Morgunblaðið - 21.01.2003, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
PÉTUR Blöndal alþingismaður hef-
ur í útvarpi Sögu hlutað niður hvern-
ig sparsamt fólk getur komist af með
90 þúsund króna mánaðarlaun.
Dæmið sem hann setti upp á máske
við einhleypan piparsvein, sem í
mesta lagi greiðir 1000 kall á mánuði
með indversku barni, laus við
skylduáskrift ríkissjónvarpsins,
símalaus og svo framvegis, en ekki
við einstæða móður eða föður með
1–3 börn á framfæri, það fólk myndi
varpa skugga á jörfagleði annarra
einstaklinga í kommúnunni, sem
hann mælir með til lækkunar á húsa-
leigu.
Pétur Blöndal fullyrðir líka að fyr-
irtækjaeigendur geri vel við góða
starfsmenn í launum. Það hljóta að
vera markaðsstjórar einkavæðingar-
innar...
Venjulegur láglaunamaður þarf að
hlaupa úr einni vinnu í aðra til að ná
endum saman. Margt af þessu lág-
launafólki er orðið þvílík fórnardýr
hagræðingarinnar, að á miðjum
aldri, 50–60 ára er það orðið líkam-
lega eða andlega sjúkt, án vonar og
væntinga, því það á engra kosta völ,
ekki nógu gamalt til að komast á eft-
irlaun, sem reyndar mega ekki vera
hærri en 30 þúsund krónur á mán-
uði, en þá skerðast tryggingabæt-
urnar.
Núnú. Pétur Blöndal er hlynntur
verðtryggingunni sem komið var á
1980, bundin við skuldir en ekki laun.
Hún er búin að fara skelfilega með
fólk. Þegar skuldbreytt er láni er það
á þann veg að gjalddögum er fjölgað
og lengt er í hengingarólinni um
nokkur ár. En hvernig hægt er að
breyta 135 þúsund króna skuld í
hálfa milljón, þótt búið sé að borga af
henni afborgun, vexti og verðbætur í
tuttugu ár, er ofvaxið minni réttlæt-
iskennd. Fjölmargir sem tóku nokk-
ur hundruð þúsund króna lán fyrir
mörgum árum skulda í dag milljónir.
Þetta kalla ég lögverndaðan þjófnað!
Og í mínum huga eru þessir
skuldunautar verðtryggingar ís-
lenskur aðall, en ekki þeir sem í dag
sitja við veisluborð lífsins á fölskum
forsendum, til að njóta virðingar
hver af öðrum líkt og Bör Börson og
O.G. Hansen í eftirminnilegri út-
varpssögu í flutningi Helga Hjörvars
á sínum tíma.
GUÐRÚN JACOBSEN,
Bergstaðastræti 34.
Innlegg í
Pétur Blöndal
Frá Guðrúnu Jacobsen:
HVAÐ finnst ykkur, kæru sam-
borgarar, felast í því að tilheyra
samfélagi? Lýðræðissamfélagi með
ríkisstjórn, velferðar- og mennta-
kerfi o.s.frv. Það virðist rökrétt
ályktun að öllum sé fyrir bestu að
þegnar samfélagsins (sem erum við
öll, hvort sem okkur líkar betur eða
verr) standi saman til að það gangi
sem best upp. Að við eigum að
styðja hvert við bak annars, sjá
eldra fólki fyrir áhyggjulausu ævi-
kvöldi, því yngra fyrir menntun og
meta alla hópa samfélagsins jafnt.
Fyrst þegnarnir eru svo heppnir
að búa við lýðræði fá þeir að kjósa
sér leiðtoga (sem gegna því hlut-
verki að halda utan um batteríið og
hafa yfirumsjón með því að allt fari
skikkanlega fram), og ef upp kemur
stórmál sem varðar alla landsmenn,
og sem ágreiningur ríkir um, ganga
þegnarnir til þjóðaratkvæðagreiðslu
svo ekki fari á milli mála hver vilji
þjóðarinnar sé í slíku hitamáli.
Eða hvað... Eru e.t.v. einhverjir
sem hafa misskilið yfirlýstan til-
gang nútíma- og lýðræðissam-
félags? Eru sumir bara að hugsa
um gróðavon, ávinning sem er vafa-
samur til lengri tíma litið? Eða er
ég kannski að misskilja eitthvað?
Hvernig sem það nú er, þá skuluð
þið spá aðeins í það af hverju okkar
lýðræðislega kjörnu leiðtogar efna
ekki til þjóðaratkvæðagreiðslu
vegna fyrirhugaðra framkvæmda
við Kárahnjúka. Það væri auðvitað
dýrt en aðrar eins upphæðir fara í
margt vitlausara.
Kannski óttast þeir útkomuna.
Kannski halda þeir að nógu margir
hippar í lopapeysum séu hræddir
við framfarir og þróun til að koma í
veg fyrir þetta ef gengið yrði til at-
kvæða. Eða að almenningur sé
hreinlega meðvitaður um áhættuna.
Því hverjir sætu á endanum í
skattasúpu nema við almenningur,
ef eitthvað færi úrskeiðis. Að ekki
sé minnst á eyðilagða náttúru, sem
á að heita þjóðareign; þar væri unn-
ið óbætanlegt tjón.
Ekki halda að ykkar afstaða og
gerðir skipti ekki máli. Þessi nátt-
úruspjöll eru ekki nauðsynleg held-
ur aðeins skammtímalausn og mega
ekki eiga sér stað. Það má finna
aðrar leiðir til að rækta atvinnulíf á
Austurlandi. (Eða fyndist ykkur það
björt framtíð fyrir börnin ykkar að
vinna í álveri?) Munið að dropinn
getur holað steininn. Þið getið haft
eitthvað um þetta mál að segja og ef
þið eruð ekki sátt skuluð þið láta í
ykkur heyra. Annars sjá ráðamenn
að hér má komast upp með ótrúleg-
ustu hluti án þess að heyrist múkk í
almenningi og þá er þess varla
langt að bíða að lýðræðið í okkar
blessaða landi verði afskaplega lítils
virði og framkvæmd þess aðeins í
orði, ekki á borði. Ekki gefast upp.
ERLA ELÍASDÓTTIR,
nemi í Menntaskólanum við
Hamrahlíð, Baldursgötu 30,
101 Reykjavík.
Nokkur orð
um lýðræði
Frá Erlu Elíasdóttur: