Morgunblaðið - 21.01.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.01.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ SIGRÚN Jóhannesdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir æskilegt að skýrar reglur gildi á hverjum vinnu- stað um meðferð tölvupósts starfs- manna. Hún bendir á að um skoðun vinnuveitenda á tölvupósti starfs- manna gildi sú almenna meginregla að haga skuli meðferð persónuupp- lýsinga með sanngjörnum, málefna- legum og lögmætum hætti. Vinnu- veitanda kunni að vera heimilt að lesa einkatölvupóst, það er bréf sem varði einkalíf starfsmannsins, ef ein- hver alveg sérstök þörf er til staðar, eins og grunur um misnotkun tölvu- kerfis eða trúnaðarbrot. Í slíkum til- vikum verði skoðun tölvupóstsins að vera í samræmi við þennan tilgang og þá þurfi að gæta þess að ganga ekki of langt. Hún segir að nýtt álit Persónu- verndar, þar sem talið var að vinnu- veitandi hafi brotið meðalhófsreglu þegar hann lagði fram 158 tölvu- póstskeyti starfsmanns fyrir dómi, feli í sér viss nýmæli. „Þetta er í fyrsta sinn sem við höfum talið að atvinnurekandi hafa gengið of langt við skoðun og meðferð á tölvupósti starfsmanns.“ Lestur einkabréfa var óheimill Í því máli sem hér um ræðir lagði vinnuveitandi fram afrit af 158 tölvupóstskeytum en aðeins fimm skeyti tengdust deiluefni málsins. Persónuvernd taldi önnur skeyti hafa verið þannig að hverjum þeim sem skoðaði þau hafi mjög fljótlega átt að vera ljóst að um einkabréf væri að ræða. Þrátt fyrir það hélt vinnuveitandinn áfram, prentaði út mikinn fjölda tölvupóstskeyta starfsmannins og vinar hans og lagði þau fram í dómi. Að mati Per- sónuverndar hefði hann hins vegar átt að hætta um leið og ljóst var að um einkamálefni var að ræða og eyða þeim skeytum sem hann var þá þegar búin að prenta út. Sigrún segist ekki vilja ræða ein- stök efnisatriði þessa tiltekna máls en bendir á að almennt verði að fara afar varlega í sakirnar þegar um sé að ræða tölvubréf sem eingöngu varði einkamálefni. Mikilvægt sé að virða hina almennu meðalhófsreglu og ekki nota persónuupplýsingar, s.s. tölvupóst, nema á því sé þörf og málefnaleg sjónarmið búi því að baki. Sigrún segir Persónuvernd ekki hafa tekið afstöðu til máls þar sem deilt hafi verið um heimild atvinnu- rekanda til að fara inn í tölvupóst starfsmanna vegna þess að tölvu- kerfið á vinnustaðnum hafi ekki virkað vegna einhvers sem var í slík- um pósti eða vegna rökstudds gruns um trúnaðarbrot. Skoðun á tölvu- pósti vegna slíkra tilvika geti verið heimil, jafnvel þótt starfsmaðurinn hafi flokkað tölvuskeyti sín sem einkabréf í sérstakri möppu í tölvu- kerfinu, ef vinnuveitandinn virðir framangreinda meðalhófsreglu. Sigrún leggur áherslu á að fyrr- greint álit beri ekki að skilja sem ákvörðun um þvert bann við skoðun tölvupósts starfsmanna heldur fyrst og fremst sem leiðsögn um mikil- vægi þess að skýrar og málefnaleg- ar ástæður verði að liggja þar að baki. Hún segir það til skoðunar hjá Persónuvernd að setja formlega reglur um meðferð tölvupósts. Til lengri tíma litið sé það allra hagur að skýrar reglur gildi um þessa hluti hjá vinnuveitendum. Hægt að skerða friðhelgi „Ég lít svo á að þessi niðurstaða feli ekki í sér neitt nýtt,“ segir Hrafnhildur Stefánsdóttir, yfirlög- fræðingur Samtaka atvinnulífsins. „Hún þýðir ekki að vinnuveitendur geti ekki fylgst með tölvupóstsnotk- un starfsmanna. Fyrirtækjum getur verið nauðsynlegt að gera það vegna ýmissa hluta.“ Hún segir að lögmætir hagsmunir geti heimilað fyrirtækjum að skoða tölvupóst starfsmanna. Hins vegar þurfi slík vöktun að vera gerð í skýr- um og málefnalegum tilgangi og ekki sé farið umfram það sem nauð- synlegt er. Hrafnhildur segir að álit Persónu- verndar sé svar í einu tilteknu máli, sem sent hafi verið Verzlunar- mannafélagi Reykjavíkur. Í því hafi komið fram að réttur til að njóta friðhelgis á vinnustað geti sætt skerðingu að því marki sem atvinnu- rekandi telji nauðsynlegt til að vernda lögmæta hagsmuni sína. „Hins vegar er eindregið mælt með því að fyrirtæki setji sér skýrar reglur um persónulega netnotkun starfsmanna.“ SA hafi bent fyrir- tækjum á leiðbeinandi reglur um eftirlit vinnuveitenda með tölvu- pósts- og netnotkun starfsmanna. Í þeim sé jafnvægi á milli hagsmuna starfsmanna og eðlilegra lögmætra hagsmuna vinnuveitandans. „Við erum með leiðbeiningar og komum til með að koma með fyllri ráðleggingar til okkar fé- lagsmanna,“ segir Hrafnhildur að- spurð um hvort nauðsynlegt sé að breyta reglum eða bæta þær sem fyrir eru. Hún segir að umræða hafi komið upp á vettvangi Evrópusambandsins hvort setja þurfi sérstakar viðbót- arreglur hvað varðar persónuvernd starfsmanna án þess að það sé fylli- lega rökstutt. „Samtök atvinnulífs- ins hafa hafnað að fara í þær samn- ingaviðræður á þeim grundvelli að þær reglur sem við höfum tekið upp hér á landi séu fullnægjandi,“ segir Hrafnhildur Stefánsdóttir. Starfsmenn viðstaddir afritun Guðmundur Sigurðsson, forstöðu- maður samkeppnissviðs Samkeppn- isstofnunar, segist ekki sjá í fljótu bragði að nýtt álit Persónuverndar kalli á breyttar starfsreglur Sam- keppnisstofnunar varðandi meðferð persónuupplýsinga eins og tölvu- póst. Við húsleit hefur Samkeppnis- stofnun gert tölvupóst starfsmanna fyrirtækja upptækan í þágu rann- sóknar. Guðmundur bendir á að hæstiréttur hafi komist að þeirri niðurstöðu að haldlagning tölvu- pósts var heimil þegar húsleit var gerð hjá olíufélögunum. Vísað var til þess að ef starfsmenn geymdu einkabréf í tölvum sínum á vinnu- stað þá yrðu þeir að sæta því að til þess bær stjórnvöld gætu afritað slíkan póst. „Við höfum haft þá verklagsreglu að bjóða lögmönnum fyrirtækjanna og starfsmönnum sem það vilja að vera viðstaddir þegar við skoðum tölvupóstinn þeirra. Þeir geta fylgst með því hvað við skoðum og hvað við afritum,“ segir Guðmundur. Þá geta starfsmenn fullvissað sig um að ekki sé verið að afrita póst sem ekki komi rannsókninni við og sé persónulegs eðlis. Gæta á meðalhófs við skoðun tölvu- pósts starfsmanna Sigrún Jóhannesdóttir Hrafnhildur Stefánsdóttir Guðmundur Sigurðsson „Reglur fullnægjandi“ segir yfirlögfræðingur SA ÞAÐ er vetrarlegt um að lítast í Neskaupstað þessa dagana. Fyrir viku var þar snjólaust og hlýtt í veðri en nú er snjór yfir öllu og var allhvasst aðfaranótt gærdagsins. Á hádegi í gær var enn norðaust- anstrekkingur og smá él. Ágúst Blöndal, fréttaritari Morgunblaðs- ins í Neskaupstað, segir að sáralítill snjór sé í fjallinu fyrir ofan bæinn, allan snjó hafi skafið niður í bæ. Snjólagið er allt að tveggja metra þykkt, þar sem mest er. „Það eru skiptar skoðanir á því hvort fólk sé ánægt með þetta. Þeir sem sjá um skíðasvæðið eru mjög ánægðir en svo segja aðrir að þetta sé ekkert nema kostnaðurinn og fyrirhöfnin. Mér skilst að það sé ekki kominn nægur snjór uppi á skíðasvæði enn, þótt það sé það mik- ið niðri í bænum,“ segir Ágúst. Hann segir krakkana vera harð- ánægða með snjóinn. Fólk geti einn- ig farið á gönguskíði og margir hafi dregið vélsleðana fram. „Ég vinn nú á bensínstöð og það er talsvert keypt af bensíni á brúsa fyrir vél- sleða núna. Bærinn er vel ruddur og það má ekki vera á vélsleða í bænum en fólk fer á sleðum inn í sveitina og í grennd við bæinn,“ segir Ágúst. Morgunblaðið/Kristín Þau Alexander, Víkingur, Óli og Freydís létu norðanstrekkinginn ekki aftra sér frá því að fara út að leika sér. Mjóafjarðarbáturinn Anný kom í sína venjubundnu kaupstaðarferð á Nes í gærmorgun, þrátt fyrir að veður væri slæmt, enda hefur færð á vegum ekki áhrif á ferðir bátsins. Vetrarveður í Neskaupstað íð Oddsson. Um 82% stuðnings- manna Samfylk- ingarinnar sögðust vilja sjá Ingibjörgu í stóli forsætisráð- herra og 77% kjós- enda Sjálfstæðis- flokksins vilja hafa Davíð Oddsson áfram sem for- sætisráðherra. Hringt var í 600 manns laugardag- inn 18. janúar og spurt: hvern vilt þú sjá sem forsætisráðherra eftir kosn- ingar? Ríflega 40% aðspurðra tóku ekki afstöðu eða neituðu að svara. TÆPLEGA helm- ingur þeirra, sem afstöðu tóku í könnun Frétta- blaðsins, vill sjá Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur í embætti forsætis- ráðherra en um 43% Davíð Odds- son en aðrir for- ystumenn fengu mjög lítinn stuðning í könnuninni. Stuðningur við Ingibjörgu Sólrúnu í embætti forsætisráðherra er nokkru meiri en fylgi Samfylkingarinnar mælist og sama gildir einnig um Dav- Spurt um forsætisráðherraembættið að loknum kosningum Ingibjörg og Davíð í sérflokki Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Davíð Oddsson lynda flokkinn. Lítil breyting varð almennt á fylgi við flokkana frá síð- ustu könnun blaðsins sem birt var 13. janúar en óákveðnum fjölgaði aftur á móti nokkuð. Könnun var gerð laugardaginn 18. janúar en hringt var í 600 manns og spurt hvaða lista menn myndu kjósa ef gengið yrði til kosninga nú. Um 40% aðspurðra voru óákveðnir, neituðu að svara eða sögðust ekki ætla að kjósa. SAMFYLKINGIN mældist vera stærsti flokkurinn í skoðanakönn- un Fréttablaðsins en sem fyrr er þó hverfandi munur á fylgi Sam- fylkingarinnar og Sjálfstæðis- flokksins eða 39,3% á móti 38,2% af þeim sem afstöðu tóku í könnun- inni. Um 12% aðspurðra sögðust nú myndu styðja Framsóknarflokk- inn, 7,5% Vinstrihreyfinguna – grænt framboð og 2,2% Frjáls- Fylgi Samfylking- ar og Sjálfstæðis- flokksins svipað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.