Morgunblaðið - 21.01.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 21.01.2003, Blaðsíða 51
Morgunblaðið/Kristinn Alþjóðlegur hópur ungra lista- manna hefur opnað sýningu á Kjar- valsstöðum. SÝNINGIN then...hluti 4 var opn- uð á Kjarvalsstöðum um helgina. Þetta er samsýning sex ungra listamanna. Hópurinn er alþjóð- legur og vekur sýningin hugsanir um form staða, tilfærslur eða staðleysur. Hópurinn hefur mið- stöð í London en markmið hans er að sýna, gefa út og ræða mál- efni sem tengjast nútímalist og lífi. Þetta er fyrsta sýning then á Íslandi en hópurinn hyggur á samsýningar víða um Evrópu á næstunni. Sýningin verður á Kjarvals- stöðum til 2. mars. Morgunblaðið/Kristinn then…hluti 4 er samsýning sem vek- ur hugsanir um form staða, til- færslur eða staðleysur. Nútíma- list og líf Opnun á Kjarvalsstöðum Listaklúbburinn Lortur er tilnefndur til nokkurra Bedduverðlauna. BÍÓ-REYKJAVÍK afhendir Beddu-verðlaunin við hátíðlega athöfn í húsakynnum MÍR við Vatns- stíg 10a í kvöld kl. 18.00. Að sögn aðstandenda er þetta kallað Beddan þar sem Beddan er betri en Eddan. Verðlaun verða afhent í 32 flokkum og eru kynnar þau Hrönn og Árni Sveinsbörn (Í skóm drekans). Á meðal flokka sem veitt verða verðlaun fyrir er neðanjarðar kvikmyndagerðarmaður árs- ins, íslenski neðanjarðar kvikmyndagerðarmaður ársins, besta neðanjarðar kvikmynd ársins, besta neðanjarðar heimildarmynd ársins, besta neðan- jarðar tilraunamynd ársins, besta neðanjarðar- mynd með söguþráð (drama) ársins og besta neð- anjarðar tónlistarmyndbandið. Einnig verða veitt verðlaun fyrir bestu myndina sem gerð er með engu fjármagni og fyrir verstu mynd ársins (Ed Wood-verðlaunin). Beddan – Bestu neðan- jarðarkvikmyndirnar 2002 Afhent í 32 flokkum MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003 51 www.regnboginn. is Sýnd kl. 5.30 og 9. B.i. 12. Nýr og betri „Turnarnir gnæfa yfir bestu myndir ársins“ SV. MBL ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com 1/2HK DV „Besta mynd ársins“ FBL DV RadíóX Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i.12 ára “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com i YFIR 80.000 GESTIR YFIR 60.000 GESTIR STÆRSTABONDMYND ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI Sýnd kl. 6.30, 8.30 og 10.30. B.i.14 ára FRÁ FRAMLEIÐENDUM LEON OG LE FEMME NIKITA Fantaflottur spennutryllir með ofurtöffaranum Jason Stratham úr Snatch Hraði , spenna og slagsmál í svölustu mynd ársins. Hverfisgötu  551 9000 www.laugarasbio.is SV. MBL ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com 1/2 HK DV Sýnd kl. 5.30, 8 og 9. B.i. 12. YFIR 80.000 GESTIR Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15 B.i. 14. Frábær mynd frá leikstjóra L.A.Confidential þar sem rapparinn EMINEM fer á kos- tum í sínu fyrsta hlutverki.  1/2 Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.com MEÐLIMIR Sálarinnar létu vera á sínum tíma að básúna söngleiks- hugmyndina sem liggur á bak við tvær síðustu plötur þeirra; Annar máni og Logandi ljós. Fyrir vikið ollu þær töluverðu hausklóri, eink- anlega hvað varðar textann. Skemmst er frá því að segja að nú hafa þær styrkst mjög. Því eftir að á þær er hlýtt í samhengi söngleiks opinberast þær. Það sem á sínum tíma virtist vera fálmkennd, að nokkru yfirkeyrð tilraun við að búa til epískt heildarverk liggur nú ljós- ara fyrir. Lykill platnanna, söngleikurinn Sól og Máni, er bara ansi snotur. Það umleikur hann hressandi viðhorf; svona grallaralegt „Hei, strákar! Gerum söngleik!“ Útkoman er því skemmtileg og einlæg, þar sem söngur, dans og látbragð keyrir sög- una áfram fölskvalaust. Söguþráður- inn vissulega oft og tíðum ruglings- legur, sum atriði yfir toppinn en skemmtigildið algerlega ótvírætt. Svoleiðis á það líka að vera. Þetta gengur upp. Að helsta popphljóm- sveit Íslands síðustu ára hafi gert tvær „söguþráðs“-plötur og söngleik – og það á miklu meira en skamm- lausan hátt – er afrek. Og bara vel svalt. Söngleikir byggjast upp á sam- slætti margra og ólíkra þátta. En þar sem Sálin slær grunntónninn í sýn- ingunni á fleiru en eina vegu er rétt að líta sérstaklega á þátt tónlistar- innar. Lögin sem prýða áðurtaldar plöt- ur hafa eðlilega tekið allnokkrum stakkaskiptum í söngleiknum. Sum hver nokkuð stytt, önnur orðin að millistefum og athyglisvert að sjá hver þeirra eru orðin burðarverk í söngleiknum. Lögunum af plötunum er blandað saman og þau felld að framvindu sögunnar þannig að á sviðinu verða þau til muna skiljan- legri, hæglætisbragurinn sem ein- kennir mörg þeirra verður eðlilegur. Lög sem komu og fóru tilþrifalaust á plötunum verða allt í einu fullkom- lega eðlileg í þessu samhengi – og vaxa í eyrunum í kjölfarið. Það er pínu einkennilegt að sjá aðra söngvara en Stefán kyrja sál- arstemmurnar. En leikarar verksins gera það með sóma. Bergur Þór Ing- ólfsson (Máni) og Arnbjörg Hlíf Valsdóttir (Sól) eru fínustu söngvar- ar, gaman t.d. að heyra Arnbjörgu syngja „Ekki nema von“. Þá má ekki gleyma senuþjófinum, rokkbarónin- um Sveini Þóri Geirssyni (Lýður). Svo eiga Sálverjar sjálfir smekkleg innslög í söngleiknum sem eru kær- komin. Sígild ástarsagan, sem er kjarninn í Sól og Mána, nær að hrífa mann með sér og það er hreinn unaður að heyra þau Sól og Mána flytja „Á nýj- um stað“ í lokin. Ég er ekki frá því að þetta lag sé eitt það allra besta sem Sálin hefur sent frá sér á ferlinum. Á heildina litið rúlla lögin vel með söngleiknum og það er snyrtilega gengið frá öllum pakkanum. Það er kannski einkennandi fyrir nostrið og metnaðinn að inni í texta er svo skot- ið örstuttum skrýtlum, sem vísa í sögu Sálarinnar („sjúbb sjúbb sjarrei!“, „hei kanína!“ t.d.). Afar mettandi allt saman, hvar meginstyrkurinn liggur í einlægum skemmtilegheitum. Megi Sálin lýsa lengi vel. Tónlist Sálin hans Jóns míns Sól og Máni [tónlistin] Borgarleikhúsið Sól og Máni er söngleikur eftir Guðmund Jónsson og Karl Ágúst Úlfsson, byggður á tveimur plötum Sálarinnar hans Jóns míns, Annar máni (2000) og Logandi ljós (2001). Arnar Eggert Thoroddsen Morgunblaðið/Kristinn „Að helsta popphljómsveit Íslands … hafi gert … söngleik – og það á miklu meira en skammlausan hátt er afrek,“ segir m.a. í dóm um tónlist Sálar- innar hans Jóns míns við söngleikinn Sól og Máni. Eins konar æði SUMAR sveitir eru langlífari en aðrar. Popp/rokksveitin SSSÓL hefur nú hald- ið uppi organdi stuði um sveitir Íslands í hartnær fimmtán ár og ekki er að sjá á Helga Björns og kát- um köppum hans að þeir séu af stuðbaki dottnir. Þessar mynd- ir náðust á aðfaranótt sunnudags á Gauki á Stöng og má fullyrða að gleðisviti hafi runnið niður andlit og veggi. SSSól skín skært „Klikkað“ Morgunblaðið/Halldór Kolbeins „Ég sé epli … nei, ég vil þau ekki!!!“ Gestir voru vel með á nótunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.