Morgunblaðið - 18.01.2003, Page 56
ROBERT Townsend erlíklega ekki kunn-uglegt andlit en enguað síður fer hér einn
áhrifamesti þeldökki leikari og
listamaður síðustu áratuga.
Ástæða ókunnugleikans liggur í
því að Townsend er iðulega á
bak við tjöldin, hvar hann er
mikilvirkur mjög. Hann er af-
kastamikill handritshöfundur,
framleiðandi og leikstjóri, auk
þess sem hann leikur líka. Og
eins og svo margir sinna líka hóf
hann ferilinn með uppistands-
sprelli, svið sem hann ætlar að
snúa aftur á hér á landi, eftir
nokkurt hlé.
En auk þess liggur mikilvægi
Townsend sem listamanns í glúr-
inni meðvitund hans um stöðu
svartra í Bandaríkjunum, hvort
sem það eru listamenn eða al-
mennir þjóðfélagsþegnar. Leynt
og ljóst hefur hann unnið að því
að halda uppi umræðu um þessi
mál og þannig fjallaði fyrsta
mynd hans sem sló í gegn, gam-
anmyndin Hollywood Shuffle
(’87), um harðræði það sem
svartir leikarar þurfa að glíma
við í henni Hollywood.
Townsend hefur einkanlega
komið að spaugsömum verk-
efnum og því athyglisvert að
fyrst bar á honum í dramamynd-
inni A Soldier’s Story árið 1984.
Hann sló svo óforvarandis í gegn
með fyrstu mynd sinni, Holly-
wood Shuffle, þar sem hann var
allt í öllu; lék, skrifaði, leikstýrði
og framleiddi. Þá leikstýrði hann
vinsælli uppistandsmynd Eddie
Murphy, Raw (’87) og hefur leik-
stýrt fólki eins og Halle Berry,
James Earl Jones
Bill Cosby, Louis Gossett Jr.,
Whoopie Goldberg og Sinbad. Á
tíunda áratugnum lagði Town-
send einkum fyrir sig sjónvarps-
vinnu, lagði grunninn að tveimur
skemmtiþáttum, Townsend and
His Partners in Crime og
Townsend Television. Þá skóp
hann hinn vinsæla grínþátt The
Parent’ Hood árið 1995.
Þess má geta að hér er um al-
heimsfrumsýningu að ræða en í
kjölfarið fer Townsend til Banda-
ríkjanna til frekara skemmt-
anahalds.
Richard Pryor mikilvægur
Jæja, bara á leiðinni til Ís-
lands?
„Jú, laukrétt. Ég verð með
nýtt uppistand sem ég hef nýlok-
ið við og fjallar það um líf mitt
og hvernig ég hef upplifað
skemmtanabransann. Ég fer út í
uppeldisár mín í vafasömum
hverfum Chicago-borgar og
hvernig leið mín lá svo til Holly-
wood á endanum. Ég hef verið
að vinna með Chris Tucker að
undanförnu og skrifa með honum
handrit að myndinni Mr. Presi-
dent, sem fjallar um fyrsta
svarta forsetann í Bandaríkj-
unum. Við héngum svolítið sam-
an á uppistandsstöðum og þá fór
ég allt í einu að sakna þess að
koma fram á sviði, en ég hef að-
allega fengist við leikstjórn síð-
ustu árin. Ég er því nokkuð
spenntur, enn fremur sem ég hef
aldrei komið til Íslands áður.“
Mörgum hrýs hugur við þá til-
hugsun að standa frammi fyrir
fólki, hvað þá að þurfa að hitta í
mark með bröndurum trekk í
trekk. Hvernig fara menn eig-
inlega að þessu?
„Jaa ... að mínu viti búa allir
yfir einhverjum hæfileikum og
mér finnst eins og ég sé fæddur
grínari. Vissulega getur það ver-
ið skelfilegt að standa uppi á
sviði og heyra saumnál detta eft-
ir einhvern brandarann og því er
það mikilvægt að „lesa“ áhorf-
endurna vel. Brandari miðaður
að hláturtaugum karla á líkast til
eftir að ganga illa ef áhorfendur
eru mestmegnis konur. Þá þora
karlarnir ekki að hlæja! Tíma-
setning skiptir þannig máli, sem
og að tala um hluti sem allir geta
tengt sig við.“
Þetta form, uppistand, hvað er
það í þínum huga? Er þetta list
eða bara hrein afþreying?
„Svo ég einblíni á sýninguna
mína, þá er það einhvers konar
blanda af söngleik, eftirhermu og
spjalli. Þetta er einhvers konar
eins manns Broadway-sýning.“
Hverjir eru helstu áhrifa-
HINN FJÖLHÆFI ROBERT TOWNSEND SKEMMTIR HÉR Á LANDI Í FEBRÚAR
Leikarinn, leikstjórinn, handritshöfundur-
inn og grínistinn Robert Townsend verður
með uppistand í Háskólabíói í febrúar.
Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við
Townsend um lífsins gagn og nauðsynjar.
Robert Townsend. „Orðið „erfitt“ er ekki til í mínum orðaforða.“
„Ég lifi í draumi“
’ Ég hefverið að vinna með
Chris Tucker að
undan-
förnu og
skrifa
með
honum
handrit
að mynd-
inni Mr. President,
sem fjallar um fyrsta
svarta forsetann í
Bandaríkjunum. ‘
Chris Tucker
56 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
E I N N I G M E Ð Í S L E N S K U T A L I
/ /
Robert DeNiro,
BillyCrystal og Lisa
Kudrow (Friends) eru
mætt aftur í frábæru
framhaldi af hinni
geysivinsælu
gamanmynd
AnalyzeThis.
Sýnd kl. 10.20. B.i. 16. Forsýning kl. 6, 8 og 10.
ÁLFABAKKIÁLFABAKKI KEFLAVÍK
ÁLFABAKKI KRINGLAN AKUREYRI / KEFLAVÍK
/ / /
/ /Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. / Sýnd kl. 7, 9, 10 og 11. / Sýnd kl. 8 og 10.
/ / /
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 2.
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B. i. 14.
DV
Frábær mynd frá leikstjóra L.A.Confidential þar sem
rapparinn EMINEM fer á kostum í sínu fyrsta hlutverki.
ÓHT Rás 2
Sýnd kl. 2, 4 og 6. ísl tal.
Yfir 57.000 áhorfendur
Sýnd kl. 8 og 10.05. B.i. 12.
H.K. DV
GH. Vikan
SK RadíóX
SV. MBL
GH. Kvimyndir.com
Sýnd kl. 6.10.Sýnd kl. 8 og 10.15.
HL MBL Kvikmyndir.is
Kl. 2 La Répetition - Æfingin
Kl. 4 Une Hirondelle a Fait Le
Printem - Stúlkan frá París
Kl. 6 Sex is Comedy
Kl. 8 Tanguy - Hótel Mamma
Kl. 10 Sex is Comedy
Sýnd kl. 3.40.Sýnd kl. 2.30.
1/2 Kvikmyndir.is
Kvikmyndir.com