Morgunblaðið - 18.01.2003, Side 48

Morgunblaðið - 18.01.2003, Side 48
48 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. UM leið og okkur, sem viljum land- inu vel, berst liðsauki frá útlöndum, brjótast ráðamenn okkar um einsog bitglaðar skepnur. Og á meðan við fögnum skrifum Bjarkar, sem borið hefur hróður þjóðarinnar um víðan völl, vitandi það að hún getur líka boðið heimsbyggðinni að heyra af aulagangi íslenskra stjórnvalda, þá vælir virðulegur iðnaðarráðherra einsog barinn rakki. Já, virðuleg Val- gerður mætir í Fréttablaðið og segir: ,,Ég tel að það sé mjög erfitt að vera á móti þessum framkvæmdum á grundvelli þess að þetta sé ekki arð- söm framkvæmd.“ Það er semsagt ekki hægt að vera á móti virkjuninni þótt hún reynist botnlaus hít. Og það má ekki heldur vera á móti henni þótt hún hafi í för með sér mestu eyðileggingu Íslands- sögunnar. Það má auðvitað kalla ýmislegt lýðræðislegar samþykktir. En hver hefur barið það inní hausinn á virðu- legum ráðherra að það kallist lýð- ræði að banna mönnum að hafa skoð- anir? Um leið og við vitum af hundruð- um þúsunda manna í Evrópu sem mótmæla byggingu stíflu á hálendi Íslands, þá heyrum við af skoðana- könnun sem virðist ekki vera neitt annað en afsprengi hreinnar skoð- anakúgunar. Því þeirri óprúttnu firru er haldið að landsmönnum að þjóðarbúið krefjist þess að virkjunin við Kárahnjúka verði reist og ráða- menn okkar halda því blákalt fram að atvinnulífið heimti að álver rísi fyrir austan. Að sjálfsögðu er mönnum leyfilegt að hafa slíkar skoðanir. En þeir ættu þá einnig að draga fram alla myndina sem hughrif þeirra markast af, þeir ættu að segja okkur hvað þeir hyggj- ast gera þegar hinna svokölluðu já- kvæðu áhrifa fyrirhugaðra fram- kvæmda hættir að gæta. Er ætlunin að fara útí aðra eins vitleysu að liðn- um fimm árum, og síðan á fimm ára fresti upp frá því? Á það kannski fyrir okkur að liggja að gera endalausar kröfur um byggingar virkjana og álvera, aðeins vegna þess að skammsýni ræður öll- um okkar gjörðum? Kæru landsmenn, ætlið þið að láta draga ykkur á asnaeyrunum um landið þvert og endilangt? Gerið þið ykkur ekki grein fyrir því að málið snýst ekkert um einhvern þjóðar- hag? Það snýst um að menn haldi fast í einhverjar þær vitlausustu hugmyndir sem þeir hafa fengið og þeir ætla að halda dauðahaldi í heimskuna, einungis vegna þess að þeir geta ekki hugsað sér að skipta um skoðun. Það að skipta um skoðun gæti nefnilega verið túlkað sem upp- gjöf. Og uppgjöf getur hugsanlega orðið ávísun á það að hrapa útaf þingi. Ýmsir kalla það aulalega fram- göngu, að vera á móti Kárahnjúka- virkjun. Ég er aftur á móti þeirrar skoðunar að það lýsi einstakri und- irgefni og sé einkar hjákátleg smán, að þora ekki að mótmæla. Þeir sem eru hlynntir byggingu Kárahnjúkavirkjunar og vilja sökkva miklu landflæmi undir uppistöðulón, ættu að beina hugsun sinni fram á við, hugsa þó ekki væri nema nokkur ár fram í tímann. Og þá er allt í lagi að spyrja: Ætlum við að láta misvitra menn eyðileggja landið? Ætlum við að trúa öllu sem við okkur er sagt, jafnvel því sem er lyginni líkast? KRISTJÁN HREINSSON, skáld. Kárahnjúkar, hvað svo? Frá Kristjáni Hreinssyni NÝVERIÐ skrifaði Linda Samsonar Gísladóttir ágætt bréf til blaðsins um mál Aminu Lawal, nígerískrar konu, sem á að grýta til dauða fyrir hór- dóm um leið og hún hefur vanið barn sitt af brjósti. Guðjón Ingi Viðarsson bætti nokkrum dögum síðar við þessi skrif frá eigin brjósti. Bæði nefndu þau umfjöllun Opruh Winfrey um mál hennar. Við þá um- fjöllun er rétt að bæta að mannrétt- indasamtökin Amnesty Internation- al hafa látið til sín taka, bæði í máli Aminu Lawal, sem og annarra ein- staklinga í Nígeríu er hlotið hafa dóma á grundvelli nýrra íslamskra laga, svokallaðra Sharia-laga. Amn- esty International hóf aðgerðir um leið og ríki í norðanverðri Nígeríu tóku að innleiða Sharia-lögin. Afleið- ingar þessara ‘lagasetninga’, sem brjóta í bága við stjórnarskrá Níger- íu og alþjóðlegar mannréttinda- skuldbindingar landsins eru marg- víslegar. Auk þess að kveða á um grimmilegan dauðdaga fyrir hórdóm refsa Sharia-lögin gróflega fyrir ým- is önnur brot. Þjófar eru handar- höggnir, ræningjar eru líflátnir, fyr- ir áfengisneyslu er refsað með hýð- ingum. Amnesty International hefur þegar látið til sín taka í ýmsum slík- um málum. Sérstakt áhyggjuefni hvað Sharia-dómstólana varðar er að réttarhald allt er óviðunandi, dómar- ar ómenntaðir, málsvarnir ákærðra ófullnægjandi. Þetta er þeim mun al- varlegra þegar horft er til þeirra refsinga, sem beitt er. Hjá Íslandsdeild Amnesty Int- ernational er að verki hópur sjálf- boðaliða gegn þessum mannrétt- indabrotum, sem eiga sér stað í Nígeríu. Við erum einn af mörgum hópum sem starfa á vegum Amnesty International víðs vegar um heim og reyna að stuðla að því að nígerísk yf- irvöld sjái að sér og endurskoði Sharia-löggjöfina alla. Ég býð þeim sem hafa áhuga á að leggja sitt af mörkum í þágu Aminu Lawal og annarra að hafa samband við skrifstofu Amnesty International að Hafnarstræti 15 í Reykjavík. Símanúmer okkar er 551 6940 og netfangið er amnesty@amnesty.is. TORFI JÓNSSON, Laugavegi 137, 105 Reykjavík. Enn um Aminu Lawal Torfi Jónsson skrifar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.