Morgunblaðið - 21.01.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.01.2003, Blaðsíða 17
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003 17 Austurstræti, sími 562 9020 Það kostar aðeins kr. 2.500. Hringdu og pantaðu tíma. Síminn er 562 9020. Aðeins það besta fyrir andlit þitt Estée Lauder andlitsmeðferðin miðar öll að því að veita þér slökun og dekra við þig - allt frá vandvirkri hreinsun húðarinnar að yndislega róandi nuddinu. Nútímaleg húðumhirða okkar vinnur gegn vandamálum sem stafa af þurri húð eða feitri, hrukkum, slælegri blóðrás, þreytulegri húð og öðru sem hrjáir húðina. Öll er meðferðin umvafin ljúfri munúð og slökun. Veittu þér andlitsmeðferð eins og þær gerast bestar og sjáðu hvað svolítið dekur gerir húðinni gott. Snyrtiklefi Þorrablót Þingeyingafélagsins í Reykjavík Þorrablót Þingeyingafélagsins í Reykjavík verður haldið laugardaginn 25. janúar í Ými, tónlistarhúsi Karlakórs Reykjavíkur, Skógarhlíð 20. Húsið opnað kl. 19:30 fyrir matargesti. Veislustjóri er Jónína Benediktsdóttir og hljómsveitin Grái fiðringurinn mun leika fyrir dansi fram á nótt. Ræðumaður kvöldsins er Angantýr Einarsson og Stefán Óskarsson mun fara með gamanmál af sinni þingeysku snilld. Kl. 22:30 mætir síðan hin geysivinsæla húsvíska Birgitta Haukdal á svæðið og flytur nokkur lög. Kl. 22:00 verður húsið opnað fyrir aðra en matargesti. Þingeyingar! Við mætum með matinn með okkur og eigum saman frábæra þingeyska kvöldstund. Borðapantanir eru hjá Aðalgeir Gíslasyni, hs. 555 4336, gsm 867 4479 og Jóhönnu Björnsdóttir, hs. 552 6238, gsm. 895 6238, dagana 21., 22. og 23. janúar kl. 19:00-22:00, eða hjá Jóhönnu Ásmundsdóttur johanna@olis.is. BORGARRÁÐ hefur samþykkt til- lögu borgararkitekts um að skip- aður verði starfshópur til að vinna að tillögum um flóðlýsingu í borg- inni með áherslu á miðborgina. Auk borgararkitekts munu eiga sæti í starfshópnum fulltrúi frá Orku- veitu Reykjavíkur, framkvæmda- stjóri miðborgar og fulltrúi frá skipulagsyfirvöldum. Þorvaldur S. Þorvaldsson borgararkitekt segist sjá fyrir sér að flóðlýsing á Aust- urvelli gæti orðið fyrsta verkefnið og síðan allsherjar garð- og lista- verkalýsing í Hljómskálagarðinum. Gert er ráð fyrir að starfshópurinn skili hugmyndum til borgarráðs um forgangsröðun ásamt áætlun um kostnaðarhlut borgarinnar. Í greinargerð með tillögu borg- ararkitekts segir að næturljósin séu tiltölulega ný í borgarmynd okkar en að borgin sé vel lýst og bjartari að næturþeli en margar borgir. „Borg næturinnar er allt önnur en borg dagsljóssins. Dagsljósið kemur úr órafjarlægð, breytilegt eftir skýjafari, stund dags og árstíð- um. Það varpar skuggum, mis- löngum og breytanlegum sem gefa til kynna ferli tímans og mótun rýmisins sem við förum um. Dags- ljósið er óháð okkur en við höfum áhrif á það í nánasta umhverfi með borgarbyggð og mannvirkjagerð. Ljós næturinnar eru ljós okkar, þau eiga sér uppsprettu rétt yfir höfði okkar og gjörbreyta allri borgarmynd dagsljóssins[...],“ segir þar m.a. Fram kemur að ástæða geti verið til að lýsa upp hús eða hluta húsa, listskreytingar, frítt standandi listaverk, gróður og vatn á sér- stökum stöðum við opinberar bygg- ingar eða minnisvarða. Flóðlýsing húsa í göturými þar sem götulamp- ar, ljós frá gluggum götuhæða og/ eða lýsandi skilti séu fyrir hendi skuli þó að jafnaði vera að neðan þar sem lýsing dreifi ljósmagninu frá götuhæð upp eftir húshliðinni. Byggingarlistastefna Þorvaldur segir borgaryfirvöld sjá fyrir sér samvinnu við eigendur mannvirkja og húsa, bæði ríki og einstaklinga, um flóðlýsingu, m.a. á Austurvelli. „Ég sé fyrir mér að Austurvöll- urinn í heild og húsin sem eru á horni Pósthússtrætis og Austur- strætis gætu verið fyrsta verk- efnið.“ Þar með fáist, að hans mati, sam- ræmd flóðlýsing fyrir svæðið. „Ég hefði líka gjarnan viljað taka upp lýsinu á Ráðhúsinu, það er mjög lítil flóðlýsing á því og þarf að ræða hvernig væri hægt að gera það,“ segir Þorvaldur. Eina lýs- ingin í kringum húsið er frá ljósum í Tjörninni samkvæmt upphaflegum hugmyndum arkitekta hússins. Þá vill Þorvaldur að hugað verði að listaverkum sem hugsanlega væri hægt að flóðlýsa, m.a. í Hljóm- skálagarðinum. Hann segist sjá fyr- ir sér að þegar búið væri að flóðlýsa Austurvöllinn yrði hægt að huga að alhliða garð- og listaverkalýsingu í garðinum. Gert er ráð fyrir að fjalla um lýs- ingu í borginni almennt og þar með flóðlýsingu í nýrri bygging- arlistastefnu borgarinnar. Þorvaldur segir að fyrstu drög að byggingarlistastefnu Reykjavík- urborgar liggi nú fyrir og ber hún heitið: Stefnumörkun Reykjavík- urborgar um allt er lýtur að hinu manngerða umhverfi. Þorvaldur segir að um verði að ræða nokkurs konar rammaforsögn sem muni nýtast í allri skipulags- vinnu í borginni, t.a.m. varðandi æskilega hæð húsa í einstökum hverfum, o.s.frv. Víða erlendis hafi byggingarlistastefnur borga verið mótaðar m.a. á Bretlandseyjum og Norðurlöndunum sem hafi gefið góða raun. Hvað flóðlýsingu í borginni snert- ir vonast Þorvaldur til þess að hægt verði að vinna úr hugmyndum fljót- lega og jafnvel verði byrjað að setja upp flóðlýsingu næsta haust. Í greinargerð borgararkitekts kemur fram að ýmsar hugmyndir hafi komið fram um flóðlýsingu mannvirkja og fyrirspurnir liggi fyrir um hvert beri að snúa sér varðandi flóðlýsingu. Lagt er upp með að starfshópurinn fjalli um um- sóknir sem sendar eru inn og geri tillögur til borgaryfirvalda um for- gangsröðun. Starfshópur skipaður til að fjalla um hugmyndir að flóðlýsingu við mannvirki í miðborginni Morgunblaðið/Jim Smart Fáar af stórum og áberandi byggingum í eigu borgarinnar eru vel flóðlýstar en á því eru þó undantekningar, s.s. Höfði og Perlan, sem hér sést böðuð í ljósi. Til stendur að auka flóðlýsingu í borginni. Að sögn borgararkitekts er meðal annars rætt um að auka flóðlýsingu á Austurvelli, flóðlýsa Hljóm- skálagarð og Ráðhúsið. Lýsing á Austurvelli og í Hljóm- skálagarði í sigtinu Reykjavík TÓMAS Ingi Olrih menntamála- ráðherra og Sigurður Geirdal, bæjarstjóri Kópavogs, undirrit- uðu í gær samning ríkis og Kópavogsbæjar um byggingu nýrrar kennsluálmu við Mennta- skólann í Kópavogi. Húsið er byggt samkvæmt teikningum Benjamíns Magnús- sonar arkitekts og verður 1.642 fermetrar á tveimur hæðum. Í byggingunni verða 17 almennar kennslustofur auk fyrirlestrar- salar og sérhannaðs húsnæðis sérdeildar skólans fyrir ein- hverfa nemendur. Nýja álman kemur í stað norðurálmu skólans sem rifin var fyrr í vetur. Með tilkomu hennar stækkar kennsluhúsnæði skólans um rúma þúsund fermetra. Í samningnum er gert ráð fyr- ir að nýbyggingin verði tilbúin til notkunar fyrir upphaf vorannar 2004. Stefnt er að því að kennsla hefjist þar strax næsta haust. Að sögn Margrétar Friðriksdóttur, skólameistara Menntaskólans í Kópavogi, mun nýja byggingin leysa úr húsnæðisvanda skólans en skólayfirvöld hafa á undanförnum 3–5 árum þurft að neita töluverðum hópi Kópavogsbúa um skólavist. Skólinn hefur tekið inn u.þ.b. 350 nýnema á ári en neitað 100 um skólavist. Í nýju byggingunni er gert ráð fyrir að rúmist allt að 250 nemendur en í skólanum eru alls um 1.350 nemendur. „Við erum að vonast til að með þessu ráðum við nokkurn veginn við þær umsóknir sem að berast okkur héðan úr Kópavoginum.“ Hún segir það algjöra byltingu í starfsemi skólans að einhverfir fá nú aðstöðu í sjálfum skólanum en sérdeild skólans hefur verið í leigu- húsnæði í Breiðholti. Margrét segir að það hafi reynst ákaflega óhent- ugt og óviðeigandi fyrirkomulag. Átta einhverfir nemendur stunda nú nám við skólann. Samningur gerður við ríki um bygg- ingu nýrrar kennsluálmu við MK Stefnt að því að hefja kennslu í haust Kópavogur BÆJARYFIRVÖLD í Hafnarfirði standa fyrir könnun dagana 20. til 31. janúar nk. þar sem áhugi fólks á lóðum og húsagerðum er athugaður. Munu niðurstöðurnar verða hafðar til hliðsjónar við ákvörðun um hvers kyns lóðir verður boðið upp á í næstu lóða- úthlutun á Völlum. Vellir eru sunnan við Reykjanesbraut og vestan við Ástjörn og Grísanes á svæðinu upp af Haukahúsinu en um er að ræða fram- tíðar íbúðasvæði Hafnfirðinga. Á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar kemur fram að á Völl- um er gert ráð fyrir blandaðri byggð húsa, þar sem lágreistasta og dreifðasta byggðin er innst í hverfinu, næst Grísanesinu og þéttist byggðin þegar nær dregur aðalgöt- unni sem liggur í gegnum hverfið. Húsa- gerðir skulu vera blandaðar og að hluta til vera sérsniðnar að markaðsþörfum dagsins í dag. Þá verður lögð áhersla á að hraun- landslagið fái notið sín eins og kostur er. Gert er ráð fyrir um 550 íbúðum og er ráðgert að fyrsta úthlutun fari fram síðla vors. Framkvæmd könnunarinnar er með þeim hætti að hægt er að fylla út upplýs- ingar á Netinu í gegnum heimasíðu Hafn- arfjarðarbæjar auk þess sem hægt er að fylla út eyðublað í afgreiðslu umhverfis- og tæknisviðs Strandgötu 8-10, gengið inn frá Linnetstíg. Fyrsta lóðaúthlutun á Völlum verður í vor Spurn eftir lóðum könn- uð á Netinu Hafnarfjörður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.