Morgunblaðið - 18.01.2003, Síða 57
valdar þínir og hetjur?
„Hetjurnar mínar eru Richard
Pryor, Bill Cosby, Bob Marley
og Lenny Bruce (þögn ... svo
hlátur). Auðvitað eru þeir fleiri
en þessir hafa vakið mestan inn-
blástur hjá mér.“
Svo virðist sem Richard Pryor
sé í miklum metum hjá blökkum
listamönnum sem eru að gera
svipaða hluti og þú?
„Já. Richard Pryor er sá mað-
ur sem byrjaði hina „blökku
grínstefnu“. Hann var mjög
fyndinn en um leið afar beittur
og vakti upp spurningar með
verkum sínum.“
Bara að segja sannleikann
Þú ert afar fjölhæfur listamað-
ur. Þú leikur, skrifar, framleiðir
o.s.frv. Þetta er nú ekki of al-
gengt er það?
„Nei ... ég hef haft gæfu til að
sinna þessu öllu. Ef ég á að vera
hreinskilinn þá reynist þetta mér
furðu auðvelt – auk þess sem ég
nýt þess í botn. Mig dreymdi um
að verða það sem ég er í dag
sem krakki. Þannig að það mætti
segja að ég lifi í draumi.“
Myndir þú þá segja að þú vær-
ir heppinn maður? Var erfitt að
komast í þá stöðu sem þú ert í
núna?
„Orðið „erfitt“ er ekki til í
mínum orðaforða. Þetta er bara
spurning hversu ástríðufullur
maður er og hversu mikið maður
er reiðubúinn að gefa af sér í
þetta. Það er líka mikilvægt að
hafa sitt á hreinu, þar sem það
er fjöldi hluta í henni Hollywood
sem geta lokkað menn af leið.
Ég reyni að vera einbeittur í
mínu, auk þess sem ég nýt þess
sem ég geri í botn.“
Eru verk þín pólitísk?
„Aaa ... já ... sum þeirra eru
það. Sum þeirra eru reyndar
mjög pólitísk. Sem listamaður þá
er maður alltaf að koma fram
með einhverjar staðhæfingar.
Maður er að tala um það sem er
að gerast og sumir eru kannski
ósammála manni. Eins og í
fyrstu myndinni minni, Holly-
wood Shuffle (’87), var ég að
skoða hvernig Hollywood fer
með svarta leikara og hvernig
þeim er mismunað. Þá sögðu
sumir: „Vertu nú alveg rólegur,
Robert. Af hverju þarftu að fara
út í þetta?“ En ég var bara að
segja sannleikann ...“
En af hverju ertu að frumsýna
atriðið þitt á Íslandi?
„Vinur minn, Tim, fór til ykkar
með Ron Jeremy en hann fram-
leiddi myndina hans Ron
(Pornstar: The Legend of Ron
Jeremy). Hann sagði mér að Ís-
land væri yndislegt land og bar
ykkur söguna vel. Hann vissi af
áætlunum mínum um að snúa
aftur á svið og þess vegna stakk
hann upp á því að ég kæmi hing-
að. Og þá var það bara ákveðið!“
Hvað ertu með í farvatninu
hvað framtíðina varðar?
„Nú, það er myndin með Chris
Tucker en upptökur hefjast í
enda þessa árs. Svo er ég að
vinna að nýrri sjónvarpsþáttaröð
sem verður tekin upp í sumar.
Þá er það önnur sjónvarps-
þáttaröð sem ég var að ljúka við,
grínþættir sem enn hafa ekki
fengið nafn. Þannig lítur nú árið
út.“
Þannig að það er alltaf nóg að
gera?
„Ó já. Ég er með mörg járn í
eldinum. Ætli ég sé ekki með ca.
fimmtán önnur verkefni í vinnslu
en við skulum ekki fara nánar út
í þau í þetta skiptið (hlær).“
arnart@mbl.is
Forsala á sýningu Robert Towns-
end, sem fer fram 21. febrúar kl.
21.00, hófst í gær í Háskólabíói.
Einnig munu þeir Sigurjón Kjart-
ansson og Þorsteinn Guðmundsson
koma fram. Verð er 2.500 kr.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2003 57
Kvikmyndir.is
HL MBL
E I N N I G M E Ð Í S L E N S K U T A L I
Kl. 2 og 5 Ísl. tal./Kl. 6 enskt tal. / Kl. 3 Ísl. tal. / Kl. 2 Ísl. tal.
Frábær mynd frá leikstjóra L.A.Confidential þar sem rapparinn EMINEM fer á kostum í sínu fyrsta hlutverki.
ÁLFABAKKI
ÁLFABAKKI KRINGLAN AKUREYRI KEFLAVÍK
ÓHT Rás 2
Hún var flottasta pían í bænum
1/2 Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 2, 4, 8 og 10.20 / Sýnd kl. 6. / Sýnd kl. 4. / Sýnd kl. 6.
ÁLFABAKKI KRINGLAN AKUREYRI KEFLAVÍK ÁLFABAKKI AKUREYRI KEFLAVÍK
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. / Sýnd kl. 3, 5, 7, 8, 9 og 11. / Sýnd kl. 6, 8 og 10.
ÁLFABAKKI KRINGLAN AKUREYRI
EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.40, 8 og 10.20. B. I. 16.
/ / Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B. i. 14.
Kl. 1.45 og 3.45 ísl. tal. / Kl. 2, 3, 4 og 5 ísl. tal. / Kl. l. 2 ísl. tal. / Kl. l. 2 og 4. ísl. tal.
Langbesti leikmaður
NBA deildarinnar fær ævilangt bann frá
deildinni og dettur það „snjallræði“ í hug að dulbúa sig
og keppa í kvennadeildinni. Bráðskemmtileg gamanmynd!
1/2 Kvikmyndir.is
Kvikmyndir.com
Kringlunni 4 -12, sími 568 6211
Skóhöllin, Firði, Hf., sími 555 4420
ÚTSALAN
ENN Í FULLUM GANGI
20-60%
af öllum dömu- herra og barnaskóm afsláttur
af öllum dömu-, herra- og barnaskóm
Enn meiri afsláttur
af völdum vörum, t.d.
og fleiri góð tilboð
dömustígvél
Áður 16.900 nú 8.990
dömustígvél
Áður 7.990 nú 3.990
Áður 10.990 nú 6.590