vatn). Upplýsingar í síma 587 5337. R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I FÉLAGSSTARF Morgunblaðið óskar eftir að ráða útlitshönnuð til starfa. Starfið felst í því að hanna útlit á síðum blaðsins. Um er að ræða vaktavinnu alla daga vikunnar. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi góða almenna menntun. Sérstök áhersla er lögð á íslensku, tölvufærni og gott formskyn. Útlitshönnuður þarf að vera hugmyndaríkur og eiga auðvelt með að vinna hratt undir álagi. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af útlitsteikningu. Nánari upplýsingar um starfið veitir verkstjóri í síma 5691305. Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu Morgunblaðsins og skal umsóknum skilað þangað í síðasta lagi 22. janúar nk. Einnig er hægt að fylla út umsókn á mbl.is: http://www.mbl.is/morgunbladid/ Sækja um starf hjá Morgunblaðinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.