Morgunblaðið - 21.01.2003, Blaðsíða 16
ERLENT
16 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MEIRIHLUTI Svía er á móti
því að ganga í Atlantshafs-
bandalagið (NATO), að því er
fram kemur í nýrri skoðana-
könnun sem birt var í Svenska
Dagbladet um helgina. Hefur
andstaðan vaxið að undanförnu.
53% aðspurðra sögðust mótfall-
in því að Svíþjóð sækti um aðild
að NATO, en fyrir ári sögðust
46% landsmanna á móti hugs-
anlegri NATO-aðild. 27% sögð-
ust hlynnt því að ganga í NATO,
sem er svipað hlutfall og fyrir
ári, en 20% segjast nú óákveðin,
á móti 27% í fyrra.
Giroud
fallin frá
EINN af virtustu blaðamönnum
Frakklands, Francoise Giroud,
lést á sunnudag, 86 ára að aldri.
Giroud skapaði sér nafn í blaða-
mennsku eftir seinna stríð, en á
þeim tíma var óvenjulegt að
konur legðu þann starfa fyrir
sig. Hún stýrði tímaritinu Elle
um átta ára skeið en átti síðan
þátt í því að vikublaðið L’Ex-
press var sett á laggirnar árið
1953. Giroud lagði einnig fyrir
sig stjórnmál, var m.a. mennta-
málaráðherra 1976–1977.
Mannfall í
Kasmír
TUTTUGU og einn slasaðist
þegar handsprengju var varpað
að hópi fólks í indverska hluta
Kasmírs á sunnudag. Talið er að
íslamskir uppreisnarmenn hafi
verið hér að verki. Þá féllu níu,
þ.á m. sex íslamskir skæruliðar,
í átökum annars staðar í hér-
aðinu, að sögn lögreglu.
Milosevic
áfram
formaður
SLOBODAN Milosevic, fyrr-
verandi forseti Júgóslavíu, var
einróma endurkjörinn formaður
Sósíalistaflokks Serbíu á flokks-
þingi um helgina. Hann fór fram
á það í bréfi til flokksins að ein-
hver annar yrði fyrir valinu, en
varð ekki að ósk sinni.
Milosevic hefur verið í fang-
elsi í Haag í Hollandi í tæpt ár
þar sem stríðsglæpadómstóll
Sameinuðu þjóðanna réttar yfir
honum fyrir glæpi gegn mann-
kyninu.
Crenna látinn
LEIKARINN Richard Crenna
lést sl. laugardag, 76 ára að
aldri. Banamein hans var
krabbamein. Crenna var þekkt-
astur fyrir hlutverk sitt í
Rambo-myndunum, þar sem
hann lék á
móti Sylvester
Stallone, en
hann lék einn-
ig í myndum
eins og Wait
until dark,
Body Heat,
The Flamingo
Kid og Hot
Shots! Part Deux. Crenna lék í
fjölda sjónvarpskvikmynda og
-þátta, nú síðast gestahlutverk í
þáttunum Judging Amy, sem
sýndir eru á Skjá einum.
STUTT
53% Svía
á móti
NATO-
aðild
Richard Crenna
Á ÞVÍ ári sem liðið er frá því að við-
ræður skæruliða maóista og stjórn-
valda í Nepal fóru út um þúfur hafa
átökin í landinu magnast mjög. Vax-
andi ótta gætir um að frekari hörm-
ungar vofi yfir. Er þá einkum nefnt
að líkur séu á að óstöðugleika taki að
gæta víðar í þessum heimshluta og
að í Nepal kunni að skapast aðstæð-
ur sem geti af sér alþjóðlega hryðju-
verkastarfsemi.
Uppreisnarmenn maóista nutu á
árum áður nokkurs stuðnings meðal
alþýðu manna í Nepal. Þeir beita
hins vegar sífellt harkalegri aðferð-
um í „alþýðustríðinu“ en svo nefna
þeir hernaðinn gegn þingbundinni
stjórn Gyanendra konungs Nepals.
Fórnarlömb og erlendir aðilar sem
fylgjast með mannréttindum í Nepal
segja að skæruliðar hafi m.a. myrt
kennara og aðra meinta óvini alþýð-
unnar. Oft kjósa skæruliðar að
höggva höfuðið af fórnarlömbum
sínum, öðrum misþyrma þeir. Þeir
sem grunaðir eru um að hafa veitt
stjórnvöldum upplýsingar eða að-
stoð af einhverju tagi mega eiga von
á grimmilegum hefndum. Skæru-
liðar refsa viðkomandi gjarnan með
því að mala fótleggi þeirra mélinu
smærra.
Óbreyttir borgarar þurfa að ótt-
ast fleira en reiði skæruliða. Herafli
stjórnvalda sýnir ekki heldur neina
miskunn í viðskiptum við þá sem
taldir eru hafa aðstoðað skærulið-
ana, að því er mannréttindasamtök-
in Amnesty International greina frá.
7.000 fallnir
Uppreisn maóistanna hófst árið
1996. Talið er að 7.000 manns hafi
fallið í átökum í Nepal frá þeim tíma.
Þar af hafa rúmlega 5.100 týnt lífi á
undanliðnum tólf mánuðum. Um
4.000 þeirra hafa her og lögregla
drepið, samkvæmt upplýsingum
sem erlendir sendifulltrúar í landinu
hafa aflað sér.
Greina má auðveldlega hver áhrif
átökin hafa á líf fólks í Nepal í litlum
þorpum á borð við Bunkot sem er
um 100 kílómetra norðvestur af Kat-
mandu, höfuðborg landsins. Þótt um
800 stjórnarhermenn haldi til í
Gorkha, sem er höfuðstaður héraðs-
ins og í aðeins um 20 kílómetra fjar-
lægð, koma skæruliðarnir með
reglulegu millibili „í heimsókn“ í
þorpið. Þeir heimta mat af þorps-
búum og krefja opinbera starfs-
menn um „skatta“.
Flokkar skæruliða láta nú til sín
taka í 72 af 75 sýslum Nepals. Þó er
það mat manna að enn ógni þeir ekki
ríkisstjórn landsins sem hefur borg-
ir og bæi á valdi sínu. Leiðtogar upp-
reisnarmanna eru vinstri sinnaðir
stjórnmálamenn sem ákváðu að
hefja skæruhernað eftir að hafa
hafnað þróun í átt til lýðræðis sem
hafin var í Nepal árið 1990. Þeir hafa
áhyggjur af ímynd sinni erlendis og
nýverið lýstu þeir yfir áhuga á að
hefja viðræður um breytingar á
stjórnarskrá Nepals.
Ýmsir telja að forsendur hafi nú
skapast fyrir slíkum viðræðum. Aðr-
ir hafa áhyggjur af því að vald leið-
toganna yfir hreyfingunni fari
minnkandi þannig að einstakir
skæruliðar taki í auknum mæli að
líta á uppreisnina sem tækifæri til að
hagnast fjárhagslega og koma fram
persónulegum hefndum.
Skæruliðar njóta ekki stuðnings
erlendra ríkja svo vitað sé og því
verða þeir að að treysta á að komast
yfir vopn stjórnarhersins. Uppreisn-
ina fjármagna þeir síðan með banka-
ránum auk þess sem almenningur
sætir fjárkúgun.
Vitað er að uppreisnarmenn eiga
samstarf við skæruliðahópa í Ind-
landi og þar sem eftirlit á landamær-
um er lítið fara þeir auðveldlega á
milli ríkjanna.
Bandarísk aðstoð
Hernaðarlegt gildi Nepal er tak-
markað, jafnt fyrir Bandaríkin sem
ríki í þessum heimshluta. Banda-
rískir embættismenn hafa hins veg-
ar lýst yfir áhyggjum sínum sökum
þess að Nepal kunni að bætast í hóp
þeirra landa þar sem stjórnvöldum
hefur með öllu mistekist að halda
uppi lögum og reglu. Reynslan sýnir
að í slíkum tilfellum eykst hættan á
að hryðjuverkamenn hreiðri um sig.
Bandaríkjastjórn hefur nú þegar
heitið Nepal aðstoð. Þar ræðir um
þróunaraðstoð sem nemur 38 millj-
ónum Bandaríkjadala. Að auki fá
stjórnvöld hernaðaraðstoð að verð-
mæti 17 milljóna dala en þar ræðir
einkum um léttan vopnabúnað og
nætursjónauka. Mannréttindafröm-
uðir ýmsir hafa andmælt þessari að-
stoð með þeim rökum að hún auki
líkur á frekari grimmdarverkum af
hálfu stjórnarhers og öryggissveita
auk þess sem hún sé ekki fallin til að
greiða fyrir friðarviðræðum.
Viðræður fóru út um þúfur árið
2001. Í kjölfarið hertu skæruliðar
mjög sókn sína. Hundruð her- og
lögreglumanna féllu þá í árásum á
afskekktar varðstöðvar víða í land-
inu. Afleiðingarnar létu ekki á sér
standa. Ferðamannaþjónustan, mik-
ilvægasta atvinnugrein landsmanna,
er hrunin og upplausn hefur ríkt á
stjórnmálasviðinu frá því að Sher
Bahadur Deuba, þáverandi for-
sætisráðherra landsins, leysti upp
þingið.
Teikn eru hins vegar á lofti um að
stuðningur við uppreisnarmenn fari
þverrandi. „Áður fyrr hélt ég að þeir
myndu láta gott af sér leiða fyrir
þjóðina,“ segir hinn 35 ára gamli
Shyam Sundar. Hann hefur nú skipt
um skoðun þar sem hann liggur á
sjúkrahúsi í Katmandu með stál-
teina í báðum fótleggjum. Skæru-
liðar brutu báða fótleggi hans í nóv-
ember en þeir sökuðu hann um að
hafa njósnað fyrir öryggissveitir
stjórnvalda. Hann segir það fjarri
sanni.
„Upphaflega töldu margir að
skæruliðarnir gætu orðið til þess að
bæta stjórnmálaástandið. Kúgun
þeirra og hamslaust ofbeldið hefur
hins vegar gert að verkum að mjög
margir hafa orðið fyrir miklum von-
brigðum með maóistana,“ segir
Kapril Shresta, sem starfar fyrir
Mannréttindanefnd Nepals.
Her án reynslu
Stjórnarherinn er litlu vinsælli.
Liðsaflinn var kallaður út fyrir 13
mánuðum en reynsla hans var þá að
mestu bundin við friðargæslu er-
lendis og þátttöku í ýmsum opinber-
um athöfnum. Herinn er sagður eiga
í erfiðleikum með að greina á milli
vina og óvina.
Samari Budha, sem er 27 ára, er
ein þeirra fjölmörgu sem lent hafa í
bardögum öryggissveitanna og
skæruliða. Í október í fyrra hélt her-
flokkur inni í þorpið hennar í Ruk-
um-héraði. Hermennirnir voru að
leita skæruliða. Í skotbardaganum
sem upphófst fékk hún byssukúlu í
andlitið. Kjálkinn tættist í sundur og
hún missti sjón á auga.
Hún segir að hermennirnir hafi
ekkert gert til að aðstoða særða íbúa
eða flytja þá á brott. Sárþjáð og í
fylgd móður sinnar og tveggja ungra
barna var hún borin út á næsta þjóð-
veg. Sú ferð tók sjö daga. Aðrir sjö
dagar liðu þar til hún komst undir
læknishendur.
Shiva Ram Kharel, yfirmaður
liðsaflans í Gorkha, segist hafa fyr-
irskipað mönnum sínum að refsa
ekki óbreyttum borgurum fyrir að fá
skæruliðum mat. „Ég get ekki sagt
að við höfum fulla stjórn á ástand-
inu,“ segir hann. „Drepum við einn
þeirra, koma tíu í hans stað.“
Á milli steins og sleggju
John Lancaster/Washington Post
Shyam Sundar taldi forðum að maóískir uppreisnarmenn í Nepal gætu látið
gott af sér leiða. Hann er nú á sjúkrahúsi í Katmandu en skæruliðar brutu
báða fótleggi hans eftir að hafa sakað hann um njósnir fyrir stjórnarherinn.
Bunkot í Nepal. The Washington Post.
Aukin grimmd einkenn-
ir átök skæruliða maó-
ista og stjórnarhersins í
Nepal. Fórnarlömbin
eru einkum fátækt fólk
á landsbyggðinni.
’ Áður fyrr hélt égað þeir myndu láta
gott af sér leiða fyrir
þjóðina. ‘
FULLTRÚAR Raël-sértrúarsafnaðarins í
Japan fullyrtu í gærmorgun að síðar um
daginn myndi einræktaður drengur fæð-
ast þar í landi og yrði hann þá þriðja
einræktaða barnið sem fæðist á vegum
safnaðarins. Raël-söfnuðurinn var stofn-
aður af Frakkanum Claude Vorilhon
sem segir að geimverur hafi sagt sér að
upphaf mannkyns megi rekja til ein-
ræktunar.
Fulltrúar safnaðarins segja að ein-
ræktuð börn hafi fæðst í Bandaríkjunum
og Hollandi fyrr á þessu ári en ekki
hafa verið lögð fram nein sönnunargögn
þessu til staðfestingar. Félagar í söfn-
uðinum í Japan gengu um götur Tókýó í
gærmorgun til að fagna væntanlegri
fæðingu drengsins og héldu á skiltum
þar sem m.a. stóð: Vísindi er ást, og Jes-
ús er endurfæddur með einræktun. Hér
sést eitt af spjöldum safnaðarins. AP
Fullyrð-
ingar um
einræktun
Árið nefnt í
höfuðið á
mömmu
Ashkhabad. AFP.
ÞINGIÐ í Túrkmenístan hefur
ákveðið, að yfirstandandi ár skuli
bera nafn móður Saparmurats Niyaz-
ovs, forseta landsins, en persónu-
dýrkunin í kringum hann hefur slegið
öll met og þykir þá langt til jafnað.
Túrkmenskir fjölmiðlar skýrðu frá
því, að árið 2003 héti nú Gurbansoltan
í virðingarskyni við „hina heilögu og
blessuðu minningu“ forsetamóður-
innar. Hún beið bana í jarðskjálfta
1948 en er nú jafnan kölluð „Móðir
þjóðarinnar“ og sögð hafa verið hold-
gervingur alls þess besta í hennar
fari.
Styttur af Gurbansoltan hafa verið
reistar um allt landið og allt milli him-
ins og jarðar er heitið eftir henni, til
dæmis stræti, torg, kvikmyndahús og
ilmvötn að ógleymdum aprílmánuði.
Sonur hennar, „Túrkmenafaðirinn
mikli að eilífu“ slær henni þó auðveld-
lega við í persónudýrkuninni en undir
niðri kraumar óánægjan; gert var
morðtilræði við hann í nóvember.